Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 44

Morgunblaðið - 12.12.1989, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 12. DESEMBER 1989 Plasteinangrun hf. leitar heimildar til nauðasamninga FIMM mánaða greiðslustöðvun Plasteinangrunar hf. rann út á sunnudag. Síðdegis á fostudag í fyrri viku var lögð inn til skiptaráðanda bæjarfógetaemb- ættisins á Akureyri beiðni um heimild til að leita nauðasamn- inga við kröfiihafa. Skiptaráðandi, Arnar Sigfússon skoðaði gögn frá fyrirtækinu í gær og sagðist hann búast við að niður- staða lægi fyrir í málinu lægi fyr- ir í dag, en þó væri ekki að fullu ljóst hvort hann myndi óska eftir frekari gögnum varðandi stöðu og efnahag fyrirtækisins. Fari svo að úrskurður skiptaráð- anda verði á þá leið að Plastein- angrun verði veitt heimild til að leita nauðasamninga, verður gefin út innköllun þar sem væntanlegir kröfuhafar gefa sig fram og í framhaldi af því verður boðað til fundar með þeim þar sem endan- lega verða greidd um það atkvæði hvort þessi leið verðuí' samþykkt eða ekki. * A142 km hraða í kolniðamyrkri LÖGREGLAN á Akureyri stóð ökumann að akstri á 142 kíló- metra hraða á Eyjafjarðarbraut neðan við Kristneshæli aðfara- nótt laugardagsins. Að sögn lögreglunnar var maðurinn sviptur ökuleyfinu þegar í stað. Kolniðamyrkur var þegar maðurinn var tekinn, en gott færi mun hafa freistað hans. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólaljósin tendruð Ljós voru kveikt á jólatré sem vinabær Akureyrar, Randes í Dan- mörku, sendi Akureyringum að gjöf á laugardaginn. Við athöfn á torginu spilaði Blásarasveit Tónlistarskólans jólalög, og flutt voru ávörp þar sem Randesbúum voru færðar þakkir fyrir gjöfina, en þetta er í annað sinn sem Akureyringum berst jólaté að gjöf þaðan. Þá voru sungnir jólasöngvar og þeir Kertasníkir, Hurðaskellir og Kjötkrókur komu í heimsókn og tóku lagið með Helenu Eyjólfs söngkonu. Að lokum var gengið í kringum jólatréð, en fjölmargir lögðu leið sína í miðbæ Akureyrar á laugardaginn í blíðskaparveðri. Helgi magri og Þórunn hyma í þriggja ára „afVötnun“ Tilboð borist frá Englandi um að steypa styttuna í brons UM ÞESSAR mundir eru þrjú ár liðin frá því styttan af Helga Sex bílar skemmdir ALLS var tilkynnt um skemmd- ir á sex bílum til rann&óknarlög- reglunnar á Akureyri um helg- ina, en svo virðist sem sömu aðilar hafi verið að verki í öllum tilvikunum. Sparkað var í afturhurð bíls sem stóð við Skipagötu og hún skemmd, þá var framrúða brotin í bifreið sem stóð við Smiðjuna og grjótgrind var einnig beygluð. Framrúða var brotin í bifreið sem stóð við Hótel KEA, útvarpsstöng brotin, sem og stefnuljós og húdd- ið dældað. Brotin var rúða í bíl sem stóð við Akureyrarkirkju, hliðarspeglar brotnir og bifreiðin öll rispuð. Við Eyralandsveg varð enn einn bíllin á vegi skemmdarvarga og var brotin í honum framrúða. Loks var gler í speglum bifreiðar sem stóð við Laugagötu brotið. Á fimmtudag var ráðist að bif- reið sem stóð við íþróttahús Gler- árskóla og hún öll rispuð með eggjárni. Þar var um að ræða nýja bifreið. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri biður þá aðila sem kynnu að hafa orðið varir við óeðlilega mannaferðir á þessum stöðum aðfaranótt sunnudags að hafa samband, en málið er óupplýst. magra og Þórunni hyrnu var tek- in niður af Miðhúsaklöppum og færð í kyndistöð Hitaveitu Akur- eyrar. Styttan var orðin mjög illa farin, gegnblaut og sprungin. Fyrr á þessu ári var leitað eftir tilboði frá aðilum í Englandi um viðgerð á styttunni og hefur það nú bor- ist, en reiknað er með að um 2,5 milljónir kosti að steypa styttuna í brons, auk annars sem með þarf. Það var Jónas S. Jakobsson myndhöggvari sem gerði styttuna árið 1956 og vann hann að gerð hennar í sundlaugarbyggingunni á Akureyri sem þá var í byggingu. Styttan er mótuð úr leir og af henni tekið gifsmót sem síðan var steypt í steinsteypu. Jónas var á iaunum hjá Akureyrarbæ í nokkur ár og gerð á þeim tíma nokkrar styttur sem prýða bæinn. Styttunni af Helga magra og Þórunni hyrnu, þeim sem fyrst byggðu Eyjafjörð, var komið fyrir á Miðhúsaklöppum á Akureyri þar sem þau stóðu um þijátíu ára skeið. Styttan er afar illa farin, var mikið sprungin og gegnblaut er henni var komið fyrir í „afvötnun“ eins og það hefur verið kallað í kyndistöð hitaveitunnar. Fyrr á þessu ári var leitað eftir tilboði frá Englandi í að gera upp styttuna og sagði Ingólfur Ármannsson menn- ingarfulltrúi að gert væri ráð fyrir að kostnaður við það að steypa styttuna í brons auk annars nemi um 2,5 milljónum króna og mun verða leitað eftir því fé af fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Ingólfur reiknaði með að um hálft ár tæki frá því ákvörðun um viðgerð er tekin og þar til unnt yrði að setja hana upp. Morgunblaöio/Kunar Por Styttan af frumbyggjum Eyjafjarðar, Helga magra og Þórunni hyrnu hefúr um þriggja ára skeið verið í „afvötnun" hjá kyndistöð Hita- veitu Akureyrar, en styttan var afar illa farin og gegnblaut er hún var tekin niður af Miðhúsklöppum. Tilboð hefúr borist frá Englandi um að steypa styttuna í brons, en það er háð fjárveitingum næsta árs hvort af því verður. Fiskihöftiin: Austurbakki tekinn formlega í notkun FISKIHÖFNIN var formlega tekin í notkun við athöfii á laug- ardaginn, en á þessu ári eru 100 liðin frá því fyrsta höfnin á veg- um Haiharsjóðs Akureyrar var tekin í notkun. Framkvæmdir hafa staðið yfir Irá sumrinu 1987 og nemur heildarkostnað- ur vegna framkvæmdanna 108,6 milljónum króna miðað við síðustu mánaðamót. Við athöfh- ina var formönnum Slysavarna- félags kvenna og Sjóbjörgunar- sveit SVFI á Akureyri aflientar 100 þúsund krónur að gjöf frá Hafiiarsjóði. Hrímbakur, togari Útgerðarfélags Akureyringa, sigldi fánum prýddur að bryggju. Gunnar Arason for- maður hafharnefndar afhenti Guðmundi Sigurbjörnssyni hafnarstjóra táknrænan lykil að Fiskihöfninni, í líki fisks, en sá hluti hennar sem tekin var I notkun fékk nafiiið Austur- bakki. Þá gerði hafnarstjóri grein fyrir framkvæmdum við höfyiina. Á þessu ári var steyptur 210 metra kantur ofan á stálþil, reist voru fjögur masturshús fyrir ljós- amöstur, en þar eru einnig raf- magnstöflur og vatnsinntök. Snjó- bræðslukerfi var lagt í 10 metra breitt svæði meðfram viðlegukant- inum, sem er 180 metra langur, síðan var steypt 15 metra breið þekja, eða alls um 2700 fermetrar. Utan á stálþilinu eru stigar með 15 metra millibili og er þeir upplýst- ir, en þessi lýsing ásamt snjó- bræðslukerfinu er nýjung í hafnar- gerð á Akureyri. Heildardýpkun hafnarinnar er orðin um 60 þúsund rúmmetrar. Frárennslis- og niðurfallslagnir voru lagðar í haust í svæðið austan masturshúsanna, en næsta sumar er gert ráð fyrir að setja á það bundið slitlag. „Þetta er aðeins fyrsti áfangi í Morgunblaðið/Rúnar Þór Austurbakki Fiskihaftiarinnar á Akureyri var formlega tekinn í notk- un við athöfn á laugardaginn, en þá lagðist Hrímbakur, togari Út- gerðarfélags Akureyringa, fánum prýddur að bryggjunni. Á mynd- inni eru hafnarstjórnarmennirnir Sigurður Oddsson og Hilmir Helga- son, Guðmundur Sigurbjörnsson hafharstjóri, Gunnar Arason formað- ur hafharstjórnar, Vilhelm Þorsteinsson og Einar Sveinn Ólafsson í hafnarstjórn. byggingu Fiskihafnarinnar, en síðari áfangar fela m.a. í sér tæp- lega 200 metra viðlegukant að vest- anverðri höfninni og hugsanlega allt að 130 metra viðlegukant að sunnanverðu, en þá er gert ráð fyr- ir að gömlu verbúðirnar við smá- bátadokkina víki og flytjist út í Sandgerðisbót,“ sagði Guðmundur. Á næsta ári verður áhersla lögð á að leggja bundið slitlag á hafnar- svæðið og fegra umhverfið, einnig er gert ráð fyrir að byggja 70 metra viðlegukant norðan gömlu Sverris- bryggjunnar, en þegar hann verður tilbúin mun öll vöruafgreiðsla flytj- ast af athafnarsvæði Fiskihafnar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.