Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 1
88 SIÐUR B 285. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Samtök útgerðarmanna innan EB: Vilja meiri festu gegn Islendingum BrusseL Frá Krútófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SAMTÖK útg'erðarmanna innan Evrópubandalagsins, COGECA og EUROPECHE, áttu fyrir helgina fúnd með Cardoso e Cuhna fram- kvæmdastjója fiskimáladeildar EB um samstarf þessara aðila við bandlagið. Útgerðarmennirnir eru mjög óánægðir með hið takmark- aða samráð sem við þá er haft. Þeir benda á að áhrif skriffinna á niðurstöður samninga séu alltof mikil og vísa til þess að íslendingar vaði yfir fiskmarkaði innan EB án þess að láta nokkuð í staðinn. Allt frá inngöngu Spánar og Portúgals í EB hefur starfsemi ráð- gjafamefndar bandalagsins um sjávarútvegsmál legið niðri vegna deilna um hvemig skuli standa að Danmörk: Fiskvinnsla á barmi gjaldþrots flölgun í nefndinni. f nefndinni hitt- ast fulltrúar atvinnugreina og emb- ættismenn. Um þetta deiluatriði hefur náðst samkomulag og nefndin mun koma saman fljótlega upp úr áramótum. Útgerðarmennimir krefjast og aðildar að samningavið- ræðum við ríki utan EB og benda í því sambandi á að útgerðarmenn eða aðrir séu iðulega með ráðherr- um sem koma til að semja við bandalagið. Samkvæmt heimildum í Brussel eru slíkir formgallar á þessari beiðni að óhugsandi er talið að á hana verði fallist. Sorgmædd armensk kona grætur við kistu eiginmanns síns, beið bana í jarðskjálftum í borginni Spítak í Armeníu. Svíþjóð: Veldur nýtt alnæmislyf þáttaskilum? Stokkhólmi. Reuter. TILRAUNIR hafa verið gerðar með nýtt lyf við al- næmi í Sviþjóð og sagði Bo Oberg, prófessor í ónæmis- fræði við Karolinska- sjúkrahúsið í Stokkhólmi, að það eigi eftir að marka þáttaskil í baráttunni gegn hinum banvæna sjúkdómi. Oberg sagði að við tilraunir á öpum og frumuvefjum úr mönnum hefði lyfið, sem heitir Fluorodeoxythymidine (FLT), stórlega dregið mátt úr starf- semi alnæmisveirunnar. Komið hefði í ljós að það hefði minni hliðarverkanir en önnur lyf. Að sögn Obergs þarf að gera frekari tilraunir með lyfið í a.m.k. tvö ár áður en hægt verður að taka það í notkun. Sovétmenn biðja um stórvirk hjálpartæki Moskvu, Jerevan, Washington. Reuter. SOVÉZKA stjórnin bað þjóðir heims í gær um að senda stórvirk hjálpartæki til skjálftasvæðanna í Armeníu, einkum lyftikrana og tæki til að skera í gegnum steypu og stál. Auk þess væri þörf fyrir ýmiss konar lækningatæki, m.a. nýrnavélar, þar sem nýrnaskemmd- ir hjá fólki sem kramist hefði undir væri alvarlegasti vandi, sem læknalið ætti við að glíma á skjálftasvæðunum. Björgunarmenn hafa unnið í kappi við klukkuna við leit að fólki, sem talið er að enn kunni að leynast á lifi í rústum. Sovézkir Qölmiðlar sögðu í gær að seinagangur og skipulagsleysi einkenndi björgunarstörf. Af opin- berri hálfú er talið að milli 40 og 45 þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftunum og að hálf milljón manna sé heimilislaus. Nuuk. Frá Nils Jttrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA fiskvinnslan rambar á barmi gjaldþrots vegna óeðlilegs undirboðs fyrirtækja f Noregi, Kanada, Færeyjum og Grænlandi, er njóta styrkja og niðurgreiðslna, að þvf er Poul Torring, formaður samtaka danskra fiskvinnslu- stöðva, sagði f viðtali við græn- lenzka útvarpið. ViU hann að nið- urgreiddar fiskafúrðir frá rfkjum utan Evrópubandalagsins (EB) verði tollaðar. Terring sagði fyrirtæki í framan- greindum löndum hafa selt fiskafurð- ir á verði, sem væri undir fram- leiðslukostnaði danskra vinnslu- stöðva. Grænlendingar seldu t.a.m. fískafurðir á mun lægra verði en fyrirtæki innan EB gætu staðið und- ir. Dönum sviði sárt að horfa upp á þetta því það væru í raun danskir skattgreiðendur sem borguðu halla- rekstur grænlenzku fiskvinnslunnar. Danskir styrkir, sem rynnu til græn- lenzku fiskvinnslunnar, jafngiltu því að danskir skattgreiðendur niður- greiddu hvert kíló þorskafurða, sem Grænlendingar framleiddu, um 6 danskar krónur, eða 41 íslenzka. Gorbatsjov Sovétleiðtogi komst við er hann kannaði ástandið á skjálftasvæðunum um helgina. Þakkaði hann erlendum björgunar- mönnum og sagði að aðstoð frá öðrum ríkjum væri fegursta dæmið sem til væri um samstöðu allra þjóða. Júrí Dubínín, sendiherra Sov- étríkjanna í Bandaríkjunum sagðist í gær djúpt snortinn yfír viðbrögð- um Bandaríkjamanna við hörmung- unum á skjálftasvæðunum og sagði þau til marks um bætt samskipti risaveldanna. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovézkra stjómvalda, sagði Sovétmenn mjög þakkláta fyrir þá aðstoð, sem borist hefði. Úm þátt 'Bandaríkjamanna sagði hann: „Okkur finnst bandaríska þjóðin vingjamleg og drenglynd.“ Gorbatsjov var hins vegar harður í garð þeirra er dreifðu gróusögum þess efiiis að áætlað væri að flytja armensk böm frá Armeníu til Rúss- lands vegna jarðskjálftanna. Þá þótti honum gmnsamlegt hve margir spyrðu hvers vegna það hefði ekki verið varað viðslq'álftun- um og sagði ýmsa reyna að koma af stað þjóðemisátökum mitt í öllum hörmungunum. Embættismenn vísuðu á bug full- yrðingum sovézkra fjölmiðla, sem sögðu í gær að ringulreið ríkti í flugumferðarstjóm á skjálftasvæð- unum. Tvær flugvélar, sem voru að flytja björgunarmenn og hjálpar- gögn, fórast rétt fyrir lendingu í Lenínakan og Jerevan, önnur á sunnudag en hin í gær. Fjölmiðlar gagnrýndu einnig skipulagsleysi á skjálftasvæðunum. Pravda, málgagn kommúnista- flokksins, veittist harðlega að stjómendum björgunaraðgerða og sagði að seinagangur við að koma stórvirkum björgunartækjum til staða þar sem Tjöidi fólks væri enn grafinn í rústum, kostaði í raun mannslíf. Almenningur og yfirvöld um all- an heim hafa bragðist vel við hjálp- arbeiðni Armena og sovézkra stjómvalda. Um 10 þúsund læknar og björgunarmenn vora komnir til Armeníu á hádegi í gær og aðstoð hafði borizt með um 200 flugvélum, þar af 38 frá 23 erlendum ríkjum. Moskvuútvarpið gaf hins vegar til kynna í gær að aðstoð hefði ekki öll borist þangað sem hennar væri þörf. Til að mynda hefði ekki tekizt enn að finna helming íbúa armensku borgarinnar Spítak, eða um 10.000 manns, í gær þar sem stórvirk björgunartæki vantaði þar enn. Sambandslaust væri við borg- ina, hún væri rafmagnslaus og göt- ur tepptar. Útvarpið sagði lífslíkur íbúa, sem taldir væra leynast í rústunum, dvína með hverri mínútu. Sjá fréttir af náttúruham- förunum á bls. 36. 36 biðu bana í lest- arslysi í Lundúnum Lundúnum. Fri Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TALA látinna i lestarslysinu f Lundúnum var f gærkvöldi komin f 36, en 32 til viðbótar voru f Iffshættu. Þá voru um 80 menn á sjúkrahúsi með minniháttar meiðsi. Aðkoman á slysstað var hræðileg og með ólíkindum að einhver skuli hafa komist Iffs af úr vögnunum sem verst voru leiknir. Slysið átti sér stað á mesta annatfma. Slökkviliðsmenn, sem önnuðust björgunarstarf- ið, sögðu að farþegamir hefðu verið með ólfkind- um rólegir. „Þegar við komum ríkti grafarþögn yfir öllu,“ sagði einn þeirra í samtali við bresku sjónvarpsfréttastofuna ITN. „Jafnvel þeir, sem voruNþiyllilega slasaðir, voru æðralausir." Slyáið varð með þeim hætti að tvær lestir vora á sömú' braut á leið inn til Lundúna. Þegar sú fyrri kom að Clapham-stöðinni f suðvesturhluta Lundúna, sem sögð er umferðarmesta jámbraut- arstöð í heimi, þurfti lestarstjórinn að stöðva hana áður en hún gat haldið að brautarpallinum, þar sem fyrir var önnur lest. Kom þá næsta lest aðvffandi og ók á fullri ferð aftan á þá fyrri. Helst er talið að bilun í merkjakerfi hafi orsakað áreksturinn. Björgunarstarfíð var mjög erfitt, því fjöldi slas- aðra var klemmdur inni í lestarflakinu. Voru björgunaraðgerðir hafnar fimm mínútum eftir áreksturinn. Þá bragðust margir nærstaddir veg- farendur skjótt við og hófu þegar að hjálpa lítt slösuðum farþegum úr brakinu. Á tímabili var óttast að sjúkrahús myndi skorta blóð vegna slyss- ins og var þá boð látið ganga út til almennings um blóðskort. Innan þriggja klukkustunda hafði á annað þúsund manns gefið sig fram til blóðgjaf- ar. Frá slysstað við Clapham-lestarstöðina f Lundúnum f gær. Morgunblaðið grennslaðist fyrir um það hvort íslendingar kynnu að hafa verið í annarri hvorri lestinni sem á rákust. Hjá íslenska sendiráðinu fengust þær upplýsingar, að ekki væri kunnugt um að svo væri og hjá Scotland Yard var svarað á sömu leið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.