Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 59 Morgunblaðið/Ámi Helgason Sr. Gísli H. Kolbeins afliendir Jóhannesi Árnasyni sýslumanni fyrsta eintak Snæfellings. Sýsluritið Snæ- fellingur komið út Stykkishólmi. hlustum á tónlist," er haft eftir Pogacnik. Og einnig: Hún er öðru- vísi í hvert skipti. Ég gæti sagt ykkur tylftir af sögum um hvert verk, en raunverulega er ekki hægt að útskýra tónlist. Gleymið því strax, sem ég sagði, og hafið ekk- ert eftir mér.“ Frekari vísbending um markmið Pogacniks með lifandi tónlistar- flutningi fæst í spurningu hans: „Upplifir fólk tónlist, þegar það hlýðir á hana, eða upplifir það sjálft sig?“ Flestir tónleikagestir búast við skemmtun, en eftir honum er og haft, að tónlist sé gluggi að reynslu hins óþekkta. Nú er þessi ágæti fiðluleikari, Miha Pogacnik, vænt- anlegur í aðra heimsókn sína til íslands snemma á næsta ári. Hann mun í janúarlok nk. halda tónleika í Reykjavík og á Egilsstöðum ásamt píanóleikaranum Diedre Irons frá Wellington á Nýja-Sjálandi. Hún er fædd í Winnipeg, Kanada, árið 1945. Hugsanlega gefst einnig kostur á námskeiði, sem á ensku kallast „Active Listening". Fáir ís- lendingar hafa hingað til verið á IDRIART-listahátíðum. Þó voru 5 Islendingar á sl. sumri á fyrstu IDRIART-listahátíðinni í Sovétríkj- unum. Hér var um brautryðjenda- starf að ræða og einstæðan viðburð í Sovétríkjunum, þegar 200—300 manns frá Vesturlöndum, aðallega Vestur-Evrópu, fjölmenntu austur til hins gamalgróna, kristna menn- ingarríkis, Georgíu.s em Rússar nefna Grúsíu. Dagana 31. maí til 5. júní 1988 var IDRIART-lista- hátíð haldin í Tifiis, höfuðborg Georgíu. íslendingarnir héldu inn í Sovétríkin með næturlest frá Hels- inki, höfuðborg Finnlands. Að morgni var stigið út á aðalbrautar- stöð Moskvuborgar og haldið rak- leitt með „metro" (neðanjarðarlest) til hjarta borgarinnar, Kremlar. Innan Kremlarmúra er miklu meira en aðsetur Sovétstjórnarinnar, þar eru dýrmæt, menningarsöguleg listaverk, t.d. einar 5 kirkjur hver annarri stórkostlegri og skreyttar ómetanlegum listaverkum. Að kvöldi dags var flogið til Tiflis.Ti- flis er forn borg og hefur lengst af verið höfuðborg Georgíu. Hún stendur í dal við Kúra-ána, sem fellur úr Kaspíahafi í Svartahaf. Um Tiflis lágu löngum verzlunar- götur milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs. Mjög hæfir listamenn búa í Tiflis, og verður gestum tónlistarfólkið sérstaklega minnisstætt, en einnig þjóðdansar- ar, sem sýndu snilldartakta. Mjög athyglisvert var að kynn- ast því, hversu mikla rækt þessi fámenna menningarþjóð, Ge- orgíubúar, leggja við þjóðmenningu sína, og skipar þar augljóslega tungumálið heiðurssess. Það hefur varðveitzt mjög vel í aldaraðir. Rit- málið er einstakt og er hvorki lat- neskt né kirilíanskt (rússneskt), heldur svipar stafagerðinni nokkuð til arabísku. Tungumálið mun þó teljast til indóevrópskra mála. Það gefur augaleið, að Vestur- Evrópumönnum kann að þykja erf- itt að ná sambandi við þetta fólk, en hitt er mála sannast, að leitun er að viðlíka gestrisni og meðal Georgíumanna. Menntun virðist fara vaxandi, því að meðal yngra fólks er allgóð ensku- eða þýzku- þekking ekki óalgeng. Þegar við Islendingarnir vorum spurðir um uppruna okkar kom okkur töluvert á óvart, að Ge- orgíubúar virtust hafa heyrt á landið minnzt og vita nokkurn veg- inn um legu þess. Kann hér nokkru um að valda toppfundurinn, sem haldinn var í Reykjavík haustið 1986 og hlaut mjög mikla umfjöllun sem vert var. Fullyrða má, að Ge- orgíubúar séu einkar opnir og áhugasamir fyrir umheiminum. IDRIART-hátíðirnar sækja sem sé ekki einvörðungu gildi sitt til listarinnar, heldur einnig til mann- legra tengsla og aukinnar þekking- ar á framandi menningarsvæðum. Hvað skyldi vísa meira til fram- tíðar en starfsemi af þessu tagi? Hiifimdur er rafmagns verkfræð- ingvrhjá tslenska álfélaginu hf. Sýslunefnd Snæfelisness- og Hnappadalssýsiu kaus fyrir nokkrum árum fjögurra manna nefnd til að kom á fót riti sem segði frá sýslunni og safnaði fróðleik um liðið mannlíf og eins það sem væri á döfinni. Ritið hefir verið talsverðan tíma í undirbúninei. í haust var lokið við prentuð og nú fyrir skemmstu var það tilbúið til dreifingar. I ritinu eru margar myndir, bæði af mönnum og landslagi, og er það prentað hjá St. Fransiskussystrum í Stykkíshólmi. Ritinu var gefið nafnið „Snæfellingur" og ef því verður vel tekið verður reynt að halda útgáfunni áfram. _ Árni MEIRIHÁTTAR UNGLINGABÚK! Meiriháttar stefnumót er um Svenna, 15 ára Akurnesing. Hann er hrifinn af tveimur stelpum, sem báðar sýna honum áhuga. Hvora þeirra á hann að velja? Meiriháttar stefnumót er 7. unglingabók metsöluhöfundarins Eðvarðs Ingólfssonar, höfundar „Fimmtán ára á föstu“, „Sextán ára ( sambúð", „Pottþétts vinar“ o.fl. pottþéttra unglingabóka. Meiriháttar stefnumót er fjörlega sögð og skemmtileg saga, sem vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Meiriháttar stefnumót — Meiriháttar unglingabók! Fyrir unglingana Alveg milljón eftir Andrés Indriðason Það er alveg milljón að verða vitni að milljónaráni á Laugaveginum, að smella óvænt inn í klíkuna og eignast æðislega vinkonu, - allt sama daginn! Hvemig bregst 14 ára strákur við þegar til- veran tekur slíkri stökkbreytingu? Spennusaga úr raunveruleikanum, bók fyrir alla hressa krakka, ALVEG MILLJÓN! Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Sí&umúla7-9. Sími 688577. WONUSTAN'SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.