Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 46
í46 MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGtÍR lá.1 ÖÉSEMBER 1988 Halldór Blöndal: Þjóðin bíður þess að bráða- birgðalögin komi til umræðu Deilt um gildi og afgreiðslu mála í efri deild SNARPAR umræður urðu um þingsköp við upphaf fiindar í efri deild Alþingis í gær. Eiður Guðnason (A/Vl) gagnrýndi Halldór Blöndal (S/Ne) fyrir orðbragð hans í ræðustóli. Fór sá síðarneftidi fram á það við forseta að alþýðuflokksþingmaðurinn yrði víttur fyrir að fara vfsvitandi með rangt mál. Halldór Blöndal kvaddi sér í upp- hafi fundarins hljóðs um tafir við afgreiðslu bráðabirgðalaga um efna- hagsaðgerðir. Sagði hann að dag- skrá þingsins hefði raskast svo ekk- ert stæðist af því sem um hefði ver- ið rætt við stjómarandstöðuna við upphaf þings í haust. Að vísu hefði verið gert samkomulag um að ljúka afgreiðslu bráðabirgðalaganna í dag, þriðjudag, en nú yrðu þingmenn þess varir að tími yrði æ knappari til þess að ljúka umræðu um þetta mál. Jón Helgason forseti efri deildar sagði að það hefði orðið að sam- komulagi milli formanna þingflokk- anna að boðað yrði til aukafunda í deildum á mánudag eftir fund í sam- einuðu þingi, til þess að afgreiða til nefnda nokkur mál sem yrðu að hljóta afgreiðslu fyrir jólaleyfi þing- manna. Eiður Guðnason (A/Vl) sagði að hann hefði rætt við þingflokksfor- menn stjómarandstöðunnar hvort ekki væri hægt að afgreiða umræð- ulítið tvö þingmál á þessum fundi. Þar væri um að ræða frestun á gildi- stöku fjármálahluta laga um fram- haldsskóla og breytingu á lögum um bann við ofbeldiskvikmyndum. Vissi hann ekki bet.ur en að þetta væri með samþykki allra hlutaðeigandi. Benti þingmaðurinn á að í upp- runalegu samkomulagi um starfs- áætlun væri gert ráð fyrir umræðu um bráðabirgðalögin í dag, þriðju- dag. Væri því þingdeildin einum degp á undan áætlun. Hér væri því efnt til þarflítillar umræðu um þing- sköp sem væri til þess eins fallin að tefja störf þingsins. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði að hann þyrfti að knýja á um að breytingar við lög um fram- haldsskóla og bann við ofbeldiskvik- myndum yrðu afgreiddar fyrir þing- hlé. Þetta væru brýn mál, hvort á sinn veg. Hér væri ekki verið að tefja störf þingsins. Halldór Blöndal sagði að það væri mikill misskilningur hjá menntamálaráðherra að brýnt væri að fresta gildistöku laga um fram- haldsskóla. Það væri mjög til óþurft- ar og nauðsynlegt að ræða málið ítarlega. Vissulega hefði verið rætt í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar þá um morguninn að flýta þyrfti ákveðnum málum en þetta væri ekki eitt af þeim sem þyrfti að hraða í gegnum þingið. Halldór sagði að þjóðin biði þess með óþreyju að deildin tæki til ann- arrar umræðu bráðabirgðalögin og vildi vita hvort málið hefði meiri- hlutafylgi í deildinni. Því væri þing- mönnum hollast að ganga til þarfari verka í stað þess að „fokka með mál sem væru til óþurftar fyrir menntakerfíð í landinu" eins og hann komst að orði. Menntamálaráðherra kvað það mikinn misskilning hjá Halldóri Blöndal að breytingar á framhalds- skólalögunum væru ekki mikilvæg- ar. Þær væru ein af forsendum fjár- laga og réðu því úrslitum. Kvaðst hann, í ljósi þeirra orða sem þing- maðurinn hefði viðhaft, leggja á það ofurkapp að forseti deildarinnar tæki málið á dagskrá hið allra fyrsta. Eiður Guðnason lýsti vanþóknun sinni á orðbragði Halldórs Blöndal. Hann hefði viðhaft orðið að „fokka" um nauðsynlega umræðu um eina af forsendum fjárlaga og frumvarp sem kæmi S veg fyrir að bann við ofbeldiskvikmyndum félli úr gildi um þessi áramót. Sér væri nóg boðið að þurfa að sitja undir þessari van- stillingu þingmannsins sem talaði af slíkri lítilsvirðingu um störf deild- arinnar. „Þó erum við ýmsu vön frá þessum þingmanni," sagði Eiður. Halldór kvaddi sér hljóðs að nýju og sagði að Eiður færi vísvitandi með rangt mál. Væri það ekki í fyrsta skipti sem hann affærði orð sem töluð væru úr ræðustól þingsins að honum áheyrandi. Hann hefði ekki minnst einu orði á frumvarpið um ofbeldiskvikmyndir. Væri það hrein smekkleysa að blanda því inn í þessa umræðu. Halldór sagði Eiði gjamt að koma í ræðustól eins og „hneykslunar- hella". Svo væri raunar um flokk hans allan að þar væri fólki tamt að hneykslast yfír því hjá öðrum sem Halldór Blöndal. það gerði síðan sjálft. Sér þætti ekk- ert eðlilegra en að nota orðið að „fokka" í þessu samhengi. Fór Hall- dór að síðustu fram á að Eiður yrði víttur af forseta fyrir þau orð sem hann hefði haft um bann við of- beldiskvikmyndum og annað í því sambandi. Menntamálaráðherra: Gildistöku laga um fram- haldsskóla verði seinkað SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra mælti í gær fyrir stjórn- arfrumvarpi um frestun á gildi- stöku einstakra ákvæða í lögum um framhaldsskóla. í lögunum er gert ráð fyrir að ríki og sveitarfé- lög breyti verkaskiptingu sinni Friðrik Sophusson: Þingsályktunartil- lögur fái afgreiðslu Friðrik Sophusson (S/Rvk) óskaði eftir því á fundi sameinaðs Al- þingis í gær, að efnt verði til sérstaks þingfundar til afgreiðslu á þingsályktunartillögum, en um 35 slíkar bíða nú afgreiðslu. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis sagði að hún myndi leitast við að finna dag til þess, enda væri reynt að afgreiða sem flest mál fyr- ir jólaleyfi þingmanna. Friðrik Sophusson hóf þessa um- ræðu um þingsköp. Hann benti á að nú væri skammt til jóla en fyöldi fyrirspuma og þingsályktunartil- lagna væri óafgreiddur. Ráðherrar ættu eftir að svara 22 fyrirspumum munnlega og 14 skriflega, auk þess sem um það bil 35 þingsályktunartil- lögur væru óafgreiddar. Fór hann þess á leit við forseta, að séð yrði fyrir sérstökum þingdegi, þar sem þessar tillögur yrðu afgreiddar til nefnda. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) tók undir þessa ósk Frið- riks. Sagðist hún einnig vera óróleg vegna tveggja fyrirspuma sinna, sem hefðu komið fram á síðasta þingi og endurfluttar í haust, en hefði ekki enn verið svarað. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis, sagðist leitast við að afgreiða sem flest mál fyrir jóla- leyfi. Hún þyrfti einnig að taka tillit til óska þingmanna um utandag- skrárumræður og þingskaparum- ræður, en reynt yrði að fínna dag til að afgreiða þingsályktanimar. þannig að á móti auknum kostn- aði ríkisins við rekstur fram- haldsskóla kæmu lægri útgjöld vegna reksturs grunnskóla. Þar sem ekki hefur náðst samkomu- lag um þessi mál telur ríkisstjórn- in nauðsynlegt að fresta gildis- stöku 3. og 8. kafla, sem Qalla um fjármál, auk 7. og 8. greinar sem fjalla um skólanefhdir. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að viðkomandi ákvæði laganna taki ekki gildi fyrr en 1. janúar 1990. Ráðherra sagði þó að hugsanlega væri ráð að gera ekki slíka breytingu fyrr en við upphaf skólaársins, það er haustið 1990. Lagði hann þetta f dóm menntamálanefndar þegar hún flallaði um tillöguna. í framsögu sinni ræddi mennta- málaráðherra meðal annars sam- starf milli framhaldsskóla. Sagði hann að því væri áfátt og hér á höfuðborgarsvæðinu væri hreinlega um tvíverknað að ræða þar sem skólamir biðu upp á of líkar náms- brautir. Þætti sér mjög bagalegt að skólameistarar væru ekki hreinlega knúnir til þess að huga að þessum þætti í skipulagi skólanna. Ráðherra sagði að nú bærust kvartanir frá Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð og raunar fleiri skólum um húsnæðisskort og bæru allir fyr- ir sig því að 200-250 pláss vantaði fyrir nemendur á Reykjavíkursvæð- inu einu. Hver berðist í sínu homi og gæti það ekki gengið. Halldór Blöndal (S/Ne) tók næst- ur til máls og sagði að þau orð ráð- herra að ákvæði um skólanefndir tengdust fjármálakafla laganna ættu við engin rök að styðjast. Hveijum skóla væri hollt að hafa sérstaka skólanefnd og ekki seinna vænna en að hrinda þessari breyt- ingu í framkvæmd. Þetta væri liður í þeirri alhliða viðleitni að tengja skólastarf umhverfi og athafnalífi á hveijum stað. Kvaðst Halldór vilja heyra viðhorf forráðamanna skólanna, það hefði hvergi komið fram. Sjálfur hefði hann engar úrtöluraddir heyrt um þetta mál þar sem hann þekkti til. Ráðherra væri hér að slá fram órök- studdum fullyrðingum í blekkingar- skyni. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sagði að borist hefði áskor- un Skólameistarafélags íslands þess efnis að gildistöku laganna yrði ekki frestað. Telja skólameistaramir að óvissu um fjármálaframkvæmd lag- anna hafi verið eytt. Áskildi þing- maðurinn sér rétt til að kynna sér málið betur áður en gengið yrði til atkvæða um frumvarpið. Guðmund- ur Ágústsson (B/Rvk) tók í sama streng og sagði ekki fullljóst af hveiju framkvæmd 7. og 8. grein þyrfti að fresta. Stuttar þing-fréttir Miklar annir eru nú á Alþingi en afgreiðsla flestra þeirra mála, sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að afgreidd verði fyr- ir jól, er skammt á veg komin. Meðal mála sem tekin voru fyrir á fimdi sameinaðs þings i gær var kosning 7 þingmanna í Norð- urlandaráð ctg fimm manna í sfjórn Síldarverksmiðja rikisins. Meðal nýrra mála, sem lögð hafa verið fram, eru þingsályktunart- illögur um endurskoðun laga og reglugerða um rekstur heil- brigðisstofiiana og könnun á afbrotaferli fanga. Kosningar til Norðurlandaráðs Sameinað Alþingi kaus í gær 7 menn til setu í Norðurlandaráði og jafnmarga varamenn. Gildir kosn- ingin þar til ný kosning hefur farið fram á næsta reglulegu Alþingi. Eftirtaldir alþingismenn voru kosn- ir í Norðurlandaráð: Páll Pétursson (F/Nv), Eiður Guðnason (A/Vl), Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al), Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne), Ólafur G. Einarsson (S/Rn), Þor- steinn Pálsson (S/Sl) og Oli Þ. Guðbjartsson (B/Sl). Varamenn verða þau Guðni Ágústsson (F/Sl), Ámi Gunnarsson (A/Ne), Jón Kristjánsson (F/Al), Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk), Friðjón Þórðarson (S/Vl), Friðrik Sophus- son (S/Rvk) og Guðrún Agnars- dóttir (Kvl/Rvk). Endurskoðun á rekstri heilbrigðisstofnana Óli Þ. Guðbjartsson (B/SI) o.fl. hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um endurskoðun laga og reglugerða um rekstur heilbrigðis- stofnana. Endurskoðunin á að ná til allra heilbrigðisstofnana, bæði ríkisrekinna og þeirra, sem reknar eru sem sjálfseignarstofnanir með styrk úr ríkissjóði. Samkvæmt til- lögunni á heilbrigðisráðherra að skipa nefnd til að annast þessa endurskoðun og á hún að skila til- logum um aukna hagkvæmni í rekstri, án þess að slakað sé á kröf- um um að stofnanimar veiti eins góða þjónustu og tök eru á. Afbrotaferill fanga verði kannaður Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) o.fl. hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að ferill fanga I íslenBkum fangelsum verði kannað- ur, einkum til að grafast fyrir um ástæður afbrotanna. Einnig verði aðbúnaður og starfsaðstaða í fang- elsum könnuð og reynt að varpa ljósi á áhrif fangelsisvistarinnar á hlutaðeigandi aðila. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins Fimm menn vom kjömir í stjóm Síldarverksmiðja ríkisins og jafn- margir til vara. Gildir kosning þeirra í þijú ár. Bogi Sigurbjöms- son, Hannes Baldvinsson, Kristján Möller, Þorsteinn Gíslason og Kristín Karlsdóttir vom kjörin til setu í stjóminni, en Einar Baldvins- son, Magnús Guðmundsson, Pálm- ar Níelsson, Einar Ingvarsson og Ágústa Gísladóttir hlutu kosningu sem varamenn. Verður löggæsla efld vegna bjórsins? - spyr Stefán Valgeirsson Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) vakti athygli á yfirlýsingum Iögreglu- manna um manneklu og lélegan tækjakost í umræðum um breyting- ar á áfengislögunum í neðri deild Alþingis i gær. Spurði hann dóms- málaráðherra hvort gerðar yrðu ráðstafanir til að bæta úr þessu áður en sala áfengs öls verður leyfð eða hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir frestun á gildistöku laga þar að lútandi. Halldór Asgrímsson dómsmálaráðherra sagði að ekki væri í sínu valdi held- ur þingsins að fresta gildistöku laganna og að aðhalds yrði gætt í útgjöldum vegna Iöggæslu eins og í öðrum fjárveitinguin ríkisins. Stefán Valgeirsson sagði að í yfírlýsingum talsmanna lögregl- unnar hefði komið fram, að vegna manneklu og lélegs tækjakosts gæti lögreglan f Reykjavík ekki gegnt skyldustörfum sínum. Hann sagði að almennt væri búist við aukinni áfengisneyslu eftir að sala bjórs verður leyfð þann 1. mars næstkomandi og spurði ráðherra síðan hvort gerðar yrðu ráðstafanir til að lögreglan gæti brugðist við því. Stefán spurði síðan hvort ráð- herra hygðist kannski beita sér fyr- ir frestun á gildistöku bjórlaganna. Halldór Asgrimsson dómsmála- ráðherra sagði að í gangi væru aðhaldsaðgerðir hjá Reykjavíkur- lögreglunni, meðal annars til þess að fjárveitingar færu ekki fram úr áætlun. Hann sagðist samt halda, að lýsingar fjölmiðla á ástandinu væru ekki raunsæjar. Á næstu dög- um yrði farið yfír stöðu þessara mála, en ljóst væri að aðhalds yrði áfram góstt á næsta ári, eins og í öðrum útgjöldum ríkisins. Halldór sagði það ekki vera í sínum verkahring að fresta gildis- töku bjórlaganna, en þingmenn gætu að sjálfsögðu lagt fram frum- varp í þeim tilgangi. Sagðist hann þó hafa efasemdir um að slíkt frum- varp næði fram að ganga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.