Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 30
MORGUNBEAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR < 13. DESEMBEK 1988 Höfiim við efiii á þeim óheið- arleik og ábyrgðarleysi sem tröllríður þessu þjóðfélagi? eftirDagrúnu Krisljánsdóttur Nei, enda er það komið svo gott sem á hausinn vegna óstjómar og eyðslu langt, langt framyfir efni og ástæður. Það er engu líkara en að þeir sem hafa átt að stjóma undan- farin fjölmörg ár, hafí verið haldnir óhömdu stórmennskubijálæði. Eytt hefur verið óhemju fjármagni á allt- of skömmum tíma í misjafnlega skynsamlegar framkvæmdir og allt- of dýrar. Islendingar em yfírleitt ekki að horfa í aurana, sérstaklega sé um fé hins opinbera að ræða, og dirfíst einhver blásaklaus þegn að gera athugasemdir við óhóflega eyðslu og slæma meðferð almanna- fjár, þá hafa stjómmálamenn á reið- um höndum ót'al skýringar og út- mála það hve bráðnauðsynleg þessi og þessi framkvæmdin hafí verið. Og fari svo kostnaður enn meir úr böndunum svo að skipti milljóna- tugum eða hundmðum, þykir það nánast hlægilegt í augum þessara manna að gera rekistefnu út af því — þeir afgreiða málin með því að segja að þetta séu „smámunir", eins og ég heyrði núverandi forsætisráð- herra segja fyrir um tveim þrem ámm í sambandi við 120 milljóna króna umframkostnað við marg- frægt hús. Og yfírleitt em stjóm- málamenn býsna flott og stórtækir þegar þeir sjá sér færi á að seilast í hinn botnlausa ríkiskassa, sér og sínum til dýrðar og vegsemdar. Það er óendanlegt hvað hægt er að kreista og kremja úr þessum kassa- ræfli þegar hygla þarf vinum og flokksbræðrum. Nýjar stöður verða til á færibandi í trássi við lög eða þörf, þá er ekki verið að skera laun við nögl. Bankastjórastöður em alltaf til reiðu fyrir uppgjafaráð- herra, þingmenn eða aðra þá sem allt sitt líf hafa setið í hæst launuðu stöðunum og ættu þess vegna ekki að þurfa enn hærri laun, til að komast hjá því að segja sig til sveit- ar. Hvaða lögmál er það sem hér ræður? Ef það er lögmál, þá er það lögmál .valdagræðgi og peninga- fíknar, mikið vill meira og Guð varð- veiti þá sem verða í vegi fyrir þeim sem haldnir em þessari áráttu, venjulega má allt undan láta, öll brögð em notuð til að ná meiri völdum og hærri launum. Einstakl- ingshyggjan og flokkshagsmunir ráða yfírleitt meim en hagsmunir lands og þjóðar. Það sem vekur mesta furðu í sambandi við gegndarlausan pen- ingaaustur er oft ótímabærar fjár- festingar og einnig mjög oft langt- um dýrari og íburðarmeiri en þörf er á vegna notagildis. Ekki mun það heldur óalgengt að flottheitin hafí beinlínis orsakað vemlega galla sem aftur hafa kallað á niðurrif og kostnaðarsamar breytingar og við- gerðir. En ráðamenn stjómarinnar sjá ekkert eftir þessum fúlgum, sem nánast mætti eins vel fleygja út í hafsauga, þeir halda bara áfram að skrapa innan þennan kassagarm, sem íjármálaráðherra hefur undir höndum, og taka svo ný lán utan- lands og innan, þrátt fyrir endur- teknar ákvarðanir um að gera það ekki. Það er von að allt sé á hvolfi, því að ef einhver segir eitthvað um spamað hér eða þar, þá er augljóst mál að sá hinn sami er erkiflón, orðið „spamaður" er ekki til í orða- safni ríkisstjómarinnar eða ríkis- stjóma yfírleitt. En — ja, héma, nú varð mér illa á í messunni, ég veit ekki hvemig ég á að afsaka þessa vitlausu full- yrðingu, ég nefnilega steingleymdi frímerkjunum! Svoleiðis er að til er í landinu þjóðarbrot sem nefnast ellilífeyrisþegar og þegar „verð- stöðvun" var leidd í lög, sem þó hefur þá undarlegu eiginleika að flest hækkar nema launin, — þá rann landsfeðrum til riíja bág kjör þessa þjóðarbrots og ákváðu þeir því að hækka tekjutryggingu og heimilisuppbót sem svarar verðgildi 36 frimerkja og flestir vita að eitt frímerki kostar nítján krónur. En ef til vill er það röng ályktun að telja þá hafa verið að „spara“ — ef til vill hefur þeim fundist til um rausnarlegt framlag og nagað negl- ur í eftirsjá, enda heyrst fyrr að Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Heimllls- og raftækjadelld HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Samt. stærö: 275 I. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæö: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hillur í hurö. Sjálfvirk afþýðing í kæli. Vinstri eöa hægri opnun TVEGGJA DYRA KÆLI- OG FRYSTISKAPUR Dagrún Kristjánsdóttir „Það rann mestí móður- inn af köppunum og eftir margra daga japl og jaml og- fuður við stjórnarmyndun (þá lá ekki á), birtast þrír firiðar- og kærleikspost- ular á skjánum að nýju, geislandi af hamingju ogtilhlökkun.“ of dýrt væri að halda lífínu í þeirri kynslóð sem lagði grunninn að þeirri velferð sem nú mundi ríkja ef eyðslustefnan og flottræfílshátt- urinn hefði ekki heltekið jafnt stjómmálamenn og almenning. Þessum Hrunadansi verður að ljúka. Það sem að er, er svo fjöl- þætt að í stuttri grein er ekki hægt að drepa nema á fátt eitt, en eftir höfðinu dansa limimir og ef stjóm- völd ganga ekki á undan með að- haldi og skynsemi í fjárfestingum, þá er ekki von á góðu. Það hefur líka sýnt sig að úti í þjóðfélaginu hafa sprottið upp fyrirtæki sem frá byijun áttu enga möguleika vegna skorts á eigin Qármagni, svo þegar skuldimar hlaðast upp, þá á ríkið að borga, þ.e.a.s. hinn almenni borgari sem á að greiða fyrir ævin- týri þeirra óforsjálu. Þetta kalla ég ábyrgðarleysi og ekki heiðarlegt í mörgum tilfellum. Óhófleg bjart- sýni í byijun endar oft með ósköp- um. Það er betra að muna eftir því að sjaldnast ganga hlutimir jafn reiprennandi og þeir bjartsýnu gera ráð fyrir. Það er nauðsynlegt að gera því skóna strax og byijað er á margmilljóna fyrirtækjum að oft þarf lítið til að hagnaðarvonin breytist í milljónatjón og martröð. íslendingar virðast ekkert læra af reynslunni, stöðugt eru sömu vitleysumar gerðar af sömu mönn- um. Það er eins og að þeir, sem einu sinni hafa villst í ráðherrastóla eða á þing, álíti að þeir einir viti, og allur almenningur sé algjörlega hugstola og skilningslaus á það hvað fram fer í því akfeita bákni í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI sem „kerfíð" er og blæs út og tútn- ar með hveijum degi, eins og púkinn á fjósbitanum. Flestir íslendingar em löngu orðnir orðlausir yfir ástandinu. Það stendur ekki á lof- orðum og alvöruþrungnum svip, öllu á að breyta til batnaðar, en hvar eru efndirnar? Það var ekki lítið írafárið í sum- ar og haust út af því að allt væri komið langleiðina út í hafsauga og að „grípa þyrfti til aðgerða strax" og — ekki seinna en um „næstu helgi" — sagði þáverandi utanríkis- ráðherra. Svo mikið lá á þessum „aðgerð- um“ að undinn var bráður bugur að því að splundra ríkisstjóminni í beinni útsendingu sjónvarps. Þar sátu tveir kokhraustir menn sem þótti létt verk og löðurmannlegt að bjarga við þessu smáræði sem fólst í gjaldþroti fleiri hundmð fyrir- tækja, einstaklinga, og milljarða halla á ríkissjóði og hundrað og Smmtíu milljarða skuld við er- lendar lánastofnanir. Já, það lá svo mikið á að bjarga þessu að þeir gerðu Þorsteini Pálssyni forsætis- ráðherra ólíft í stjóminni og helst var að heyra að þeir tveir einir mundu fara létt með að koma öllu í fullan gang á ný, atvinnuvegirnir mundu fara að blómstra „eftir helg- ina“ og allir una glaðir við sitt þeg- ar Steingrímur væri aftur sestur í stólinn sinn kæra. En hvað skeði? Þorsteinn hvarf að vísu, en svo? Það rann mesti móðurinn af köpp- unum og eftir margra daga japl og jaml og fuður við stjórnarmyndun (þá lá ekki á), birtast þrír friðar- og kærleikspostular á skjánum að nýju, geislandi af hamingju og til- hlökkun að geta nú loksins farið að taka til hendinni og bjarga þess- ari voluðu þjóð eins og frelsandi englar af himnum ofan — það var blátt áfram hægt að'itárfella yfir svo undursamlegri ráðstöfun for- sjónarinnar að einmitt þessir menn skyldu vera svo fúsir að fóma sér í þágu lands og þjóðar, hvílík mildi. (Það er væntanlega öllum ljóst að annars væri allt vonlaust og stjóm- laust í þessu landi, fólk hefði starað sljóum augum út í tómið og ekki hafst að, svartnættið væri algjört.) En svo fór sólin að skína á ný og vonir að glæðast, við komu hinna þriggja vísu manna sem ætluðu að beita töfrasprota sínum, landslýð til snöggrar upprisu úr eymd og sárri kröm, allir biðu í ofvæni eftir kraftaverkinu — og bíða enn. Það er næstum eins og mann sé farið að gruna að hinir frelsandi englar hafi ekki verið allir þar sem þeir voru séðir og hafí breyst á skammri stundu. í kerúba „með sveipanda sverði" yfir höfðum vorum, veifandi nýjum og nýjum tillögum um skatta á allt lifandi og dautt, ráðalausir og alls ófærir um að bæta þjóð- félagsmeinið sem er óhófleg eyðsla og sóun og kæruleysi með fé al- meimings. í lokin. Hefur engum dottið í hug það snjallræði að spara — eða eruð þið búin að gleyma hvað þetta orð þýðir? Ég sagði „búin", því að þjóð- in öll þarf að taka sig á. Vitanlega eiga stjómendur þessa lands mesta sök á hvemig komið er, því að þeir hafa gengið á undan með illu for- dæmi og þeir hafa gert einstakling- unum kleift að vaða gegndarlaust í lánastofnanir og fá tuga ef ekki hundmða milljóna lán sem fæstir geta greitt til baka, en ríkissjóður fær svo náðarsamlegast að borga. Stjóm og löggjafarþing bera líka ábyrgð á útþenslu ríkisbáknsins, það yrði enginn heimsendir þó að fækkað væri í þingmannaliði þjóð- arinnar, ég hygg að þeir tylldu ekk- ert verr á heimaslóðum, a.m.k. minnkaði kostnaðurinn við utan- ferðimar eitthvað. Svo vildi ég leggja til að bílum og bílstjómm ráðherranna væri kippt af klafan- um, sé enga skynsemi í þvf að ég þurfi að kaupa, reka og aka sjálf mínum bíl, ef ráðherramir hafa ekki ráð á eigin bfl og hafa ekki haft efni á að læra að keyra! Getur það annars verið að þeir séu svona sárafátækir? Líklega, því að þeir em ekki enn komnir á ellilaun, ann- ars væri þeim vel borgið. Höfundur er elliUfeyrisþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.