Morgunblaðið - 25.05.1989, Side 17

Morgunblaðið - 25.05.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 17 Leiksýningin, „Sjáið manninn!“ í Keflavík eftír Ólaf Odd Jónsson Þrír einþáttungar eftir dr. Jakob Jónssn frá Hrauni verða sýndir í Keflavíkurkirkju laugardaginn 27. maí nk. kl. 20.30. Verkið var frum- flutt á Kirlqulistahátíð 1989 í Hallgrímskirkju á vegum Listavina- félags Hallgrímskirkju. Fyrsti einþáttungurinn nefnist Þögnin, en í þeim þætti leikur Erl- ingur Gíslason HeródeS Antipas, ijórðungsstjóra í Galfleu. Leikurinn gerist í Jerúsalem árið 33 í áheym- arsal íjórðungsstjórans, þar sem Jesja Ben-Jósef er ósýnilegur áhorf- endum. Annar einþáttungurinn ber heitið Krossinn. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur Júdít í leik- þættinum og Anna Kristín Arn- grímsdóttir Mirjam. Leikurinn ger- ist í Júdeu að vori. Þriðji leikþáttur- inn nefnist „Sjáið manninn!“, sem er sýningarheiti einþáttunganna. í þættinum leikur Þórunn Magnea Magnúsdóttir Mirijam frá Magdala og Hákon Waage leikur Pontíus Pílatus. Leikurinn gerist árið 37, seint að kvöldi. Dóttursonur höfundar, Jakob S. Jónsson, leikstýrði verkinu í fýrstu, en nú hefur Ólöf Sverrisdóttir tekið við leikstjóm, þar sem Jakob er farinn utan. Tónlist er flutt af Mót- ettukór Hallgrímskirkju undir stjóm Harðar Askelssonar, organ- ista. Úthlutað úr þjóðhátíðargjöf Norðmanna ÚTHLUTAE hefur verið úr sjóðn- um Þjóðhátíðargjöf Norðmanna í þrettánda skipti. Einni milljón og sjötíuþúsund krónum var skipt milli níu aðila. Þeir eru: Nemendur úr 8. og 9. bekk norskukennslu í grunnskólum lands- ins; hópur, sem vinnur að málefnum fatlaðra bama á forskólaaldri; út- vegsdeild Tækniskóla íslands; kenn- arar og skólastjóri Fiskvinnsluskól- ans; Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna; utanríkisnefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna; kennarar á Patreksfírði; Lyftingaráð Akureyrar og grunnskólakennarar á Selfossi. Sjóður þessi var stofnaður á ellefu- hundruð ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974 með peningagjöf frá norska stórþinginu. Vaxtatekjum skal veija til að styrkja hópferðir íslendinga til Noregs. Fyrst var úthlutað 1976. 28 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Lyftihurðir OPNA ýmsa möguleika Það er mikill fengur að fá sýning- una til Suðumesja og ástæða til að hvetja Suðurnesjamenn að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Höfímdur- inn, dr. Jakob Jónsson, sem var lengst af prestur í Hailgrímskirkju í Reykjavík og hefur skrifað mikið um trúmál og menningarmál, er boðinn velkominn til Suðurnesja ásamt Listvinafélagi Hall- grímskirkju, en formaður þess er dr. Þór Jakobsson, sonur hans. Höfundur er sóknarprestur í Keflavík. STÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 2. júní á HÓTEL ÍSLANDI og hefst kl. 19. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru velkomnir og hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands miðvikud. 31. maí og fimtud. 1. júní kl. 16-19 báða dagana. Einnig verða miðar seldir í anddyri Háskólabíós að lokinni útskrift nemenda, sem hefst kl. 14, fimtud. 1. júní. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin. HÉÐSNN Stórás 6 Sími 52000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.