Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 80
Gott fólk býður góðán daginn ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Hafís landfastur við Hornbjargsvita teygir sig langt á haf út. Morgunblaðið/Ómar Ragnarsðon Mesti hafís í desember síðan 1917 HAFÍS hefur lokað siglingaleiðum fyrir Horn. Skipafélögin hafa af þessum sökum orðið að endurskipuleggja áætlunarferðir. Við ískönnunarflug í gær kom í ljós að hann er landfastur allt frá ^Munaðarnesi á Ströndum og vestur um að ísafjarðardjúpi. Að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings hefur ekki verið jafn mikill hafís við landið í desember siðan haustið 1917, þ.e. við upp- haf frostavetrarins mikla. Sjá nánar á miðsíðu. Samkomulag um þingstörf til jóla: Umhverfísráðuneyti og bif- reiða- og orkuskatti frestað Fallið frá hugmyndum um að Reykjavíkurborg greiði 15% af rekstrarkostnaði Borgarspítala RÍKISSTJÓRNIN mun væntan- lega falla frá hugmyndum um að Reykjavíkurborg greiði 15% af rekstrarkostnaði við Borgarspít- alann á næsta ári. Sjálfstæðismenn Álver í Eyjafirði: Sveitarfélög- in bjóða höfii SVEITARFÉLÖGIN við Eyja- fjörð hafa boðist til að kosta byggingu hafnarmannvirkja og bera ábyrgð á rekstri hafhar verði álver byggt við Eyjafjörð. Kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður 420 milljónir kr. I bréfi sem sveitarfélögin hafa skrifað Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra óska þau eftir að endur- skoðaður verði samanburður á kostnaði við byggingu og rekstur álvers í Eyjafirði og Straumsvík. Einnig verði Byggðastofnun falið að kanna áhrif þess að álver rísi í Eyjafirði annars vegar og í Straumsvík hins vegar. Sjá „Sveitarfélögin tilbúin ...“ á Akureyrarsíðu, bls. 46. teija sig jafnframt geta sæst á að ríkið fái fulltrúa í stjórn spítalans, þó ekki stjórnarformann eins og stjórnarfrumvarp um heilbrigðis- þjónustu gerir ráð fyrir. Þetta tengist samkomulagi sem náðist um þingstörfin í gærkvöldi, og samkvæmt því lýkur þinghaldi á fostudag með afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins. Samkomulagið felst að öðru leyti í því að frestað verður afgreiðslu á frumvarpi um umhverfisráðuneyti, frumvarpi um tekjuskatt á orkufyrir- tæki, frumvarpi um bifreiðagjald og gjaldagar í því færðir til, og frum- varpinu um heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að þessfmál verði af- greidd eftir að þing kemur saman aftur 22. janúar. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði þó við Morgunblaðið að sjálfstæðis- menn féllust ekki á það að ríkið ákvæði einhliða að helmingur kostn- aðar við skólatannlækningarnar, 346 milljónir króna, félli á sveitarfélögin, eins og tillaga væri um í fjárveitinga- nefnd. Um þetta ýrði að gera sam- komulag milii ríkis og sveitarfélaga. „Þetta er skilyrði af okkar hálfu ef á að vera hægt að halda hér áfram í sæmilegri sátt og þingi Ijúki fyrir jól,“ sagði Ólafur G. Einarsson. GuðmundurBjarnason heiibrigðis- ráðherra sagði við Morgunblaðið að málin væru enn í nokkuð lausu lofti. Þó væri líklegra að fallið yrði frá þeim hugmyndum að sinni, að Reykjavíkurborg greiddi liluta af rekstri Borgarspítalans en frum- varpsdrög þess efnis voru rædd í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Spariskírteini ríkissjóðs: Heildareign landsmanna um 30 millj- arðar króna EIN STAKLIN GAR og samtök þeirra eiga nú um 30 milljarða króna í spariskírteinum ríkis- sjóðs, á núgildandi verðlagi, að sögn Péturs Kristinssonar fram- kvæmdastjóra Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa. Skírteini fyrir um 5 milljarða króna hafa selst á þessu ári. Pétur segir að sala spariskírteina og ríkisvíxla hafi gengið vel á ár- inu. Ríkisvíxlar hafa einnig selst fyrir um 5 milljarða króna. Um þijú þúsund manns hafa gerst áskrifendur að spariskírtein- um og segir Pétur að þeim hafi þegar verið boðið að halda áfram áskrift á næsta ári. Fljótlega verður sent bréf til áskrifenda, þar sem þeim verður boðinn nýr flokkur skírteina með sérstökum kjörum. Pétur kvað ekki tímabært að greina frá því, í hveiju kjörin væru fóigin. Þjónústumiðstöð ríkisverðbréfa starfar samkvæmt samkomulagi, sem nýlega var gengið frá milli Seðlabanka íslands og fjármála- ráðuneytisir.s og hefur umsjón með útgáfu og sölu ríkisverðbréfa og á að efla tengsl milli eigenda og vænt- anlegra kaupenda spariskírteina og annarra ríkisverðbréfa. „Ég lít svo á að verði þetta dregið til baka og afgreiðslu frumvarpsins frestað, sé málið allt í sama farvegi og þegar það var iagt fram. En á meðan gefist mánuður til að ræða þessi mál eins og sveitarfélögin hafa farið fram á,“ sagði Guðmundur. Umræður um viðræður EFTA og EB stóðu enn í sameinuðu þingi þeg- ar Morgunblaðið fór i prentun og stóð til að ljúka þeim í nótt. Ekki hafði náðst samkomulag milli stjórn- ar og stjórnarandstöðu um sameigin- lega niðurstöðu. DAGAR TIL JÓLA Harðnar í ári hjá smáfuglunum: Bamaskólar fá sent fuglakom Sólskríkjusjóðurinn hefúr nú sent fuglakorn til flestra barna- skóla á Vestur-, Norður- og Austurlandi og til nokkurra skóla á Suðurlandi. „Við ákváðum að senda fyrst fúglakom til snjó- þyngstu svæða landsins," sagði Erlingur Þorsteinsson, formaður Sólskríkjusjóðsins. I frostum og snjóum undanfarna daga hefúr harðnað í ári hjá smáfúglunum eins og venjulega á þessum árstíma. Búið er að senda fimmtíu 30 Að sögn Erlings er fuglakornið kg sekki af fugiakomi í skólana. mjög gott fyrir snjótittlinga, en í sekkjunum er malað maískorn frá Kötlu hf. Lýsi hf. fær tilbúið fuglakorn frá V-Þýskalandi, en hjá þessum fyrirtækjum getur fólk keypt korn í sekkjum. þeir borða einnig brauðmola og hrísgijón. Þrestir og starrar snerta aftur ekki á þessu korni. Þeir vilja frekar matarleifar eins og kjöt, fisk, kartöflur og rófur. Þá eru fuglarnir gráðugir í fitu, eins og t.d. mör. Erlingur vildi benda fólki, sem hefur ekki gefið fuglum áður, á að gefa þeim á svæðum sem kett- ir komast ekki inn á, eins og á svalir eða á bílskúrsþök. „Fólk verður stundum að sýna þolin- mæði til að byija með. Fuglar sjást kannski ekki í nokkra daga, en þeir þefa fljótiega upp þann stað sem gefið er á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.