Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 47
688r -flaaroagaa st jraowim.Œíw ai(SMawjo®M MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Gegn fáfræði hrokans bliknar sannleikurinn eftir Úlfar Þormóðsson Vegna mistaka í frágangi greinar Ulfars Þormóðssonar í blaðinu sl. laugardag (hún var illa „stokkuð") er hún endurbirt hér um, leið og beð- ist er velvirðingar á að svona skyldi til takast. Mér hefur lengst af þótt Morgun- blaðið virðulegt blað og gott þegar það fjallar ekki um viðkvæm dæg- urmál og stjórnmál. Og í flestum greinum öðrum en framantöldum ágætlega sannverðugt blað. Þetta á við enn. Til áréttingar þessari fullyrðingu ætla ég að fara nokkrum orðum um grein eftir einhvem Eirík Þor- láksson, sem að undanförnu hefur skrifað a.m.k. vikulega pistla í blað- ið um listir. Pistill hans síðasta sunnudag bar yfirskriftina „Mynd- list/Kunna íslendingar ekki á upp- boð? „Fyrsta, annað og.. Vegna hinnar ótrúlegu hroka- fullu fáfræði sem fram kemur í greininni ætla ég að gera athuga- semdir og leiðréttingar eftir því sem greinin verður lesin frá upphafi til enda. Fyrst ber þá að geta nokkuð réttrar ívitnunar í sundurslitið við- tal við undirritaðan sem birt var í DV eftir uppboð í Gallerí Borg þann 29. október. Þar sem tilvitnun þessi er slitin úr öllu rökréttu samhengi er full ástæða til að staldra við, en Eiríkur þessi hefur eftir undirrituð- um „að því lengur sem hann væri við þetta þeim mun minna skildi hann í þessum málum“. í viðtalinu í DV mátti skilja rétta meiningu að baki þessara orða, en hún var sú, að hvert uppboð fyrir sig lifði sjálfstæðu lífi, sem lyti engum fyrir- fram gefnum lögmálum, þannig að ekki væri með neinu móti hægt að segja til um það fyrir fram á hvaða verði verk yrðu seld, og þeim mun fleiri uppboð sem haldin eru þeim mun fleiri sjálfstæð líf spretta án röklegs samhengis við það líf sem önnur uppboð og áður haldin hafa kveikt og þeim mun óskiljanlegri í samhengi og samanburði við allt og allt. Þetta er skýringin á þeim ummælum mínum að þeim mun lengur sem ég fæst við uppboð þeim mun minna skil ég í ástæðum fyrir því verði sem upp kemur hveiju sinni. Þessu næst reynir Eiríkur þessi að skýra listmunauppboð út frá uppboðum tollstjóra. Skýring hans á eðli tollstjórauppboða er út af fyrir sig ekki verri en hver önnur því þar eimir svo sannarlega eftir af nauðungaruppboðum til sjávar og sveita fyrr á öldinni þegar heim- ili þurfalinga voru boðin upp. En þegar greinarhöfundur fer að draga ályktanir af tollstjórauppboðunum dregur kólgubakka upp á hugar- himin hans. Hann segir um gesti listmunauppboða að þeir telji „Að borga sannvirði fyrir hlutinn er að tapa leiknum sem kaupandi...“ Rétt er fyrir Eirík þennan að þjálfa samræmi hugsana sinna því síðar í greininni vill hann ge'ra að sínum orðum að sannvirði hluta á uppboði sé það verð sem þar er fyrir þá greitt. Og það er út af fyrir sig rétt. Því greiða menn jafn glöðu geði þá upphæð fyrir þau verk sem þeir kaupa á uppboði hvort sem hún er þúsundinu undir uppgefnu mark- aðsverði eða yfir því. Þessi skilningur Eiríks þessa á hugarfari uppboðsgesta skýrist mætavel í næstu málsgrein í ritsmíð hans. Og áður en ég endurprenta hana vil ég vekja athygli lesenda Morgunblaðsins og forráðamanna þess á því að þessi orð eru skrifuð af fastráðnum menningarskríbent blaðsins. En Eiríkur þessi fullyrðir: „Þar sem engan vanhagar í raun um listaverk,...“ Þetta er ótrú- legt. Svo ótrúlegt að ég fæ mig ekki til að fjalla frekar um þessa fullyrðingu, því ég hlýt að vera — er — ákaflega afbrigðilegur, og þá allflestir gestir uppboðanna og allir viðskiptamenn Gallerí Borgar, allir kaupendur bóka, flytjendur og aðdáendur tónlistar og leiklistar og hins talaða orðs. Og líka Matti Jó og Styrmir og mestöll ritstjórn Morgunblaðsins. í raun ætti ekki að þurfa lesa lengra í þessari grein til þess að hveijum sé ljóst að hún er kafald hrokans og fáviskunnar umhverfis sannleikann. En þijóska mín fær mig til að halda áfram leiðréttingum Frá útvörðum hins íslenska lýð- veldis í Nor ður-Þ ingeyj ar sýslu Hvaða auðlindir hefiir Norður-Þingeyjarsýsla upp á að bjóða? eftirlngunni St. Svavarsdóttur 1. Eitt besta sauðfjárræktar- svæði landsins. Víðáttumikil beitilönd og aðstaða í byggingum á bújörðum óvíða betri. (Sjá bú- restrarkönnun Framleiðsluráðs landbúnaðarins). Eitt af sex fullkomnustu slátur- húsum á landinu er til staðar á Kópaskeri með nægum frysti- geymslum og aðstöðu til kjöt- vinnslu. Æðardúntekja fer vaxandi í sýsl- unni. 2. Örstutt á fengsæl fiskimið. Hafnarastaða er góð á Þórshöfn og Raufarhöfn og í norðaustan- átt á vetrum hefur Kópaskers- höfn reynst gott lægi fyrir flot- ann. Tbpp vinnslustöðvar eru fyrir hendi í sýslunni, en um er að ræða tvær loðnuverksmiðjur, tvö fiystihús, rækjuvinnslu og salt- fiskverkunarstöðvar. 3. Háhitasvæði, þar sem jarðhiti er nægur. Staðsetningin í miðri byggð í Öxarfirði á bökkum stór- fljóts býður uppá ýmsa virkjunar- möguleika og nýtingu (sjá skýrslu Orkustofnunar hér um). 4. Ferskvatn í sýslunni er nánast óþrjótandi og sjótaka auðveld. Orkustofnun metur skilyrði til fiskeldis i Öxarfirði einhver þau bestu á íslandi og þó víðar væri leitað. Byggð hafa verið upp þijú fiskeldisfyrirtæki þar. 5. Eitt Qölbreyttasta svæði til útivistar á landinu. Fyrir botni Öxarfjarðar, í Asbyrgi og þjóð- garðinum við Jökulsárgljúfur er talin fyrsta flokks aðstaða fyrir ferðamenn á íslandi. (Úr skýrslu Byggðastofnunar um landnýt- ingu á íslandi). Uppbygging ferðaþjónustu er vaxandi í sýslunni og „miðnætur- sólarhringurinn' á uppleið, en það er leiðin út með Öxarfirði í Ingunn St. Svavarsdóttir „íbúafækkun er stað- reynd. Síðastliðinn ald- arQórðung hefúr íbúum sýslunnar fækkað úr tæplega tvö þúsund í rúmlega fimmtán hundruð.“ gegnum Kópasker, fyrir Mel- rakkasléttu um Raufarhöfn, Þórshöfn og upp úr Vopnafirði. Hvernig má bæta nýtingu þess- ara auðlinda og mannvirkja í sýslunni? íbúafækkun er staðreynd. Síðastliðinn aldarfjórðung hefur íbúum sýslunnar fækkað úr tæp- lega tvö þúsund í rúmlega fimm- tánhundruð. Hvað getur stöðvað fólksflóttann? 1. Hækkun launa í launafram- leiðsluatvinnugreinunum. Erfiðu framleiðslustörfin verða að vera betur launuð en þægilegu og þrifalegu þjónustustörfin," ef fólk á að fást 5 þau. 2. Búið verði þannig að framleiðslu- fyrirtækjum að þau geti borið hærri launakostnað. Ein leið er að lækka raforkuverð til fiskeld- isstöðva og vinnslustöðva í sjáv- arútvegi og landbúnaði. 3. Framleiðslurétturinn í sauðfjár- rækt fái að halda sér í sýslunni. Ekki komi til frekari skerðing á kvóta í sauðfjárbúskap í Norður- Þingeyjarsýslu. 4. Vinnslustöðvum í sjávarútvegi verði tryggt hráefni, með því að binda kvótann byggðarlögunum. Þetta hefði í för með sér stöð- ugri atvinnu fiskvinnslufólks og þar með tryggari búsetu. 5. Lokið verði frumrannsóknum háhitasvæðisins í Öxarfirði og tekið til við að virkja og nýta orkuna sem þar er. Ef til vill mun vera rétt að kanna áhuga erlendra fjármagnseigenda þeg- ar um er að ræða nýtinguna. 6. Fá inn áhættufjármagn f at- vinnurekstri. Brýnt er að hlut- deild erlendra aðila í fyrirtækjum fái að vera hærri en 49%, því landsbyggðarfólk hefur nú þegar verið blóðmjólkað með tilliti til hlutafjárframlaga í hin ýmsu framleiðslufyrirtæki, sem hafa svo rúllað hvert af öðru. 7. Bæta þarf veginn um Hólssand og Möðrudalsöræfi. Nú er lokað milli Norður- og Austurlands 5—7 mánuði á ári og því verslun og viðskipti frá báðum lands- hlutum suður til Reykjavíkur, en ekkert sín á milli. Það yrði styrk- ur fyrir fyrirtæki bæði á Austur- og Norðurlandi, ef fært yrði á milli landshlutanna árið um kring. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Presthólahrepps. Úlfar Þormóðsson „Af hverju ekki að spyrja þá sem til þekkja áður en maður svarar spurningu sem maður hvorki skilur né veit svar við?“ ef verða mætti Eiríki þessum til einhverrar upplýsingar. Hann talar um matsverð og „óljóst á hveijú það mat byggist og ekkert staðfest verð er birt til samanburðar“. Um nokkurt skeið hefur Gallerí Borg birt matsverð/markaðsverð við sum þau verk sem boðin eru upp. Það hefur komið fram í blöð- um, það hefur komið fram á sýning- um uppboðsverka og á hveiju upp- boði á fætur öðru, að markaðsverð er það verð sem samsvarandi verk viðkomandi höfunda hafa verið að seljast á í Galleríinu frá degi til dags. Þetta er sú aðferð sem viður- kennd er um allan heim og meðal annars notuð jafnt af Kunsthallen og Arne Bruun í Kaupmannahöfn sem Sotherby’s í London og New York. Og engir þessara aðila, og ekki heldur við í Gallerí Borg, setja aftan við slíkt mat klausu eins og þessa: Verð þetta er grundvallað á því að Eiríkur Þorláksson keypti mynd þessa af Haraldi Sveinssyni, framkvæmdastjóra Morgunblaðs- ins. 'á þessu verði í maí 1986; sjá reikning 10555 ogeiðsvarið framtal beggja aðila. Og ástæðan fyrir þessu er ein og hin sama út um allan heim: Það er trúnaðarmál á milli listaverkasalans og kaupan- dans hver kaupir og á hvaða verði, og það er einnig trúnaðarmál á milli þess sem selur og listaverka- salans hver hafi verið eigandi myndarinnar, og hann fær aldrei að vita hjá listaverkasalanum hver keypti myndina hans, né heldur fær sá sem keypti að vita hver hafi átt myndina á undan honum, nema í þeim fáu tilvikum sem seljandanum er sama um það og gefur leyfi sitt til þess. \ Agæta Morgunblað (að mörgu leyti). Grein þessi er þegar orðin of löng. Ef ég ætti að svara og leið- rétta öll rangmæli í grein þessa starfsmanns þíns þyrfti ég heila opnu. En ég hvorki fer fram á það né heldur tel ástæðu til, því ég veit að allt skynugt fólk skilur nú þegar að grein starfsmannsins er ómerki- legt hjal og marklaust. Því ætla ég rétt að stikla á eftirfarandi: Starfsmaðurinn segir: „Þannig áttu eigendurnir hæsta boð í eitt verkið á uppboði fyrir mánuði."! Rétt er: Eigendur áttu hæsta boð í 23 verk. Starfsmaðurinn segir: „Verkin á uppboðinu eru greinilega ekki tryggð fyrir lágmarksverði,"! Rétt er: A fjölda uppboða hefur fylgt prentað lágmarksboð í mynd- ir, þ.e.a.s. sú fjárhæð sem eigandi viðkomandi verks er tilbúinn til að selja verkið á lægst. Sé það ekki prentað í skrá er það ýmist svo áð eiganda er sama á hvaða verði verk- ið selst, eða hann hefur tjáð upp- boðshaldara að hann muni sjálfur veija það upp í einhveija tiltekna upphæð áður en uppboðið hefst. Hingað kominn í skrifum hef ég ekki meira þrek í að ala upp þenn- an starfsmann þinn, Morgunblaðið góðan daginn, en í lokin, skil ég eftir handa honum eina spurningu, sem allir blaðamenn Morgunblaðs- ins kunna svar við, nema greinilega ekki margnefndur starfsmaöur þess. Spumingin er þessi: Af hveiju ekki að spyija þá sem til þekkja áður en maður svarar spumingu sem maður hvorki skilur né veit svar við? Höfundur er forstöðumaður Gallerí Borgar. □ EDDA 598912127 = 2 Frl. □ FJÖLNIR 598912127 - JF. I.O.O.F. Rb. 1 = 13912128 - E.KJ.v. □ HELGAFELL 598912127 VI 2. FREEPORT KLÚBBURINN & Jólafundurinn verður haldinn I félagsheimili Bústaðarkirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 20.30. Jólahugvekja séra Pálmi Matthiasson. Sagt frá áramóta- fagnaöi. Jólakaffi. Frá sájarrannsóknar- félagi íslands Félagar athugið aö bækurnar „Á vængjum vitundar" og „Draum- ar“ verða fáanlegar hjá félaginu fró og með þriðjudeginum 12. desember. Einnig fæst hjá félag- inu bókin „Leitin inn 6 viö“ eftir Shirley Maclaine. Munið félags- afsláttinn. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 OQ19533. Stjórnin. Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2B. Minning úr húsinu. Hugleiðing, Katrín Guðlaugsdóttir. Ungar stúlkur syngja. Uíj Útivist Tunglskinsganga þriðjudag 12. des. Eiðsvfk - Blikastaðakró. Brottför kl. 20.00 frá Umferðar- miðstöð, bensinsölu. Sjáumst. Útivist. Myndakvöld - miðviku- dag 13. desember Myndakvöld verður miövikudag- inn 13. des. i Sóknarsalnum, Sklpholti 50a, og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Fyrst sýnir Eygló Sigurðardótt- ir, húsvöðrur F.l. í Þórsmörk, myndir frá lífi og starfi húsvarða á þessum vinsæla stað. Það verður forvitnilegt aö kynnast starfi húsvarðanna og því iífi sem tengist gestum staöarins. Eftir hlé verður geröur stuttur annáll um vinnuferðir F.l. á liðn- um árum. Veitingar I hléi. Að- gangur kr. 200,- Nú kynnum við þær hliöar á starfi félagsins sem ferðamaöur- Inn nýtur góðs af. Allir velkomn- ir, fólagar og aörir. Það er óm- aksins vert að eyða kvöldstund hjá Ferðafélagi íslands. Ferðafólag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.