Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 35
Hit ílASMdáiiU .St MyuÁÖUt(iífl8 .QlÖAdaMuUíttjM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Islensk tónverkamiðstöð: Hljómdiskur með Hamrahlíðarkómum Verk eftir fimm íslensk tónskáld KVEÐIÐ í bjargi nefiiist hljómdiskur, með söng Hamrahliðarkórs- ins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sem íslensk tónverkamið- stöð sendir á markað um þessar mundir í samvinnu við Ríkisútvarp- ið. A disknum eru þrettán verk eftir fimm íslensk tónskáld; Jón Nordal, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjömsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Verkin hafa verið á efiiisskrá Hamrahlí- ðarkórsins á undanfornum árum og flest hafa verið samin fyrir kórinn eða frumflutt af honum. Bergljót Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslenskrar tónverka- miðstöðvar sagði í samtali við Morgunblaðið, að tónverkamið- stöðin hefði gefið ÚH3 hljómplöt- ur með verkum íslenskra tón- skálda, flestar með íslenskum flytj- endum. í þetta sinn hefði verið ákveðið að leita til Hamrahlíð- arkórsins, sem hefur verið e.k. lif- andi tilraunasmiðja fyrir íslensk tónskáld. Aðspurð um fjármögnun útgáf- unnar sagði Bergljót að meiri hluti fjármagnsins kæmi úr sjóðum tón- skálda, en á þessu ári hefði ríkið þó styrkt tónverkamiðstöðina meira en áður. „Þetta er eins og ef allir rithöfundar þyrftu að taka af höfundarlaunum sínum til þess að fjármagna bókaútgáfu. Fyrir nokkrum árum var hafin útgáfa á nótnabókum, en hún lognaðist útaf vegna fjárskorts. Nú höfum við fengið styrk frá Fjölís-deild STEFs og höfum hafið þá útgáfu aftur." Hvemig hefur útgáfunni verið tekið? „í rauninni mjög vel þó alltaf megi finna það viðhorf að ef tón- verkamiðstöðin gefi eitthvað út hljóti það að vera leiðinleg íslensk nútímatónlist. Það er mjög mikil- vægt að koma þessum verkum á plötur, þannig að þau séu aðgengi- leg fyrir sem flesta. Einnig eru hljóðritanir mjög mikilvægar í öllu kynningarstarfi okkar hér heina og erlendis. í tónverkamiðstöðinni er stærsta safn íslenskra tónverka á einum stað og í þann sjóð leitum við þegar valin eru verk til útgáfu. Aður en tónverkamiðstöðin hóf útgáfustarfsemi voru handrit tón- skálda notuð við alla kynningar- starfsemi. Það gefur auga leið hversu miklu betri mynd fæst af verkunum með því að senda einnig upptökur. Það auðveldar okkur að koma íslenskum tónskáldum á framfæri erlendis auk þess sem það gefur fleirum tækifæri til að kynnast því sem verið er að gera í íslenskri tónlist." Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið stjómandi Hamrahlíðarkórs- ins frá stofnun hans 1967 og und- ir hennar stjóm hefur kórinn farið fjölda tónleikaferða auk þess að taka þátt í tónlistarsamkeppnum víða um lönd. Arið 1984 vann kór- inn fyrstu verðlaun í kórakeppn- inni „Let the Peoples Sing“. Þor- gerður var spurð hvort hún teldi Hamrahlíðarkórinn Morgunblaðið/KGA það ekki einnig mikils virði fyrir flytjendurna að flutningur þeirra á íslenskri tónlist væri hljóðritaður og gefinn út. „Jú, svo sannarlega. Ég hef verið að hugleiða það í allri þess- ari umræðu um að unga fólkið viti lítið um íslenska menningu, enginn kunni lengur ljóð o.s.frv., hvers vegna því er oft veitt mun meiri athygli sem miður fer en því jákvæða. I kómum okkar er ungt fólk sem leggur sig allt fram um að ná sem bestum árangri, án þess að ætlast til einhverrar áþreifan- legrar umbunar. Tónlistin sem er á þessum diski er mjög krefjandi og oft á mörkum þess að áhuga- fólk ráði við hana, en með ótrúleg- um áhuga og vinnu þessa unga fólks hefur það tekist." Er íslensk nútímatónlist leiðin- leg? „Nei, það er fákunnátta sem veldur þeirri skoðun og einhver þrjóska. Fólk bara vill ekki opna eyrun fyrir henni. Það er ekki til neinn samnefnari fyrir nútímatón- list, það er einfaldlega tónlist sem samin er í nútímanum. Tónverkin á þessum diski em mjög fjölbreyti- leg. Þama er að fínna verk sem samin em við íslenskar þjóðvísur og ljóð okkar bestu skálda - íslensk menning í ljóðum og tón- um. Tónverkin sjálf gefa mjög fjöl- breytilega mynd af starfí tónd- káldanna. Þama em t.d. fjögur verk sem þau hafa tileinkað böm- um sínum, leikhústónlist og kirkju- tónlist ásamt stærri verkum." Bergljót:„Með þessari útgáfu er gerð tilraun til að gefa mynd af þeirri kórtónlist sem tónskáldin okkar hafa verið að semja síðustu árin." Þorgerður:„Þessi útgáfuröð íslenskrar tónlistar frá tónverka- miðstöðinni er í raun skrásetning á sögu íslenskrar tónlistar sl. ára- tugi. Sú sköpun sem á sér stað á hverjum tíma helst í hendur við það hveijir em virkir í flutningi, þetta er hluti af okkar menningar- sögu sem ekki má gleymast." Bergljót:„Þessi útgáfa gefur mjög góða mynd af því lifandi og árangursríka samstarfí sem í mörg ár hefur ríkt á milli íslenskra tón- skálda og Hamrahlíðarkórsins." FRAMTIÐARKORT Hvað gerist næstu tólf mánuði? Framtíðarkortið segir frá hverjum mán-1 uði, bendir á jákvæða möguleika og varasama þætti. Hjálpar okkur að vinna I með lífið á uppbyggilegan hátt og finna \ rétta tímann til athafna. Öll kortin okkar aru unnin afGunnlaugi Guðmunds- syni, stjörnuspekingi, og miðast við reynslu af íslenskum aðstæðurp. PERSONUKORT: Lýsir persónuleikanum m.a.: Grunn- tóni, tilfinningum, hugsun, ást og vináttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfi- leika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. Hver er ég? Bókin um stjörnuspeki 10% höfundar- afsláttur hjá okkur. SAMSKIPTAKORT: Samanburður á kortum tveggja einstaklinga Hvernig er samband þitt við maka þinn og nána vini? Ertu viss um að þú þekkir þarfir fólksins, sem þú umgengst mest i daglegu lífi? Samskiptakortið er eitt kort, sem lýsir samþandi tveggja ein- staklinga - þendir á kosti og galla og hjálpar þeim að skilja og virða þarfir hvors annars. Við bjóðum einnig: Bækur: Allarnýjustu íslensku bækurnarum sjálfs- ræktm.a. sálfræði, heilsurækt, mataræði o.fl. Aukþess fjöldi nýrra erlendra bóka um stjörnuspeki og jákvæðan lífsstil. Kassettur: Tóniist til afslöppunar og spennulosunar. Líttu við eða hringdu í síma 10377 og pantaðu kort! Opið alla virka daga frá kl. 10-18 e.h. og laugardag kl. 10-22. Kortin eru afgreidd innan sólarhrings. Sendum í pósíkröfu. STJ0RNUSFEKI ISTÖQIN ~LAUGAVEGI 66 SiMI 10377 1 Falleg gjöf, sem vekur til umhugsunar VIÐ BJÓÐTJM ÞÉR ÞRJÁR TEGUNDIR AF STJÖRNUKORTUM MEÐ ÖLLUM KORTUNUM FYLGIR SKRIFLEGUR TEXTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.