Morgunblaðið - 12.12.1989, Síða 74

Morgunblaðið - 12.12.1989, Síða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Islendingar kröfiiharðir og sjálfstæðir ferðamenn - segir Martine Colloredo-Mannsfeld, formaður franska ferðamálaráðsins Morgunblaðio/Albert Kemp Glúmur Gylfason vígði nýja org- elið í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Fáskrúðs- fjarðarkirkja: Nýtt pípu- org-el vígt Egilsstöðuni. Vígsla fór nýlega fram á nýju pipuorgeli í Fáskrúðsfjarðarkirkju en orgelið er siníðað af Björgvini Tómassyni. Hátíðin hófst með ávarpi og bless- un séra Þorleifs Kjartans Krist- mundssonar, prófasts. Síðan hófst orgelleikur. Settur söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Glúmur Gylfason, lék nokkur lög og vígði þar með nýja orgelið. Ávarp við athöfnina flutti Oli Þ. Guðbjartssorr, kirkjumálaráðherra. Síðan lék á orgelið Ferenc Utassy, organisti og söngstjóri í Stöðvarfjarð- ar- og Heydalasókn. Síðan söng Snæ- landskórinn, en sá kór hefur verið að æfa fyrir ferð til Israel sem farin verður um jólin. Kórinn er samsettur af fólki frá öllu mið-austurlandi. Þá sungu saman kór kirkjunnar og Snæ- landskórinn. Að lokum söng Snæ- landskórinn þjóðsönginn. Margar peningagjafir, allt að 250.000 krónur, hafa borist til styrkt- ar orgelkaupunum, frá einstaklingum til minningar um látna ættingja. Flestir þeirra hafa ekki viljað láta nafn síns getið. Elstu íbúar fjarðar- ins, þau Þórarinn Bjarnason og Dag- björt Sveinsdóttir, gáfu til kaupanna tíu þúsund krónur. - Albert Morgunblaðið/Bjami Martine Colloredo-Mannsfeld, formaður franska ferðamála- ráðsins. frönsku. „Satt að segja tel ég að ferðamenn lendi ekki í meiri erfið-' leikuin í Frakklandi en t. a. m. í Grikklandi eða á Spáni. Ef til vill er þetta fyrst og fremst sálrænt atriði. En það er rétt að þetta er viðhorf sem við vonumst til að breytist meðal frönsku þjóðarinnar. Orar breytingar eiga sér nú stað í Evrópu. Unga fólkið hugsar um sig sem Evrópubúa og er stolt af því og menningartengslin fara sífellt vaxandi." Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Vilhjálmur Hinrik ívarsson í Merkinesi tekur við skrautrituðu skjali úr hendi Þórarins St. Sigurðssonar sveitarstjóra þess efiiis að hann hafi verið gerður að heiðursborgara í Höfnum. Hafiiir: Hinrik í Merkinesi gerð- ur að heiðursborgara Keflavík. ÞAÐ sem öðru fremur einkennir kröfúr íslenskra ferðamanna er- Icndis er sjálfstæði þeirra og almenn eftirspurn eftir góðri hótelgist- ingu, að sögn Martine Colloredo-Mannsfeld, formanns franska ferða- málaráðsins. Hún kom hingað til lands fyrir skömmu til skrafs og ráðagerða við forráðamenn ferðaskrifstofa og aðra þá sem vinna að ferðamálum hérlendis til að kynna nýjar hugmyndir um hvernig auka megi ferðalög íslendinga til Frakklands en markaðshlutdeild Frakka á þessu sviði hér á landi mun vera um fimm prósent. VILHJÁLMUR Hinrik ívarsson kenndur við Merkines í Höfhum var gerður að heiðursborgara þar í hreppi um fyrri helgi. Þór- arinn St. Sigurðsson sveitar- sfjóri í Höfhum rakti lífshlaup Vilhjálms Hinriks við þetta tæki- færi og afhenti honum skrautrit- að skjal þess efhis að hann hefði verið gerður að heiðursborgara í sveitarfélaginu. Vilhjálmur Hinrik ívarsson er þekkt persóna á Suðurnesjum og er hann í daglegu tali kallaður Hinrik í Merkinesi. Hinrik fæddist í Eyvík í Grímsnesi 12. ágúst 1899, en fluttiSt að Merkinesi árið 1934 þar sem hann hefur verið búsettur síðan, eða í 55 ár. Hinrik hefur fengist við ýmislegt um ævina, enda er nonum margt til Iista lagt. Hinrik er trésmiður góður og byggði hann mörg hús í Höfnun- um, einnig var hann þekktur sem afbragðs refaskytta, sjósóknari og hagyrðingur. Hann sat í sýslu- SIEMENS Öflug rvksuqg! VS 91153 • Stillanlegursogkraftur (250- 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld syklasía í ' útblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. I* SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði. ^ • Verð 15.900,- kr. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 nefnd á árunum 1958-1983 og var hreppstjóri Hafnahrepps 1961- 1984. Eiginkona Hinriks er Hólmfríð- ur Oddsdóttir og voru þau gefin saman hjá fógeta í Reykjavík árið 1927. Hinrik og Hólmfríður eign- uðust 5 börn og urðu tvö þeirra þekkt á tónlistarsviðinu, þau Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálms- son heitinn. í tilefni dagsins hélt Hafnahreppur heiðursborgaranum hóf í samkomuhúsi staðarins þar sem jafnframt var haldið uppá níræðisafmæli Hinriks og var öll- um sveitungum hans boðið. AÐALFUNDUR Öryrkjabanda- lags íslands var haldinn fyrir nokkru í Borgartúni 6, Reykjavík. Fundinn sóttu hátt í 60 fulltrúar aðildarfélaga banda- Iagsins, starfsmenn og svæðis- stjórnarfulltrúar. Á þessum fúndi Grindavík VETRARSTARF er hafið í Þrum- unni, æskulýðsmiðstöð Grindvík- inga, sem er í gamla Kvenfélags- húsinu. Þruman byijar nú þriðja starfsár sitt en ekki hefur áður verið gefin út dagskrá fyrir vetrarstarfið. Þruman býður upp á klúbbastarf- semi í bland við opin hús og skífuskröll (diskótek). Klúbbarnir sem starfa í Þrum- unni eru ljósmyndaklúbbur á laug- „Af viðræðum mínum við at- vinnumenn á þessu sviði hér er mér orðið ljóst að í yfirgnæfandi meirihluta tilfella vilja íslenskir ferðamenn þriggja eða fjögurra stjörnu hótel og þetta er raunar eðlilegt þar sem það er hvort sem er dýrt að ferðast frá íslandi vegna legu landsins," sagði Martine og bætti við að hún vonaðist til þess að heimsókn hennar gæti orðið til þess að auka tengsl milli ferðaskrif- stofa og fyrirtækja sem starfa að ferðalögum hér á landi og í Frakk- landi. Kvaðst hún hafa kynnt ýms- ar nýjar hugmyndir í þessu skyni í viðræðum sínum við forráðamenn íslensku fyrirtækjanna og sagði viðtökurnar hafa verið mjög góðar. „Það sem hefur komið mér mest á óvart eru kröfurnar sem íslenskir ferðamenn gera. í öðru lagi þykir mér þekking þeirra sem starfa að ferðamálum hér á landi öldungis til fyrirmyndar en ef til vill kom mér mest á óvart hversu miklir möguleikar virðast vera á þessu sviði“. bættist sextánda aðildarfélgið í hóp bandalagsfélaga — Parkin- sonsamtökin. Alls munu félagar í Öryrkjabandalagi íslands nú um 10 þúsund. Ný lög voru sam- þykkt á þessum aðalfundi. í skýrslu formanns, Arnþórs ardögum, ferðaklúbbur á miðviku- dögum og baliskákarklúbbur á fimmtudögum. Umsjónarmaður Þrumunnar, Garðar Vignisson kennari, sagði við Morgunbiaðið að hann vonaði að Þruman yrði fjölsótt af skólakrökk- um o g starfsemin mótaðist af áhuga og framtakssemi þeirra. Þá benti hann foreldrum á að kynna sér starfsemina sem hefur verið gefin út. FÓ frá Norður-Evrópu hefðu breyst á undanförnum árum, menn vildu nú í auknum mæli skipuleggja ferða- lög sín sjálfir og greinilegt væri að þörfin fyrir að uppgötva eitt- hvað nýtt væri ríki í íslendingum. „Ef til vill er það frumþörf land- könnuða sem kemur fram í íslend- ingum,“ sagði hún og bætti við að hún teldi að íslendingar gætu sval- að þessari þörf ágætlega í Frakkl- andi. Hefði hún kynnt ýmsa mögu- leika í þessu skyni, sem fallið hefðu í góðan jarðveg auk þess sem hún hefði rætt hvernig unnt væri að koma til móts við kröfur íslenskra kaupsýslumanna sem héldu til Frakklands. Greinilegt væri að áhugi á golf-íþróttinni færi vaxandi hér á landi og innan fárra ára yrði vafalítið unnt að selja skíðaferðir til Frakklands auk þess sem kynna þyrfti íslendingum nýja og athygl- isverða staði og héruð í Frakklandi. Martine Colloredo-Mannsfeld sagðist kannast við það sjónarmið að erfitt væri að ferðast til Fi'akk- lands þar sem innfæddir vildu helst ekkert annað tungumál tala en Helgasonar, kom fram að starfsemi bandalagsins fer sífellt vaxandi og verður fjölþættari með hvetju árinu. Öryrkjabandalagið á aðild að Starfsþjálfun fatlaðra og Bréfaskól- anum auk Hússjóðs bandalagsins, sem er sjálfseignarstofnun. Þá er bandalagið aðili að sífellt fleiri nefndum og ráðum, sem um mál- efni fatlaðra fjalla og samskipti við stjórnvöld út af hagsmunamálum fatlaðra aukast jafnt og þétt. Ör- yrkjabandalagið hefur sl. tvö ár haft náið samstarf við Landssam- tökin Þroskahjálp og samtökin hafa í auknum mæli komið fram sem ein heild gagnvart stjórnvöldum og lög- gjafarvaldi. Er skemmst að minnast dags fatlaðra á íslandi 13. okt. sl. sem tókst vel og nutu samtökin þar stuðnings allra helstu launþega- samtaka landsins. Þá hafa samtök- in fyrir nokkru haldið sameiginlegt þing Þar voru margvísleg mál reifuð og rædd og sóttu það þing yfir 100 manns. Öryrkjabandalag íslands gefur út fréttabréf sem kemur út fjórum sinnum á ári, 32 síður hvert sinn. í skýrslu formanns Hússjóðs Ör- yrkjabandalags íslands kom fram, að með tilkomu lottófjárins hafi öll aðstaða til að leysa húsnæðismál öryrkja gjörbreyst. Á næsta ári mun íbúðum á vegum Hússjóðs banda- lagsins fjölga þó nokkuð. Hússjóð- urinn byggir nú og kaupir í æ ríkara mæli en áður íbúðir út um land. Formaður var kjörinn Arnþór Helgason, Blindrafélaginu, vara- formaður Ólöf Ríkarðsdóttir, Sjálfs- björg, ritari Þórey Ólafsdóttir, Lauf, og gjaldkeri Hafliði Hjartarson, Styrktarfélagi vangefinna. Framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins er Ásgerður Ingi- marsdóttir en framkvæmdastjóri Hússjóðs er Anna Ingvarsdóttir. {Úr fréttatilkynningu) Hún sagði að kröfur ferðamanna • • > Oryrkjabandalag Islands: Aðstaðan gjörbreytt með tilkomu lottófjárins Nýja ballskákarborðið reynt. Grindavík: Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Æskulýðsmiðstöð starfrækt í vetur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.