Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
23
leyst málið með því að breyta orð-
inu skuldunautur í Biblíunni í eitt-
hvert annað orð. Að fyrirgefa
skuldunaut er hvort eð er ekkert
annað en þýðing á grísku orði og
hefur reyndar tvær merkingar, þ.e.
að gefa upp skuld og fyrirgefa. í
íslensku getur skuld nefnilega bæði
þýtt peningaskuld og sök (eins og
í að skella skuldinni á e-n). Ensku-
mælandi söfnuðir segja í faðirvorinu
sínu „ .. . forgive'those who tresp-
ass against us“ og þar dettur engum
í hug að verið sé að hugsa um pen-
inga sérstaklega. íslenska kirkjan
getur notað hliðstætt orðalag.
Til þrautavara getur kirkjan tek-
ið þá afstöðu að gera ekki neitt.
Það má vel hugsa sér að orðið
skuldunautur hafi tvær andstæðar
merkingar í málinu. Okkur gengur
t.d. ágætlega að nota orðið hljóð í
tveimur andstæðum merkingum,
þ.e. sem hávaða og sem þögn. Við
getum gert það sama með orðið
skuldunautur.
Hvað getur Morgunblaðið
gert?
Ég geri ráð fyrir að ritstjórar
Mbl. hafi reynt sitt til að halda í
venjulegu merkinguna á orðinu
skuldunautur en hafi gefist upp á
því. Ég veit ekki hvaða sögu það
segir um stjórnunarhæfileika rit-
stjóra Mbl. en hvemig svo sem á
málið er litið þá hefur ritstjórunum
tvisvar verið bent á þessa sérkenni-
legu notkun orðsins skuldunautur á
síðum Mbl. án þess að þeim hafi
tekist að útrýma því.
Árvakur hf. á þó einn leik eftir
í málinu, sem vel má leika ef vilji
er fyrir hendi að útrýma þessari
nýju merkingu orðsins skuldunaut-
ur af síðum Mbl. Þar sem öll setn-
ing Mbl. er nú tölvuvædd þá getur
Árvakur hf. látið forrita setningar-
tölvuna á þann hátt að í hvert sinn
sem orðið skuldunautur kemur fyrir
í texta prentist eyða í stað orðsins.
Að vísu mun Mbl. þá líta út eins
og ritskoðað blað með eyður í stað
orða og sjálfsagt erfitt fyrir ritstjór-
ana að kyngja því. Sennilega yrði
þessi aðgerð þó ennþá erfiðari fyrir
kirkjuna í landinu því að eftir þetta
yrði aldrei framar hægt að prenta
faðirvorið óritskoðað í Morgunblað-
inu.
Höfundur er heildsali í Reykja vík.
Nafti höfiind-
ar misritaðist
í afmæliskveðju til Trausta Þórð-
arsonar frá Háleggsstöðum sem
birtist á blaðsíðu 67 í Morgun-
blaðinu síðastliðinn laugardag
misritaðist nafh höfundar. Árni
Sigurðsson ritaði greinina.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á mistökunum.
Fjárfestingar hafa aldrei
verið minni frá stríðslokum
HLUTFALL flárfestingar af
landsframleiðslu í ár er talið verða
um 17,7% í ár og hefur það ekki
verið minna síðan árið 1945. Þjóð-
hagsstofhun spáir í þjóðhagsáætl-
un að fjárfestingar dragist saman
um 3,2% á næsta ári en Landssam-
band iðnaðarmanna áætlar að
samdrátturinn verði um 15% að
óbreyttu, og enn meiri ef frum-
varp um breytingar á vörugjaldi
verður samþykkt.
30-
20
FJARFESTING
sem hlutfall af landsframleiðslu
Meðaltal OECD.1988
l
20,8
Þórleifur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnaðarmanna,
sagði að sambandið teldi spá sína um
samdrátt fjárfestingar vera áreiðan-
legri en þjóðhagsáætlun, þar sem 10-
ýmsar nýjar upplýsingar hefðu bæst
við síðan hún var gerð, svo sem sam-
dráttur í framkvæmdum við virkjanir
við Blöndu og á Nesjavöllum.
Hlutfall fjárfestingar hér á landi
er svipað og í Bandaríkjunum og tvö
OECD-ríki íjárfesta' hlutfallslega
minna en ísland; Bretland og Belgía.
Meðaltalið hjá OECD er 20,8%, en
Japan og Noregur eyða hlutfallslega
mestu í fjárfestingar, eða tæplega
28% af landsframleiðslu sinni.
Dregið hefur jafnt og þétt úr fjár-
festingum íslendinga frá árinu 1980,
eða úr 25% af landsframleiðslu í tæp
J 960 ’62 '64 '66 '68 '70 '72 '74 '76 '78 '80 '82 '84 '86 '88
A þessu súluriti sést glöggt hve hlutfall gárfestinga af landsfram-
leiðslu hefur failið mikið frá arinu 1974. Súlan lengst til hægri sýn-
ir spá Þjóðhagsstofhunar fyrir árið 1989, en Landssamband iðnaðar-
manna telur að hún muni verða enn styttri. Þess ber að gæta að
«11 frá. 1960 til 1984 eru íjárfestingar íslendinga hlutfallslega
meiri en meðaltal fyrir OECD-ríkin á þessu ári.
18%. íslendingar hafa þó haldið sig unum eftir 1983. Fjárfestingin náði
fyrir ofan OECD-meðaltalið í ár tvo hámarki árið 1974, er hún nam 32
síðustu áratugi að undanteknum ár- hundraðshlutum af landsframleiðslu.
FRÖN
FRÓN HF. KEXVERKSMIÐJA
SKÚLAGÖTU 28 SÍMI 11400
Menn eru á einu máli um að danska
framleiðslumeistaranum okkar,
Steen Ludvigsen, hafi tekist vel upp í
uppskriít sinni að ENGJARÓSAR-KÖKUM.
Þær eru aíbragðs góðar og án aukaefiia.
'MÉ i
Má bjóða þér
Engjarós
Ljúfar kókoskökur með
súkkulaðibitum: Hátíðarbragð
af hversdagskökum.
Dásamlegar súkkulaðikökur með
hnetum: Villtir bragðdraumar
með kaffi eða mjólk.