Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 38

Morgunblaðið - 12.12.1989, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Þyngsta skattbyrð- in - mestur fjár- lagahallinn Ahaustdpgum síðastliðins árs lagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, fram „tímamótafrumvarp" til fjárlaga fyrir árið 1989. „Tíma: mótin“ vóru af tvennum toga. í fyrsta lagi var fjárlagadæmið byggt á u.þ.b. 7.000 m.kr. nýrri skattheimtu. I annan stað batt það, í orði kveðnu, enda á halla- rekstur ríkissjóðs. Frumvarpið, eins og fjármálaráðherra lagði það fram, stóð til 1.200 m.kr. tekjuafgangs árið 1989. í með- förum þingsins lækkaði þessi tekjuafgangur í 630 m.kr. Framkvæmdavaldið fékk síðan fjárlögin í hendur, bæði til eftirbreytni í ríkisbúskapnum og sem stjórntæki í efnahags- málum. Þjóðin þekkir framhald- ið. Forsendur fjárlaganna í verð- lags-, launa- og gengismálum entust ekki nema fyrsta árs- fjórðunginn í höndum lands- feðra. Nú er talað um 5.000 m.kr. halla ríkissjóðs þetta árið. Það skakkar hvorki meira né minna en sex milljörðum króna á fjárlagadæminu frá framlögðu frumvarpi til líklegrar niður- stöðu. Veldur hver á heldur seg- ir máltækið. Ragnar Amalds, fyrmm fjár- málaráðherra, komst svo að orði í þingræðu í októbermánuði síðastliðnum: „Það loga eldar í íslenzku efnahagslífi sem birtast í gjald- þrotum, atvinnuleysi, lágum launum, halla á ríkissjóði og því að landsbyggðinni blæðir.“ Þrátt fyrir þessa stöðu mála standa áform ríkisstjórnarinnar til stórfelldra skattahækkana á komandi ári, raunar til meiri skattheimtu á fólk og fyrirtæki en nokkm sinni fyrr. Fjárlaga- frumvarp fyrir komandi ár tíund- ar engu að síður 3.000 m.kr. halla. Það eitt út af fyrir sig sýnir að fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin hafa gefizt upp við að ná jafnvægi í fjármálum ríkis- ins. Sterkar líkur standa þar að auki til þess að ýmsir útgjalda- þættir séu stórlega vanáætlaðir. Kunnugir aðilar fjárlagadæminu tala jafnvel um 5.000—10.000 m.kr. ríkissjóðshalla árið 1990. Það segir sitt um stjórn ríkis- fjármála að lagt hefur verið fram frumvarp til breytinga á láns- fjárlögum 1989, sem eykur lán- tökuheimildir ríkisins, hérlendis og erlendis, um sjö milljarða króna, þar af innlendar lántökur um sex milljarða. Ríkissjóðshall- inn og tilheyrandi ásókn ríkisins á innlendan lánsfjármarkað stuðlar öðm fremur að háu vaxtastigi. Þá er það dæmigert fyrir fjármálastjórnina að stefnt sýnist samtímis í mesta fjárlaga- halla og mestu skattheimtu ís- landssögunnar á komandi fjár- lagaári. Arið 1990 verður þriðja sam- dráttarárið, í röð í þjóðarbú- skapnum. Ríkisbúskapurinn hef- ur ekki dregið saman segl í sama mæli og atvinnulífið og almenn- ingur hafa neyðst til. Störfum á hinum almenna vinnumarkaði fækkaði um 7.500 frá árinu 1987 talið vegna samdráttar- áhrifa. Á sama tíma fjölgaði störfum hjá hinu opinbera um 2.800. Þessar tölur sýna ótví- rætt. að ríkisvaldið gerir ekki sömu kröfur til sjálfs sín og fyrir- tækja og heimila. Þvert á móti eykur ríkisstjórnin skattheimt- una, ríkisumsvifin og ríkissjóðs- hallann. Mál er að linni. Við ríkjandi aðstæður verður að skera niður ríkisútgjöldin og skapa atvinnulífinu skilyrði til að færa út kvíar og stækka skiptahlutinn á þjóðarskútunni. Síðbúin stjórnar- frumvörp Síðastliðið föstudagskvöld varð fundarfall í neðri deild Alþingis vegna fjarveru þing- manna. Þetta atvik Ieiðir hugann að verkstjórn og vinnulagi þings- ins, en í þeim efnum sýnist pott- ur brotinn. í fyrsta lagi koma ýmis mikilvæg stjórnarfrumvörp ekki nægilega vel undirbúin til þingsins. í annan stað koma sum mikilvæg stjórnarfrumvörp, sem afgreiða þarf fyrir tiltekinn tíma, of seint í hendur Alþingis. Ónóg- ur tími þrengir að vönduðum vinnubrögðum. í þriðja lagi skortir á það, nú sem áður, að stjómarfrumvörpum sé dreift betur á starfstíma þingsins, til að nýta hann og starfskrafta þess sem bezt. Ástæða þessa er trúlega eink- um sú hve illa gengur að ná samstöðu í fjölflokkaríkisstjórn- um. Vinnuiag af þessu tagi er ekki ný bóla. Það er hinsvegar með versta móti nú. + Sámeining þýsku ríkjanna í brennidepli: Reuter Sendiherrar þriggja fjórveldanna í Vestur-Þýskalandi fyrir fundinn í Vestur-Berlín í gær. Frá vinstri: Serge Boidevaix frá Frakklandi, Vernon Walters frá Bandaríkjunum og Sir Christopher Mallaby frá Bret- landi. Fulltrúar fjórveklauna ræða framtíð Berlínar Vestur-Berlín. Reuter. SENDIHERRAR fjórveldanna hittust í gær í Vestur-Berlín í fyrsta sinn í 18 ár til þess að ræða um framtíð borgarinnar. í yfirlýsingu sem gefin var út í fundarlok sagði að sendiherrarnir hefðu skipst á skoðunum um framtíð borgarinnar á grundvelli hugmynda sem Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefði sett fram 1987. Hefði sovéski sendiherrann lýst sig fylgjandi þeim. Fundur sendiherra Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna, Breta og Frakka, stóð í hálfa þfiðju stund og að honum loknum sögðu sendi- herrarnir frekari fundi á döfinni. Hugmyndir þær sem Reagan setti fram um framtíð Beriínar 1987 gera ráð fyrir því að borgin verði eins konar vegamót í alþjóðasam- göngum. Yrði borgin í alfaraleið og miðstöð samskipta austurs og vest- urs. Þar myndu þýsku ríkin innan skamms halda Olympíuleikina sam- an. Sovétmenn sýndu hugmyndum Reagans í fyrstu takmarkaðan' áhuga en með því að Berlínarmúr- inn er hruninn og bættri sambúð stórveldanna hafa þeir brejdt um stefnu og nú óskað eftir viðræðum um framtíð borgarinnar. Sendiherrarnir neituðu að svara spurningum fréttamanna í fundar- lok. Helmut Kohl, kansari Vestur- Þýskalands, fagnaði fjórveldafund- inum í gæf og sagði hann stórt skref fram á við. Síðasti fundur sendiherranna var haldinn 1971 er samið var um réttindi og skyldur fjórveldanna í Berlín, sem skipt var niður í fjögur yfirráðasvæði eftir stríð. Séð yfir Austurvöll eftir að ljósin á jólatrénu voru kveikt. Jólaljós tendruð á Aus KVEIKT var á ljósum jólatrésins á Austurvelli í blíðskaparveðrinu á sunnudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Jólatréð er gjöf Ósló- borgar til Reykvíkinga. Eftir stutt ávörp Davíðs Odds- sonar, borgarstjóra í Reykjavík, og Per Aasens, sendiherra Noregs á íslandi, var viðstöddum skemmt með kórsöng og lúðrablæstri. Þá skemmtu jólasveinar ungum sem öldnum með glensi og söng. Lögreglan í Reykjavík segir að injög erfitt sé að áætla hve margir voru á Austurvelli við þetta tæki- færi, þar sem svo stór hluti gesta hafi verið börn. Þegar flest var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.