Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Einar Jóhannesson klarínettu- David Knowles pianóleikari leikari Háskólatónleikar: Leikið á klarínettu og píanó A ÁTTUNDU Háskólatónleik- um haustmisseris miðvikudag- inn 14. desember flylja þeir Einar Jóhannesson klarínettu- leikari og David Knowles píanóleikari verk eftir Mend- elsohn og Hurlstone. Tónleik- arnir eru að vanda í Norræna húsinu kl. 12.30 til 13.00 og eru öllum opnir. Einar Jóhannesson starfar sem 1. klarínettuleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Auk þess kem- ur hann fram sem einleikari og kammertónlistarmaður hér heima og erlendis. Hann er m.a. einn af stofnendum Blásarakvintetts Reykjavíkur. Hann kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. David Knowles hóf píanónám 9 ára gamall en stundaði fram- haldsnám í Royal Northem Col- lege of Music í Manchester. Hann hlaut tvívegis skólastyrk fyrir frá- bæran námsárangur. David hefur aflað sér mikillar þekkingar og reynslu á sviði undirleiks og leikið undir fyrir fræga tónlistarmenn. 1982 til 1985 starfaði hann sem tónlistarkennari og organisti á Egilsstöðum. Hann starfar nú við Tónlistarskólann í Garðabæ og Söngskólann í Reykjavik. Tvö bindi af þjóðsögum Sigfusar Sigftissonar ÞJÓÐSAGA hefúr gefið út tvö bindi af íslenskum þjóðsögum og sögum Sigfúsar Sigfússonar. Arið 1982 hóf Bókaútgáfan Þjóð- saga endurútgáfu á sögnum Sigfús- ar og voru á árunum 1982 til 1986 7 bindi af safni hans gefin út eða 1. til 10. flokkur. Nú hafa 8. og 9. bindið bæst við eða 11. og 12. flokkur. Safni Sigfúsar er skipað niður í eftirfarani flokka: 1. Sögur um æðstu völdin, 2. Vitranasögur, 3. Draugasögur, 4. Jarðbúasögur, 5. Sæbúasögur, 6. Náttúrusögur, 7. Kreddusagnir, 8. Kynngisögur, 9. Ömefnasögur, 10. Afreksmanna- sögur, 11. Afburðamannasögur, 12. Útilegumannasögur, 13. Ævintýra- sögur, 14. Kímnisögur, 15. Sagnir um venjur og 16. Rímgaman. í fréttatilkynningu frá Bókaút- gáfunni Þjóðsögu segir: „Það er einkum tvennt sem veldur því að Bókaútgáfan Þjóðsagan réðst í þessa útgáfu. Fyrst má nefna að í íj'ölda ára hafa menn leitað safns Sigfúsar hjá bóksölum með litlum árangri en hitt er einnig að fyrri útgáfunni var í ýmsu ábótavant. Hún tók 36 ár og lauk ekki með þeim hætti sem útgefendur fyrstu bindanna höfðu ætlast til er verkið hófst 1922. Eldri útgáfan er snauð af skrám og öðmm leiðbeiningum til að auðvelda notkun hennar. Loks er að geta þess að í handriti Sigfús- ar er að finna allmargt sem til- heyrir safni hans en var ekki prent- að.“ Óskar Halldórsson, Grímur M. Helgason, Helgi Gímsson og Eiríkur Eiríksson bjuggu þau bindi safnsins til prentunar sem út hafa komið. GEFIÐ NYTSAMA M ■■ JOLAGJOF! Tölvuborö og stóll saman. Stgr. verð aðeins kr. 9.950,- • • TOLVU VflDIID HUGBUNADUF) W MILVH SKRIFSTOFUTÆKI SKEtFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 Fundur utanríkisráðherra NATO-ríkja: Hindra verður aukinn vígbúnað á höfúnum sagði Jón Baldvin Hannibalsson FUNDI utanríkisráðherra NATO-ríkja lauk í Brussel síðast- liðinn föstudag, en þar voru meðal annars rædd samskipti Austur- og Vesturveldanna og afstaða bandalagsins til þeirra breytinga i ftjálsræðisátt, sem nú eiga sér stað i ríkjum Varsjár- bandalagsins. Miklar umræður urðu einnig um einhliða ákvörð- un Gorbatsjovs um brottflutning og niðurskurð i hetjum Sov- étríkjanna í Austur-Evrópu og Asiu. um mæli að semja sig að siðvenjum vestrænna ríka, meðal annars á sviði mannréttinda. Jón Baldvin ræddi einnig nauð- syn þess að komið yrði í veg fyrir að samningur um niðurskurð lang- drægra kjamavopna á landi yrði til þess að vígbúnaðarkapphlaupið færðist í auknum mæli út á höfin. Benti hann á að íslendingar væru áfram um það að kannaðir yrðu möguleikar á sérstökum viðræðum stórveldanna um takmörkun, jafn- vel útrýmingu, langdrægra stýri- flauga búinna kjarnaöddum á og í hafinu, svo framarlega sem tækist að semja um fullnægjandi eftirlit með framkvæmd slíks samnings. Café Hressó: Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sat fundinn fyrir íslands hönd. Hann lýsti þar hóf- legri bjartsýni á þróun samskipta austurs og vesturs í framtíðinni og varaði við að Gorbatsjov kynni að hafa reist sér hurðarás um öxl með því að ýta undir of miklar vænting- ar almennings í Sovétríkjunum. Framtíð Austur-Evrópu og pólitísk- ur stöðugleiki í þeim heimshluta myndi ráðast af því hversu vel hon- um tækist að uppfylla þessar vænt- ingar. Utanríkisráðherra minnti jafn- framt á að árangurinn sem náðst hefði í friðar- og öryggismálum væri ekki sízt því að þakka að aðild- arríki bandalagsins hefðu borið gæfu til að standa saman og hrinda tilraunum Sovétmanna til að reka fleyg í raðir ríkja bandalagsins. Einnig benti hann á að það aðhald sem vestræn ríki hefðu veitt Sovét- mönnum væri hluti skýringarinnar á því að Gorbatsjov væri nú í aukn- Sjö skáld lesa úr verkum sínum SJÖ SKÁLD lesa úr verkum sínum á Café Hressó miðvikudagskvöld- ið 14. desember og hefst upplesturinn klukkan 21. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kynnir verður Þorsteinn J. Vilhjálmsson útvarpsmaður. Úr verkum sínum lesa Einar Már Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Jón Stefáns- son, Hafliði Vilhelmsson, Kristín Ómarsdóttir og Sigurður Pálsson. Einar Már Guðmundsson les úr smásagnasafninu „Leitin að dýra- garðinum", sem kom út í haust. Guðmundur Andri Thorsson les úr nýrri skáldsögu sinni „Mín káta angist" en það er hans fyrsta bók. Ágúst Borgþór Sverrisson les úr smásagnasafninu „Síðasti bíllinn", sem kom út í september og er frum- raun höfundar í sagnagerð. Ljóð- skáldið Jón Stefánsson les úr bók sinni „Með byssul'eyfi á eilífðina", sem kom út síðastliðið vor. Jón les einnig nokkur óbirt ljóð. Hafliði Vilhelmsson les úr vænt- anlegri skáldsögu sinni, sem er hans fímmta bók. Kunnustu verk Hafliða eru skáldsögumar „Hlemm- ur leið 12“ og „Beygur". Kristín Ómarsdóttir les birt og óbirt ljóð. Kristín vann til verðlauna árið 1986 fyrir einþáttung sinn „Draumar á hvolfi" í leikverkasamkeppni, sem Leikfélag Reykjavíkur gekkst fyrirj og gaf í fyrra út ljóðabókina „I húsinu okkar er þoka“. Þá les Sig- urður Pálsson úr bók sinni „Ljóð námu menn“, segir í fréttatilkynn- ingu. mmMs GISU HOœSON JON ÆSKUÁST OG ÖNNUR KONA eftir Jón Gísla Högnason í þessari bók segir frá æsku og upp- vaxtarárum ungs manns i sveit á ís- landi á öndverðri þessari öld. Þetta er saga um ást og lífsbaráttu, þol- gæði og drengskap. ÖKAFORLAGSBÆKUJÍ) f I lestar ojj nuiiirtli/ Austur-f>kafíafelU'iú<lu ■ . lÍSiiilÍll Verð kr. 2.000,00. | RICHARDT ryel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.