Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 69 son var vissulega ekki allra maður. Hann var ekki maður sem stóð á torgum og predikaði skoðanir sínar né hafði þörf á því að láta á sér bera. En hann var samt maður sem gat miðlað. Hann gat miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Hann var náttúrugreindur maður sem bætti sér það á skorti í skólagöngu með miklum bókalestri og leit að þekkingu. Áhugasvið hans var ótrú- lega víðfemt og þekking hans á mörgum sviðum mikil. Það var nán- ast sama um hvað var rætt, aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum. Hann hafði mikinn áhuga á ferðalögum og á seinni árum og ferðaðist víða, bæði innanlands og utan. Og hann var ekki sá ferða- maður sem horfir blindum augum á það sem fyrir augu ber. Hann drakk í sig fróðleik og þekkingu um sögu og landafræði þeirra staða sem hann heimsótti og geymdi hana í minni sér og minningu. Hið sama átti við um Sigurveigu, en þau hjón voru sem lifandi alfræðibækur sem kunnu svör við hinum ótrúlegustu spumingum. Sæmundi þótti vænt um þá staði sem hann heimsótti og fann hvemig saga þeirra og fegurð göfguðu hann. Hann bar hlýjar til- finningar til lands síns og hafði jafnframt áhyggjur af ágengni við það. Fáum stöðum unni hann meira en Þórsmörk sem hann sagði einn fegursta stað sem hann hefði aug- um litið enda fór hann margar ferð- ir þangað. Sæmundur L. Jóhannesson var á margan hátt sérstakur maður. Hann var barn síns tíma og ekkert efamál er að sú barátta sem hann háði fyrir sér og sínum þegar í æsku mótaði skaphöfn hans. Yfír- borðið virkaði stundum hrjúft en undir því sló stórt og gott hjarta. Samviskusemi og heiðarleiki mót- uðu öll hans störf og allar athafnir hans. Hann vildi ekki vera fyrir neinum, ekki gera á hlut nokkurs en hann vildi líka búa að sínu og vera sjálfum sér nógur. Sjálfsagi var honum eðlislægur og gerði hann kröfur til annarra vom þær jafnan minni en hann gerði til sjálfs sín. Áföll og mótlæti sem hann varð fyrir í lífínu bar hann með reisn þótt stundimar væm erfiðar eins og þegar hann missti bróður sinn sem lést þegar hann var rösklega þrítugur og son sinn sem lést þegar hann var rúmlega fertugur. Hann flíkaði ekki tilfinningum síum og bar þær ekki á torg og vafalaust hefur mörgum fundist erfitt að nálgast hann og þekkja hann. En stundum segir þögnin meira en mörg orð. Stundum sýna athafnir meira en flest annað. Lengst af ævi sinnar var Sæ- mundur mikið hreystimenni. Lang- ar gönguferðir og líkamsæfingar stundaði hann daglega, einkum eft- ir að hann hætti störfum, og þegar hann var kominn á áttræðisaldur munaði hann ekki um í fjallgöngum að ganga af sér menn sem vom á besta skeiði. Það var honum mikið áfall er hann veiktist alvarlega fyr- ir þremur ámm og gat lítið hreyft sig eftir það. Andlegum mætti sínum og reisn hélt hann þó fram til hinstu stundar. Hann var eins og tréð sem skáldið Stephan G. Stephanson lýsti í ljóði sínu — bogn- aði aldreij brotnaði í, bylnum stóra seinast. I sjúklegu sini var Sæ- mundur lengst af á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfírði. Naut hann þar einstaklega góðrar umönnunar og skal þetta tækifæri notað fyrir hönd fjölskyldu hans að þakka starfs- fólkinu fyrir þá alúð og hlýju sem það sýndi honum. Með Sæmundi L. Jóhannessyni er genginn góður maður. Maður þeirrar kynslóðar sem lagði þjóðinni hvað mest til. Fyrir okkur sem feng- um að kynnast honum verður hann ímynd þrautseigju, heiðarleika og samviskusemi og það er gott að geyma slíka minningu. Við sem trú- um að til sé hærra tilverustig, að til sé Drottinn sem tekur við þeim bömum sínum sem burtkölluð eru frá jarðvist, vitum að þær móttökur sem Sæmundur hefur fengið er hann gekk inn í fögnuð Herra síns hafa verið góðar. Minning hans mun lifa með okkur og þakklæti fyrir að fá að kynnast honum. Steinar J. Lúðvíksson Minning: Krislján Jónsson fyrr vemndi skólastjóri Hinn 2. þ.m. lést í Reykjavík Kristján Jónsson, fyrrum skólastjóri bamaskólans í Hnífsdal, á 92. ald- ursári. Kristján var fæddur að Eyri í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp 18. ágúst 1897. Foreldrar hans vom Jón Jakobsson og Kristjana Krist- jánsdóttir, sem um langan aldur bjuggu að Eyri. Ásamt búskap var faðir Kristjáns formaður á eigin bátij eins og títt var meðal bænda við Isaijarðardjúp á þeim tíma. Auk Kristjáns eignuðust þau hjónin Jón Jakobsson og Kristjana íjórar dæt- ur. Á bamdóms- og unglingsárum Kristjáns áttu flestir, a.m.k. í sveit- um landsins, ekki kost á annarri menntun en takmarkaðri kennslu í svonefndum farskólum. Það kom fljótléga í ljós, að Kristjáni voru fjölþættar og góðar gáfur gefnar. Að farskólanámi loknu fór Kristján til náms í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og lauk þaðan gagn- fræðaprófi vorið 1915. Og enn stóð hugur hans til frekari menntunar og útskrifaðist Kristján frá Kenn- araskóla íslands vorið 1919. Að loknu kennaranámi var Kristjáni veitt staða skólastjóra við Bama- skólann í Hnífsdal og hóf þar störf þegar um haustið. Gegndi hann því starfi samfleytt í 48 ár eða til vors- ins 1967, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, svo sem lög mæla fyrir. Hann kenndi þó við skólann í nokkur ár eftir að hann lét af störfum sem skólastjóri. Árið 1932 kvæntist Kristján Sigríði Ólöfu Kjartansdóttur, sem einnig var kennaramenntuð. Bar kynnum þeirra saman er Sigríður hóf kennslu við skólann. Sigríður var kennari við skólann 1929-’42. Hún var dóttir Kjartans Guðmunds- sonar bónda og hreppstjóra í Fremri-Hnífsdal og konu hans, Kristjönu Þorvarðardóttur. Meðal bræðra hennar voru athafnamenn- imir Sigurður, Jónas, Valdimar og Kjartán Þorvarðarsynir. Þau Sigríður og Kristján eignuð- ust fimm mannvænleg böm. Þau eru: Kjartan Bjami verkfræðingur, kvæntur Jóhönnu Valdimarsdóttur; Kristjana, húsmóðir, gift Halldóri Inga Hallgrímssyni verkstjóra; Elísabet, húsmóðir, gift Sveini Frímannssyni bátasmið; Kristján Sigurður bifvélavirki, kvæntur Kristínu Þóm Gísladóttur, og Jón Kristinn, vélvirki, kvæntur Ingi- björgu Steinunni Einarsdóttur. Bamaböm Kristjáns og Sigríðar eru 15. Sigríður lést árið 1956. Seinni kona Kristjáns var Guðrún Helga Jónsdóttir, ættuð frá Austflörðum. Hún lést árið.1984. Báðar reyndust þær Sigríður og Helga Kristjáni traustir og góðir lífsförunautar, sem bjuggu honum og bömunum heim- ili, þar sem umhyggjan sat í fyrir- rúmi. Þótt aðalstarf Kristjáns hafi alla starfsævi verið uppfræðsla bama, voru önnur þau störf, er hann innti af höndum, varla veigaminni að vöxtum, þótt flest þeirra hafi verið lítt eða ólaunuð. Hann var alla tíð mikill félagsmálamaður, enda hlóð- ust á hann slík störf alla hans starfsævi vegna hæfileika hans og þess trausts er hann naut. Hann gerðist þegar að námi loknu virkur og ötull félagi í ungmennafélaginu Þróttur í Hnífsdal, sem vann með miklum krafti að hinum margvís- legustu framfaramálum byggðar- lagsins. Hann var kjörinn í hrepps- nefnd Eyrarhrepps árið 1925 og átti þar sæti til ársins 1937 og síðan aftur á árunum 1946-’54. Hann varð hreppstjóri í Hnífsdal fyrsta árið 1923 og gegndi því nokkur ár. Varð síðan hreppstjóri aftur árið 1954 og gegndi því starfi, þar til Eyrarhreppur var sameinaður ísa- fjarðarkaupstað. Fjölmörgum öðr- um trúnaðarstörfum gegndi Krist- ján, sem samferða- og samstarfs- maður hans um áratugaskeið, Einar Steindórsson, rekur í ágætri af- mælisgrein um Kristján áttræðan. Frá bemskuárum undirritaðs er Kristján, auk uppfræðslunnar, minnisstæðastur sem burðarás þeg- ar menningarlífs, sem blómgaðist á bestu æviárum hans í Hnífsdal. Hann var tónlistarmaður ágætur, að mestu sjálfmenntaður, en mun um nokkum tíma hafa notið kennslu í orgelleik hjá Jónasi Tóm- assyni, tónskáldi á ísafírði. Hann varð organisti í Hnífsdalssókn árið 1926 og gegndi því starfi óslitið til ársins 1973, eða í nær hálfa öld, við miklar vinsældir sóknarpresta og sóknarbama. Hann var aðaldrif- kraftur næstum alls félagslífs Hnífsdælinga, færði upp leikrit, annaðist upplestur og sá um alla tónlist, jafnt á fagnaðarsamkomum heimamanna sem á íjölskylduhá- tíðum þar sem hljóðfæri vom til staðar. Það má því segja að Krist- ján hafí meir en nokkur annar tek- ið þátt bæði í gleði og sorg alls Leiðrétting í minningargrein um Scherlottu J. Jónsdóttur hér í Morgunblaðinu á laugardag er sagt frá bömum hennar og tengdabömum. Misritað- ist föðumafn Margrétar, eiginkonu Sigurðar, sonar hinnar látnu. Hann býr í Ólafsvík. Margrét er Magnús- dóttir. Hjörtur, bróðir Scherlottu, sem getið er í minningarorðunum, fórst með togara sem hét Gullfoss, út af Snæfellsnesi veturinn 1941 en ekki gl. Gullfossi eins og misrit- aðist í greininni. Hann fórst ekki. þorra þeirra, sem Hnífsdal byggðu um 60 ára skeið. Nemendur hans náðu yfir þijár kynslóðir. Árið 1981 fluttu þau Kristján og seinni kona hans, Guðrún Helga, til Reykjavíkur, en eins og áður segir lést hún í Reylqavík árið 1984. Síðustu æviárin dvaldi Kristján á Hrafnistu. Þar lét hann ekki sitt eftir liggja hvað félagslífið snerti. Hann aðstoðaði þar við guðsþjón- ustur um 5 ára skeið og við fjölda- söng á kvöldvökum þeirra er þar búa. Hér hefur verið stiklað á stóm í æviferli Kristjáns Jónssonar fyrmm skólastjóra. Hann var meðalmaður á hæð, hraustur, yfirlætislaus, kvik- ur og léttur í spori fram undir það síðasta. Maður sem naut virðingar og trausts samferðafólks síns. Óll hans störf vom með eindæmum giftudijúg og til heilla samborgur- unum. Ég hygg að ég mæli fyrir munn flestra ef ekki allra, sem nutu 'fræðslu og leiðbeininga hans og Sigríðar á bemskuárunum, þegar ég flyt þeim nú báðum alúðar- þakkir að leiðarlokum. Við systkinin og fóstursystkinin fæmm eftirlifandi bömum og öðr- um vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Kristjáns Jónssonar. Þorvarður Alfonsson t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, HAFSTEINS BALDVINSSONAR, Fjölnisvegi 16. Sigrfður Ásgeirsdóttir, Ásgeir Hannes Eirfksson, Valgerður Hjartardóttir, Baldvin Hafsteinsson, Björg Viggósdóttir, Elfn J. G. Hafsteinsdóttir, Haukur G. Gunnarsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KRISTJÁNS JÓNSSONAR fyrrv. skólastjóra, Hnffsdal. Kjartan Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Elfsabet Kristjánsdóttir, Jón Kr. Kristjánsson, Kristján S. Kristjánsson, Jóhanna Valdimarsdóttír, Halldór Ingi Hallgrfmsson, Sveinn Frfmannsson, Ingibjörg S. Einarsdóttir, Kristfn Þóra Gfsladóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og systur okkar, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá GunnhlldargerAI. Sórstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar, laeknis, og annars starfsfólks á deild 2-A, Landakotsspitala. UrAur Gunnarsdóttir, Þráinn Jónsson, Ólafur Jónsson, Sofffa Jónsdóttir, GuArún Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Sesselja Jónsdóttfr, Jóndóra Jónsdóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug er okkur var sýnd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNÍNU GUNNARSDÓTTUR IJósmóður, frá BakkagerAi, FurugerA11. RagnhelAur Kristinsdóttlr, Anton Jónsson, Hreinn Kristinsson, GuArún Helgadóttir, Anna Kristinsdóttir, / Ingimar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföð- ur og afa, Séra Jóns Árna SigurAssonar fyrrv. sóknarprests f Grindavfk, Keilugranda 8, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til sóknarnefndar og kvenfélags Grindavíkur. Guö blessi ykkur. Jóna Sigurjónsdóttir. Valborg Ó. Jónsdóttlr, Börkur Þ. Arnljótsson, GuAlaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson, Árni Þ. Jónsson, GuArún Halla Gunnarsdóttlr og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURVEIGAR M. KRISTJÁNSDÓTTUR, Mjóeyri, EsklfirAi. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.