Morgunblaðið - 12.12.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.12.1989, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 12. DESEMBER 1989 Plasteinangrun hf. leitar heimildar til nauðasamninga FIMM mánaða greiðslustöðvun Plasteinangrunar hf. rann út á sunnudag. Síðdegis á fostudag í fyrri viku var lögð inn til skiptaráðanda bæjarfógetaemb- ættisins á Akureyri beiðni um heimild til að leita nauðasamn- inga við kröfiihafa. Skiptaráðandi, Arnar Sigfússon skoðaði gögn frá fyrirtækinu í gær og sagðist hann búast við að niður- staða lægi fyrir í málinu lægi fyr- ir í dag, en þó væri ekki að fullu ljóst hvort hann myndi óska eftir frekari gögnum varðandi stöðu og efnahag fyrirtækisins. Fari svo að úrskurður skiptaráð- anda verði á þá leið að Plastein- angrun verði veitt heimild til að leita nauðasamninga, verður gefin út innköllun þar sem væntanlegir kröfuhafar gefa sig fram og í framhaldi af því verður boðað til fundar með þeim þar sem endan- lega verða greidd um það atkvæði hvort þessi leið verðuí' samþykkt eða ekki. * A142 km hraða í kolniðamyrkri LÖGREGLAN á Akureyri stóð ökumann að akstri á 142 kíló- metra hraða á Eyjafjarðarbraut neðan við Kristneshæli aðfara- nótt laugardagsins. Að sögn lögreglunnar var maðurinn sviptur ökuleyfinu þegar í stað. Kolniðamyrkur var þegar maðurinn var tekinn, en gott færi mun hafa freistað hans. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jólaljósin tendruð Ljós voru kveikt á jólatré sem vinabær Akureyrar, Randes í Dan- mörku, sendi Akureyringum að gjöf á laugardaginn. Við athöfn á torginu spilaði Blásarasveit Tónlistarskólans jólalög, og flutt voru ávörp þar sem Randesbúum voru færðar þakkir fyrir gjöfina, en þetta er í annað sinn sem Akureyringum berst jólaté að gjöf þaðan. Þá voru sungnir jólasöngvar og þeir Kertasníkir, Hurðaskellir og Kjötkrókur komu í heimsókn og tóku lagið með Helenu Eyjólfs söngkonu. Að lokum var gengið í kringum jólatréð, en fjölmargir lögðu leið sína í miðbæ Akureyrar á laugardaginn í blíðskaparveðri. Helgi magri og Þórunn hyma í þriggja ára „afVötnun“ Tilboð borist frá Englandi um að steypa styttuna í brons UM ÞESSAR mundir eru þrjú ár liðin frá því styttan af Helga Sex bílar skemmdir ALLS var tilkynnt um skemmd- ir á sex bílum til rann&óknarlög- reglunnar á Akureyri um helg- ina, en svo virðist sem sömu aðilar hafi verið að verki í öllum tilvikunum. Sparkað var í afturhurð bíls sem stóð við Skipagötu og hún skemmd, þá var framrúða brotin í bifreið sem stóð við Smiðjuna og grjótgrind var einnig beygluð. Framrúða var brotin í bifreið sem stóð við Hótel KEA, útvarpsstöng brotin, sem og stefnuljós og húdd- ið dældað. Brotin var rúða í bíl sem stóð við Akureyrarkirkju, hliðarspeglar brotnir og bifreiðin öll rispuð. Við Eyralandsveg varð enn einn bíllin á vegi skemmdarvarga og var brotin í honum framrúða. Loks var gler í speglum bifreiðar sem stóð við Laugagötu brotið. Á fimmtudag var ráðist að bif- reið sem stóð við íþróttahús Gler- árskóla og hún öll rispuð með eggjárni. Þar var um að ræða nýja bifreið. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri biður þá aðila sem kynnu að hafa orðið varir við óeðlilega mannaferðir á þessum stöðum aðfaranótt sunnudags að hafa samband, en málið er óupplýst. magra og Þórunni hyrnu var tek- in niður af Miðhúsaklöppum og færð í kyndistöð Hitaveitu Akur- eyrar. Styttan var orðin mjög illa farin, gegnblaut og sprungin. Fyrr á þessu ári var leitað eftir tilboði frá aðilum í Englandi um viðgerð á styttunni og hefur það nú bor- ist, en reiknað er með að um 2,5 milljónir kosti að steypa styttuna í brons, auk annars sem með þarf. Það var Jónas S. Jakobsson myndhöggvari sem gerði styttuna árið 1956 og vann hann að gerð hennar í sundlaugarbyggingunni á Akureyri sem þá var í byggingu. Styttan er mótuð úr leir og af henni tekið gifsmót sem síðan var steypt í steinsteypu. Jónas var á iaunum hjá Akureyrarbæ í nokkur ár og gerð á þeim tíma nokkrar styttur sem prýða bæinn. Styttunni af Helga magra og Þórunni hyrnu, þeim sem fyrst byggðu Eyjafjörð, var komið fyrir á Miðhúsaklöppum á Akureyri þar sem þau stóðu um þijátíu ára skeið. Styttan er afar illa farin, var mikið sprungin og gegnblaut er henni var komið fyrir í „afvötnun“ eins og það hefur verið kallað í kyndistöð hitaveitunnar. Fyrr á þessu ári var leitað eftir tilboði frá Englandi í að gera upp styttuna og sagði Ingólfur Ármannsson menn- ingarfulltrúi að gert væri ráð fyrir að kostnaður við það að steypa styttuna í brons auk annars nemi um 2,5 milljónum króna og mun verða leitað eftir því fé af fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Ingólfur reiknaði með að um hálft ár tæki frá því ákvörðun um viðgerð er tekin og þar til unnt yrði að setja hana upp. Morgunblaöio/Kunar Por Styttan af frumbyggjum Eyjafjarðar, Helga magra og Þórunni hyrnu hefúr um þriggja ára skeið verið í „afvötnun" hjá kyndistöð Hita- veitu Akureyrar, en styttan var afar illa farin og gegnblaut er hún var tekin niður af Miðhúsklöppum. Tilboð hefúr borist frá Englandi um að steypa styttuna í brons, en það er háð fjárveitingum næsta árs hvort af því verður. Fiskihöftiin: Austurbakki tekinn formlega í notkun FISKIHÖFNIN var formlega tekin í notkun við athöfii á laug- ardaginn, en á þessu ári eru 100 liðin frá því fyrsta höfnin á veg- um Haiharsjóðs Akureyrar var tekin í notkun. Framkvæmdir hafa staðið yfir Irá sumrinu 1987 og nemur heildarkostnað- ur vegna framkvæmdanna 108,6 milljónum króna miðað við síðustu mánaðamót. Við athöfh- ina var formönnum Slysavarna- félags kvenna og Sjóbjörgunar- sveit SVFI á Akureyri aflientar 100 þúsund krónur að gjöf frá Hafiiarsjóði. Hrímbakur, togari Útgerðarfélags Akureyringa, sigldi fánum prýddur að bryggju. Gunnar Arason for- maður hafharnefndar afhenti Guðmundi Sigurbjörnssyni hafnarstjóra táknrænan lykil að Fiskihöfninni, í líki fisks, en sá hluti hennar sem tekin var I notkun fékk nafiiið Austur- bakki. Þá gerði hafnarstjóri grein fyrir framkvæmdum við höfyiina. Á þessu ári var steyptur 210 metra kantur ofan á stálþil, reist voru fjögur masturshús fyrir ljós- amöstur, en þar eru einnig raf- magnstöflur og vatnsinntök. Snjó- bræðslukerfi var lagt í 10 metra breitt svæði meðfram viðlegukant- inum, sem er 180 metra langur, síðan var steypt 15 metra breið þekja, eða alls um 2700 fermetrar. Utan á stálþilinu eru stigar með 15 metra millibili og er þeir upplýst- ir, en þessi lýsing ásamt snjó- bræðslukerfinu er nýjung í hafnar- gerð á Akureyri. Heildardýpkun hafnarinnar er orðin um 60 þúsund rúmmetrar. Frárennslis- og niðurfallslagnir voru lagðar í haust í svæðið austan masturshúsanna, en næsta sumar er gert ráð fyrir að setja á það bundið slitlag. „Þetta er aðeins fyrsti áfangi í Morgunblaðið/Rúnar Þór Austurbakki Fiskihaftiarinnar á Akureyri var formlega tekinn í notk- un við athöfn á laugardaginn, en þá lagðist Hrímbakur, togari Út- gerðarfélags Akureyringa, fánum prýddur að bryggjunni. Á mynd- inni eru hafnarstjórnarmennirnir Sigurður Oddsson og Hilmir Helga- son, Guðmundur Sigurbjörnsson hafharstjóri, Gunnar Arason formað- ur hafharstjórnar, Vilhelm Þorsteinsson og Einar Sveinn Ólafsson í hafnarstjórn. byggingu Fiskihafnarinnar, en síðari áfangar fela m.a. í sér tæp- lega 200 metra viðlegukant að vest- anverðri höfninni og hugsanlega allt að 130 metra viðlegukant að sunnanverðu, en þá er gert ráð fyr- ir að gömlu verbúðirnar við smá- bátadokkina víki og flytjist út í Sandgerðisbót,“ sagði Guðmundur. Á næsta ári verður áhersla lögð á að leggja bundið slitlag á hafnar- svæðið og fegra umhverfið, einnig er gert ráð fyrir að byggja 70 metra viðlegukant norðan gömlu Sverris- bryggjunnar, en þegar hann verður tilbúin mun öll vöruafgreiðsla flytj- ast af athafnarsvæði Fiskihafnar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.