Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 1
88 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
290. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skothríð rúmensku öryggislögreglunnar á óbreytta borgara:
Sjónarvottar í Timisoara
tala um hundruð fallinna
Búdapest. Belgrað. Reuter og Daily Telegraph.
SVO virðist sem rúmenskar öryggissveitir hafi myrt tugi ef ekki
hundruð manna aðfaranótt sunnudags í borginni Timisoara í vestur-
hluta landsins. Þúsundir manna höfðu safnast saman í borginni til
að mótmæla handtöku prests af ungverskum ættum. Kona sem býr
í borginni sagði í samtali við austurríska útvarpsstöð að skothríðin
hefði verið „eins og styrjöld væri skollin á“. Hafði hún eftir sjónar-
vottum að hinir Iátnu gætu verið allt að eitt hundrað. Útvarpsstöð
í vestur-þýsku borginni Bremen hafði það eftir rúmenskum rithöf-
undi, William Totok, að milli þrjú og fjögur hundruð manns hefðu
Reuter
„Frelsi — líka í Rúmeníu,“ segir á skiltinu sem Leipzig-búar komu íyrir innan um hundruð af logandi
kertum í gærkvöldi. Þá tóku 150.000 manns þátt í minningarathöfn um- fórnarlömb fjögurra áratuga
stalínisma í Austur-Þýskalandi. Einnig kom til geysifjölmennra mótmælaaðgerða í gær í Búdapest,
höfuðborg Ungveijalands, gegn ógnarstjórninni í Rúmeníu.
Spenna eykst í samskiptum
Panama og Bandaríkj anna
Panamaborg. Reuter.
fallið.
Júgóslavi sem ekki vildi láta
nafns síns getið en varð vitni að
atburðunum í Timisoara sagði í gær
að nokkur þúsund Ungveijar hefðu
byijað að safnast saman fyrir fram-
an heimili Laszlo Tokes, lútersks
prests sem nýtur almennrar virð-
ingar í borginni, þegar fréttist að
reka ætti hann úr landi fyrir bar-
áttu hans fyrir mannréttindum.
Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt
sunnudags kom fjöldi lögreglubif-
reiða að heimili Tokes. Presturinn
kom út í glugga og bað fólkið sem
Ráðherrar
EFTA og
EB hittast
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
RÁÐHERRAR aðildarríkja
EFTA og EB hittast á sameigin-
legum fúndi hér í Brussel í dag
til að ákveða frekari viðræður
um evrópska efnahagssvæðið
(EES), sem ætiunin er að stofna
í ársbyijun 1993.
Undanfarna mánuði hafa emb-
ættismenn kannað allar hliðar á
samstarfi bandalaganna og lagt
fram niðurstöður sínar sem verða
grundvöllur frekari viðræðna með
virkari þátttöku stjórnmálamanna.
slegið hafði skjaldborg um heimili
hans að yfirgefa staðinn í friði. Er
það sá að andlit hans var skrámað
og hendur hans blóðugar brutust
óeirðirnar út. Sumir segja að tíu
þúsund manns hafi tekið þátt í
þeim, bæði Rúmenar og Ungveijar.
Fólkið hrópaði „Frelsi“, „Niður með
Ceausescu!" og „Rúmenar rísið
upp!“ „Svo byijaði lögreglan að
skjóta á livað sem fyrir varð,“ sagði
einn sjónarvotta. I gær var ekkert
vitað um afdrif Tokes og talið var
að hann hefði verið handtekinn.
Radislav Dencic, Júgóslavi sem
stundað hefur nám við háskólann í
Timisoara, kom til heimalands síns
í gær. í viðtali við fréttamenn sagði
hann að mikil mótmæli hefðu brot-
ist út aðfaranótt sunnudags. „Bif-
reiðum var velt á götum úti og
rúður voru brotnar. Fólk réðst inn
í bókaverslanir, reif bækur Nikolai
Ceausescus [Rúmeníuforseta] úr
hillum og kveikti í þeim,“ sagði
Dencic. Við svo búið hefði herinn
hafið skothríð á mannfjöldann með
rifflum og úr þyrlum. „Hundruð
manna féllu í götuna fyrir framan
mig,“ sagði Dencic.
Mótmælin á sunnudag eru mestu
andófsaðgerðir í Rúmeníu síðan
efnt var til verkfalla í borginni
Brasov í Karpatafjöllum fyrir
tveimur árum. Ceausescu lét sér
þó fátt um finnast og fór í gær í
þriggja daga opinbera heimsókn til
Irans.
SPENNA magnast nú í samskipt-
um Panama og Bandaríkjanna.
Bandarísk yfirvöld saka Manuel
Noriega herforingja um að efna
til misklíðar að yfirlögðu ráði. 1
gær skiptust bandarískir her-
menn og panamísk lögregla á
skotum í Panamaborg með þeim
afleiðingum að panamiskur lög-
reglumaður særðist.
Spennan í samskiptum ríkjanna
hefur stigmagnast undanfarna
daga. Á föstudag samþykkti þing
Panama einróma að stríð ríkti milli
ríkjanna, Marlin Fitzwater vísaði
þessari yfirlýsingu á bug og sagði
samskipti ríkjanna vart geta orðið
verri en þau væru þá þegar. í gær
varð Fitzwater að draga nokkuð í
land og segja að ef til vill hefði
búið meira að baki yfirlýsingar
þingsins en hann vildi vera láta.
Ástæðan var sú að skorist hefur í
odda með bandarískum hermönnum
og panamískum, undanfarna daga.
Á laugardag féll bandarískur
hermaður fyrir byssukúlu panam-
ískra hermanna. Yfirvöld í Panama
segja að bandarískir hermenn hafi
ráðist á óbreytta borgara í Panama-
'borg og komið hafi til átaka milli
hermanna ríkjanna með fyrrgreind-
um afleiðingum. Bandarísk yfirvöld
fullyrða á hinn bóginn að fjórir
borgaraklæddir bandarískir her-
menn hafi villst af leið í Panama-
borg. Panamískir hermenn hafi
stöðvað bifreið þeirra og rekið þá
út. Þegar þeir reyndu að flýja var
einn þeirra skotinn og annar særð-
ur.
Um það bil 12.000 bandarískir
hermenn eru í Panama til að veija
skipaumferð um Panama-skurðinn
og hafa þeir nú hægt um sig. Þrátt
fyrir það kom til átaka í gær. Að
sögn bandarískra yfirvalda atvikað-
ist það svo að bifreið bandarísks
hermanns var stöðvuð. Að sögn dró
panamískur lögreglumaður upp
byssu sína og var Bandaríkjamað-
urinn þá fyrri til að hleypa af. Tal-
ið er að lögreglumaðurinn hafi
særst en ekki lífshættulega.
Útför Sakharovs gerð í Moskvu:
Heiðrum hann með
sigri á afturhaldinu
- sagði Gavríl Popov á útifimdi
Moskvu. Reuter.
KISTU mannréttindafrömuðarins Andrejs Sakliarovs var ekið frá
húsakynnum vísindaakademíunnar til Lúsníki-garðs í Moskvu í
gær þar sem 80 þúsund manns vottuðu hinum látna virðingu í
slydduveðri. Eftir athöfnina í garðinum var Sakharov jarðsettur
í Vostrakovskoje-kirkjugarði í útjaðri borgarinnar og var þar
fámennt að ósk ekkju Sakharovs, Jelenu Bonner. Míkhaíl Gorb-
atsjov Sovétleiðtogi ritaði nafii sitt í bók til minningar um Sakh-
arov í húsakynnum akademíunnar og ræddi við Bonner í nokkr-
ar mínútur. Fundurinn í Lúsníki-garði snerist fljótlega í baráttu-
fúnd róttækra umbótasinna.
Hagfræðingurinn Gavríl Popov
hyllti framlag Sakharovs til lýð-
ræðisins en sagði baráttuna
hvergi nær á enda. „Heiðram
minningu Sakharovs og veitum
afturhaldsseggjunum ráðningu í
Kista Sakharovs borin inn í Lúsíki-garð í Moskvu.
Reuter
kosningunum í mars. Við munum
sigra!“ sagði Popov. Presturinn
Gleb Jakúnín sagði Sakharov hafa
verið píslarvott málstaðar síns;
hann hefði fært mönnum frelsið
sem slavneskar bræðraþjóðir
hefðu nú nýtt sér til að brjóta
niður Járntjaldið.
Dyngja af blómum myndaðist
við ræðupallinn þar sem líkbör-
urnar lágu. Haldið var á loft
myndum af Sakharov, logandi
kertum og fánum einstakra Sov-
ét-lýðvelda. Víða sáust slagorð
sjálfstæðra þjóðmálahreyfinga.
Margir báru spjöld og barmmerki
með tölunni 6 til að minna á bar-
áttu Sakharovs gegn stjórnar-
skrárákvæði um forræði komm-
únista. Vopnaðar lögreglusveitir
voru hvarvetna á stjái en hvergi
kom til átaka.
Sjá ennfremur: „Um 100 þús-
und manns ... “ á bls. 39.