Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Útvarpsráð:
Gagnrýni á vinnu-
brögð sjónvarpsmanna
Rýrðu orðstír sauðQár og töluðu um „landbúnaðarmafíu“
Á FUNDI útvarpsráðs á fostudagdnn gagnrýndi ráðið efnistök Ingi-
mars Ingimarssonar, fréttamanns Sjónvarpsins, i Þingsjárþætti þar
sem hann fjallaði um ummæli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra
um neytendaherferð gegu sauðfé, sem gengi á ofbeittu landi. Fulltrú-
ar framsóknarmanna, einn fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Al-
þýðuflokks átöldu einnig vinnubrögð Baldurs Hermannssonar i þætt-
inum „Maður vikunnar" þar sem hann fjallaði um ummæli ráðherra
og sauðQárbúskap.
„Við teljum það nálgast ósvífni
er umsjónarmaður þáttar notfærir
sér aðstöðu sína til að koma einka-
skoðunum á framfæri með ræðu-
höldum eins og Baldri Hermanns-
syni varð á í upphafi þáttarins
„Maður vikunnar" 3. desember
síðastliðinn," óskuðu bókað Markús
Á Einarsson og Ásta R. Jóhannes-
dóttir, fulltrúar Framsóknarflokks,
og Davíð Stefánsson, fulltrúi sjálf-
stæðismanna.
Guðni Guðmundsson, fulltrúi Al-
þýðuflokksins óskaði bókað af sama
tilefni: „Ég tel nauðsynlegt að
þáttagerðarmenn hafi sem fijáls-
astar hendur en ætlast þó til að
þeir stilli trúboðshita sínum í hóf.“
Útvarpsmenn urðu hins vegar
sammála um að gagnrýna ummæli
Ingimars Ingimarssonar í Þingsjár-
þætti, þar sem hann sýndi stúf úr
ræðu Jóns Sigurðssonar á flokks-
þingi Alþýðuflokksins, þar sem ráð-
herrann lét í ljósi þá skoðun að ef
til vill væri eina leiðin til að stöðva
ofbeit sú, að efna til herferðar
meðal neytenda um að kaupa ekki
kjöt af dýrum er gengju á ofbeittu
landi. „Ummælin, þrátt fyrir að
vera varfærnislega orðuð, urðu til
þess að á ráðherra dundu skammir
og fúkyrði formælenda landbúnað-
ar, sauðkinda og hrossa, sumir
sögðu reyndar landbúnaðarmafíu, í
Sameinuðu Alþingi í gær,“ sagði
Ingimar. Útvarpsráð gagnrýndi sér-
staklega notkun hans á orðinu
„landbúnaðarmafía".
Fyrir fundinn höfðu útvarpsráði
borist bréf þar sem vinnubrögð
sjónvarpsmannanna voru gagn-
rýnd. Þórólfur Sveinsson, vara-
formaður Stéttarsambands bænda,
ritaði ráðinu opið bréf, sem birtist
í Morgunblaðinu í gær. Þar gagn-
rýnir Þórólfur Baldur Hermannsson
fyrir að hafa lýst sauðkindinni sem
„allsheijar gróðurníðingi, nánast
moldarætu, og sauðfjárrækt sem
fáránlegri starfsemi er endaði í því
að framleiðslan væri urðuð með
jarðýtu," eins og segir í bréfinu.
Þá sendi stjórn kjördæmisráðs sjálf-
stæðismanna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra útvarpsráði, mennta-
málaráðherra og útvarpsstjóra
einnig bréf þar sem var skorað á
hlutaðeigandi að kanna hvort um-
mæli Ingimars og Baldurs hefðu
brotið í bága við hlutleysisreglur.
ÍSSÍ
KOMUM HEIM,
MÆLUM OG
RÁÐLEGGJUMí
VALIÁ
INNRÉTTINGUM
• Þriggja vikna afgreíðslu-
freslur.
• Ókeypis hugmynda-
vinna.
• Ókeypis heimsendingar-
þjónusta.
ELDHÚSINNRÉTTINGAR,
FATASKÁPAR OG BAÐ-
INNRÉTTINGAR, I hvitu,
hvitu og beyki, gráu,
gráu op hvitu, eik, beyki,
furu og aski.
Simi: 680624.
667556.
Við erum viA hliAina á Álnabæ i
Síöumúla.
Opið 9-19 alla daga.
Laugardaga 10-16.
Sunnudaga 10-16.
rom
FRÓN
KEXVERKSMIÐJAN FRÓN HF.
SKÚLAGÖTU 28 SÍMI ll 400
Bragðgóðar piparkökur í ljúfri jólastemmningu
Menn eru á einu máli um piparkökurnar frá Frón.