Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 Bækur: Bítsnillingur kveður sér hljóðs Fatlaður, mállaus piltur brýst út úr þögn sinni Christopher Nolan CHRISTOPHER Nolan er aðeins 22 ára. Þessi ungi írski rithöf- undur hefur unnið til einna virt- ustu bókmenntaverðlauna sem veitt eru á Bretlandseyjum, Whitbread-verðlaunanna, fyrir bók sina Undir augliti klukkunn- ar, bók um fatlaðan ungan mann sem sættir sig við það sem hann getur ekki breytt og lifir hamingju- sömu lífi. Bókin er reyndar sjálfsæ- visaga. Hinn 6. september 1966 var komið að því að Bemadette Nolan, bóndakona í Mullingar á írlandi, yrðri léttari í annað sinn. Fyrir átti hún dótturina Yvonne með manni sínum Joseph. Fæðingin gekk illa. Eftir margra klukkustunda baráttu og keisara- skurð var lftill drengur þó kominn í heiminn nær dauða en lífi. Þenn- an langa tfma hafði háls bamsins sveigst svo að heilinn hafði ekki fengið nægilegt súrefni og greini- legar heilaskemmdir gerðu strax vart við sig. En fæðingin var einn- ig erfið fyrir móðurina svo að ótt- ast var um lff hennar. Bæði móðir og bam komust til þeirrar heilsu sem vænta mátti. Bamið var algjörlega lamað, einu hreyfingar þess vom krampa- kenndar og stjómlausar nema augnhreyfingar. Augun gat bamið hreyft og það fylgdist vel með öllu sem fram fór í kringum það. Til þess að fá úr því skorið hvort bamið væri andlega heilt var farið með það til sérfræðings. Ekki var með neinum venjulegum hætti hægt að kanna andlegt ástand þess en læknirinn beygði sig að baminu og blés í augu þess. Bamið lokaði augunum. Aftur dró læknirinn and- ann djúpt og blés, bamið lokaði augunum. í þriðja sinn dró læknir- inn andann djúpt en nú blés hann ekki. Bamið hatfði lokað augunum en þegar ekkert gerðíst opnaði það augun aftur af forvitni. Eftir rann- sókn sína úrskurðaði læknirinn bamið eðlilegt andlega en lfkamleg fötlun þess var algjör. Móðurástin er fómfús og skilyrð- islaus. Bemadetta lagði allt sem hún átti í að hjálpa og fræða litla fatlaða drenginn sinn. Hún lærði að skilja hann með því að horfa í augu hans og þótt hann gæti ekki talað vissi hún að ekkert var að honum andlega og heymin var í lagi þótt skert væri. Því sameinað- ist flölskyldan f uppeldinu, allir lásu fyrir bamið og töluðu við það, allir komu fram við það eins eðlilega og þeim var unnt. Það var erfitt að stunda bústörf- in við hlið þess mikilvæga verkefti- is sem uppeldi Christophers var allri fjölskyldunni og þegar snáðinn þurfti að fara f skóla ákvað flöl- skyldan að hætta búskap en flytj- ast til Dyflinnar því að þar væri besta menntun að fá fyrir hann, fyrst í skóla fyrir fatlaða, en síðar fékk hann því sjálfur framgengt að menntast í skóla fyrir ófötluð böm. Margt braust um í heilbrigðum kolli hins fatlaða drengs og hann átti sér einn draum: Að koma hugs- unum sínum frá sér, að koma ein- hveiju á blað. Kraftaverkið gerðist þegar hann var 10 ára, en þá var honum gefið lyfið Lioresal sem reyndist hafa slakandi áhrif á krampakenndar höfuðhreyfingamar svo að honum tókst að stjóma þeim. „Ég hafði lengi vonað að vinstri höndin yðri leið mín til tjáskipta við annað fólk en svo reyndust það verða höfuðhreyfingamar," skrif- aði hann síðan með sínum sérstæða hætti, en þar sem höfuðið er það eina sem hann getur hreyft, er pinni ólaður við enni hans en móð- ir hans stendur hjá honum og held- ur undir höku hans meðan hann stýrir pinnanum á staf fyrir staf á ritvélinni eða tölvunni sinni. Þegar hann fór að geta tjáð sig kom í ljós að pilturinn var framúr- skarandi vel gefinn, hann hafði leikið sér að því að setja saman ljóð f þögn sinni allt frá 3 ára aldri, eftir hann voru birt ljóð og bókin „Stíflubrestur draumanna" sem voru ljóð og hugrenningar drengsins úr þögn sinni kom út þegar hann var 15 ára. Hlaut hún einróma lof gagnrýnenda sem sögðu að hugur piltsins væri „perla í ostmskel". Þrátt fyrir fötlun sína reynir Christopher að njóta Iffsins. Hann getur ekki nærst án aðstoðar og á jafnvel erfitt með að kyngja. Lfkamlegt ástand hans er .ísköld staðreynd og hann hefur lært að sætta sig við það sem hann getur ekki breytt. Honum þykir gaman að Beckett, Dickens, Spike Milligan og Tinu Tumer og nýtur þess að fá sér romm og kók. Þegar hann fór að sjá Jóns- messunæturdraum fékk hann að sitja í hljóðeinangruðum klefa leik- sfjórans svo ósjálfráðar hrejrfingar hans tmfluðu ekki leiksýninguna. „Allt þetta er gert fyrir fatlaðan dreng?" skrifaði hann hrærður og hugsaði til „fatlaðra bræðra og systra sem aldei hafa fengið tæki- færi til að njóta svo djúprar fegurð- ar“. í mestu uppáhaldi leikrita er Beðið eftir Godot. Það var svo f lok ársins 1987 að bók hans Undir auglíti klukk- unnar var valin úr 71 ævisögu til að keppa um hin eftirsóttu Whit- bread-verðlaun. Meðal ævisagn- anna var umtöluð ævisaga Oscars Wilde eftir Richard Ellmann. Til verðlaunanna vom tilnefndar bækur úr fiokki skáldsagna, fyrstu skáldsagna höfunda, ljóða og bamabóka auk ævisagna útgefinna á enskri tungu. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Undir aug- liti klukkunnar væri best allra bóka á enskri tungu árið 1987 og hlaut Christopher því verðlaunin, alls tæplega tvær milljónir króna. Þar sem verðlaunin féllu til svo mikið fatlaðs manns sá dómnefndin ástæðu til að taka það sérstaklega fram að fötlun hans hefði ekki sem slík haft nein áhrif á valið. Það var hátfðleg stund þegar Bemadetta Nolan ýtti fatlaða drengnum sfnum fram á sviðið til að taka við verðlaununum með honum. Hún tók fram ræðu sem allir vissu að hefði tekið verðlauna- hafann óratfma að skrifa, ein síða á tólf klukkustundum er vinnuhraði hins unga rithöfundar. „í kvöld vinnur fatlaður maður sér sess f hópi rithöfunda heimsins. í kvöld er það ég sem hlæ og græt gleðitárum um leið. En bíðið við. Bræður mfnir em spyijandi að baki mér; Hvað um okkur, svo hljóða. Getum við lfka öðlast rödd? í kvöld tala ég fyrir þeirra munn. í kvöld er mesta gleðistund lífs míns. Hugsið ykkur hvers ég hefði farið á mis ef læknamir hefðu ekki bjargað lffi mínu einn september- dag fyrir löngu. Er hægt að ræna fatlaðan mann frelsinu? Er hægt að hugsa sér að nú megi troða^ svo á meðbróðumum að honum geti ekki auðnast að draga að sér ferskt loft þessa heims? í bók minni má finna misfagrar frásagnir, en í kvöld er heimurinn friðsamlegur f mfnum augum." Christopher Nolan vinnur nú að næstu bók. Hún er tilbúin í huga hans en hvenær hin meitlaða frá- sögn hans kemst á blað er ekki gott að segja, en víst er að margir gætu tekið sér það lífsviðhorf hans, að una glaðir við sitt, til fyrirmynd- ar. Hér fer á eftir kafli úr bók Christophers Nolans, Undir aug- liti ItlnkknnTinr; „Þegar Joseph kom að anddyrinu biðu þeir Peter Nicholson og Eddie Collins eftir honum. Hann horfði rannsakandi á þá en sá aðeins bamslega kurteisi og traust. „Megum við fara með þig núna í fyrsta tímann?" spurði Peter en Matthew hélt aftur af þeim þvf hann vildi útskýra fyrir þeim ósjálfráðar handahreyfing- amar. Nora sagði ekkert; hún virtist treysta drengjunum sjálf- um til að ráða fram úr þessum nýja vanda. „Ég verð héma inni í þessari stofu ef þið þarfnist mín," sagði hún um leið og hún gjóaði augunum að gulum dyrum og með það lögðu drengimir af stað inn eftir ganginum með nýja bekkjarbróðurinn. Joseph hélt iíkama sfnum stilltum á meðan drengimir sömdu um það sín á milli hvemig hafa skyldi hemil á höndum hans. „Við för- um með þig inn f tónmenntastof- una að syngja," sagði Peter í trúnaði og fyrir enda gangsins komu þeir í flasið á hópi nem- enda sem biðu eftir því að kenn- arinn opnaði dymar. Hann hleypti krökkunum inn og þegar hann varð var við nýja nemand- ann gekk hann til hans, tók inni- lega um hönd hans og sagði: „Vertu hjartanlega velkominn til Mount Temple. Eg vona að dvöl þfn héma hjá okkur verði þér sem ánægjulegust, Joseph." Eddie smokraði síðan hjólastóln- um inn í stofuna og kennslan hófst. Joseph virtist forvitinn þegar hann renndi augunum blygðunarlaust frá einum nem- anda til annars á meðan þeir, ákveðnir í að sýnast hvergi bangnir, litu snöggt undan þegar augnaráð hans lenti á þeim. Hann fann lyktina af lamandi óttanum en ætlaði sér heldur ekki að auka áhyggjur þeirra með því að spennast upp og geifla sig ógurlega þegar and- litsvöðvamir herptust sitt á hvað í krampakasti. Rétt undir lok tímans báðu Peter og Eddie um leyfi til að fara og útskýrðu fyrir kennaran- um að þeir þyrftu á forskoti að halda til að koma hjólastólnum yfir í næstu stofu áður en gang- amir fylltust af nemendum sem þustu hundruðum saman fram að skipta um stofur. í leit að umræðuefni litu þeir Peter og Eddie á hinn nýja skjólstæðing sinn og reyndu að hafa hann með f samræðunum. Allt gekk eins og f sögu hjá drengjunum þremur, en ekkert hefði getað búið þá undir það sem gerðist næst. Skyndilega glumdi skóla- bjallan eins og heimsendir væri í nánd, Joseph varð viti sínu fjær af ótta og heilaskemmd tauga- viðbrögð hans þeyttu honum upp í loftið svo að vesalings Peter og Eddie voru næstum dánir úr hræðslu. Þrátt fyrir óttann létu drengimir engan bilbug á sér finna. Þeir fengu sjálfstraustið aftur og spurðu Joseph hvort allt væri í lagi. Hann brosti og beindi augunum upp undir loft sem þýddi já.“ TVÆR LJÓÐABÆK- UR HANNESAR ENDURÚTGEFNAR Iðunn gefur út Kvæðasafii 1951— 1976 og Heimkynni við sjó IÐUNN hefur endurútgefið tvær ljóðabækur eftir Hannes Pétursson, Kvæðasafn 1951-’76, sem fyrst kom út árið Heldur færri ferðamenn FÆRRI erlendir ferðamenn komu hingað til lands nú en í fyrra. Fleiri íslendingar komu að utan en á fyrra ári. Frá áramótum og til 1. desember komu 124.233 erlendir ferðamenn hingað til lands. Á sama tfma í fyrra komu hingað 125.112 erlend- ir ferðamenn. Islendingar ferðast meira milli ianda en í fyrra. Fram til 1. desember höfðu um 138.523 þeirra komið heim að utan en í fyrra einungis 132.292. 1977, og Heimkynni við sjó, sem fyrst kom út árið 1980. Báðar hafa þessar bækur verið ófáan- legar í nokkur ár. í Kvæðasafiii birtast kvæði úr öllum ljóðabókum skáldsins fram til ársins 1976, kvæði úr bókinni Úr hugskoti, kvæði sem birst höfðu í tímaritum, en ekki verið prentuð í bókum og loks nokkur áður óbirt kvæði og hlaut bókin mjög góðar viðtökur hjá ljóðaunn- endum. Mjmdskreytingar í hana gerði Jóhannes Geir listmálari. Heimkynni við sjó er eitt sam- felldasta ljóðasafn Hannesar Pét- urssonar. í því birtast sextíu ljóð þar sem skáldið bregður upp myndum frá skynheimi einstaíd- ings andspænis náttúrunni. Hann yrkir um nálæg fyrirbæri hennar Hannes Pétursson „með þeim hætti að lesandi skynj- ar svimandi fjarlægðir meiri en lagðar verða að baki í ferðalögum fram og aftur um sögu mannkyns eða leiksvið athafna þess,“ eins og Vésteinn Ólason komst að orði f ritdómi. Kápumynd gerði Gunnar Karls- son. * Bók um Islands- ævintýri Himmlers eftir Þór Whitehead ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina íslandsævintýri Himmlers eftir Þór Whitehead. Á bókarkápu segin „Sameining íslands og Hitlers-Þýskalands var á dagskrá hjá Heinrich Himmler, yfir- foringja SS og þýsku lögreglunnar, í Berlín 1936. Erindreki Himmlers, SS-foringinn Paul Burkert, fór um ísland og reyndi að veiða innlenda ráðamenn í net sitt. Meðal þeirra var Hermann Jónasson forsætisráðherra. Himmler mælti til vináttu við Her- mann með sérstæðum hætti og bauð honum á Ólympíuleikana í Berlín. Á meðan sendi hann könnunarleiðang- ur til íslands skipaðan SS-foringjum og Gestapómönnum, sem síðar urðu kunnir um heim allan fyrir flölda- morð, undirróður og njósnir. Ráða- gerðir voru uppi um stjóriöjufram- kvæmdir Þjóðveija á íslandi, land- nám þeirra hér og byltingarþjálfun fyrir íslenska nasista hjá SS. Þór Whitehead fylgir í bókum sínum ítrustu kröfum sagnfræðinnar, en tekst jafnframt að hrffa lesendur sína með jjósri og lifandi frásögn. Hér opnar hann þeim furðuheim þý- Þór Whitehead. skra nasista og skýrir ráðabrugg þeirra um að innlima ísland f rfki Himmlers. Vinnubrögð Þórs og stfll hafa áun- nið bókum hans sess á metsölulistum. Að baki þessari bók liggur margra ára könnun á heimildum SS og öðr- um gögnum f skjalasöfnum vfða um lönd. íslandsævintýri Himmlers 1935 —1937 er hér loks rakið." Bókin er 192 blaðsíður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.