Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 32
m MORGCJNBLAÐIÐiÞRIÐJUDAGUR 19; DESBMBER 1989 Lífsspegíll Ingólfs Kaflar úr endurminningabók Ingólfs Guöbrandssonar, fyrrum söngstjóra Pólýfónkórsins og forstjóra Útsýnar Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Lífsspegil, sem greinir frá endurminningum Ingólfs Guð- brandssonar, sem hann heíur skráð með aðstoð Sveins Guðjónssonar blaðamanns. í formála bókar- innar segir Ingólfur: „Minningar þessar af störfum og samferðafólki eru hvorki skáldskapur né sagn- fræði, en þær greina frá sannleika sem ekki er öllum ljós, skoðunum sem eru kjarni lífsreynslu minnar og lífsviðhorfi sem fæst af leitinni að hrein- um tón.“ Lífsspegill varpar nýju og skýru ljósi á þjóðkunnan samferðamann okkar og samtíð hans, þar sem Ingólfur fjallar um lífshlaup sitt, frá bernsku til dagsins í dag, menntamál, tónlist og ferðamál svo og tilfinningar sínar, trú og ástir. Morgunblaðið birtir hér brot úr tveimur köfiuin bókarinnar með góðfúslegu Ieyfi útgefenda. Ingólfúr með fyrrverandi kórfélögum, einsöngvurunum Elísabetu F. Eiríksdóttur, Sigríði Ellu Magnúsdóttur og Elísabetu Erlingsdóttur. Rínargnll Úr rústunum Hér segir frá námsdvöl Ingólfs í Þýskalandi: Það var hætt að rjúka úr rústun- um í Köln þegar ég kom þangað til náms við tónlistarskólann haust- ið 1955, en rústirnar voru eins og gapandi svöðusár eftir sprengiregn heimsstyijaldar númer tvö þótt tíu ár væru liðin frá lokum hennar. Þeir sem eftir lifðu höfðu margir misst aleiguna, sumir voru lemstr- aðir eða stórskaddaðir á líkama og sál. En enduruppbyggingin var komin á skrið. Hendur og vélar hömuðust við að hreinsa til og byggja upp á nýtt. Umferðin um gamla bæjarhlutann í Köln var taf- söm og öll úr skorðum, alls staðar „Umleitung“ vegna byggingar- framkvæmda. Konrad Adenauer hafði lengi veirð yfirborgarstjóri Kölnar. Hann var fæddur þar af fátæku foreldri en varð síðar kanslari hins nýja vestur-þýska iýðveldis og var í for- ystuhluterki fram á níræðisaldur. Það féll tvisvar í hlut hans að reisa Köln úr rústum heimsstyijalda og gera hana að stórborg með sterkum menningarsvip. Persóna hans varp- aði stórum svip á umhverfi sitt, ekki aðeins Köln heldur hið nýja Þýskaland og langt út fyrir mörk þess. Hann varð sameiningartákn, en á því þurfti þjóðin að halda meira en nokkru öðru í glundroða eftirstríðsáranna. Sumir kölluðu Adenauer einvaldinn við Rín. Víst þótti hann ráðríkur, en flestum fannst ráð hans best um síðir. Konrad Adenauer var svo míkill íslandsvinur að hann gaf sér tíma til að fylgjast með starfi íslands- vinafélagsins í Köln á árunum sem ég dvaldist þar þrátt fyrir öll sín umsvif í endurreisn Þýskalands. Haustið er gullin árstíð við ána Rín, litirnir mildir, vínberin hanga í þungum klösum, skammt að bíða uppskeru. Prófessor Paul Nitsche tekur sjálfur á móti mér á flugvell- inum hjá Bonn. Hann hefur látið innrita mig í skólann og vistað mig vetrarlangt á kristilegu stúdenta- heimili í Köln-Miilheim. Þar fékk ég lítið herbergi með spartönskum búnaði handa mér einum og fæði kvölds og morgna. Píanó tók ég á leigu til að geta æft mig hvenær sem stund gafst. Mér fannst ég ekki lengur einn eftir að píanóið kom, en þröngt var inni. Svo vel vildi til að ég var grannur í þá daga og gat smeygt mér á hlið framhjá píanóinu þegar inn var komið. Þetta var Iíkast því að ganga í klaustur. Það hefur oft hvarflað að mér að ganga í klaustur. Þama komst ég næst því. Aðeins karl- menn máttu gista þetta hús, um sextíu talsins og voru flestir náms- menn. Konur fengu að heimsækja syni sína eða unnusta á sunnudög- um, en máttu aðeins koma í.setu- stofuna. Regla og festa settu svip sinn á mannlíf þessa staðar. Allar máltíðir hófust með bæn. Sá siður hefur haldist lengi í fjölskyldu minni. Borðbænin skapar einingu. Fjölskyldan leysist upp þegar fólk hættir að borða saman, hugsa sam- an, tala saman. Borðhaldið er uppi- staða fjölskyldulífs og bamauppeld- is, að deila matnum og deila lífinu í gleði þess og sorgum. Ég var fullur kapps þennan vetur eins og oft áður og kom til Þýska- lands með þeim ásetningi að læra sem mest af dvöl minni. Auk kennslufræði í kennaradeild skólans sótti ég tíma í sálarfræði, þýsku og ítölsku, lærði söng hjá Paul Nitsche, kórstjórn hjá Schulze og píanóleik hjá Fráulein Miiller. Hún var ágætur kennari, mjög ströng og nákvæm. Þennan vetur kynntist ég tónlist Johanns Sebastians Bachs fyrst fyrir alvöra með því að æfa prelúdíur hans og fúgur og fylgjst með æfingum á Passiunum hjá Paul Nitsche. „Die Staatliche Hochschule fiir Musik“ í Köln hefur verið einn af burðarásum þýskrar tónlistar í nærri tvö hundruð ár. Skólinn var þá til húsa í Bachsteinbau þar sem hann fékk inni eftir stríð í gamla útvarpshúsinu í Dagobertstrasse, en er nú fluttur í nýtt stórhýsi við sömu götu. Við valdatöku Hitlers árið 1933 missti þessi ágæta menntastofnun marga öndvegis kennara og nemendur vegna gyð- ingaofsóknanna sem í hönd fóra. Orlög þeirra voru að flýja land eða láta lífið ella í útrýmingarbúðum og gasklefum nasista. Rætur tónlistarinnar í Þýska- landi standa djúpt, dýpst allra þátta menningarinnar. Hin gjörsigraða þjóð spratt svo fljótt upp úr rústum og neyð síðari heimsstyijaldar að engin hliðstæða er önnur til í verald- arsögunni. Menningararfurinn sameinaði stríðshijáða þjóð til átaka, fyrst og fremst tónlistin. Hún var sem smyrsl á sárin. Hin klassíska tónhugsun er fyrst og fremst þýsk. Þar koma stóru B-in fyrst í hugann: Buxtehude, Bach, Beethoven, Brahms, en í stafrófi tónlistarsögunnar eru mörg þýsk nöfn letrað stóram stöfum. Allur heimurinn tileinkaði sér perlur þýskrar tónlistar og gerði þær að sínum. Valdagræðgi og þjóðernis- hroki Hitlers afvegaleiddi þýsku þjóðina og fall hennar var mikið, en þýsk menning lifir. Öldum saman vora íslendingar einangraðir frá tónlistarhefðum Evrópu. Bestu tónlistarmenn álf- unnar vora á mála hjá þjóðhöfðingj- um eða í þjónustu kirkjunnar, en þessi tvö öfl toguðust á um völdin. Listin naut góðs af og blómstraði. í Þýskalandi varð tónlistin óaðskilj- anlegur partur daglegs lífs í skól- um, kirkjum og á heimilum fólks af öllum stéttum. Á íslandi átti tón- listin ekkert athvarf né forsvar og á varla enn, til dæmis ekkert hús. Það er með eindæmum hvað stjórn- endur Islands hafa verið ómúsík- alskir gegnum tíðina. Hending er að þeir sjáist þar sem tónlist er flutt og þá sjálfsagt af einhverri skyldu- rækni fremur en eigin hvötum. Verðmætamat þeirra á þessu sviði á þannig litla stoð í eigin upplifun og von að þeim fari eins og keisar- anum í ævintýri H.C. Andersens sem gekk bísperrtur í nýju fötunum sínum ósýnilegu. ísland var fjórum öldum á eftir samtíðinni þegar stórhuga menn eins og Páll ísólfsson og Jón Leifs og síðar Árni Kristjánsson, Hall- grímur Helgason og fleiri leituðu til náms í tónmenntum í Leipzig í lok fyrri heimsstyijaldar. Það er með ólíkindum að þessi fyrsti 'ár- gangur íslenskra tónlistarmanna, ef svo má að orði komast, skyldi ná jafnlangt og raun bar vitni, að komast í raðir bestu atvinnumanna í sjálfu föðurlandi tónlistarinnar, Páll sem orgelleikari við Thoman- er-kirkjuna í Leipzig, Jón Leifs stjórnandi frægra hljómsveita Þýskalands allt fram til ársins 1944. Leipzig háfði áram saman verið háborg þýskrar tónlistar með Gewandhaus-hljómsveitinni og hefð kirkjulegrar tónlistar frá því fyrir daga Heinrichs Schutz og Johanns Sebastians Bachs, en flest verk sín samdi Bach fyrir Thomaner-kirkj- una í Leipzig. Þeim Páli ísólfssyni og Jóni Leifs átti ég eftir að kynn- ast síðar. í stríðslok lenti Leipzig hinum megin við járntjaldið. Því gátu íslendingar í leit að kjarna tónlistarinnar ekki lengur sest þar við menntalindir. Sama gilti um Berlín sem var klofin í tvennt eins og landið og þjóðin öll. Köln hafði skapað sér nafn sem útvalið menntasetur í tónlistinni og tengdist stóram nöfnum. Tónskáld- ið Offenbach fæddist þar, Max Bruch og Humperdinck höfðu lært við tónlistarháskóla borgarinnar. Á sjötta áratugnum varð Köln al- þjóðlegur miðpunktur nýrra hreyf- inga í tónsköpun og að því leyti nokkurs konar arftaki Vínar og Parísar fyrr á áram. Stockhausen var umdeildur byltingarmaður, Ungveijinn György Ligeti og Arg- éntínumaðurinn Mauricio Kadel era báðir í Köln á þessu ári og seinna kom okkar maður, Atli Heimir Sveinsson, að nema þar tónsmíðar. Tónlistarháskólinn í Köln var braut- ryðjandi í tónlistaruppeldi sem var gildur þáttur þýskrar menningar- stefnu. Þeirri stefnu hafði ég þegar kynnst talsvert í starfi doktors Heinz Edelstein sem stofnaði /barnadeild við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar Barnamúsík- skólann. Tónlistarviðburðir í Köln á þess- um tíma tengdust fyrst og fremst Gurzenich-hljómsveitinni sem lék ágæta vel undir stjórn Gunters Wand þótt ekki stæðist hún saman- burð við bestu hljómsveitir Bret- lands né síðar Berlínar-hljómsveit- ina hjá Karajan. Hinn nýi konsertsalur Kölnar, Philharmonie, sem vígður var árið 1986, er einn hinn glæsilegasti í Evrópu, byggður eins og 2000 sæta hringleikhús á bak við dómkirkjuna í tengslum við tvö frábær listasöfn. í Köln er vel búið að listinni til fram- búðar í hjarta borgarinnar. Þar lifa listimar í yndislegu sambýli og nán- um tengslum við söguna allt aftur til nýlendunnar sem borgin dregur af nafn sitt — Colonia — frá dögum Rómveija fyrir meira en 2000 árum. Svona vildi ég sjá búið að listinni í Reykjavík þótt smærra væri í snið- um. Enn á tónlist íslands ekki þak yfir höfuðið. Hugmyndir mínar um fjáröflun til byggingar tónlistarhúss fundu ekki hljómgrann hjá ráða- mönnum þjóðarinnar. Að því verður vikið síðar. Hljómleikasalur Philharmonie er að mestu neðanjarðar en enginn tekur eftir því þegar inn er komið vegna skemmtilegrar lýsingar í loft- inu. Fyrir utan er síkvika umferðin, inni grafarþögn. Hljómurinn er mjög skýr og berst jafnt um allan hringinn. En tæknin og ytri ramm- inn hrökkva skammt ef listaneist- ann vantar. Ég keypt.í mér að- göngumiða á svörtum markaði því allt var uppselt á hlómleika Kölnar- hljómsveitarinnar er ég var þar á ferð nýlega, en gekk út í miðri Mahler-sinfóníu því að mér leiddist. Unga ameríska hljómsveitarstjór- anum tókst ekki að lyfta tónlistinni á flug og þá er allt unnið fyrir gýg. Mér finnst ég æ oftar verða fyrir þessari reynslu í seinni tíð. Er þetta tákn tímanna? Atvinnu- mennskan trónandi án snilldarinn- ar? Eru atvinnumenn nýrrar kyn- slóðar aðeins ástríðulaust tækni- undur nútímans, firrtir því æðra sambandi sem tengir himin og jörð og gerir tónlistina að opinberun? Eg eignaðist smám saman góða vini í Köln. Aldrei fann ég til þess að Þjóðveijar Iitu niður á Islendinga eins og við verðum oft vör við hjá Skandinövum, enda er lítilsvirðing af því tagi einkenni smáþjóða. Hjá Þjóðveijum hef ég alltaf notið mik- illar velvildar eins og allir vildu greiða götu mína. Skömmu eftir komuna til Kölnar bauð kennari minn og velgerðarmaður mér á þing þýskra tónlistarkennara sem haldið var í borginni Mainz þar sem Guten- berg fann upp prentlistina forðum daga. Þar hélt Paul Nitsche erindi um söngkennslu í skólum, en hann var stórmerkur og virtur brautryðj- andi á því sviði. Þar var líka skóla- stjóri söngskólans í Augsburg sem lagði áherslu á markvissa radd- tækni í kennslu barna. Ég dvaldist við skóla hans í nokkra mánuði þremur árum síðar. í Augsburg hafði náðst árangur í söngkennslu sem frægur var um alla Evrópu. Eitt vinsælasta útvarpsefni í Þýska- landi á þessum áram var söngur kóranna í Bielefeldt og Augsburg. Mikið hljómleikahald var skipulagt í Mainz á þessum haustdögum 1955 í tengslum við þing tónlistarkenn- ara. Til dæmis voru fluttar tvær óperur eftir Carl Orff og stjórnaði hann þeim sjálfur. Paul Nitsche þekkti hann vel, hafði frumflutt sum verka hans og vildi endilega kynna mig fyrir tónskáldinu. Mig langaði alltaf að flytja verk Orffs, Carmina Burana, heima á íslandi eftir að Pólýfónkórinn var orðinn myndugur, en hafði ekki ráð á að borga fyrir hljómsveitina. Forsvars- mönnum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands fannst fráleitt að ég myndi ráða við að stjórna svo flóknu verki. Samt lauk þrítugsafmæli Pólýfón- kórsins með því að flytja erfiðustu kaflana úr Carminu Burana í Há- skólabíói í nóvember 1988. Auk þess að kenna við Tónlistar- háskólann í Köln stjórnaði Paul Nitsche blönduðum kórum, tveimur í heimabæ sínum, Bergisch Glad- bach, og stóram kór í Leverkusen. Ég var fastagestur á heimili hans á Rheinhöhenweg 14 í hverri viku þennan vetur þar sem hann bjó með konu sinni og tveim ungum dætr- um. Ég var eins og einn af fjölskyld- unni og kunni því vel. Konan tók til kvöldverðinn sem oftast var þykk baunasúpa ásamt brauði og margs konar skinkum, pylsum og ostum. Eftir kvöldverðinn teygði Paul stóra hönd sína upp í hillu og dró fram raddskrá af verkinu sem hann ætl- aði að æfa það kvöldið eða syngja í einsöng. Hann hafði einhveija dekkstu og hljómfegurstu bassa- rödd sem ég hef nokkurn tíma heyrt og var eftirsóttur einsöngvari í órat- oríum. Þegar búið var að drekka teið lögðum við tveir af stað á æf- inguna eða hljómleikastaðinn. Kon- an hans var oft raunamædd á svip- inn og áminnti hann að koma ekki seint heim um kvöldið. Þessi mikla frávera á kvöldin og alltaf í félags- skap kvenna, sem sýndu honum mikinn áhuga, virtist hvíla eins og mara á fjölskyldunni. Paul Nitsche var stór maður vexti, ljós á hörund með slétt svart hár, brún augun góðlátleg og bros í svipnum. Munnsvipurinn bar vott um sterkar hvatir og þróttmikil dimm röddin undirstrikaði karl- mennsku persónuleikans. Ég hnýst- ist aldrei í einkamá.1 hans, en er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.