Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 26
26 jww?r. «5raM53«5KT .Rf 5njOA(mr.O!JltI r-iKiA.Tfít'nJSMTOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Krabbameinsfélag Islands: Um forsendur brjósta- myndatöku fyrir finimtugt Hinn 18. nóvember sL birtust í Morgunblaðinu þrjár spumingar frá Skúla Bjamasyni heilsugæslu- lækni í Borgamesi, sem hann beindi til Krabbameinsfélags Is- lands. Hann kvaðst langa til að fá opinbert svar frá Krabbameins- félaginu, þar sem hann telur þess- ar upplýsingar eiga fullt erindi til almennings. Krabbameinsfélagið fagnar því tilefni sem hér gefst til að kynna þær forsendur sem leitin byggist á. Spurning’ 1 „Hvað hefur Krabbameins- félag íslands fyrir sér í því að gagn sé að brjóstrðntgen- myndatöku með kembirann- sókn á konum yngri en 50 ára?“ Bijóstakrabbamein er algeng- asta krabbamein meðal íslenskra kvenna. Nýgengi sjúkdómsins hef- ur nær tvöfaldast á síðustu þrem áratugum (mynd 1). Af töflu 1 má sjá að nýgengi bijóstakrabba- meina hér á landi er hátt í aldurs- hópnum 45—49 ára ogengu minna en í konum yfír fímmtugt. Á árinu 1987 greindust um 400 konur með krabbamein og þar af 114 með bijóstakrabbamein (29%). Aldurs- dreifíng hinna síðamefndu var sem hér segir: 25-34 ára 5% 35-49 ára 27% 50-69 ára 36% 70 ára og eldri 32% Leitað hefur verið að bijósta- krabbameini í Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins frá 1973 þannig að bijóst hafa verið þreifíið um leið og konur koma í leghálsskoð- un. Ef eitthvað afbrigðilegt fínnst við skoðun eða ættarsaga gefur tilefni til hefur konum verið vísað í bijóstamyndatöku og/eða fínná- larástungu. Óvíst er hvort þessi leit hefur haft áhrif á dánartíðni vegna bijóstakrabbameins sem hefur haldist óbreytt þrátt fyrir verulega aukningu á nýgengi sjúk- dómsins (mynd 1). Árið 1981 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra nefnd sérfræð- inga undir forsæti landlæknis til að kanna hvort rétt væri að hefja skipulega hópskoðun á íslenskum konum með bijóstamyndatöku með það að markmiði að lækka dánartíðni af völdum bijósta- krabbameins. Nefndin lagði til að reglubundinni leit með þessum hætti yrði komið á og bijósta- myndir teknar á tveggja ára fresti frá 40 til 69 ára auk grunnmynda við 35 ára aldur. Eftir að nefndin hafði skilað áliti fóru heilbrigðisyfírvöld þess á L ILjr Tafla 1 Brjóstakrabbamein á íslandi 1983-1987 Meóalfjöldi nýrra krabbameina og nýgengi eftir aldurshópum ALDUR MEÐALFJÖLDI NÍGENGI mióað við 100.000 £ £ri konur á ári 25-29 ára 1 10 30-34 ára 2 26 35-39 ára 4 46 40-44 ára 6 97 45-49 ára 12 231 50-54 ára 7 136 55-59 ára ii 205 60-64 ára 12 253 65-69 ára 10 238 70-74 ása 9 257 75-79 ára 9 346 80-84 ára 4 222 85-89 ára 5 442 90 ára og eldri 3 581 95 leit við Krabbameinsfélag íslands að félagið skipulegði og kæmi í framkvæmd hópskoðun í samræmi við tillögur nefndarinnar. Árið 1987 var síðan gengið frá samn- ingi milli heilbrigðisráðuneytisins og Krabbameinsfélagsins um slíka hópskoðun sem tengist leit félags- ins að leghálskrabbameini og nýtir aðstöðu, innköllunarkerfí og Tölur í svigum eru byggðar á athugun á 20 eða færri dauðs- föllum í rannsóknar- og saman- burðarhópum samanlagt. Eins og sést af þessari töflu leið mun lengri tími þangað til kostir hópskoðunar komu í ljós meðal yngri kvennanna en þeirra sem voru yfír fimmtugt við upphaf rannsóknar, en árangurinn eftir 18 ár er síst lakari í yngstu hópun- um. Hefðu þessar niðurstöður leg- ið fyrir eftir 5 ár er ósennilegt að deilan um gagnsemi hópskoðunar meðal kvenna á aldrinum 40—49 ára hefði nokkum tíma komið upp. Niðurstöður HIP rannsóknar- innar hafa verið notaðar til að reikna út hversu mörg ár bætast við líf þeirra kvenna, sem voru í rannsóknarhópnum miðað við samanburðarhópinn. um að árangur kunni að vera að koma í ljós meðal yngri kvenn- anna. í síðasta mánuði voru birtar niðurstöður rannsókna frá Malmö í Svíþjóð þar sem ekki kemur fram lækkun á dánartíðni meðal kvenna 45—54 ára, sem boðið var til bijóstamyndatöku á 18—24 mán- aða fresti, samanborið við viðmið- unaróp, sem var ekki boðið í rann- sókn. Bent hefur verið á að konur í Malmö eiga greiðan aðgang að bijóstamyndatöku utan hópskoð- unar og 35% ýngri kvennanna í viðmiðunarhópnum fóru í slíka skoðun á rannsóknartímabilinu. Einnig leið óvenjulangur tími í Malmö-rannsókninni þar til gagn- semi kom í ljós meðal kvenna eldri en 55 ára, eða 7 ár. Telja margir að of snemmt sé að kveða upp dóm um árangurinn meðal yngri kvenn- anna, minnugir þess hvemig þró- unin varð í HIP rannsókninni. Kostir þess að greina bijósta- krabbamein eins snemma á ferli þess og auðið er munu vera flest- um ljósir. I fyrsta lagi standa lífslíkur í öfugu hlutfalli við stærð og dreifíngu æxlisins við grein- ingu. í BCDDP rannsókninni kom í ljós að 92—93% kvennanna voru á lífí 10 árum eftir boðun, jafht þær sem voru 40—49 og þær sem Aldur við Viðbótaræviár fyrir hveijar 1000 konur boðun Á 18 árum Alla ævi 40—44 ára 17 51 45-49 ára 6 20 50—54 ára 30 44 55—59 ára 23 29 60-64 ára 29 35 Allar (40-64) 20 36 reynslu þess við leitarstarf. Líta má því þannig á að félagið sinni þessu verkefni í umboði heilbrigð- isyfírvalda sem standa straum af kostaði við það. Við gerð tillagna sinna hafði nefndin hliðsjón af erlendum rann- sóknum sem gerðar höfðu verið eða stóðu þá yfír. Sú rannsókn sem lengst er á veg komin hófst í New York ríki árið 1963 (HIP rann- sóknin) en þar voru 62.000 konur valdar til þátttöku. Helmingi kvennanna var boðið að koma til skoðunar árlega í 4 ár þar sem bijóstin voru þreifuð og röntgen- mynduð, en hinn helmingur hóps- ins var notaður til samanburðar. Taflan hér á eftir lýsir hlutfalls- legri lækkun dauðsfalla vegna bijóstakrabbameins meðal þess helmings kvennanna sem boðaðar voru í skoðun hvort sem þær ski- luðu sér til skoðunar eða ekki. Sextíu og fimm af hundraði komu Af framangreindum tölum má draga þá ályktun að vilji menn sjá skjótan árangur af hópskoðun sé réttlætanlegt að leggja aðalá- herslu á konur yfír fímmtugt en sé horft til lengri tíma þá sé óveij- andi að ganga framhjá yngri konunum. í annarri stórri rannsókn (BCDDP) tóku þátt 280.000 bandariskar konur á miðjum síðasta áratug. Þeim var boðin skoðun með þreifingu og mynda- töku og reynt að meta gildi þess- ara tveggja aðferða við greiningu bijóstakrabbameins. Enginn óskoðaður samanburðarhópur var í þessari rannsókn. Um 42% krabbameinanna, sem voru greind í þessum konum sáust einungis á mynd en fundust ekki við skoðun, en 9% einungis við þreifingu og ekki á mynd. Af þeim æxlum, sem voru innan við 1 sm á stærð fund- ust 57% einungis með myndatöku en 6% við þreifingu en sáust ekki á mynd. í konum á aldrinum 40—49 ára greindust 35,4% af 762 bijóstakrabbameinum einungis á mynd en ekki við þreifingu. Af þeim æxlum, sem voru innan við 1 sm á stærð fundust 52% einung- is á mynd en voru ekki þreifanleg. Niðustöður BCDDP rannsókn- arinnar eru mjög viðamiklar og ýtarlegar en í stuttu máli eru bata- horfur kvenna sem greindust með bijóstakrabbamein og voru 40—49 ára við boðun engu lakari en eldri kvennanna. Birtar hafa verið fyrstu niður- stöður nokkurra rannsókna f Evr- ópu, sem hófust á árunum 1976— 1980. Öllum ber saman um gagn- semi bijóstamyndatöku með reglu- legu millibili við greiningu bijósta- krabbameins og lengingu lífs með- al kvenna yfír fímmtugt. Engin þessara rannsókna hefur enn sýnt fram á marktæka lækkun dánart- íðni meðal kvenna undir fímmtugu þótt nýlegar tölur úr ítalskri rann- a.m.k. einu sinni, mun færri tvisv- sókn og annarri af tveim hollensk- ar eða oftar. um rannsóknum gefi vísbendingu Aldur við 1 Hlutfallsleg lækkun dauðsfalla Ár þegar munur boðun vegna bijóstakrabbameins kom fram Eftir 5 ár Eftir 18 ár 40—44 ára (18) 36 9 45-49 ára ( 0) 16 6 50-54 ára 65 22 3 55—59 ára (30) 24 3 60—64 ára (50) 17 3 eldri voru ef æxlin sem greindust við hópskoðun voru innan við 2 sm og engin meinvörp í holhanda- reitlum. í öðru lagi hefur verið sýnt fram á það í stórum samanburðarrann- sóknum erlendis að með því að fjarlægja lftil æxli úr bijósti og gefa geislameðferð á eftirstæðan bijóstavef er unnt að gefa kon- unni jafngóðar lækningalíkur og fást með því að fjarlægja allt bijóstið. Bæði eru þessi atriði ekki síður mikilvæg konum undir fímmtugu en þeim sem eldri eru. Einnig ber á það að líta að 40—49 ára konur ættu að eiga lengri Iffdaga fyrir höndum en þær sem eru yfír fímmtugu. Forsvars- menn HÍP-rannsóknarinnar hafa reiknað út að glötuð æviár vegna bijóstakrabbameins, sem greinist meðal 40—49 ára kvenna séu 34% af öllum glötuðum æviárum vegna sjúkdómsins, ef miðað er við grein- ingu fyrir áttrætt. Eru það nærri jafnmörg glötuð æviár og meðal þeirra, sem greinast 50—64 ára (38%), sem þó er mun stærri hóp- ur. Því er mikið í húfí að reyna einnig að hafa áhrif á dánartíðni meðal yngri kvennanna. Spuming 2 „Hvað eru margar konur á íslandi í aldurshópnum 35 ára og 40—49 ára?“ Á árinu 1988 eru 35 ára konur 1701. Þær eru boðaðar til bijósta- myndatöku og síðan ekki fyrr en við 40 ára aldur. Konur á aldrinum 40—49 ára eru 14.372, 50—69 ára 19.932 og er um helmingur þeirra boðaður til skoðunar á árinu 1988 og hinn helmingurinn til skoðunar 1989. Konur á aldrinum 40—69 ára verða endurboðaðar á tveggja ára fresti. Spurning’ 3 „Hvað kostar hver bijósta- myndataka og hvernig skiptist kostnaðurinn?" Kostnaður verið hveija röntgen- myndatöku fyrstu 10 mánuði árs- ins 1988 er 2.170 krónur, sam- kvæmt rekstraryfirliti. Raun- kostnaður er þó eitthvað hærri þar sem bijóstakrabbameinsleitin samnýtir ýmsa starfskrafta og rekstrarþætti með leghálskrabba- meinsleit Krabbameinsfélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.