Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER Í988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aóstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Löggæsla af skornum skammti Sparnaðaraðgerðir hjá op- inberum yfirvöldum mæl- ast sjaldan vel fyrir hjá þeim, sem verða fyrir þeim. A hinn bóginn ættu þær yfirleitt að verða skattgreiðendum fagn- aðarefni og löngum hefur verið undan því kvartað, að ekki sé gengið af jafn mikilli hörku fram við að draga úr opinberri eyðslu og að hækka skatta. Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar sér sem kunnugt er að hækka skatta, þótt hún hafí ekki til þess þingstyrk nema með hrossakaupum. í málatilbúnaði fjármálaráð- herra ber ekki mikið á skýr- um markmiðum til að draga úr ríkisútgjöldum. Að ná samkomulagi um átak á því sviði virðist erfiðara fyrir þingmenn en að hækka skatt- ana. Lögreglufélag Reykjavíkur hefur nú sent frá sér skýrslu, þar sem fram kemur að lög- reglumenn telja að til vand- ræða horfí í störfum þeirra vegna þess að segl hafi verið dregin of mikið saman með aðhalds- og sparnaðarað- gerðum. Skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu telur sumt ofsagt í skýrslu Lög- reglufélagsins og lögreglu- menn séu óánægðir með það, hve aukavinna hefur minnkað mikið. Lögreglumenn og yfir- menn þeirra verða að greiða úr ágreiningi sín á milli um það, hvað sé rétt og hvað rangt í skýrslu Lögreglufé- lagsins. Við opinberar að- haldsaðgerðir verður hins vegar að taka mið af mikil- vægi þess starfs sem um er að ræða og við ráðstöfun opinberra fjármuna verða stjómmálamenn að skipa verkefnum í forgangsröð með þeim hætti, að þeir veiki ekki þá þætti, þar sem skyldur ríkisvaldsins eru mestar. Hvað sem líður afstöðu manna til ríkisrekstrar eru þeir almennt sammála um að opinber yfírvöld eigi að ann- ast vamir ríkja og löggæslu innan þeirra. I Reykjavík hef- ur starfsemi einkafyrirtækja er sinna víðtækri öryggis- gæslu færst mjög í vöxt á undanfömum árum. Er eng- inn vafi á því að allt það starf fælir menn frá þjófnaði og innbrotum. Á sama tíma fjölgar afbrotum af öðru tagi og má rekja mörg þeirra til ofneyslu vímuefna. Þá hefur bílum stórfjölgað og jafn- framt hafa aukist kröfur um bætta stjórn umferðarmála. Loks sýnist enginn endir á hvers kyns skemmdarverk- um, miðborgin er á laugar- dagsmorgnum eins og þar hafi verið götuóeirðir kvöldið áður, tjón er unnið á almenn- ingsfarartækjum og þannig mætti áfram telja. Til að sporna við afbrotum og skemmdarverkum og stuðla að slysalausri umferð höfum við lögregluna. Það eru alvar- leg tíðindi ef hún hefur ekki mátt til að sinna þeim skyld- um sem á hana eru lagðar. Mestu skiptir auðvitað að koma í veg fyrir að afbrot séu framin eða óhappaverk unnin. Hvarvetna þykir sú forvöm sem felst í því að hafa lögreglu á sveimi við eftirlitsstörf duga best. Hefur lögreglunni í Reykjavík nú verið skorinn of þröngur stakkur til að hún geti sinnt þessu mikilvæga hlutverki sem skyldi. Davíð Oddsson borgar- stjóri hefur lýst yfir því hér í blaðinu, að staða lögreglu- mála í Reykjavík sé verulegt áhyggjuefni. Hann minnti jafnframt á það, að 1972 ákvað Alþingi að færa yfir- stjóm löggæslunnar til ríkis- ins og þá hættu lögreglumenn að vera borgarstarfsmenn. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort það hafi verið heppileg ráðstöfun að skera þannig á tengslin við sveitarfélögin. Þau standa nær borgurunum en ríkisvaldið í málum eins og þeim er lögreglan þarf að sinna til að halda uppi sæmi- legri reglu. Skýrsla Lögreglu- félags Reykjavíkur gefur fullt tilefni til að ræða um það, hvemig skynsamlegast og hagkvæmast sé að haga yfír- stjóm lögreglumála, þótt at- hyglin beinist fyrst, og síðast að þeirri staðreynd að lög- gæslu í Reykjavík er ábóta- vant eins og málum er nú háttað. Inflúenza off ii enzubólusetn eftir Margréti Guðnadóttur prófessor Nú er kominn sá tími ársins, þegar rétt er að huga að bólusetn- ingu gegn inflúenzu. Fólk veit kannske ekki, að sú eina og sanna inflúenza hefur árstíðabundinn gang og er yfirleitt hér aðeins á köldustu mánuðum ársins, vetrar- og vormánuðum. Þær kvefsóttir, sem hér eru kallaðar „flensan" eða „pestin, sem er að ganga“, eru oft- ast aðrar kvefsóttir en inflúenza, sérstaklega þær sóttir, sem ganga á sumrin og haustin. Veturinn er tími inflúenzunnar, hvar sem er á jörðinni. Þegar vetrar á norðurhveli jarðar, færir inflúenzan sig þangað af suðurhvelinu. Hún er ekki land- læg hér á íslandi, heldur berst hún hingað á hveiju ári með fólki, sem er að koma til landsins af svæðum, þar sem faraldrar eru í gangi. Með nútíma samgöngutækni kemst inflúenzan ótrúlega langt á þeim tveimur sólarhringum, sem líða frá því að maður smitast, þar til hann veikist. Nýsmitaðir geta því flutt inflúenzuveirur um langan veg. Inflúenza er mjög fljót að breiðast út. Það, sem greinir gang inflúenzu frá gangi annarra líkra kvefsótta, er, hve marga inflúenzan leggur í rúmið á skömmum tíma, t.d. í þétt- býliskjömum, skólum og á öðrum, stórum vinnustöðum. Orsök inflúenzu Sérstök og mjög sérkennileg veira veldur inflúenzunni. Þetta er ■meðalstór og myndarleg veira, og eru til af henni þrír ættbálkar eða stofnar, kallaðir A, B- og C-stofn- ar. Hver stofn greinist í margar undirtegundir, og á hveiju ári koma fram nýjar, misjafnlega frábrugðn- ar eldri afbrigðum. Allur þessi breytileiki inflúenzuveira gerir bóluefnisgerð mjög erfiða. Á hveiju ári þarf að sníða bóluefnið að nýj- ustu breytingum á veimnum, svo að yfírleitt er gagnslítið að geyma afgang af inflúenzubóluefni til næsta árs. Erfðaefni inflúenzuveim er í 8 bútum. Þess vegna er auð- velt að fá fram ný afbrigði í rann- sóknastofum, ef inflúenzuveimr em ræktaðar saman í fmmum eða til- raunadýmm. Ný afbrigði koma einnig auðveldlega fram í ríki nátt- úmnnar, sérstaklega afbrigði af A-gerð inflúenzuveira. A-stofnar inflúenzuveira sýkja margar dýra- tegundir auk manna, t.d. hesta, svín og fugla. B-stofnar halda sig mest í fólki. Lítið er vitað um út- breiðslu C-stofna. Inflúenzufaraldr- ar, sem B- og C-stofnar valda, em venjulega bundnir við afmörkuð svæði hveiju sinni. A-stofnamir em ijölbreyttari og virðast hafa meiri getu til að fara land úr landi og valda stórfaröldmm, sérstaklega ef þeir hafa nýlega tekið meiri háttar breytingum. Gerður er munur á meiri háttar breytingum á inflú- enzuveimm og minni háttar breyt- ingum. Minni háttar breytingar verða í hveijum einasta inflúenzu- faraldri vegna stökkbreytinga á erfðaefni veimnnar, hver sem hún er. Það er svo undir ýmsu komið, hvort nýju afbrigðin, sem fram koma við stökkbreytingar, ná að halda velli og valda faröldmm. Sumum nýjum afbrigðum gengur betur að halda velli en foreldrunum. Með tímanum fer oftast þannig, að nýjustu afbrigðin verða sífellt ólík- ari forfeðmm sínum og þar af leið- andi verður minna og minna um mótefni gegn þeim í þjóðfélaginu með hveiju ári, sem líður frá stór- faraldri. Þessar smábreytingar á inflúenzuveimm, sem fjarlægjast gerð forfeðra sinna, em kallaðar á ensku „antigenic drift“ eða rek þeirra efna á yfirborði inflúenzu- veira, sem vekja mótefnamyndun í mannslíkamanum. Stórfaraldur af inflúenzu Meiri háttar breytingar geta einnig orðið á inflúenzuveimm, sér- staklega veimm af A-stofni. Þær em mun alvarlegra fyrirbæri en stökkbreytingamar, sem valda reki mótefnavakanna á veimnum. Meiri háttar breytingar á inflúenzuveir- um af A-stofni em taldar stafa af því, að dýraveim og mannaveim af þeim stofni hefur slegið saman einhvers staðar í náttúmnnar ríki, þannig að þær hafa náð að sýkja sömu fmmuna og eignast afkvæmi saman. Veimr geta blandað saman erfðaefni, æxlast, eins og aðrar lífvemr, ef þær ná að fjölga sér í sömu frumunni. Þetta kemur ein- stöku sinnum fynr inflúenzuveimr af ólíkum uppmna, sérstaklega A-stofna úr mismunandi dýrateg- undum. Afkvæmin eftir slíka æxlun ná oft ótrúlega mikilli útbreiðslu, því að öll eldri mótefni í fólki, mót- efni mynduð eftir sýkingar eða bólusetningar með öðmm gerðum Margrét Guðnadóttir inflúenzuveira, ná ekki að koma í veg fyrir veikindi, hefta eða teíja útbreiðslu nýju veimnnar. Þannig verða til inflúenzufaraldrar, sem þekkja engin landamæri, heldur fara land úr landi á fáum vikum og valda miklum og stundum alvar- legum veikindum. Frægastur slíkra inflúenzufaraldra er spánska veikin, sem lagði undir sig heiminn fyrir 70 ámm, fullveldisárið okkar 1918, og olli meira manntjóni í Evrópu en sjálf heimsstyijöldin fyrri, sem þá var að enda. Hér á landi er tal- ið víst að 459 manns hafl látist úr spánsku veikinni og líklegt að fleiri hafi dáið úr henni. Árið 1918 var ekki farið að rækta inflúenzuveimr. Fyrstu dýraveimrnar ræktuðust 1931 og fyrstu mannaveimmar 1933. Mótefnamælingar, sem síðan hafa verið gerðar, sýna mjög greini- lega, að inflúenzuveiran, sem olli spánsku veikinni, var A-stofn skyld- ur veimnni, sem nú sýkir svín. Þess vegna kemur alltaf upp viss hræðsla, ef svínainflúenzuveirur berast í menn. Slíkt hefur gerst í nokkur skipti á undanfömum ámm, en aldrei orðið upphaf að faraldri, sem náð hefur útbreiðslu. Meiri háttar breytingar urðu á inflúenzu- veimm árin 1946, 1957 og 1968. Þá gengu stórfaraldrar land úr landi og ollu miklum veikindum, en til- tölulega fáum dauðsföllum. Hraust fólk á besta aldri varð spánsku veik- inni að bráð um allan heim. Slíkt hafði komið fyrir í stómm inflú- enzufaröldrum á 18. og 19. öld, en hefur ekki gerst eftir 1920. Hins vegar er inflúenzan alltaf varasöm, ef hún nær að sýkja gamalmenni og fólk haldið illvígum og langvar- andi sjúkdómum. Einkenni inflúenzu Inflúenza byijar með hrolli og háum hita. Hitinn er hæstur fyrsta daginn, en fer síðan lækkandi og fellur á 3—5 dögum, ef ekki koma bakteríusýkingar í kjölfar inflú- enzuveimnnar. Hósti og kvef getur fylgt, en er ekki alltaf með. Ekki er hægt að sjá mun á influenz- unni, hvort sem henni veldur A- eða B-stofn. C-stofninn virðist valda mildari veikindum og er ekki tekinn með í bóluefni gegn inflúenzu. Sýklalyf verka ekki á sjálfa inflú- enzusýkinguna, en þau verka á bakteríusýkingar, sem geta komið í kjölfar hennar. Hiti sjúklingsins stígur þá gjaman á 3—5 degi í stað þess að falla. Ef slíkt gerist, þarf sjúklingurinn á lyfjagjöf að halda vegna viðbótarsýkingar í öndunar- fæmm. Þetta kemur stundum fyrir fólk, sem er annars hraust. Sé sá, sem fær inflúenzu, mjög gamall eða vanheill fyrir, er rétt að leita lækn- is strax og athuga, hvort lyfjagjafar er þörf á fyrsta eða öðmm degi sjúkdómsins. Fólk, sem er veikt fyrir, getur fengið bakteríusýkingar til viðbótar í beinu framhaldi af byijun inflúenzunnar. Gamalt og vanheilt fólk getur einnig fengið svæsna lungnabólgu af inflúenzu- veimnni sjálfri, þó að engar við- bótarsýkingar komi til sögunnar. Þannig fór einnig ungt og hraust fólk í spánsku veikinni. Inflúenzan er staðbundin sýking í öndunarfæmm og berst um önd- unarveginn milli manna. Hún er bráðsmitandi og fljótvirk, þannig að 2-3 dögum eftir að sá fyrsti á heimilinu leggst í rúmið leggjast þeir aðrir af heimilisfólkinu, sem geta veikst. Inflúenzuveimmar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.