Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Athugasemdir við Reykjavíkurbréf eftir Halldór Blöndal Ég varð mjög undrandi á efni Reykjavikurbréfs 10. desember sl. Ég hygg, að óhjákvæmilegt sé fyrir ritstjóra Morgunblaðsins að gera ítarlega grein fyrir stefnu þess í þjóð- málum, því að ekki fer fram hjá neinum að áherslur blaðsins eru aðr- ar en áður í veigamiklum atriðum. Það er ekkert við það að athuga, að Morgunblaðið sé sjálfstæður og óháður fjölmiðill. 1. í Reykjavíkurbréfí segir: „Hitt er svo annað mál, að enn sem kom- ið er hefur mynd núverandi ríkis- stjómar ekki skýrst nægilega mikið til þess að hægt sé að fjalla um stefnu hennar og störf að nokkru ráði. Sennilega verður það ekki fyrr en þetta ár er liðið og í ljós hefur komið, hvemig til hefur tekist um fjárlagaafgreiðslu og hvemig ríkis- stjómin hyggst taka á vandamálum atvinnu veganna. “ Þetta las ég þrem sinnum áður en ég trúði að rétt væri lesið. Það hefur stundum tekið Morgunblaðið skemmri tíma að átta sig á aðalat- riðum, en það á ekki að vefjast fyrir neinum, að megináherslur ríkisstjómarinnar liggja í því að styrkja stöðu ríkisins og þar með ríkisafskipta. Staða atvinnuveg- anna hefiir verið sett í biðstöðu. Það kemur m.a. fram í fréttablaði Vinnuveitendasambandsins þar sem gerð er grein fyrir stefnu og störfum ríkisstjómarinnar og horf- unum á næsta árí. Þar er talað um það, að vemleg byggðaröskun sé óhjákvæmileg, ef óbreyttri stefnu verði fylgt og engar Ieiðréttingar gerðar á gengi krónunnar. Þar er spáð 10% samdrætti í innlendri framleiðslu á næsta ári, útflutn- ingsframleiðslan minnki og við blasi stöðvun og gjaldþrot Qölda fyrir- tækja, eins og þegar hafi reyndar komið í ljós. Gera megi ráð fyrir að allt að 6 þúsund manns verði atvinnulausir og mun fleiri reyndar ef rekstrarstöðvun sjávarútvegs- fyrirtækja verður almenn. Þar segir enn fremun „Þessi stefna fær ekki staðist. Ekkert getur komið í stað þess að viðurkenna orðinn hlut og horfast í augu við það, að gengi ísiensku krónunnar verður að færa á nýjan grundvöll. Því fylgja að sjálfsögðu erfíðleikar, en hverfandi miðað við alla aðra skyndikosti, þegar til lengri tíma er litið." Þessar skoðanir eru í öllum aðal- atriðum þær sömu og við sjálfstæð- ismenn höfum haldið fram og urðu m.a. til þess, að ríkisstjóm Þor- steins Pálssonar hlaut að segja af sér. Steingrímur Hermannsson hef- ur sagt, að hann hafí verið í fíla- beinstumi, þegar hann myndaði ríkisstjómina. Eg trúi því, að hann segi það satt, því að svokallaðar „efnahagsaðgerðir" ríkisstjómar- innar sl. september miðuðust ekki við ástandið í landinu eins og það var heldur eins og maður getur ímyndað sér að það hafí sýnst vera ofan úr fílabeinstumi. Ég átta mig ekki alveg 'á, hvað ritari Reykjavíkurbréfs á við með „stefnu" ríkisstjómarinnar. Á AI- þingi hef ég einhvem tíma sagt, að tvö andstæð öfl togi í forsætis- ráðherrann og þess vegna tali hann hingað og þangað eins og hann er hér og þar á þeysispretti úti um heiminn hvemig sem á stendur. 2. Ritari Reykjavíkurbréfs skrifar: „Hitt fer ekki á milli mála, að ann- aðhvort verður að skera ríkisút- gjöldin niður í stómm' stíl eða afla ríkissjóði aukinna tekna. Ábyrgir stjómmálamenn og fjölmiðlar geta ekki neitað þessum vemleika. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að það virðist ótrúlega erfítt að ná fram nokkmm niðurskurði á útgjöldum ríkisins, sem máli skipt- ir. Þeir, sem geta ekki með rökum sýnt fram á hvemig draga eigi úr útgjöldum, verða að segja til um hvemig mæta á útgjöldum ríkisins, hvort sem þeir em í stjóm eða stjómarandstöðu. Stjómarandstáð- an getur að vísu hafnað tillögum ríkisstjómarinnar um tekjuöflun en sú tíð er Iiðin að stjómarandstaða geti gert það án þess að skýra al- menningi frá því, hvemig viðkom- andi stjómarandstöðuflokkar vilja mæta vandanum." Tama er skrýtin þula. Efnahagur ríkisins og afkoma ríkissjóðs em ekki afmörkuð stærð óháð öðm í þjóðfélaginu eins og hús við Grettisgötu og hús við Njálsgötu em skýrt afmarkaðir hlutir. Það virðist hafa farið fram hjá ritara Reykjavíkurbréfs, að í um- ræðum á Álþingi um stöðu atvinnu- lífsins og ríkissjóðs hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að atvinnulífíð eigi að hafa algjöran forgang hvað varðar rekstrarstöðu og afkomu, enda hlýtur ríkissjóður að verða að taka mið af afkomu atvinnuveganna og þjóðarinnar en ekki öfugt. Þetta kom m.a. skýrt fram í ræðum formanns Sjálfstæð- isflokksins, Þorsteins Pálssonar, og Guðmundar H. Garðarssonar í ut- andagskráramræðum um stöðu sjávarútvegsins. Ríkisstjómin fylgir þeirri stefnu, að setja fyrirtæki í útflutnings- framleiðslunni á höfuðið og skapa atvinnuleysi vitandi vits. Ólafiir Ragnar Grímsson hefur orðað þetta svo í útvarpsþætti: „Það þarf að sameina fyrirtæki, það þarf að stokka upp eignarhaldið á sumum. Það þarf að tengja þau saman með ákveðnum aðferðum og fara þannig yfír þetta lið fyrir lið, byggðarlag fyrir byggðarlag, fyrirtæki fyrir fyrirtæki, til þess að breyta skipu- laginu, rekstrargrundvellinum sam- vinnufyrirtækja (útskriftin er þann- ig) og jafnvel eignarhaldinu. Og þegar búið er að stokka þennan strúktúr upp og laga hann, þá geta menn farið að skoða hvort ein- hverjar almennar aðgerðir þurfa þá til viðbótar. En ef þessi uppstokkun verður ekki framkvæmd byggðar- lag fyrir byggðarlag, fyrirtæki fyrir fyrirtæki, þá er alveg sama hvað menn fella gengið mikið, 10, 20, 30, 40, 50%, þá mun það ekki duga.“ Það dylst ekki að fjármálaráð- herrann horfír yfír landið, fyrirtæk- in og fólkið sem vinnur þar eins og hann sé að leika sér með lego- kubba, ímyndar sér að þjóðin sé þessir dauðu hlutir sem hann getur brotið niður og byggt upp á nýjan leik að vild. Olafur Ragnar þykist vita, hvemig eigi að reka útgerð og fískvinnslu. Þetta er ekki nýtt í vinstri stjóm, að herramir þar vilji hugsa fyrir alla hina og þykist vita betur, hvað þeim komi og hvað ekki. Þetta vom einu sinni kallaðar skrifborðslausnir í Morgunblaðinu til að undirstrika hversu fjarlægar þær væm þeim raunvemleika, sem lifaður er í landinu. Ég sat fund með þrem ráðherr- um: Ólafi Ragnari Grímssyni, Hall- dóri Ásgrímssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni þar sem þeir vom að útskýra nýju skattana svona til að sýnast. Þá spurði Halldór Ás- grímsson hvort við sjálfstæðismenn vildum hjálpa þeim að skera niður eins og mér skilst nú að ritari Reykjavíkurbréfs telji sjálfsagt að við reynum að gera. Ég sagði þrí- Halldór Blöndal „Ég hygg, að óhjá- kvæmilegt sé fyrir rit- stjóra Morgunblaðsins að gera ítariega grein fyrir stefiiu þess í þjóð- málum, þvi að ekki fer fram hjá neinum að áherslur blaðsins eru aðrar en áður í veiga- miklum atriðum.“ eykinu eins og ég segi ritara Reykjavíkurbréfs hér, að Sjálfstæð- isflokkurinn skorast síður en svo undan því að bera ábyrgð á efna- hagsstefnunni í landinu og vill knýja fram kúvendingu í stefnunni í at- vinnumálum undireins, því að hver þorir að hugsa þá hugsun til enda, hvað við taki, ef almenn rekstrar- stöðvun verður í sjávarútveginum? Þeir sem treysta sér til geta dundað við að reikna út, hversu háar skattaálögumar þurfi að vera, þeg- ar svo er komið, til þess að ríkissjóð- ur verði rekinn án halla með óbreyttri eyðslu og til viðbótar koma svo atvinnuleysisbætumar. Ég held að þvílíkar reikningskúnst- ir gangi aldrei upp og endi raunar í lönguvitleysu. Ríkisstjómin er þeirrar skoðunar, að skattar hér á landi séu almennt of lágir af því að þeir séu hærri í kringum okkur. Ég hef ekki borið það saman, en ókunnugir em þeir menn íslenskrí pólitík, sem halda, að þetta sjónarmið geti fallið saman við gmndvallarmarkmið sjálfstæð- isstefnunnar. Það er auðvitað skylda þingmanna Sjálfstæðis- flokksins að beijast fyrir því að ríkisstjómin fari eins fljótt frá og kostur er. Hún hefur á sér öll ein- kenni vinstri stjómæ Hún er klofin í afstöðunni til öryggis landsins. Hún nær ekki áttum í stóriðjumál- um. Hún sést ekki fyrir í skatt- heimtu og lætur atvinnumálin danka. Hún er ijaldsamleg lands- byggðinni. Hún er hættuleg fólkinu í landinu. Allar tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að halda uppi röngu gengi, hafia mistekist og endað með skelfingu. Hér á landi gæti verið stöðugleiki í efiiahagslífí og al- mennt atvinnuöryggi, ef þjóðin fengi að njóta sín. Það eina, sem hún þarf á að halda, er, að það sé nothæfur gjaldmiðill í landinu og að ríkisstjómin láti hana í friði. Við sjálfstæðismenn tókum af skarið um það í september, að óhjá- kvæmilegt væri að grípa til gengis- fellingar til þess að rétta stöðu fyrir- tækjanna. Þá var hægt að komast af með minni gengisfellingu en nú, því að áuðvitað verður skekkjan á gengisskráningunni þeim mun meiri sem lengur dregst að leiðrétta hana. Við sjálfstæðismenn settum fram þá stefnu í september og höldum við hana, að um leið og gengið er leiðrétt verður að lækka verð á helstu nauðsynjum heimilanna. Það er ekki aðeins skoðun Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar, heldur stjómarand- stöðunnar í heild. Og þó það kost- aði halla á ríkissjóði í bili, þá er það nauðsynleg aðgerð nú til að halda verðbólgunni og þar með láns- kjaravísitölunni niðri. í þvílíkum ráðstöfunum felst í rauninni ekki annað en viðurkenning á því, að nauðsynlegt sé að skila útflutnings- og samkeppnisgreinunum til baka nokkm af því, sem frá þeim hefur verið tekið. Um leið og það hefur verið gert mun aftur birta til í íslensku þjóðlífí, uppbyggingin mun halda áfram en samdrátturinn hverfa eins og dalalæða á sólbjört- um sumardegi. Andi Reykjavíkurbréfs er. sá, að stjómarandstaðan hafi verið óábyrg eða a.m.k. sé ástæða til að brýna hana á því að sýna ábyrgðarkennd. Þetta er á misskilningi byggt. Stjómarandstaðan hefur sýnt fulla ábyrgð með sínum tillöguflutningi á þessu þingi og vitna ég m.a. til sameiginlegs nefndarálits hennar um bráðabirgðalögin í því sam- bandi. Sú sameiginlega niðurstaða hlýtur að teljast fréttnæm. Hitt er jafnvíst, að ríkisstjómin hefur verið ábyrgðarlaus í athöfn- um sínum og athafnaleysi. Það þýðir ekki að skella í góm og segja, að það sé svo sem í lagi út árið, — við eigum að bíða og sjá til fram- yfír áramót. Það em ekki ábyrg stjómmálaskrif. Ritari Reykjavík- urbréfs kemst ekki hjá því að viður- kenna, að ríkisstjómin var ekki byggð á traustum gmnni, — stefna hennar hefur verið í molum og störfin eftir því, sem fullkomin ástæða er til að fjalla ítarlega um af hveijum þeim, sem vill §alla um þjóðmál á ábyrgan hátt. Höfíwdur er varaformaður þing- Ookka SjálfstæðisOokksins. Békmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfúndur: Guðlaug Richter. Myndskreyting: Ingibjörg Hauksdóttir. Kápumynd: Egill Sigurðsson. Hönnun kápu: Teikn. Prentverk: Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. Sumar bækur er gaman að hand- fjatla, aðrar hrein kvöl. Til fyrra hópsins telst þessi. Hér er til verka vandað, kápan laðar þig að sér, og myndir Ingibjargar, allt, alltof fáar þó, em hrein listaverk. Svo geisl- andi af fjöri, að þig gmnar að þær stigi dansinn út af síðum bókarinn- ar. Já, mig hefði langað að sjá þær fleiri. Nú svo er það höfundurinn sjálf- ur. í fyrra sánnáði Guðlaug mér, að þar væri mikill stílisti á ferð sem hún er, og með þessari bók undir- strikar hún það rækilega. Sagan er ofín úr tveim þráðum^ Annar er innhaldslaus tilfínningavaðall stelpugopa, þar sem kropphljóðin kaffæra allt annað en þrána eftir strák, strák, sem enn er í draum- heimi kassabílastigs leikvallarins, og stelpan því fyrir. Til þess að undirstrika innihaldsieysi nútímans, lætur höfundur þau bæði vera með stúdentshúfu á kollum, og þessi þáttur bókarinnar er sagður f „kvaddamaður“-stíl, krapaelg gangstígsins. Svo allt f einu er Jóra kölluð inn á sviðið, og breytir heldur betur um stfl, kliðmjúkt málið leikur við auga og eyra. Jóra er ekki sparibúin sjálf, en sagan um hana er það. Jóra býr í kofa, með elliærri ömmu og þögium föður, sem situr öllum stundum yfir skriftum fyrir biskujj- Guðlaug Richter inn í Skálaholti. Lífsrúnamerkt em hin eldri, og af þeim nemur Jóra virðingu fyrir landinu sem þau lifa og búa á. í hólum og klettum em vættir sem laða þarf til vináttu, ef líf á ekki að fara úr skorðum. Jóra er í festum, hefír vart séð ekkilinn sem hún er bundin, á í raun aðeins einn vin, hund, festargjöf frá karlin- um, nú ekki má ég heldur gleyma bergbúanum, sem hún á líf að launa að lokum. Já, hann bjargar henni, þá eimyija Heklugoss leggur blóm- legar byggðir í rúst, hrekur fólk á flótta. I slfkum hópi lendir hún, eftir að uppsölukrampi jarðar hafði skekið kofann þeirra í rúst, grafíð undir honum föður hennar og ömmu. Ráðvillt ráfar hún til Skála- holts með flóttalýðnum. Aleiguna hafði hún með sér, dýr- indis klút, sem fylgdarsveinn bisk- ups hafði rétt henni eitt sinn, og svo það er hún fann af skjölum föður síns, falin á bijóstum. Þar lýkur sögu, að hún er á tali við biskup, sem virðist vera að opna henni dyr til nýs lífs. Þá grípur höfundur hinn þráðinn aftur, spinnur um stund, vefur siðan þræðina saman í fyrirheiti nýrra daga. Virkilega vel gert. Ollum holl Ieping, ekki aðeins unglingum. Hér er skáld á för, sem gaman verður að fylgjast með. Frágangur allur útgáfunni til sóma. Sig. Haukur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.