Morgunblaðið - 09.12.1989, Side 33

Morgunblaðið - 09.12.1989, Side 33
, MQRGU^PLAPIÐ .LAUGARDA^UR, 9. DESEMBER ,1989 Reuter Palestínumenn mótmæla við skrifstofur Arababandalagsins í Nýju Delhí, höfiiðborg Indlands. Tvö ár síðan uppreisn Palestínumanna hófet: Mikill viðbúnaður ísraelska hersins Nahalin, Vcsturbakkanum. Reuter. Daiiy Telegraph. ÍSRAELSKI herinn er í viðbragðsstöðu vegna þess að í dag, laugar- dag, eru tvö ár síðan intifada, uppreisn Palestínumanna á hemumdu svæðunum, hófst. Útgöngubann er í gildi á Gaza-svæðinu og víða á Vesturbakkanum. Hermenn hafa fengið fyrirskipanir um að brjóta á bak aftur öll mótmæli. í tvo daga hefur útgöngubann verið í gildi á Gaza-svæðinu þar sem búa 650.000 manns. Að sögn íbúa þar sjást engir á götum úti nema hermenn og lögregla. Allt tiltækt lið lögreglunnar hefur verið kvatt út til að koma í veg fyrir mótmæli. Síðan uppreisnin hófst 9. desem- ber 1987 hafa 740 Palestínumenn fallið og 42 ísraelar. Samkvæmt tölum Israelshers hafa 8.000 Pa- lestínumenn og 2.350 ísraelar særst. Heimili 250 palestínskra fjölskyldna hafa verið sprengd í loft upp og 9.000 Palestínumenn eru í fangelsi. ísraelsk stjómvöld féllust á það í gær að Moshe Arens utanríkisráð- herra færi til Washington til fundar við starfsbræður sína frá Egypta- landi og Bandaríkjunum. Er ætlunin að reyna að koma á friðarviðræðum milli Palestínumanna og ísraela í Kaíró. Egyptar hafa komið fram sem fulltrúar Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Leiðtogaráð EB: Kohl segir V-Þjóðverja ekki heimta land í austri Strassborg. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttantara Morgunblaðsms. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, fullvissaði leiðtoga ann- arra ríkja Evrópubandalagsins (EB) um það á fiindi þeirra hér í gær, að ríkisstjórn lands síns hefði ekki þá stefiiu að breyta ætti austurlanda- mærum Austur-Þýskalands gagnvart Póllandi. Á fyrri degi fiindar síns ræddu leiðtogarnir um þróun mála í Austur-Evrópu. Tillögur um breytingar á Rómar- sáttmálanum tengjast hugmyndun- um um myntbandalag EB-ríkjanna og sameiginlegan seðlabanka. Sátt- málanum verður ekki breytt nema kölluð sé saman sérstök ráðstefna ríkisstjórnanna og á hún að hefjast í desember á næsta ári. Er talið fullvíst að mörg ár líði, þar til þessar tillögur komist til framkvæmda verði þær samþykktar á ráðstefnunni. Á fundi sínum í gærkvöldi sam- þykktu leiðtogamir sáttmála um fé- lagsleg réttindi innán EB en það er sérstakt baráttumál verkalýðshreyf- ingarinnar. 11 voru með sáttmálan- um en einn á móti; Margaret Thatch- er, forsætisráðherra Breta. í umræðum um hugsanlega sam- einingu þýsku ríkjanna lögðu leið- togarnir áherslu á sjálfsákvörðunar- rétt þýsku þjóðarinnar og vísuðu jafnframt til Helsinki-samþykktar- innar um friðhelgi landamæra. Sagði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, að það væri ekki stefna stjóm- ar sinnar að endurheimta þýsk land- svæði í Póllandi. fesJK&' öHum KAUPSTADUR A4IKUG4RDUR ÍMJÖDD OG EDDUFELU MARKAÐUR VIÐSUND ■ VESTURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI r r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.