Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 65
8861 5K?aM383a .81 HU0A0ULai3<l .GIGAjaVIUOHOM _ £9 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 65 Verkalýðshreyfingin Annar aðili sem þarf að koma að þessu máli á skipulegan og raun- hæfan hátt er verkalýðshreyfingin. Verkalýðshreyfmgin hefur vanrækt þennan þátt í starfi sínu. Þó má segja að á undanförnum árum hafi verkalýðsfélögin gert svolitlar til- raunir í þessa átt. Aðallega felast þessar tilraunir í því að aðstoða félaga í verkalýðsfélögunum og þar á meðal eldra fólk, til að komast í sumarfrí til útlanda og einnig hefur verið stuðlað að því að fólk geti kómist í samband við áhugamál á annan hátt. Allt er þetta góðra gjalda vert en ómarkvisst og nær til fárra af heildinni. Gallinn er sá að þessi starfsemi er yfirleitt ekki fastur liður í starfi verkalýðsfélag- anna heldur er um tilboð að ræða sem eru þá frekar nýtt af þeim hluta fólks sem mest frumkvæði hefur og bestar aðstæður og mesta sjálfs- bjargarviðleitni. Verkalýðshreyfingin ætti að gera forvamarstarf á þessu sviði að stór- um þætti í starfsemi sinni. Verka- lýðshreyfingin á að stuðla að slíku starfi og aðstoða félaga sína og í hveiju verkalýðsfélagi ætti raunai að vera félagsmálafulltrúi eð; starfshópur sem aðstoðar fólk sér- staklega á þessu afmarkaða og mikilvæga sviði áður en fólk fer af vinnumarkaðinum. Og verkalýðs- félögin þurfa svo að halda áfram eftir að félagarnir eru farnir af vinnumarkaðinum. Kannski er þörf- in aldrei meiri en þá. Þarna má þráðurinn aldrei slitna og skyldur verkalýðsfélagsins við félagana verður að ná út fyrir þann tíma sem þeir eru fullgildir félagar og í vinnu. Það þarf að byija að vinna að þessum málum miklu fyrr og á breiðum grundvelli. Það á alveg hiklaust að hefja þetta starf þegar fólk hefur náð 50 ára aldri. Ef þetta er gert á þennan hátt og fólkið sjálft hefur frumkvæði í félögunum er annars vegar hægt að fyrir- byggja að tómarúmið myndist við verklokin og hins vegar að gera síðustu áratugina að fijóum tíma en ekki að biðtíma undir lífeyrisald- urinn. Bæði BSRB og ASÍ ættu í þessu máli að víkka hið þrönga hugtak í kjarabaráttunni sem er alltof mikið bundið við efnisleg lífskjör og fara inn á þetta svið í vaxandi mæli. Raunar verður verkalýðshreyf- ingin að fara að hugsa á öðrum grundvelli en hún gerði fyrir 50 árum. Sumir halda því fram að verkalýðshreyfingin sé stöðnuð á sama hátt og opinberir aðilar hvað varðar afstöðuna til ellinnar. Það á bara að henda fólki eins og brunn- inni eldspýtu að lokinni starfsævi og þá í besta falli að stuðla að því að margir steypubílar komi og steypi mörg og stór hús fyrir gamal- menni sem hefðu getað frestað ell- inni um mörg ár ef eðlilega hefði verið að málum staðið. Verkalýðs- hreyfíngin verður að skilja þær breytingar sem orðið hafa á þjóð- félaginu, þær félagslegu, fjárhags- legu og heilsufarslegu breytingar sem gera stöðu fullorðins fólks allt öðruvísi en áður var. Félög og félagasamtök Þriðji aðilinn sem látið hefur sig málefni aldraðra varða eru félaga- samtök ýmis konar. Mörg þessara samtaka vinna mikið starf og af mikilli hugsjón. Þessi starfsemi beinist ekki síst að húsnæðismálum og umönnun aldraðra og er þetta góðra gjalda vert framtak. A allra síðustu árum hefur einnig orðið ný vakning í þessum málum þar sem fólkið sjálft hefur tekið frumkvæði, samanber Félag eldri borgara í Reykjavík og Hana nú- klúbbamir í Kópavogi og kannski fleiri. Þama er vafalaust um að ræða mjög jákvæða þróun sem í framtíðinni á eftir að verða traustur homsteinn i þeirri þróun sem verður að koma í málum fullorðins fólks. Hlutur, ríkisvaldsins Hér 'hefur verið í stuttu máli tæpt á nokkmm þáttum í málum aldraðra. Þetta eru sundurlausir punktar þar sem reynt er að vekja athygli m.a. sveitarstjómarmanna, verkalýðshreyfingarinnar og svo fólksins sjálfs á því hvernig staða málsins er og hvetja þessa aðila alla til dáða og framkvæmda sem fyrst. Það er augljóst að mál aldraðra og hagur er hvergi nærri tryggður á næstu ámm. Sú skelfing sem margir ráðamenn bera í bijósti vegna „fjölgunar gamalmenna" á næstu ámm og áratugum sýnir ljós- lega að málið er alvarlegt og þetta sýnir einnig að menn bíða nánast með hendur í skauti. Það er engin heildarstefna og málið er ekki skoð- að í félagslegu og fjárhagslegu samhengi. Það er með þennan málaflokk eins og aðra hliðstæða málaflokka að ekki eru sterkir þiýstihópar að baki. Aldraðir eiga raunar enga sterka málsvara og allof fáir úr þeirra eigin röðum láta málið til sín taka. Það er bara beð- ið eftir því að málið verði ennþá verra viðureignar. Það sem þarf að gera er að móta stefnu fyrir næstu áratugi. Þetta gerist ekki með því að hópar fólks sem vinna hver á sínu sviði, haldi fundi og ráðstefnur um þetta mál- efni þó að ekki sé að efa að allt slíkt sé af góðum hug gert. Það sem þarf að gera er að gerð verði heild- arúttekt á öllum þáttum málsins og mótuð heildarstefna til langs tíma. í þessari stefnumörkun er ekki hægt að aðskilja félagslegar og fjárhagslegar þarfir aldraðra í framtíðinni. I þessari stefnumörkun verður að gera ráð fyrir fjármunum og tekjustofnun sem nema milljörð- um til að standa undir alhliða þjón- ustu fyrir aldraða í framtíðinni. Til að mæta þessu risavaxna verkefni verður að laga fjármál ríkisins smám saman að þessu framtíðar- verkefni og það verður að ganga til þessa verks nú þegar. Það má engan tíma missa ef sú skelfing sem ráðamenn þjóðarinnar bera nú í bijósti vegna „fjölgunar gamal- menna“ á ekki að verða að martröð framtíðarinnar. Og stjórnvöld landsins verða að eiga frumkvæði að þessu verki. Höfiindur er atvinnumálafulltrúi í Kópavogi. Sverrir Stormsker með barnaplötu SVERRIR Stormsker hefiir sent frá sér nýja plötu, sem ber heitið Nú er ég klædur og kominn á rokk og ról. Platan inniheldur 14 barnalög eftir Sverri, en hann semur jafnframt texta og sér um útsetningar, hljómborðs- og gítarleik og söng að mestu. Auk Sveerris koma fram söngv- ararnir Rakel Axelsdóttir, 11 ára, Þórhallur Sigurðsson, Alda Olafs- dóttir, Barnakór Austurbæjarskóla, Theodór Lilliendahl, Axel Einarsson og Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikarar auk Sverris eru þeir Ingi R. Ingason og Pálmi ÞEYTIR, BLANDAR O G HNOÐAR. HANDHÆGT OG ÞÆGILEGT TÆKI. Sverrir Stormsker Gunnarsson. Útgefandi þessarar hljómplötu er Stöðin en dreifingu annast Steinar hf. Tónlistin er einn- ig fáanleg á kassettu og geisladisk. Verðið er frábært, frá aðeins kr. 495.000,- staðgreitt. ISUZU GEMINI • er stolt feðra sinna - hannaður með tilliti til formfegurðar og margra ára endingar. í margendur- teknum rannsóknum hefur GEMINI reynst elnn sterkbyggðasti og öruggasti smábíll gagnvart slysum og hvers kyns óhöppum. ISUZU GEMINI • býður uppá meira innanrými og þægindi en nokkur annar sambæriiegur bíll. Þægileg framsæti með margvíslegum stillimöguleikum - aftursæti sem má leggja niður til að auka farangursrými og rúmgóðri farangursgeymslu með víðri og aðgengilegri opnun. ISUZU GEMINI® er sannkallaður kostagripur - ekki of lítill og ekki of stór, búinn þeim fylgihlutum sem fæstir sambæri- legir bílar státa af, svo sem 5 gíra eða sjálfskiptingu, aflstýri, útvarpi m/segulbandi, góðri hljóð- einangrun og traustum undirvagni. mm BÍLVANGUR Veldu þér GEMINI meö framhjóladrifi, 3ja eða 4ra dyra, með 1.31 ítra eða 1.51 ítra vél HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300 8 % $ UPPHAF GÓÐRAR MÁLTÍÐAR MOULINEX HANDÞEYTARINN % i k / \ \ mammmmtmidmmi&mtimsimt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.