Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Bræðralag rósarinnar - Iðunn gefiir út spennusögu Davids Morells IÐUNN hefur gefið út bókina Bræðralag rósarinnar eftir spennusagnahöfúndinn David Mo; rell. Meðal bóka hans má nefiia í greipum dauðans þar sem Morell skapaði bardagahetjuna Rambó. í kynningu útgáfunnar á bókinni segir m.a.: Bræðralag rósarinnar er mögnuð saga af njósnum og gagnnjósnum, svikráðum og tryggð og segir frá tveim munaðarlausum fóstbræðrum, Saul og Chris. Þeir urðu afburða- snjallir bardagamenn, leyniþjónustu- menn á heimsmælikvarða. Þraut- þjálfaðir morðingjar ... Einmana- kenndin styrkti vináttu þeirra svo Bne&mlagmsarinmr n að þeir urðu nátengdari en bræður. Þeir treystu aðeins einum manni, föla, dapureyga manninum sem þeir kölluðu fósturföður sinn. Eina mann- inum sem sýndi þeim góðvild, mann- inum sem þjálfaði þá og breytti þeim í drápsvélar. Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. FLEX FLEX-Halogenlampinn er tilvalin jólagjöf. FLEX-lampann er hægt að hreyfa íallaráttir. FLEX-lampann færðu á eftirtöldum stöðum: Stefán Ólafsson, Raftækjaþjónusta Sigurdórs, rafvirkjameistari, Akranesi Stykkishólmi. Rafröst hf., Verslun J.F.E., Tálknafirði raftækjadeild, Rafsjá hf., Bolungarvík Sauðárkróki Straumurhf., Radíóvinnustofan ísafirði Kaupangi, Rafbær hf., Akureyri Siglufirði Verslun Elísar Guðnasonar, GrímurogÁrni hf., Eskifirði Húsavík Árvirkinn hf., Kjami hf., Selfossi Vestmannaeyjum Ljós og raftæki, Rafbúð R.Ó., Strandgötu 39, Keflavík Hafnarfirði Lúmex hf., Ljósaversiunin Skæra hf., Síðumúla 12, Skútuvogi11, Reykjavik Reykjavík FLEX-lampinn er að sjálfsögðu samþykktur af Rafmagnseftirliti ríkisins. Heildsölubirgðir: Solarumboðið hf., Skútuvogi 11, sími 91 -688977. Glæpur um glæp frá glæpi til glæps Bókmenntir Friðrika Benónýs Juan Benet Andrúmsloft glæps Þýðandi: Guðbergur Bergsson Forlagpð 1988 aður finnst myrtur. Menn eru flún- ir. Konum er nauðgað. Valdið er ekki valdsmannanna. Kona bíður dauðans. Lýðræðissinninn sötrar sitt viskí og læknirinn brennivín. Eitthvað óhreint er á sveimi. En þó gerist aldrei neitt. Það er ekki algengt að lesa glæpasögur þar sem glæpurinn er aukaatriði og hver-gerði-það skiptir litlu sem engu máli. En sú er raun- in í skáldsögu Juans Benet, And- rúmsloft glæps, sem komin er út hjá Forlaginu í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar. Myrti mað- urinn í upphafi sögunnar hverfur í skugga annara harmleikja og les- andanum fer að standa á sama um það hver hann er eða hver drap hann. Persónur kopia til sögu hver annari sérstakari og sumar að því er virðist án nokkurs annars til- gangs en að hverfa aftur. Tengsl þeirra innbyrðis eru lengi óljós og lesandinn fer að spytja sjálfan sig sömu spumingar og Medína höfuðs- maður gerir eftir leit sína að lið- hlaupunum og kynnin af fólkinu á „Héraði": „Er það svona eðlilegt að vera geggjaður?" Sögusviðið er afskekkt hérað á Spáni, þar sem lognmollan virðist ríkja ein, en undir yfirborðinu krauma kenndir sem leysast úr læðingi um leið og færi gefst. Medína höfuðsmaður, yfirmaður herbúðanna virðist í fyrstu vera hinn þögli sterki maður sem ekkert fær haggað þar sem hann ríður um héraðið á hesti sínum Skyldu, en einnig hann reynist breyskur og til í að notfæra sér aðstæður. Og eftir hrösun á einu sviði er stutt í þá næstu, valdbeitingin er nánast eini tjáningarmátinn í þeirri tilfinninga- legu sjálfheldu sem flestar persónur sögunnar virðast í og allir sem upp með það komast beita valdi. Bæði valdbeitingin og lognmollan eru til staðar í textanum sjálfum. Hann er njörvaður, tyrfinn og lok- aður og liggur við að lesandinn þurfi að beita valdi til að komast inn í hann. En þegar það tekst heldur hann áfram að opnast og gefur jafn fúslega og hann Iét lítið uppi áður. Og eftir að lesandinn uppgötvar notkun tímans í sögunni eru ekki lengur nein ljón í veginum; textinn heldur áfram að sveima um hugann löngu eftir að lestrinum er lokið. Guðbergur Bergsson er eins og flestir vita einn okkar mikilvirkasti þýðandi og hefur að öðrum ólöstuð- um átt einna drýgstan þátt í að kynna íslenskum lesendum fram- andi heima. Enn einu sinni leiðir hann okkur um framandi slóðir í senn aðlaðandi og fráhrindandi. Þýðingin virkar á köflum hálfköruð, en þar sem ég á ekki hægt um vik að bera hana saman við frumtext- ann er erfitt að fullyrða slíkt. Guð- bergur ritar að vanda eftirmála og þar kemur fram að stíll Benets ein- kennist af tyrfnu máli og fiókinni setningaskipan og það kemst til Erlendar bækur Guðmundur H. Frímannsson Frank Vibert: Home Truths on Foreign Aid, Center for Policy Studies, 1988. Eitt af mikilvægustu málum, sem stjómmálamenn takast á við þessi árin á alþjóðavettvangi, er skulda- byrði þriðja heims ríkja við banka og aðrar fjármálastofnanir á Vest- urlöndum. Málið er alvarlegra en margur hyggur. Á síðasta ári urðu til dæmis tveir grónir bankar í Bret- landi að afskrifa skuldir hjá þriðja heimsríkjum upp á um einn milljarð punda eða 80 milljarða íslenzkra króna. Þetta olli því að hagnaður af rekstri þeirra varð hverfandi það árið, þó að þeir riðuðu ekki til falls vegna þess hversu sterkir þeir em. Ef mikil brögð verða að því að ríki þriðja heimsins greiða ekki skuldir sínar, er viðbúið að fjöldi fjármála- stofnana á Vesturlöndum muni leggja upp laupana eða að minnsta kosti riða til falls. Og þetta er ekki einvörðungu bundið við þriðja heim- inn svonefnda heldur em sum ríki Austur-Evrópu mjög skuldug við Vesturlönd og svo illa stödd efna- hagslega að það er fyrirsjáanlegt að þau muni eiga í miklum erfiðleik- Guðbergur Bergsson skila í þýðingunni. Það er sannar- lega ánægjulegt að spænskir höf- undar skuli vera farnir að koma út á íslandi um hver jól og í ár frekar tveir en einn. Nú er bara að vona að hér verði framhald á. um með að standa í skilum. En málið varðar ekki einvörð- ungu fjármálastofnanirnar. Ríkin, sem fengu lánin og hugðust nota þau til að byggja upp iðnað í löndum sínum, em flest hver illa stödd. Þau treysta sér yfírleitt illa til að taka upp aðhaldssama íjármálstefnu, sem hefur í för með sér hækkanir á nauðþurftum almennings, lækkun ríkisútgjalda og aukið frelsi í fjár- málum. Einhver svona uppskrift er venjulega lögð fyrir ríkisstjórnir, sem vilja endurskipuleggja afborg- anir af lánum sínum. En svona ráð- stafanir skapa umtalsverðan vanda innanlands og geta í versta falli valdið upplausn ríkisins. Bæði Egyptaland og Perú hafa þurft að vega og meta þennan vanda nýlega og ýmis ríki hafa haft uppi orð um að hætta afborgunum af lánum al- gerlega. En það er erfiðara en virð- ist því að þá loka þau öllum leiðum sínum inn á alþjóðlega ijármála- markaði. Það em því engir kostir góðir fyrir skuldug ríki. Frank Vibert, höfundur þessa kvers, var embættismaður Alþjóða- bankans um 20 ára skeið. Hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi í alþjóðafjármálum. Eins og éðlilegt er miðar hann við Bretland, þegar hann ræðir um aðstoð við ríki þriðja heimsins. En aðrir geta ýmislegt Þróunaraðstoð eða Qárfesting? Allt utn páfrgauka Bókmenntir Jenna Jensdóttir Annette Wolter: Gári litli. Þýð- andi Þorsteinn Thorarensen. Vasaútgáfa, Reykjavík, 1988. Upphaflegur höfundur þessarar bókar, Annette Wolter, segir í for- mála að allt frá bamæsku hafi hún lifað með fuglum og sérstaklega þessum litlu páfagaukum, sem hér em nefndir gárar. Gárana telur hún eitt af út- breiddustu og vinsælustu gæludýr- um, sem til em, enda séu þeir bæði glaðværir og heillandi. Talið er að um sjö milljónir þeirra séu heimilisfuglar í Þýskalandi og ell- efu milljónir í Sviss og Austurríki. Annette Wolter byrjaði að safna efni í bók þessa með því að hafa samband við fjölda fólks sem rækt- aði páfagaukana og byggði hún síðan margt á reynslu þess. Enn fremur var prófessor Jiirgen Nicol- al forstöðumaður fuglarannsókna- stofnunarinnar í Wilhelmshaven- Riistersiel ráðgjafí hennar. Gárarnir vom fluttir frá Astralíu til Evrópu árið 1840. Það var ensk- ur náttúmfræðingur, sir John Gould, sem flutti eitt par með sér til Englands. Þessir litlu hitabeltisfuglar vöktu strax mikla athygli í Evrópu og mikið verslunarbrask varð i kring um þá, m.a. í Hollandi og Belgíu. Það komst þó aldrei nema lítill hluti þeirra úr fijálsræði sínu í Ástralíu til þess að verða tamdir búrfuglar í Evrópu. Lítil tilraun var gerð til þess að afla vitneskju um líferni og viðurværi fuglanna í heimalandi þeirra og því urðu þeir skammlífir. En smám saman jókst þekking á þeim og lifnaðarháttum sem hentuðu þeim best í nýjum heim- kynnum. Frá þeim er komið hið líflega páfagaukakyn sem nú er þekkt. Bókin Gári litli er efnislega fjöl- þætt og skemmtileg fræðsla um heimilispáfagauka. Nákvæmlega er sagt frá uppr- una þeirra, lifnaðarháttum, aðlög- unarhæfni og mikilvægi umhverfis og fæðutegunda. Upplýsingar eru um hvað beri að gera ef veikindi bera að höndum. Fjallað er um hættur þær er kunna að leynast kringum fuglana, ef þeir eru ekki í búri sínu. ítarlega er skýrt frá hjúskaparlífi, fjölgun og aflcvæm- um. Fylgt er eftir breytingum, sem urðu á lífsvenjum þeirra er þeir fluttu frá Ástralíu til Evrópu. Að lokum er sérkafli sem nefn- ist: Lærið tungumál Gára. Nafnaskrá er aftast í bókinni. Bókina prýðir JQöldi mynda og þar með eru margar ljósmyndir í litum af páfagaukum. Þetta er áreiðanlega kærkomin bók handa þeim sem eiga páfa- gauka, og eflaust hafa allir gaman af að lesa hana, sem áhuga hafa á þessum Iitlu, skemmtilegu fugl- um. Bókin er hin læsilegasta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.