Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 11
MÖtíÖUNÖtÁBIð ÞKIÐÍUÖAdOR' Ið. DESEMBER '1989 /
FLOTTAFOLK FYR-
IR HÁLFRIÖLD
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Einar Heimisson:
GÖTUYÍSA GYÐINGSINS.
168 bls. Vaka-Helgafell.
Reykjavík, 1989.
»Þú ættir að fara að gæta þín,
ég hef örlög þín á valdi mínu, sagði
Islendingurinn. Skilurðu það! Eg
hef örlög þín á valdi mínu. Þú
lærðir leðuriðjuna af mér og ég
hjálpaði þér að læra málið og núna
ætlarðu að hafa af mér öll við-
skipti — helvískur. Ég hef sam-
bönd, Ottó, ég þekki menn á rétt-
um stöðum. Ég get komið þér úr
landi. Skilurðu það!«
Voru þetta viðtökurnar sem
þýskir Gyðingar hrepptu á íslandi?
Voru íslendingar þá litlu skárri en
nasistarnir þýsku? Af ofangreind-
um málsgreinum að dæma mætti
ætla svo?
Einar Heimisson er kornungur
höfundur, lipur penni, hugmynda-
ríkur og vel lesinn í efni því sem
hann hefur unnið með. En einföld-
un hlutanna fer oft saman við
æskuhugsjónirnar. Þjóðveijar voru
ekki allir nasistar og óþverra-
skepnur eins og ætla mætti af
Götuvísu Gyðingsins. Þegar Hitler
komst til valda ,var þar margt
kommúnista, sósíaldemóktara,
miðflokkamanna og jafnvel hægri
manna sem héldu fast við skoðan-
ir sínar allar götur fram yfir stríð
þótt þeir hikuðu við að fórna lífinu
fyrir málstaðinn, að vísu. Og hvað
sem öðru líður hafði íslenskur al-
menningur djúpa samúð með Gyð-
ingum þeim sem hingað leituðu.
Sem betur fór, bæði fyrir þá og
íslendinga, tókst nokkrum þeirra
að ílendast hér. Ekki er annað vit-
að en þeir hafi orðið góðir þegnar.
En Einar vill hafa hlutina krass-
andi og afdráttarlausa. Það er
annars vegar heiftin og ofbeldið
en hins vegar. hörmuleg örlög
hinna landlausu sem hann tekur
fyrir í skáldsögu sinni, og málar
það allt sterkum litum.
Ef til vill er erfitt fyrir ungan
höfund að setja sig inn í líf og
hugsunarhátt Evrópubúa fyrir
fimmtíu til sextíu árum framar því
sem iesa má um í sagnfræðiritum.
Vægt er til orða tekið þótt sagt
sé að lífsviðhorfin hafi þá verið
önnur. Pólitíkin var miklu meira
tilfinningamál. Varla þaif heldur
að minna á að heimsstyijöld var
lokið fyrir fáum árum og önnur í
vændum. Margur trúði að til væri
einhver einn réttur málstaður sem
sjálfsagt væri að berjast fyrir hvað
sem það kostaði. Útlitið í heims-
málunum var ekki aðeins háska-
samlegt heldur líka flókið. Það
vissu íslensk stjórnvöld eins og
aðrir þótt þau hefðu mátt sýna
meiri manndóm gagnvart flótta-
mönnum sem hingað leituðu.
Ég hygg áð Gyðingum hafi ver-
ið hér almennt betur tekið en ætla
mætti af frásögn Einars enda þótt
íslendingar væru flestir andvígir
því að útlendingar settust hér að;
töldu sig betur menntaða, gáfaðri
og meiri en aðra! Kannski var það
■ranghverfa vanmetakenndarinnar?
Því öðrum þræði var snobbað hér
fyrir útlendingum.
Einar hefur sýnilega kynnt sér
hinn sögulega bakgrunn atburð-
anna, farið ofan í embættisskjöl,
dagbíöð og vafalaust fleiri heimild-
ir. Þarna má gera sér í hugarlund
hvernig Austurstræti leit út á
síðari hluta fjórða tugarins, og
reyndar bærinn yfirhöfuð. Lýst er
Biblían í myndum
List og hðnnun
Bragi Ásgeirsson
Upp í hendur mínar hefur bor-
ist þriðja útgáfa hinnar frægu
myndlýstu biblíu Gustave Doré frá
hendi Auðuns Blöndals.
Gustave Doré (f. 1832 í Strass-
borg, d. 1883 í París) vár mikill
teiknari og dreymdi mikla drauma
um frægð og frama á sviði mál-
aralistarinnar, en minna varð úr
þeim en efni stóðu til. Telja má
Doré fjölhæfasta og vinsælasta
myndlýsi bóka seinni helmings
nítjándu aldar, en hann mynd-
skreytti mörg frægustu ritverk
tímanna jafnt sem fyrri tíma
heimsbókmenntir. Auk þess
myndskreytti hann tímarit og
gerði m.a. eina litógrafíu á viku
fyrir tímaritið „Journal pour rire“
í þijú ár!
Doré var gríðarlega af-
kastamikill og er hann
gerði teikningar síanr við
biblíuna hafði hann eigin
myndskera sér til aðstoðar
og var hér mjög kröfuharð-
ur, en ný tækni hafði þá
valdið byltingu á sviði
myndlýsinga, sem opnaði
nýja möguleika er hann
naut góðs af.
Frumútgáfa myndlýs-
ingar Dorés á biblíunni, hin
svonefnda almennings-
bibía, kom fyrst út árið
1866 í tveim glæsilegum
bindum og kostaði skild-
inginn sinn, enda einungis
gefin út í 3.000 eintökum
er seldust upp á einum
mánuði. Slík voru afköst
hans að sama ár kom einn-
ig út myndskreytt útgáfa
á Paradísarmissi Johns Miltons!
Til sanns vegar má færa að
Doré hafi unnið að fjölföidun list-
ar sinnar eins og prentverk og
að hin gríðarlegu afköst hans
hafi sett mark sitt á útfærslu
þeirra, en það verður vissulega
ekki frá manninum tekið, að hann
kunni með fádæmum vel að draga
upp myndir.
Gæti ég trúað því að frumút-
gáfan með þeirri tækni sem þá
tíðkaðist væri mun blæbrigðarík-
ari og fínlegri en hin harða og á
köflum dökka offsetprentun, en
hef hér að sjálfsögðu engan sam-
anburð.
Þetta er sem fyrr segir þriðja
útgáfa Auðuns Blöndals á bókinni
hér á landi og má af því marka
að íslenzkur almenningur hefur
tekið henni mjög vel og náð að
lifa sig inn í þessar myndlýsingar
hins iðjusama meistara.
Dauði Absalóns. II Sam. 18,9.
Ifir
Einar Heimisson
hvernig fólk klæddist. Og atvinnu-
leysið og kreppan minna hvarvetna
á sig. Rétt má einnig vera það sem
i sögunni stendur að Reykjavík
hafi átt »einungis tvær vændiskon-
ur og einn öfugugga«.
Sá er hins vegar galli sögunnar
— sem skáldverks — að persónurn-
ar eru fremur málpípur tiltekinna
skoðana (eða fordóma) en lifandi
fólk. Fólk hugsaði ekki upphátt
þá fremur en nú. Kannski var það
ekki betur innrætt en lýst er í sög-
unni. En það reyndi þá að minnsta
kosti að leyna því, var ekki eins
frumstætt og opinskátt og sögu-
persónurnar í Götuvísu Gyðingsins.
Og eitt enn: þótt íslendingar hafi
lengi verið skömmóttir sýnist mér
þarna einum of Iangt gengið.
Að lokum: verulega góð saga
ef hliðsjón er höfð af æsku höfund-
arins. Stíll og bygging með ágæt-
um. En persónusköpun allt of
grunnfærnisleg.
Kannski á höfundur eftir að
kafa dýpra og skapa flóknari og
þá um leið raunverulegri mann-
gerðir?
RUSKINNSJAKKAR MEÐ LOÐSKINNSKRAGA
PELSINN
Kirkjuhvoli -simi 20160