Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 rOZ Narnía — land hamingjunnar Békmenntir Jenna Jensdóttir C. S. Lewis: Hesturinn og dreng- urinn hans. Þýðandi Kristin R. Thorlacius. Almenna bókafélag- ið 1988. Ævintýrasögumar eftir hinn fræga breska rithöfund og prófess- or C.S. Lewis (1898-1963) eru allt- af kærkomnar í íslenskri þýðingu. Þetta er fimmta bók hans og er eins og hinar þýdd af Kristínu R. Thorlacius. Sögurnar gerast að meginhluta í undralandinu Narníu og aðalsögu- hetjurnar eru flestar þaðan eða tengdar landinu, eins og systkinin þrjú, sem komu úr veröld raun- veruleikans, settust að í Namíu og urðu farsælt kóngafólk þar. Þau koma meira og minna fyrir í öllum Namíu-sögunum, þótt þær séu sjálfstæðar hver um sig. Þessi saga hefst í landinu Kal- ormen, sem liggur langt í suðri frá Namíu. Við litla vík syðst í Kalormen býr fátækur fiskimaður, Arshis að nafni, ásamt drengnum Sjasta. Dag nokkum kemur til þeirra ókunnur maður, dökkur á brún og brá eins og allir Kalormenar. Hann er tiginmannlega búinn og hestur- inn hans módröfnóttur á litinn og kraftalegur, gyrtur skrautlegum reiðtygjum. Sjasta hlerar samtal fiskimanns- ins og hins ókunna manns og kemst þá að því að hann er ekki sonur Arshis. Harin heyrir einnig að sá ókunni vill kaupa hann sér til þjón- ustu. Þegar Sjasta fer til módröfnótta hestsins^ tekur hesturinn að tala til hans. í ungæðishætti hefur hann hrakist frá Narníu, þar sem næst- um öll dýr geta talað. Drengurinn og hesturinn ákveða að flýja saman til Namíu frá grimmdarlandinu Kalormen. Það er langt og hættu- legt ferðalag. Það veit hesturinn Breki, sem hefur víða farið, en ljós- hærði bjartleiti drengurinn Sjasta hefur ekki farið mikið út fyrir víkina sína til þessa. Unga hefðarstúlkan Aravís verð- ur á vegi þeirra. Hún er á flótta vegna þess að faðir hennar hefur heitið voldugum manni eiginorði hennar. Hún er einnig með talandi hest, Golu, til reiðar og er ferð þeirra heitið til Narníu. Ferðin er löng og erfiðleikar á hvetju strái. Og margvíslegar hættur sem skap- ast hafa af hatri og valdastreitu. Mestu örðugleikarnir mæta þeim er þau koma til stórborgarinnar Tassban, en gegnum hana þurfa þau að fara á leið sinni til Namíu. Þar tvístrast hópurinn og hver verður að leysa sinn vanda. Þar er Sjasta tekinn í misgripum fyrir Kórin konungsson frá Namíu. Af hveiju þeir em svona líkir upplýsist í sögulok. Ljónið Aslan kemur hér einnig við sögu og veitir Aravís ráðningu til að vekja skilning henn- y C.S. Lewis ar á líkamlegum sársauka er hún hefur valdið þjónustustúlku er hún strauk frá heimili sínu. Saga þessi er, held ég, ekki eins átakamikil og hinar fyrri sögur. En sá seiðmagnaði blær sem frá- sögnin er ávallt lituð af helst hér einnig. Umhverfis- og náttúrulýsingar em mjög vel gerðar. Sem dæmi er hér tekin lýsing á Tassban-borg: „Hver húsaröðin tók við af ann- arri, hvert stræti öðm ofar, götur hlykkjuðust upp á milli bygging- anna og feiknamikil þrep lágu þar upp, og uxu glóaldin og sítrónutré meðfram þeim.“ Annars skil ég ekki vel þessa setningu: „Tassban, eitt af undmm veraldar" — þar sem þetta á að vera ævintýraveröld. Spenna og eftirvænting helst til söguloka, þrátt fyrir það sem áður er sagt. Það má deila um, hvort ekki ætti að búa tignar- og aðalsheiti í íslenskan búning. Að öðm leyti er málið sérlega vandað og á sinn þátt á því að gera þessa gömlu sögu ágæta í íslenskri þýðingu. Hinar fíngerðu myndir eiga vel heima í ævintýraveröld. AÐRIR TAIA UM VIDIO HITACHI! Barnabók eflt- ir Margareta Strömstedt FYRSTA Mörtubókin eftlr sænska barnabókahöfúndinn Margareta Strömstedt er komin út á íslensku hjá Vöku-Helgafelli. Olga Guðrún Arnadóttir þýddi bókina úr sænsku. f fréttatilkynningu útgefanda seg- ir um efnið: „Marta — Dagur í desem- ber fjallar um annasaman dag í lífi Mörtu sem er kostuleg stúlka með auðugt ímyndunarafl en viðkvæma lund. Stundum er hún mjög glöð og kát, en stundum fínnur hún fyrir litla „kvíðadýrinu" sem nartar í magann á henni. Sérstaklega þegar mamma er lasin og pabbi þrejdtur. Hinn við- burðaríki dagur hefst með því að það kyngir niður snjó. Marta fer út og sér torkennilegan rauðan blett í ný- fallinni mjöllinni! Hugur hennar fer á flug: „Er þetta blóðblettur? Hvað getur hafa komið fyrir? í kjölfarið leiðir hvert atvikið af öðru.“ Bókina prýðir fjöldi teikninga. Vaka-Helgafell annaðist setningu og umbrot, en Prentstofa G. Benedikts- sonar sá um prentun og bókband. Bókin er 92 blaðsíður í kiljubandi. ÞEGAR TALAR RÖNNING Hvernig væri að þú talaðir við Rðnning? KITACHIVIDEOMYNDAVÉL VM 600 E • Fimmfaldur hraði á lokara frá 1/50 til 1/2000 á sek • Venjuleg VHS kasetta. Allt að 8 klst upptökutími á LP • Sjálfvirkur fjarlægðarstillir (Auto Focus) • Ljósnæmi niður í 10 Lux • Macro stilling (nærmynd í focus) • Mynddeyfing (Fade-out og Fade- in) • Skyndiskoðun á upptöku í inn- byggðum skoðara • 380 línu lituppiausn • Hljóðnemi með rokdeyfi • Rafdrifin zoom linsa F= 1,6x6 (12x72) • Dagsetning möguleg á mynd • Afspilun beint á sjónvarp • Þyngd 2 kg FYLGIHLUTIR Rafhlaða VMBP 21 (1 klukkutími) Snúra með RCA tengjum (cinch) Snúra með scart tengi (fyrir mynd- band eða sjónvarp) Spennubreytir 110-220 volt (beint við vél eða rafhlöðuhleðsla) Hörð taska og axlaról Heyrnartæki Rafhlaða VMBP 22 (2 klukku- tímar) Regntaska Linsur (aðdráttarlinsa og gleið- hornslinsa) Litmonitor á vél Textavél (textagenerator) Auka hljóðnemi 12 volta bíltengi Stopprofi með snúru 0H.TAGHÍ mm\ hiiftM MtMOftáNoimiu vt m • 3 myndhausar (gefur skýrari mynd, minni truflanir) • Fullkomin fjarstýring með skjá (Display til stillingar fram í tímann) • Ársminni með 8 upptökumöguleikum Digital tækni Mynd í mynd (tvær myndir á skjá) Kyrrmynd (truflanalaus) Hægmynd (með breytilegum hraða) Stillanlegt fyrir fastar stillingar á 69 stöðvar Scart tengi /#/®Rönning •J/f//// heimilistæki KRINGLUNNI8-12/103 REYKJAVÍK/SlMI (91)685868
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.