Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 41
 ■■■■■ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Frá fundi forsvarsmanna Arnarflugs og Flugleiða síðastliðinn laugardag. Þarna hittust Kristinn Sig- tryggsson framkvæmdastjóri, Magnús Oddsson markaðsstjóri, báðir frá Amarflugi, Halldór Kristjáns- son skrifstofustjöri samgönguráðuneytisins, Þórhallur Arason skrifstofústjóri Qármálaráðuneytisins, og Bjöm Theódórsson og Sigurður Helgason forstjóri frá Flugleiðum. Samvinna Arnarflugs og Flugleiða: Bjartsýnn á að samvinna takist - segir Magnús Oddsson hjá Arnarflugi „ÉG SÉ ekki ástæðu til að ætla annað en að samvinna takist á ein- hveiju af þessum sviðum, það er mín skoðun,“ sagði Magnús Odds- son markaðsstjóri Araarflugs aðspurður um árangur viðræðna við Flugleiðir um aukna samvinnu fyrirtækjanna. Þegar hafa forráð- menn Arnarflugs og Flugleiða komið saman á tveimur fúndum um málið og er sá þriðji boðaður á miðvikudag. halda sig í öndunarveginum. Talið er mjög sjaldgæft að þær berist út í blóðrásina og með henni til ann- arra líffæra. Þær fara ekki yfir fylgju í fóstur ófrískrar konu og valda því ekki fósturskemmdum eða fósturdauða. Ræktun inflúenzuveira og bóluefhisgerð Inflúenzuveirur ræktuðust í fyrsta sinn úr sýnum frá sjúklingum í Bretlandi árið 1933. Það voru læknamir W. Smith, C.H. Andrews og P. Laidlaw, sem það gerðu. Þeim tókst að sýkja merði með inflúenzu- veirum. Síðar tókst að rækta inflú- enzuveirur í fósturhimnum í unguð- um eggjum. Sú aðferð er notuð, þegar inflúenzuveirur eru ræktaðar til bóluefnisgerðar. Eggjunum er ungað út í útungunarvélum í 10-12 daga og síðan er dælt í þau þekktu magni af þekktri gerð inflúenzu- veiru, þeirri undirtegund af A- eða B-stofni, sem algengust var mánuð- ina áður en bóluefnisgerðin var ákveðin. Tveim dögum síðar eru eggin kæld, svo að fóstrin, sem eru að vaxa í þeim, deyi. Fóstur- vökvarnir eru þá fullir af inflúenzu- veirum. Þeir eru hirtir, vandlega hreinsaðir og veirumar drepnar. Að því búnu er þekktu magni af A- og B-stofnum blandað saman í hvem skammt af bóluefninu. C-stofnar eru mildari og ekki venjan að blanda þeim í inflúenzubólu- efnið. Vegna breytileikans, sem er í gerð inflúenzuveira, eru oft 2 stofnar af A-gerð og 1-2 B-stofnar í hveijum skammti. Nú eru fáanleg sérstaklega hreinsuð inflúenzubólu- efni, sem gefa má mjög viðkvæmu fólki, er þolir illa grófari gerðina, sem áður er lýst. Sumir bólgna á stungustað eftir sprautuna, sér- staklega þeir, sem hafa oft verið bólusettir, og sumir fá af henni hita. Sá, sem verið er að sprauta í fyrsta skipti, ætti að fá sér tvær sprautur með mánaðar millibili, síðan eina á ári eftir þörfum. Ónæmi eftir inflú- enzubólusetningu er lélegt og end- ist aðeins í skamman tima, svo að bólusetja þarf á hveiju ári þá, sem á að veija. Bólusetning frá síðasta ári getur einnig orðið gagnslaus vegna þess að veiran hefur tekið breytingum síðan, og sýkir fólk, þrátt fyrir eldri mótefni. Bæði við sýkingar og bólusetningar hefur komið í ljós, að fyrstu mótefnin, sem viðkomandi maður myndaði gegn inflúenzuveiru, vaxa og margfald- ast við síðari kynni af mótefnavökv- um inflúenzuveirunnar, þó að hún hafi tekið miklum breytingum á þeim tíma sem síðan leið. Þetta fyrirbæri er nefnt á ensku „original antigenic sin“ eða erfðasynd inflú- enzuveirunnar. Það er með þessa synd eins og aðrar erfðasyndir, að hún vísar á upprunann. í inflúenzuveirum eru kannski ekki allir erfðaþættirnir virkir hvetju sinni og kannski er þama lykillinn að miklu betra inflúenzu- bóluefni í framtíðinni, bóluefni, sem er samsett úr fleiri og fjölbreyttari mótefnavökvum en hægt er að framleiða með því að sýkja unguð egg. Erfðatæknin á kannski eftir að færa okkur margfalt betra inflú- enzubóluefni en við höfum nú. Inflúenzuveirur hafa lengi verið mikið uppáhald veiruerfðafræðinga og þeirra mikla vinna á kannski eftir að koma að enn meira gagni í framtíðinni. Inflúenzuveirur eru líklegar til að láta undan sérhæfðri lyfjaðmeðferð í fyllingu tímans. Lyfjameðferð gegn veirusóttum er á tilraunastigi, en tilraununum fjölgar og nær daglega vakna bjart- ar vonir um árangur. Eyðnifarald- urinn hefur seinkað ýmsum nauð- synlegum verkefnum úr veirufræð- um og sogað til sín bæði fjármuni og vinnuafl, sem annars væru í verkefnum á sviði bráðra veirusýk- inga, t.d. tilraunavinnu við endur- bætur á inflúenzubóluefni og gerð lyfja gegn inflúenzu. Slík verkefni eru ekki síður nauðsynleg. Eyðnin er ekki eina sýkingin, sem veldur dauðsföllum og alvarlegum veikind- um. Hveija á að bólusetja gegn inflúenzu? Á hveiju hausti þarf að athuga, hveija er æskilegt að veija fyrir inflúenzu og útvega nýtt bóluefni þeim til vamar. Á hveiju vori send- ir Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna út forskrift að inflúenzu- bóluefni fyrir næsta vetur. Þessi forskrift er uppskeran af vinnu allra þeirra mörgu, sem rækta og greina inflúenzu í aðildarlöndum Samein- uðu þjóðanna. Heilbrigðisstofnun þeirra rekur tvær miðstöðvar, sem safna öllum nýræktuðum inflúenzu- veirum, bera þær saman og greina breytingarnar, sem orðið hafa á þeim síðan seinasta forskrift var send út. Lyfjaverksmiðjur víða um heim framleiða svo bóluefnið yfir sumarið. Bóluefnið er þannig tilbúið til afgreiðslu snemma vetrar, áður en inflúenzan fer að stinga sér nið- ur á norðurhvelinu. Sömu reglur gilda á suðurhvelinu, aðeins mánuð- imir em aðrir. Á norðurslóðum er best að nota nóvember og desember til að gefa inflúenzubóluefni, svo að allir, sem það þurfa að fá, séu bólusettir í tíma. Ef inflúenzan er seint á ferðinni, eins og hún hefur verið undanfarin ár, má auðvitað halda áfram að bólusetja fólk eftir nýárið. Best er þó að ljúica bólusetn- ingunni af snemma vetrar. Huga þarf að vöm gamalmenna og sjúklinga með langvarandi og illvíga sjúkdóma, sérstaklega lungna- og hjartasjúkdóma. Líka þarf að hyggja að erfíðismönnum til sjávar og sveita, fólki, sem verð- ur að stunda vinnu sína í hvaða veðri sem er, þó að það sé lasið. Algengt er að ýmsir starfshópar í þjóðfélaginu séu bólusettir á hveiju ári. Ekki er ástæða til að bólusetja ungt og hraust innivinnandi fólk árlega, nema sérstakt tilefni sé til, t.d. störf, sem ómögulega mega falla niður í fáeina daga, erfíð próf eða ferðalög, sem fólk vill ekki raska vegna veikinda. Ekki er ástæða til að bólusetja heilbrigð böm. Þeir, sem þetta lesa, ættu að athuga strax, hvort þeir sjálfír eða þeirra nánustu hafa þörf fyrir inflú- enzubólusetningu í vetur. Ef svo er, ættu þeir ekki að draga að láta bólusetja sig. \ Höfundur er prófessor í sýkla- firœði við læknadeild Háskóla ts- lands. Magnús sagði að rætt væri um átta svið starfseminnar þar sem til greina kemur að auka samvinnu fyrirtækjanna. Hann kvað Kklegast að af samvinnu geti orðið varðandi afgreiðslumál í Keflavík, viðhald flugvéla og innkaup, þar sem bæði « félögin hyggjast kaupa Boeing 737 þotur. Viðræðumar hafa ekki skilað neinum niðurstöðum ennþá og hjá Flugleiðum vildu menn ekki tjá sig um gang þeirra. Viðræðumar fara fram að frumkvæði samgönguráð- herra, Steingríms J. Sigfússonar, í því skyni að leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri félaganna með aukinni samvinnu. vistarheimili eru nú starfrækt hér á landi og eru f þeim alls um 10.500 böm. Skákmótið í Belgrad: Margeir í 5. sæti fyrir loka- umferðina MARGEIR Pétursson er í 5.-13. sæti á skákmótinu í Belgrad, hálfúm vinningi á eftir efstu mönnum, þegar einni umferð er ólokið. Helgi Ólafsson er í 14. sæti ásamt fleiri skákmönnum, en Jón L. Árnason er fyrir neðan miðju. Mótið, sem er eitt sterk- asta opna skákmót sem haldið hefúr verið, er úrtökumót fýrir næsta Heimsbikarmót í skák, og komast 8 efstu í sérstaka úrslita- keppni. Efstir á mótinu, með 6V2 vinn- ing, em Gurevítsj, Hulak, Psakhis og Pigusov. Með 6 vinninga koma Margeir, Plougajevskíj, Baseev, Dorfman, Wilder, Dzandgava, Doc- hojan, Naumkin og Svesnikov sem Margeir teflir við í síðustu umferð- inni í dag. Allir þessir skákmenn em frá Sovétríkjunum nema Mar- geir, Wilder sem er frá Banda- ríkjunum og Hulak sem er Júgó- slavi. Helgi Ólafsson er með 5V2 vinn- ing en Jón L. Ámason er með 4 vinninga. Alls era tefldar 9 um- ferðir en þátttakendur em um 260 talsins. Álit meirihluta Fósturskólanefiidar: Fósturskólinn verði samein- aður Kennaraháskólanum Fósturskólanefrid leggur til að Fósturskólinn verði lagður niður og menntun fóstra sett undir Kennaraháskóiann innan fimm ára. Þá verði heimilt að stofria starfsbrautir í framhaldsskólum sem út- skrifi fóstruliða, en það yrði þá nýtt starfsheiti yfir aðstoðarfólk á dagvistarheimilum. Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra, var af- hent skýrsla nefúdarinnar í gærmorgun. Nefndin var skipuð í febrúar á þessu ári af Birgi ísleifí Gunnars- syni, þáverandi menntamálaráð- herra. Fimm af sex nefndarmönn- um vom sammála um tillögurar, en Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskólans skilaði séráliti. Hún leggur til að menntamálaráðuneytið skipi starfshóp sem geri tillögur um aukið samstarf Fósturskólans og Kennaraháskólans, en leggst gegn því að Fósturskólinn verði samein- aður KHÍ án þess að nýlegum lög- um Kennaraháskólans verði breytt. í tillögum meirihluta nefndarinn- ar felst að menntun fóstra verði flutt af framhaldsskólastigi á há- skólastig. Gert verði ráð fyrir að tvær starfsstéttir annist alla umönnun bama á dagvistarheimil- um; fóstmr, sem annist stjómunar- og skipulagsstörf, og fóstmliðar, sem annist önnUr störf. Fóstmliða- nám taki þijú ár á framhaldsskóla- stigi. Guðmundur Magnússon, formaður nefndarinnar, sagði að það væri vandamál nú að fóstm- menntun væri hvergi hægt að fá nema í Reykjavík og nefndin teldi að auðveldara væri að fá þjálfað starfslið á dagvistarheimili úti á landi með því að framhaldsskólar þar byðu upp á fóstmliðanám. Um síðustu áramót vom fóstra- störf á dagvistarheimilum 468, en aðrir sem önnuðust uppeldi og umönnun bama vom 821. Fóstur- skólinn hefur brautskráð 1.140 fóstmr frá upphafi. Um 200 dag- Frakkland: íslendingar þurfa ekki lengnr áritun KRÖFU franskra yfirvalda um áritun vegabréfa íslenskra ferða- manna sem hyggjast fara til Frakklands var aflétt síðastliðinn föstu- dag, 9. desember. Krafist hafði verið vegabréfsáritunar fyrir íbúa annarra landa en Evrópubandalagslanda siðan hryðjuverkaalda gekk yfir Frakkland haustið 1986. Leyfi til að ferðast til Frakklands án áritunar er bundið við þriggja mánaða dvöl í landinu og er fyrir íbúa Vestur-Evrópu. íbúar EB- landanna þurftu ekki áritun. Sé dvalist í Frakklandi lengur en í þijá mánuði, til dæmis við nám, þarf að fá áritun. Þau ríki sem áritunarskyldu hef- ur verið létt af em auk íslands Austurríki, Malta, Kýpur og Norð- urlöndin. Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Nýsjálendingar, Ástralir, Tyrkir og íbúar Austur-Evrópu þurfa áfram að fá vegabréfsáritun til að geta heimsótt Frakkland, svo að nokkrar þjóðir séu nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.