Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 290. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skothríð rúmensku öryggislögreglunnar á óbreytta borgara: Sjónarvottar í Timisoara tala um hundruð fallinna Búdapest. Belgrað. Reuter og Daily Telegraph. SVO virðist sem rúmenskar öryggissveitir hafi myrt tugi ef ekki hundruð manna aðfaranótt sunnudags í borginni Timisoara í vestur- hluta landsins. Þúsundir manna höfðu safnast saman í borginni til að mótmæla handtöku prests af ungverskum ættum. Kona sem býr í borginni sagði í samtali við austurríska útvarpsstöð að skothríðin hefði verið „eins og styrjöld væri skollin á“. Hafði hún eftir sjónar- vottum að hinir Iátnu gætu verið allt að eitt hundrað. Útvarpsstöð í vestur-þýsku borginni Bremen hafði það eftir rúmenskum rithöf- undi, William Totok, að milli þrjú og fjögur hundruð manns hefðu Reuter „Frelsi — líka í Rúmeníu,“ segir á skiltinu sem Leipzig-búar komu íyrir innan um hundruð af logandi kertum í gærkvöldi. Þá tóku 150.000 manns þátt í minningarathöfn um- fórnarlömb fjögurra áratuga stalínisma í Austur-Þýskalandi. Einnig kom til geysifjölmennra mótmælaaðgerða í gær í Búdapest, höfuðborg Ungveijalands, gegn ógnarstjórninni í Rúmeníu. Spenna eykst í samskiptum Panama og Bandaríkj anna Panamaborg. Reuter. fallið. Júgóslavi sem ekki vildi láta nafns síns getið en varð vitni að atburðunum í Timisoara sagði í gær að nokkur þúsund Ungveijar hefðu byijað að safnast saman fyrir fram- an heimili Laszlo Tokes, lútersks prests sem nýtur almennrar virð- ingar í borginni, þegar fréttist að reka ætti hann úr landi fyrir bar- áttu hans fyrir mannréttindum. Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags kom fjöldi lögreglubif- reiða að heimili Tokes. Presturinn kom út í glugga og bað fólkið sem Ráðherrar EFTA og EB hittast Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÁÐHERRAR aðildarríkja EFTA og EB hittast á sameigin- legum fúndi hér í Brussel í dag til að ákveða frekari viðræður um evrópska efnahagssvæðið (EES), sem ætiunin er að stofna í ársbyijun 1993. Undanfarna mánuði hafa emb- ættismenn kannað allar hliðar á samstarfi bandalaganna og lagt fram niðurstöður sínar sem verða grundvöllur frekari viðræðna með virkari þátttöku stjórnmálamanna. slegið hafði skjaldborg um heimili hans að yfirgefa staðinn í friði. Er það sá að andlit hans var skrámað og hendur hans blóðugar brutust óeirðirnar út. Sumir segja að tíu þúsund manns hafi tekið þátt í þeim, bæði Rúmenar og Ungveijar. Fólkið hrópaði „Frelsi“, „Niður með Ceausescu!" og „Rúmenar rísið upp!“ „Svo byijaði lögreglan að skjóta á livað sem fyrir varð,“ sagði einn sjónarvotta. I gær var ekkert vitað um afdrif Tokes og talið var að hann hefði verið handtekinn. Radislav Dencic, Júgóslavi sem stundað hefur nám við háskólann í Timisoara, kom til heimalands síns í gær. í viðtali við fréttamenn sagði hann að mikil mótmæli hefðu brot- ist út aðfaranótt sunnudags. „Bif- reiðum var velt á götum úti og rúður voru brotnar. Fólk réðst inn í bókaverslanir, reif bækur Nikolai Ceausescus [Rúmeníuforseta] úr hillum og kveikti í þeim,“ sagði Dencic. Við svo búið hefði herinn hafið skothríð á mannfjöldann með rifflum og úr þyrlum. „Hundruð manna féllu í götuna fyrir framan mig,“ sagði Dencic. Mótmælin á sunnudag eru mestu andófsaðgerðir í Rúmeníu síðan efnt var til verkfalla í borginni Brasov í Karpatafjöllum fyrir tveimur árum. Ceausescu lét sér þó fátt um finnast og fór í gær í þriggja daga opinbera heimsókn til Irans. SPENNA magnast nú í samskipt- um Panama og Bandaríkjanna. Bandarísk yfirvöld saka Manuel Noriega herforingja um að efna til misklíðar að yfirlögðu ráði. 1 gær skiptust bandarískir her- menn og panamísk lögregla á skotum í Panamaborg með þeim afleiðingum að panamiskur lög- reglumaður særðist. Spennan í samskiptum ríkjanna hefur stigmagnast undanfarna daga. Á föstudag samþykkti þing Panama einróma að stríð ríkti milli ríkjanna, Marlin Fitzwater vísaði þessari yfirlýsingu á bug og sagði samskipti ríkjanna vart geta orðið verri en þau væru þá þegar. í gær varð Fitzwater að draga nokkuð í land og segja að ef til vill hefði búið meira að baki yfirlýsingar þingsins en hann vildi vera láta. Ástæðan var sú að skorist hefur í odda með bandarískum hermönnum og panamískum, undanfarna daga. Á laugardag féll bandarískur hermaður fyrir byssukúlu panam- ískra hermanna. Yfirvöld í Panama segja að bandarískir hermenn hafi ráðist á óbreytta borgara í Panama- 'borg og komið hafi til átaka milli hermanna ríkjanna með fyrrgreind- um afleiðingum. Bandarísk yfirvöld fullyrða á hinn bóginn að fjórir borgaraklæddir bandarískir her- menn hafi villst af leið í Panama- borg. Panamískir hermenn hafi stöðvað bifreið þeirra og rekið þá út. Þegar þeir reyndu að flýja var einn þeirra skotinn og annar særð- ur. Um það bil 12.000 bandarískir hermenn eru í Panama til að veija skipaumferð um Panama-skurðinn og hafa þeir nú hægt um sig. Þrátt fyrir það kom til átaka í gær. Að sögn bandarískra yfirvalda atvikað- ist það svo að bifreið bandarísks hermanns var stöðvuð. Að sögn dró panamískur lögreglumaður upp byssu sína og var Bandaríkjamað- urinn þá fyrri til að hleypa af. Tal- ið er að lögreglumaðurinn hafi særst en ekki lífshættulega. Útför Sakharovs gerð í Moskvu: Heiðrum hann með sigri á afturhaldinu - sagði Gavríl Popov á útifimdi Moskvu. Reuter. KISTU mannréttindafrömuðarins Andrejs Sakliarovs var ekið frá húsakynnum vísindaakademíunnar til Lúsníki-garðs í Moskvu í gær þar sem 80 þúsund manns vottuðu hinum látna virðingu í slydduveðri. Eftir athöfnina í garðinum var Sakharov jarðsettur í Vostrakovskoje-kirkjugarði í útjaðri borgarinnar og var þar fámennt að ósk ekkju Sakharovs, Jelenu Bonner. Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétleiðtogi ritaði nafii sitt í bók til minningar um Sakh- arov í húsakynnum akademíunnar og ræddi við Bonner í nokkr- ar mínútur. Fundurinn í Lúsníki-garði snerist fljótlega í baráttu- fúnd róttækra umbótasinna. Hagfræðingurinn Gavríl Popov hyllti framlag Sakharovs til lýð- ræðisins en sagði baráttuna hvergi nær á enda. „Heiðram minningu Sakharovs og veitum afturhaldsseggjunum ráðningu í Kista Sakharovs borin inn í Lúsíki-garð í Moskvu. Reuter kosningunum í mars. Við munum sigra!“ sagði Popov. Presturinn Gleb Jakúnín sagði Sakharov hafa verið píslarvott málstaðar síns; hann hefði fært mönnum frelsið sem slavneskar bræðraþjóðir hefðu nú nýtt sér til að brjóta niður Járntjaldið. Dyngja af blómum myndaðist við ræðupallinn þar sem líkbör- urnar lágu. Haldið var á loft myndum af Sakharov, logandi kertum og fánum einstakra Sov- ét-lýðvelda. Víða sáust slagorð sjálfstæðra þjóðmálahreyfinga. Margir báru spjöld og barmmerki með tölunni 6 til að minna á bar- áttu Sakharovs gegn stjórnar- skrárákvæði um forræði komm- únista. Vopnaðar lögreglusveitir voru hvarvetna á stjái en hvergi kom til átaka. Sjá ennfremur: „Um 100 þús- und manns ... “ á bls. 39.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.