Morgunblaðið - 12.12.1989, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.12.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBgR 1989 33 Samstarfsverkefiii íslenska og eþíópíska Rauða krossins: Aukið sjálfstæði og frum- kvæði helsta markmiðið - segir Jónas Valdimarsson sem sinnt hefur sjálfboðaliðastörfiim í Eþíópíu RÚMT ár er nú liðið frá því að fyrsta sjálfstæða sarastarfsverkefiii Rauða kross íslands og Eþíópíu var hrundið af stað í Gojjam-héraði í Eþíópíu. Markmið þessa verkefnis er einkum það að efla sjálfstæði eþíópíska Rauða krossins í þessu stríðshrjáða landi en segja má að borgarastyrjöld hafi geisað þar undanfarin 15 í ár eftir að herinn tók öll völd í sínar hendur. Tveir íslenskir sjálfboðaliðar starfa að jaftiaði í Gojjam og var annar þeirra, Jónas Valdimarsson, tekinn tali er hann var hér á landi á dögunuin. í kjölfar mikilla mannabreytinga innan eþíópíska Rauða krossins hefur verið ákveðið að endurskoða verkefni þetta en vonir standa til að unnt verði að halda því áfram eftir jól. Gojjam-hérað er á stærð við ísiand og þar búa um þrjár milljónir manna. Samstarfsverkefnið er til þriggja ára en sjálfboðaliðarnir hafa aðsetur í bæ er nefnist BahirDar í Gojjam. Fólkið sem þar býr er flest af ætt- bálki Amhara en amharíska er ríki- stunga Eþíópíu. „Markmiðið er einkum það að styrkja deild eþíópíska Rauða kross- ins í Gojjam og gera hana óháða erlendri aðstoð, “ sagði Jónas Valdi- marsson en hann hélt til Eþíópíu í janúar á þessu ári. í júnímánuði hélt Helena Jónsdóttir þangað til starfa en á undan þeim voru þau Steindór Erlingsson og Sigríður K. Sverris- dóttir við sjálfboðaliðastörf á þessum slóðum. Jónas sagði að skipta mætti verk- efni þessu í þrennt. „Til að styrkja sjálfstæði Rauða krossdeildarinnar höfum við leitað leiða til að tryggja henni tekjur. Því erum við að koma í gang fiskveiðiverkefni við vatn sem heitir Tana og er stærsta vatn Eþíópíu. Þarna er mikið af fiski en hann er lítið nýttur. Verkefnið verður rekið af eþíópíska Rauða krossinum á staðnum og er hugmyndin sú að ágóðinn af fisksölunni renni til þess- arar deildar til að hún geti fjármagn- að starfsemi sína,“ sagði Jónas og bæti við að þetta myndi einnig auka atvinnutækifæri á þessum slóðum og framboð á fiski í héraðinu sem myndi koma sér vel fyrir fátækari íbúa þess. Hugsanlegt væri að fisk- urinn yrði fluttur til höfuðborgarinn- ar, Addis Ababa, og seldur þar. Jónas sagði að í öðru lagi væri verkefnið fólgið í því að vernda vatnsuppsprettur sem kæmu fram á milli berg- og sandlaga en skortur á hreinu vatni er almennur í þessu héraði Eþíópíu og hreinlæti lítt sinnt. „Við smíðum kassa utan um lindirn- ar í samráði við bænduma á staðnum til að vernda uppspretturnar fyrir umhverfismengun t.d. ágangi fólks og dýra. Bændurnir vinna að þessu með okkur og þannig gera þeir sér grein fyrir mikilvægi þess að drykkj- arvatn sé ómengað og líta á lindimar sem sína eign. Samfara lindaverndun er reynt að fræða bændurna um í samstarfsverkefninu er lögð áhersla á að vernda ferskvatnsupp- sprettur fyrir mengun og ágangi dýra og manna. A myndinni er Jónas Valdimarsson fyrir miðju ásamt bændum í Gojjam-héraði og verkfræðingi sem veitt hefur ráð varðandi verndun vatnsbóla og hannað hefiir kassa sem komið er upp umhverfls lindirnar í þessu skyni. Jónas Valdimarsson frumheilsugæslu með sérstakri áherslu á mikilvægi þess að drekka hreint vatn. Þess má geta að marga sjúkdóma þar um slóðir má rekja til neyslu mengaðs vatns." I þriðja lagi kvað Jónas starfið snúast um sam- starf við ungliðahreyfingu Rauða krossins í héraðinu og þó einkum í BahirDar. Væri m.a. áhersla lögð á að þjálfa sjálfboðaliða í sjúkraliða- störfum á sjúkrahúsi BahirDar. Þá stæði ennfremur til að hefja rekstur saumastofu þar en atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks, er alvar- legt vandamál í héraðinu. ( Fiskþurrkunin í Dýrafirði 1855: Áhugi Frakka búinn þegar neitun Islendinga barst I rúm 130 ár hafa íslendingar skrifað og deilt um Dýrafjarðarmál- ið svonefhda, þ.e. þegar Frakkar fóru á árinu 1855 fram á að fá að setja upp fiskþurrkunarstöð á Þingeyri við Dýrafjörð. Þetta olli gífurlegum æsingi og deilum á Alþingi og meðal Islendinga heima og í Kaupmannahöfn. Beiðninni var að lokum hafnað, en fram á þennan dag hafa menn verið að íjalla um málið. í nýútkominni bók Elínar Pálmadóttur um frönsku Islandssjómennina, Fransí biskví, kemur fram að þrátt fyrir allt hefúr botninn í málinu hingað til verið suður í Borgarfirði eða suður í Dunkerque, eins og hún orðar það, þar sem franskir útgerðarmenn áttu upptökin að þessari beiðni, í kjölfar mikilla sjóslysa o.fl. I bókinni kemur fram að þeir voru aftur búnir að missa áhugann vel áður en deilum hér linnti og neit- un barst frá Islandi. Samkvæmt heimildum Elínar virð- ast áhyggjur íslendinga út af ásælni stórveldisins hafa verið að mestu óþarfar , enda telur Henri du Rin, aðalsagnritari Flandrar- anna um íslandsveiðamar, að út- gerðarmenn hefðu hvort sem er ekki nýtt sér það þótt leyfi hefði 1 fengist. A íslandi hefst málið með bréfi, sem Barlatier-Dumas skipherra á eftirlitskipinu, sem fylgdi franska fiskiflotanum, skrifaði um borð í skipi sínu í Reykjavíkurhöfn sum- arið 1855 og sendi inn á Aiþingi, að eigin frumkvæði, en útgerðar- mennirnir í Dunkerque höfðu beðið hann um að kanna málið. Enda er það ekki fyrr en að aflokinni þeirri vertíð um haustið að málið er tekið upp við stjórnvöld í Frakklandi eft- ir diplomatískum leiðum gegn um Danmörku. Deilurnar á íslandi byggjast á forsendum og rökum skipherrans í þessu bréfi og óform- legu spjalli hans við Trampe greifa, sem skrifar til Danmerkur. Á því byggðust tölur, sem héldu áfram að hækka í umræðunni upp í 400 fiskiskip eða jafnvel 800 og 10 þúsund manna byggð við fisk- þurrkunarstöðina. Skip Frakka voru það ár þó ekki nema 101 við landið og segir Elín að hvergi finn- ist staðfesting á þessum tölum eða nokkrar áætlanir yfirleitt af Frak- kanna hálfu um umfang stöðvar- innar, enda fjarri raunveruleikan- um og rökin í bréfi skipherrans hans eigin. Meðan málið er enn í diplo- matískum farvegi og íslendingar deila sem harðast á íslandi og í Kaupmannahöfn, fá útgerðar- mennimir í Dunkerque haustið 1856 skýrslu, sem sýnir að ef þeir taki upp fiskverkun í landi á ís- landi, eins og franskir þorskveiði- menn gera á Nýfundnalandi, þá verði þeir að breyta sínum veiðiað- ferðum. Það eru þeir ekki tilbúnir til að gera, utan einn sem er reiðu- búinn til að gera tilraun. Við Ný- fundnaland veiddu Frakkar þorsk með því að senda 10-15 smábáta út frá þriggja mastra skonnortum og fóru svo með aflann í land til verkunar. En á íslandi höfðu þeir þróað upp tveggja mastra íslands- gólettur, þar sem fiskimennimir drógu fisk frá borði og verkuðu aflann um borð og höfðu allt með sér í'skipunum til sex mánaða vert- íðar. Áhugi frönsku útgej>ðarmann- anna er því horfinn meðan harðar deilur eru enn í fullum gangi með- al íslendinga, en neikvætt svar barst loks frá Danmörku 1859, eftir að alþingi íslendinga hafði hafnað beiðninni. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjörður: Rafbær sf., Aðalgötu 34. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu Furuvöllum 1. • Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.