Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Auðlindaskattur og önn-
stjórntæki við fiskveiðar
eftir Kristjón
Kolbeins
Afstaða. til auðlindaskatts, sölu
yeiðileyfa eða annarrar gjaldtöku
til að stjóma fiskveiðum, virðist
yfirleitt byggð á skilningi á hlut-
verki skattsins, sem er að koma í
veg fyrir að arði auðlindar sé sóað
í óþarfa kostnað, eða misskilningi
þar sem því-er haldið fram að hér
sé um að ræða aukinn skatt á út-
gerð, sem hljóti að koma fram í
hærra fiskverði og verri samkeppn-
isstöðu íslenzks sjávarútvegs gagn-
vart erlendum.
Þrátt fyrir að ýmsir fræðimenn
hafi reynt að útskýra á opinberum
vettvangi hugmyndir um gjaldtöku
sem stjórntækis í sjávarútvegi virð-
ast þessar skýringar ekki hafa
komizt nægilega vel til skila. Ef til
vill hefur láðst að geta þeirrar
langtíma aðlögunar, sem skattinum
er ætlað að stuðla að, og þess sam-
bands, sem er á milli sóknar í fisk-
stofn, stofnstærðar og afla þegar
til lengri tíma er litið.
Enginn stofn þolir ótakmarkaða
sókn. Dæmin blasa hvarvetna við.
Nægir að nefna botnfísk, síld,
loðnu, krabbadýr, skel og hvala-
stofna svo nokkur dæmi séu nefnd.
Þeir stofnar, sem eru vannýttir, eru
það vegna þekkingarleysis eða að
fjárhagsleg hagkvæmni hefur ekki
verið fyrir hendi.
Almennt um stjórntæki
Stjómtæki geta ýmist verið hent-
ug út frá líffræðilegu sjónarmiði,
hagrænu sjónarmiði eða hvoru
tveggja.
Eftirlit með stærð þess fisks sem
veiddur er, er eitt þeirra. Hér er
um að ræða aðgerðir eins og
möskvastærð, bann við löndun og
veiðum á smáfiski. Þessar aðgerðir
hafa lítil áhrif á kostnað en geta
haft veruleg áhrif á aflamagn. Sú
leið er oft valin að stækka möskv-
ann i þrepum eftir því sem árangur-
inn vex, sem verkið er að friða.
Þessar aðgerðir geta gert fiskveiðar
arðvænlegri en langtímaáhrifín eru
oft þau að auka afkastagetu flotans
og draga arðsemi veiðanna niður á
sama stig og þær voru á áður.
Lokun uppeldisstöðva og bann
við veiðum á ákveðnum hrygningar-
stöðvum eru vel þekktar aðgerðir
en mæta oft andstöðu af félagsleg-
um ástæðum, t.d. þegar ákveðin
byggðarlög byggja afkomu sína
fyrst og fremst á veiðum á ókyn-
þroska fiski.
Aflatakmarkanir eru vel þekkt
stjórntæki. Þessar aðgerðir hafa oft
áhrif á nýtingu afkastagetu flotans
án þess að draga úr kostnaði svo
nokkru nemur. Dæmi um slíkar
aðgerðir eru kvótar á ákveðin skip
eða að settur sé heildarkvóti og
veiðamar síðan stöðvaðar þegar
kvótinn hefír verið fylltur. Afleið-
ingar em oft þær að kvóti sem
gæti enzt allt árið er veiddur upp
á nokkrum vikum af sérhæfðum
skipum, sem henta ekki til annarra
veiða. Þar sem eitt helzta markmið-
ið með stjórn fískveiða ætti að vera
að draga úr kostnaði koma slíkar
aðgerðir ekki til greina til lang-
frama.
Vandamálin, sem við er að etja,
Librcsse
KVENLEGU DOMUBINDIN
og áhrifin á virkni flotans eða
kostnað er hægt að athuga með því
að grandskoða mögulegar aðgerðir
niður í kjölinn. Hægt er að beita
hömlum við notkun ákveðinna veið-
arfæra eins og oft hefír verið gert.
Afkastamikil veiðarfæri eru bönnuð
þó engin fiskifræðileg rök mæli með
því. Lokun miða er alþekkt aðgerð.
Aflatakmörkunum, árstíðarbundn-
um veiðibönnum, sóknartakmörk-
unum, takmörkunum á afkastagetu
flota er einnig beitt. Hér er um það
að ræða að mismuna skipum eftir
lengd, rúmlestatölu, vélarstærð eða
einhveiju öðru. Alþekkt er, hvernig
togurum er breytt í báta, einfald-
lega með því að sníða framan af
stefninu, skip eru mæld niður með
því að opna ákveðin rými og hvaða
áhrif kvótakerfið hefur haft á fjölg-
un smábáta og sölu skipa norður
fyrir norðvestur-suðaustur-línuna.
Allt eru þetta aðgerðir sem miða
að því að nýta gloppur í kerfinu,
jafnvel með því að skerða sjóhæfni
eða draga úr öryggi.
Þessar aðgerðir eru oft notaðar
einar sér eða sambland af þeim.
Þannig er hugsanlegt að vertíð heíj-
ist á ákveðnum degi, settur sé heild-
arkvóti og aðeins megi stunda veið-
amar af bátum með ástimplað afl
innan við 400 hestöfl. Sammerkt
með þessum aðgerðum er að þær
hafa oft lítil áhrif á kostnað en
draga verulega úr framleiðni flot-
ans.
Leyfísgjöld
Leyfísgjöldum eða auðlindaskatti
er fyrst og fremst ætlað að draga
úr afkastagetu flota og koma í veg
fyrir að arði auðlindar, sem í þessu
tilviki mætti nefna sjávarrentu, sé
eytt í óþarfa kostnað. Því miður er
því þannig háttað að margar þjóðir
hafa tekið upp öfugan auðlinda-
skatt, það er beina stórfellda styrki
til sjávarútvegs undir félagslegu
jrfírskyni. Krafa um styrki er oft
tilkomin vegna samkeppni frá sjáv-
arútvegi annarra ríkja, sem er
styrktur. Slíkt leiðir til sóknar í
ákveðinn fískstofn langt fram úr
skynsamlegum, líffræðilegum eða
hagrænum mörkum. Þetta er talin
ein helzta ástæða ofveiðivanda-
málsins í Norðaustur-Atlantshafi,
sem mætti hreinlega leysa að miklu
leyti með því að fella styrkina nið-
ur. Á þessu sviði hafa Islendingar
beinna hagsmuna að gæta því ef
dregið yrði úr veiði á norsku vor-
gotssíldinni mætti búast við veru-
legum göngum síldar hingað í ætis-
leit yfír sumarið.
Sjávarrentan er ekki hugarsmíð
neinna fræðimanna, sem stunda
hugðarefni sín fjarri öllum veru-
leika, heldur áþreifanleg staðreynd,
sem endurspeglast í söluverði skipa,
sem hafa veiðileyfí, og því verði sem
greitt er fyrir óveiddan fisk í sjó.
Heyrzt hefíir að þorskur hafi geng-
ið kaupum og sölum á átta krónur
kílógrammið. Markaðsverð þorsk-
kvótans ætti samkvæmt því að vera
tæpir þrír milljarðar króna m.v. 365
þús. lesta afla árið í ár. Það er síðan
annað mál hvort þetta verð fengist
fyrir kvótann ef hann kæmi allur á
markað þar eð afkomuhorfur fyrir-
tækja í útgerð og fiskvinnslu eru
misjafnar og sum fyrirtæki eru
reiðubúin að greiða meira fyrir
óveiddan fisk en önnur.
Enn skal ítrekað að veiðileyfum
er ekki ætlað að vera skattur, sem
kemur til með að leggjast ofan á
núverandi fiskverð og íþyngja út-
gerð og fiskvinnslu, heldur er hér
um að ræða stjórntæki sem stuðlar
að sparnaði, dregur úr sókn í of-
nýtta fiskstofna, eykur stofnstærð
og afla á sóknareiningu og kemur
í veg fyrir að arði auðlindar sé sóað
í óþarfa kostnað. Nú er jafnvel far-
ið að ræða um að setja kvóta á
vinnsluna og bent á þá óhóflegu
aukningu á afkastagetu, sem hafi
orðið á undanförnum tveimur til
þremur árum, vegna góðæris í sjáv-
arútvegi.
Skipting aflakvóta
Ýmsar hugmyndir hafa komið
fram um hvernig kvótum skuli út-
hlutað og hver eigi fískinn í sjónum.
Er það útgerðin, fiskvinnslan, sveit-
arfélögin, sýslurnar, kjördæmin eða
hver og einn einstaklingur? Á að
nrMOHDSSOH
ÞJOÐ I HAFTI
eftir Jakob F. Ásgeirsson
ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu
verslunarfjötra á íslandi, 1931-1960.
Sláandi bók sem dregur fram í dags-
Ijósið atburði og staðreyndir sem
margir hefðu kosið að legið hefðu í
þagnargildi áfram.
Hvað var „stofnauki nr. 13“?
Efldist SÍS í skjóli haftanna? Hvað
var „bátagjaldeyrir“? Hverjir voru
hinir „pólitísku milliliðir“? Hverjir
högnuðust á höftunum?
Jakob F. Ásgeirsson skrifar hér
æsilega og stórfróðlega bók um árin
þegar pólitísk spilling, smygl og
svartamarkaður grasseraði og öflug
hagsmunasamtök risu upp í öllum
áttum.
ÞJÓÐ í HAFTI. Er sagan að
endurtaka sig?