Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 25

Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 25 Tékkóslóvakía: Dubcek segir róttækar umbætur pólitíska nauðsyn Vín. Reuter. ALEXANDER Dubcek, fyrrum leiðtogi tékkneska koininúnistaflokks- ins, hefur sent valdhöfum þar í landi bréf þar sem hann hvetur til þess að gerðar verði róttækar breytingar í umbótaátt í anda steftiu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Að öðrum kosti muni áhrif Kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu dvína enn meir en orðið er. Alexander Dubcek eftir að hafa tekið við heiðursnafiibót háskóla á Ítalíu á síðasta ári. Reuter Bologna- Sjónarmið þessi koma fram í bréfi er Dubcek sendi miðstjórn komrpúni- staflokksins þann 23. júní og hefur nú borist í hendur brottfluttra Tékka í Vínarborg. Dubcek, sem bolað var frá völdum í kjölfar innrásar herafla Sovétmanna árið 1968, hvetur og til þess að saga Tékkóslóvakíu og þar með innrásin verði endurskoðuð og að teknar verði upp viðræður við andstæðinga kommúnista í landinu. Lausnina á vanda flokksforyst- unnar telur hann vera þá að fylgt verði fordæmi Sovétmanna og inn- leiddar breytingar í ætt við þær sem Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur beitt sér fyrir í nafni perestrojku og glasn- osts. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu hafa að undanförnu slakað örlítið á klónni á vettvangi efnahagsmála en á hinn bóginn hefur umbótum á stjórn- málasviðinu verið hafnað með öllu. „Orsök þeirrar kreppu sem gripið hefur um sig i þjóðfélagi voru og innan flokksins er pólitísk í eðli sínu og það er lausn hennar einnig," seg- ir Dubcek í bréfi sínu. í júlímánuði höfnuðu yfirvöld í Tékkóslóvakíu beiðni Dubceks um vegabréfsáritun til Spánar en þar hugðist hann sitja ráðstefnu. Síðast var honum hleypt úr landi í nóvem- ber á síðasta ári er hann hélt til ítal- íu þar sem gagnrýndi forustusveit tékknskra kommúnista harðlega. Kosovo: Yfirvöld ótt- ast þjóðern- isróstur Belgrað. Reuter. NOKKUR hundruð námumenn af albönskum uppruna efiidu til verk- falls í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í Júgóslavíu í gær, annan daginn í röð. Yfirvöldum tókst þó að sjá til þess að verkfóllin ein- skorðuðust við eitt fyrirtæki í bænum Titova Mitrovica. U.þ.b. 700 manns, þar á meðal verkstjórar, lögðu niður vinnu í Trep- ca-námunni sem er um 200 km fyrir sunnan Belgrað. Þar eru mestu zink- og blýnámur Júgóslavíu. Trepca er stærsta fyrirtæki Kosovo með um 20.000 menn í vinnu. Næturvaktin sem starfa átti aðfaranótt miðviku- dags mætti heldur ekki til starfa. Fregnir herma hins vegar að tekist hafi að fá námamenn til að mæta til vinnu síðdegis í gær. Eru þetta mestu vinnudeilur í Júgóslavíu svo mánuðum skiptir eða síðan Serbíu- stjórn voru fengin yfirráð yfir Kosovo í vor. Námumenn efndu til verkfallsins vegna þess að þeir hafa enn ekki fengið greidd laun fyrir júnímánuð. Trepca á í miklum rekstrarerfiðleik- um eins og flest fyrirtæki í 'Kosovo. Verðbólgan hefur komið illa niður á fyrirtækinu en hún er nú komin yfir 600% í Júgóslavíu. Yfirvöld hafa lof- að því að kaupið verði greitt innan tíðar og vara námumenn við því að láta verkfallið breytast í þjóðernisr- óstur. Blomberq þvottavélar Úrvalsvestur- þýskar þvottavélar. 5 gerðir - hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚNI28, SÍM116996. LolA 4 stoppar vlA dymar Við eigum til nokkra MAZDA og LANCIA bíla árgerð 1989, sem við seljum í dag og næstu daga á sérstöku verði til að rýma til fyrir 1990 árgerðunum, sem eru væntanlegar í haust. Dæmi um verð: Fullt verð Verð nú Þú sparar MAZDA 323 3 dyra LX 1.3L 5 gíra Super sport 727.000 662.000 65.000 MAZDA 323 3 dyra GLX 1.51 sj.sk. vökvast. Super Special i 856.000 757.000 99.000 MAZDA 323 5 dyra LX 1.3L sj.sk. Super Special 801.000 718.000 83.000 MAZDA 323 4 dyra GLX 1.5L sj.sk. vökvast. Super Special 929.000 827.000 102.000 MAZDA 323 3 dyra GTi 1.6i 5 gíra m/vökvast./álfel gu m/vi ndsk. 1.049.000 927.000 122.000 MAZDA 323 4 dyra TURBO 5 gíra 150 hö. m/vökvast./álfegum/vindsk. 1.236.000 1.093.000 143.000 MAZDA 626 4 dyra GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.198.000 1.103.000 95.000 MAZDA 626 5 dyra Station GLX 2.0L m/sj.sk./vökvast. 1.300.000 1.181.000 119.000 MAZDA 626 2 dyra Coupe GLX 2.0L 5 gíra/vökvast. 1.150.000 1.026.000 124.000 MAZDA 626 2 dyra Coupe GTi 2.0L 148 hö. m/vökvast./álfelgum/vindsk. 1.415.000 1.270.000 145.000 MAZDA 929 4 dyra GLX 2.2L m/sj.sk./vökvast. 1.550.000 1.357.000 193.000 LANCIA SKUTLA Deluxe (’88 árg.) 501.000 416.000 85.000 LANCIA SKUTLA „FILA“ (’88 árg.) 515.000 425.000 86.000 Greiðslukjör viö allra hæfi — Lánstími allt upp í 2Vi ár! Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl strax, því aðeins er um tak- markað magn að ræða! BlLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.