Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 45 Skipaíitgerð Deilur um áhaJhaskrán- ingu þýskra skipaút- gerðarfyrirtækja Veatur-Berlín, frá Ketilbirai Tryggvasyni. FYRIR þýska þinginu liggja þessa dagana drög að nýjum lögum um áhafiiaskráningu þýskra skipaútgerðarfyrirtækja. Drög þessi gera ráð fyrir því að í byijun næsta árs verði mögulegt að ráða erlenda starfsmenn á þýsk skip með samningum sem gilda í heimalöndum þeirra. Með öðrum orðum, þýsk skipaútgerðarfyrirtæki geta með tilkomu þessarar tvöföldu skráningar ráðið til sín ódýrt vinnuafl erlendis frá án þess að bijóta í bága við þýsk lög. Vandi skipaútgerðarinnar Tildrög þessara lagabreytinga eru tjós ef litið er á samkeppnisað- stöðu þýskra skipaútgerðarfyrir- tækja gagnvart skipaútgerðum í löndum ódýrs vinnuafls. Munur á launakostnaði er almennt gífurleg- ur og gerir það að verkum að skipa- útgerðarfyrirtæki frá hinum svo- kölluðum „ódýru löndum“ hafa í sívaxandi mæli náð að undirbjóða þýsk skipaútgerðarfyrirtæki og reyndar frá flestum vestrænum ríkjum á seinustu árum. Til að vega upp á móti þessu misræmi hafa vestræn skipafélög meir og meir farið útí það að umskrá skip sín á erlendar hafnir til að komast fram- hjá lögum um laun og skatta í heimalandi sínu. í dag er svo kom- ið að meir en helmingur vöruskipa- flota vestrænna ríkja siglir undir flöggum annarra ríkja. Ýmis skipa- félög í Þýskalandi hafa þó viljandi reynt að halda sig við þýska flagg- ið þar sem þau telja flaggið sjálft hafa ákveðið markaðsgildi, það beri vott um góða og trausta þjónustu sem góðir viðskiptavinir kunna að meta. Það eru þessi skipafélög sem komið hafa fram með kröfu um tvöfalda áhafnaskráningu á þýsk skip til þess að vemda afkomu þeirra fáu skipa sem ennþá sigla undir réttu flaggi. Mótmæli verkalýðsfélaga Verkalýðsfélög og önnur samtök sjómanna hér í Þýskalandi hafa harðlega mótmælt innleiðingu þess- arar skráningaraðferðar. Nefna sjó- menn skráningaraðferð þessa ómannsæmandi og félagslega rangláta. Ætlunin sé að ráða ódýrt vinnuafl í verstu störfin á skipunum og einungis halda þýskum starfs- mönnum í þeim störfum þar sem faglærðs vinnukrafts sé krafist. Með þessu tapist ekki einungis stöð- ur fyrir þýska atvinnumarkaðinn heldur sé hér beinlínis verið að inn- leiða þrælahald að pýju. I yfirlýsingu þeirra segir að sam- tök sjómanna sjái og skilji vanda skipaútgerðanna og það sé vilji samtakanna að þau fáu skip sem ennþá sigla undir réttu flaggi verði vernduð. Þessi verndun megi samt ekki vera á kostnað þýskra sjó- manna eða félagslegs réttlætis. Krefjast sjómenn þess að ríkið styðji rekstrarafkomu skipafélaganna með niðurgreiðslum líkt og í mörg- um öðrum starfsgreinum og eða með innleiðingu almennrar skipa- stýringar, þ.e. að þýskum skipafé- lögum verði tryggðir samningar frá þýskum höfnum. Ný lög um áhafnaskráningu leysa ekki vandann! Að áliti sérfræðinga kemur inn- leiðing tvöfaldrar áhafnaskráningar til með að bæta samkeppnisstöðu þýskra skipaútgerðarfyrirtækja að einhveiju leyti. Aðgerðin ein mun þó ekki koma í veg fyrir frekari umskráningar þýskra skipa. Mun- urinn á samkeppnisaðstöðu þeirra skipa sem skráð eru í „ódýru höfn- unum“ og þeirra sem skráð eru í höfnum vestrænna ríkja, er það mikill að fremur ólíklegt má teljast að þessari þróun verði snúið við. Til þess að svo megi verða er mun róttækari aðgerða þörf. Efnahagsmál Kreppa á norsk- um tölvumarkaði Eftir uppgang í 20 ár einkennist ástand- ið af samdrætti og gjaldþrotum Á SÍÐUSTU 20 árum hefur verið mikill uppgangur hjá norskum tölvufyrirtækjum og þeim, sem selja ýmiss konar skrifstofiibúnað, en á því hefur nú orðið mikil breyting. Samdráttur og gjaldþrot eru nú það, sem einkenna þessa atvinnugrein. „Markaðurinn fyrir skrifstofu- búnað hefur staðnað hvað varðar magn og í raun er um nokkurn samrátt að ræða ef tekið er tillit til verðhækkana milli ára,“ sagði Tom Wingerei, einn af eigendum Wingerei-fyrirtækisins og formaður í landssamtökum norskra skrif- stofu- og tölvuverslana. Sagði hann ennfremur, að baráttan um við- skiptavinina harðnaði stöðugt enda væru aðhaldsaðgerðir ríkisstjómar- innar farnar að segja til sín í fjár- festingum fyrirtækja. Það eru einkum litlu tölvufyrir- tækin, sem hafa farið á hausinn, og allt útlit er fyrir, að gjaldþrota- skriðan eigi eftir að vaxa á næstu mánuðum. Tölvufyrirtækið Pro- fessional Systems, sem hefur meðal annars umboð fyrir IBM, Apple og Olivetti, skýrði nýlega frá því, að um síðustu áramót hefði það skipt við 330 minni fyrirtæki en um miðj- an október hefðu 63 verið orðin gjaldþrota eða búið að sameina þau öðrum. Eins og fyrr segir eru það aðal- lega litlu fyrirtækin, sem verða undir í samkeppninni, og öll eiga þau það sameiginlegt að ráða yfir litlu eiginfjármagni. Þótt stóru fyr- irtækin standi betur að vígi hefur að sjálfsögðu einnig kreppt að þeim og tvö þeirra hafa farið yfir um, til dæmis það kunna fyrirtæki Alf G. Johnsen. Mikill vöxtur hefur verið í tölvu- versluninni í tvo áratugi og fyrir- tækjunum hefur fjölgað mikið. Win- gerei segir, að vafalaust séu þau orðin allt of mörg og því nauðsyn- legt að fækka þeim nokkuð. „Samdrátturinn í einkageiranum er hins vegar mjög mikill og miklu meiri en stjórnvöld virðast átta sig á. Það væri betra ef hann kæmi jafnar niður, að ríkið axlaði hann til jafns við atvinnuvegina. Nú má líkja ástandinu á tölvumarkaðnum við kverkatak og það er óvíst hvern- ig umhorfs verður að lokum,“ sagði Wingerei. SKIPAUTGERÐ — Fyrir.þýska þinginu liggja drög að lögum um að í byijun næsta árs verði mögulegt að ráða erlenda starfsmenn á þýsk skip með samningum sem gilda í heimalöndum þeirra. Þýsk skipaútgerðarfyrirtæki geta þá ráðið til sín ódýran erlendan starfskraft án þess að bijóta í bága við þýsk lög. mmm '9m pi|i| ' - 173% mældra Þúnærðbetri tilvika hefur árangri í fólkfengið permanenti háriðaftur, þar K með MANEX. sem það áður missti það. | Laugavegi 164, sími 21901 eru fjarstýrdu bílarnir frá Tómstundahúsinu Hraði og kraftur einkenna þá, engar hindranir standast þá, það springur ekki á þeim og flestir bilstjórar frá 3ja áraoguppúr getastjórnad þeim. -X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.