Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 21
___________________ÞRIfXIUDAGyii'1|9. IjlKSKMBEK 19^9 Þj óðhátíðarsagan Bókmenntir Sigurjón Björnsson Saga íslands IV. Samin að til- hlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Hið íslenzka bókmenntafélag. Sögu- félag. Reykjavík 1989. 319 bls. Áfram silast íslandssaga Þjóð- hátíðamefndar, þó að sumum þyki hægt miða. Þriðja bindið sem næst fer á undan þessu kom út fyrir ell- efu árum. En mér skilst að von sé á fimmta bindinu innan skamms. í ítarlegum formála ritstjóra er rætt er um framvindu verks og margvíslega örðugleika sem ollu töfum. í þessu bindi er fjallað um 14. öldina. Sagnfræðingum hefur reynst hún nokkur þyrnir í augum. Fáum sérfræðingum um þetta tíma- bil er á að skipa. Frumheimildir eru æði götóttar og margt af því sem á land hefur verið dregið er lítt kannað. Um þetta segir ritstjóri: ....saga síðmiðalda [hefur] nokk- uð orðið útundan í sagnaritun Is- lendinga. Undirstöðurannsóknir skortir á flestum sviðum, þannig að við fátt er að styðjast. Þetta hefur ekki einungis valdið töfum, heldur ber textinn þess einnig nokk- ur merki að ritið er hvorttveggja í senn yfirlit og vísir að frumkönn- un.“ Eins og lesandi mun sjá er mikill fjöldi mynda í bókinni. Hafa margar þeirra verið teknar sérstak- lega fyrir ritið. Fjöldi er korta sem einnig var gerður vegna þessa rits. Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Kenneth Grahame. Endursögn: Michael Bishop. Þýðing: Þorbjörg Jónsdóttir. Myndskreyting: Rene Cloke. Setning, umbrot og filmuvinna: Prentstofa G. Benediktssonar. Prentað í Belgíu. Útgefandi: Örn og Örlygur. Undarlega er gaman að lifa í heimi barnsins, komast frá erli á iðutorgi hins fulltíða, fá að taka þátt í lífi, þar sem sköpunina alla umvefur góðvildin ein. í þeim heimi eru skilin milli manns og dýrs ekki skýr, þau tala saman, klæðast föt- um, eiga sömu langarnir og þrár, Mjög tafsamt hefur verið að tína myndir þessar saman víðs vegar að og þá ekki síður að semja þeim viðeigandi texta, sem oft eru lang- ir. En myndir, kort og myndtextar eru einmitt einstaklega mikilvæg í riti sem þessu. Dijúg vinna hefur verið í því fólgin að taka saman ritaskrár, en þær eru óvenjulega ítarlegar og vandaðri en oft sést. Sérstaklega er kostur hversu mikið er vísað til frumheimilda. Loks er þess að geta, sem ekki skiptir minnstu máli, að aðalhöfundur rits- ins og sá sem gerst hefur kannað þetta tímabil, Björn Þorsteinsson prófessor, lést áður en hann hafði lokið ritgerð sinni. Aðrir þurftu að hlaupa undir bagga. Getur hver séð að ekki er auðgert að taka við hálfn- uðu verki af þessu tagi og hlýtur það að hafa valdið miklum töfum. Ég hef gerst svo langorður um þetta til að gera lesendum ljóst að ekki er undarlegt þó að seint hafi gengið að koma þessu verki á þrykk. Margir eru óþolinmóðir og hafa beðið útkomu þess og bíða framhalds. En það þarf að vanda sem vel á að standa. Og auðvitað skiptir öllu máli að verkið sé vel og vönduglega unnið. Þegar að því kemur nú að lýsa og reyna að leggja eitthvert mat á þetta fjórða bindi af Sögu íslands bið ég menn að hafa í huga að ég er ekki sagnfræðingur og kem næsta ókunnugur að því sem hér er á blöðum. Eg spyr mig því ein- blóm brosa og hjala, gömlu tré hafa augu og eyru. Aðeins ævintýr getur okkur inní þennan heim leitt, heim sem við innst inni þráum öll, en höfum villzt svo óra, óra langt frá. Já, skyldi ekki blunda í okkur öllum draumurinn um Edengarðinn, alla vega draumurinn um okkar bernsku? Þessi bók er angandi æv- intýr, sem kallar á barnið í brjósti okkar, býður því til leiks. Við hlið þess er gáman að hafa á hnjám unga hnátu eða hnokka, fá að taka þátt í fögnuðinum með þeim. Aðaipersónur þessarar sögu eru Moldi moldvarpa og Rabbi rotta. Þeir eru ákveðnir í að litast um, skilja heiminn betur. Á daga þeirra drífur margt. Þeir kynnast montn- um froski, Fúsa, kynnast hjálpsöm- Sigurður Líndal ungis fyrir hönd væntanlegra les- enda: Er ritið áhugaverð lesning fyrir leikmann sem er dálítið hnýs- inn um sögu þjóðar sinnar? Er það nógu vel skrifað til þess að maður nenni að lesa það? Er það trúverð- ugt? Geymir það fróðleik sem mað- ur kýs fremur að eiga en vera án? Bókin skiptist í þijár ritgerðir, sem allar fjalla um 14. öldina, þó að nokkurrar skörunar gæti eins og óhjákvæmilegt er, bæði fram- fyrir og afturfyrir. Auk þess vantar fáeina efnisþætti, sem fjallað verð- ur um í fimmta bindi, s.s. bók- menntir og trúarlíf, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrsta ritgerðin ber heitið Saga Evrópu á síðmiðöldum og er eftir Inga Sigurðsson prófessor. Þar eioi reifuð nokkur meginatriði í sögu hugsuð sem bakgrunnur að Islands- sögunni. Er það vissulega gagnleg ráðstöfun. Ritgerð þessi er stutt (54 um greifingja og otri sem týnt hef- ir syni, kynnast mönnum, kynnast ræningjum og reka þá frá Froska- völlum. Já, það er engin lognmolla í þessu ævintýri, heldur þytur í laufi, atburðarásin hröð, skemmti- leg. Höfundi tekst svo vel upp, að hann gerði mig að barni á ný. Þýð- ing Þorbjargar er mjög góð, málið fallegt og hlýtt, auðskilið, eins og móðir hjali við eyra barns, barns sem hún ann. Myndir eru meistarlega gerðar. Einar sér segja þær ólæsum ævin- týrið, lokka stautlæsa til lestrar. Það þarf mikla kunnáttu til slíkra tilþrifa. Mikið gladdi mig að sjá letur svo stórt og skýrt á bamabók, það hjálpar óvönu auga og fingri að fylgja línum. Prentverk og frágangur allur til fyrirmyndar. Bók sem börn gleður, líka full- orðna. Innilega þökk. bls.) og mjög samanþjöppuð. Barmafull er hún af fróðleik og ber vitni yfirgripsmikilli þekkingu. Það liggur í hlutarins eðli að hún er seinlesin og krefst fullrar athygli lesandans. Nokkuð verður hún þreytandi aflestrar sakir þess að stíll er í einhæfara iagi og blæ- brigðalítill. En það er ekki heiglum hent að rita svo samanþjappaðan texta að hann öðlist líf og þrótt. Þá kemur að aðalritgerð bókar- innar. Hún nefnist Norska öldin. Aðalhöfundur er Björn Þorsteinsson prófessor, en við lát hans hélt Guð- rún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur og nemandi Björns verkinu áfram, auk þess sem ritstjórinn Sigurður Líndal prófessor mun hafa lagt ólít- ið af mörkum. Þetta er mikil rit- gerð, raunar heil bók, tæpar 200 bls. Aðaláherslan í þessari löngu rit- gerð er lögð á atvinnusögu þjóðar- innar. Gerð er grein fyrir árferði og landshögum og síðan er tekið að fjalla um aðalatvinnuvegi: land- búnað, sjávarútveg, verslun, haf- skipahafnir og kaupsiglingu og loks um daglegt líf manna og ferðalög utan lands og innan. A síðustu fjörutíu blaðsíðunum er gerð grein fyrir stómmálaástandi á Norðurl- öndum og veraldlegri valdstjórn á íslandi. ___________________________. £1 Ákaflega víða er komið við í þess- ari ritgerð og hún er svo sannarlega stórfróðleg, þó að nokkuð verði hún að teljast brotakennd. Hun er prýði- lega læsileg og á köflum skemmti- leg. Augljóst er að bak við hana liggur feikileg heimildavinna af hinu margvíslegasta tagi. ’ Lokaritgerð bókarinnar ritar Hörður Ágústsson og nefnist hún Húsagerð á síðmiðöldum. Þetta er stutt ritgerð eða um 40 bls. Enda segir höfundur að ekki sé úr miklu að moða. ísland sé „engu síður ör- foka í menningarminjalegu tilliti en vistfræðilegu". Honum tekst þó undra vel að notfæra sér það litla sem „aldirnar leyfðu“. Ályktanir getur hann dregið af húsarústum frá Vestribyggð á Grænlandi og þeim fáu húsarústum sem fundist hafa á íslandi frá þessum tímum. Ritaðar heimildir gefa og stundum tilefni til ályktana. Ritgerð Harðar er ágætlega skrifuð, skýr og gagn- orð. v Þegar á allt er litið er fjórða bindi Sögu íslands hin ágætasta bók. Hún getur talist vel læsileg fyrir allan þorra almennings, nauðsyn- legt kennslugagn í æðri skólum og náma fyrir fræðimenn, þó að eflaust eigi þeir ekki í vandræðum með að finna einhverja hnökra á. Hagstætt verð Borðstofuborð og 4 stólar Verð kr. 62.000,- afb. Kr. 56.000,- stgr. Aukastóll kr. 7.700,- stgr. Greiðslukortaþjónusta. Ármúla 8. símar: 8-22-75 Þytur í laufi HVERSDAGSSKOR OG SKÝJABORGIR Bók sem unglingar munu fagna Úr ritdómi Sigurðar Hauks Guðjónssonar um bókina HVERSDAGSSKÓR OG SKÝJABORGIR í Morgunblaðinu 14. desember: „Það fer ekki milli mála, að hér er bók sem unglingar munu fagna.' „Höfundur er meistarapenni . . ." „Sum atriði bókarinnar eru hreint frábær." „Þú lest ekkc aðeins, þú sérð atburðina gerast. Tií hamingju ungi höfundur." HVERSDAGSSKÓR OG SKÝJABORGIR eftir Björgúlf Ólafsson Frábær bók fyrir unglinga 14 til 17 ára ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.