Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 Fangelsismálastofiiun — verkefni og framtíðarsteftia Verkeftii o g framtíðarsteftia eftir Harald Johannessen Frá 1978 og fram að síðustu áramótum hiifði fangelsismáladeild dómsmálaráðuneytisins með hönd- um, meðal annarra verkefna, fulln- ustu refsidóma, yfirstjórn á rekstri fangelsa og Skilorðseftirlits ríkis- ins, veitingu reynslulausna og af- greiðslu tillagna um náðanir. Skil- orðseftirlit ríkisins fór, allt fram að síðustu áramótum, með umsjón og eftirlit með þeim sem frestað var ákæru gegn, dæmdir voru skilorð- bundið og sættu eftirliti, og fengu skilorðsbundna náðun eða reynslu- lausn. Frá og með 1. janúar síðast- liðnum var Skilorðseftirlit ríkisins lagt niður og verkefni þess og fang- elsismáladeildar dómsmálaráðu- neytisins færð undir nýja stofnun, Fangelsismálastofnun ríkisins, sem sett var á fót með lögum nr. 48/1988, um fangelsi og fangavist. Fyrirmyndir að stofnuninni sóttum við til hliðstæðra stofnana á Norð- urlöndunum og lagði þáverandi dómsmálaráðherra, Jón Sigurðsson, lagagrundvöllinn að Fangelsismála- stofnun. Hinn 20. apríl 1982 var sam- þykkt á Alþingi svohljóðandi þings- ályktun um fangelsismál: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að gera heildarút- tekt á fangelsismálum og endur- skoða lög og reglur þar að Iútandi. Á grundvelli þeirrar úttektar skal nefndin skila áiiti jafnóðum og það liggur fyrir er feli í sér: 1. Stöðu fangelsismála. 2. Tillögur um brýnar úrbætur. 3. Áætlun um æskilega framtíð- arskipan fangélsismála.“ Síðar um vorið 1982 var svo skip- að i nefndina. Hún sat á rökstólum í 5 ár eða allt til 1987, en fátt kom frá henni er snerti stöðu fangelsis- mála, tillögur um brýnar úrbætur eða áætlun um æskilega framtíðar- skipan. Hins vegar var ýmsum áður lögfestum og ólögfestum reglum nú raðað skipulega í fmmvarps- form. Þetta fmmvarp varð loks útrætt 1988 og öðlaðist hin nýja fangelsislöggjöf gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hlutverk Faugelsismálastofiiunar Meginhlutverk Fangelsismála- stofnunar er skilgi-eint í 2. gr. lag- anna, en þar er kveðið á um að starfrækja skuli sérstaka fangelsis- málastofnun til þess að sjá um fulln- ustu refsidóma, annast félagslega þjónustu við fanga og þá sem frestað er ákæm gegn, dæmdir em skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar, en það er jafnframt hlutverk stofnunarinnar að annast eftirlit með þeim. Þá hefur hún með höndum daglega yfirstjórn á rekstri fangelsanna, en dómsmálaráðherra fer hins vegar með yfirstjóm allra fangelsismála. Enn er verkefna- skipting á milli þessara aðila nokk- uð ómótuð. Hjá stofnuninni starfa nú 9 starfsmenn, þar af 1 lögfræð- ingur auk sjálfs mín, 1 afbrotafræð- ingur, 1 sálfræðingur, 1 félagsráð- gjafi og 3 sérhæfðir fulltrúar auk ritara. Alls starfa hátt í 100 manns beint eða óbeint við fangelsin í landinu. Fangelsismálastofnun hefur ver- ið skipt upp í tvær deildir, annars vegar fullnustudeild og hins vegar félagsmáladeild. í grófum dráttum má segja að þeir þættir er varða fullnustu refsidóma, sem stofnun- inni berast frá Hæstarétti íslands og ríkissaksóknara, falli undir fulln- ustudeildina, svo sem boðanir til afplánunar, frestir og handtökur. í athugasemdum við framvarpið yar kveðið á um það að nauðsynlegt þætti að auka félagslega þjónustu við fanga, en félags-og sálfræði- þjónusta er hinn meginþátturinn í starfsemi Fangelsismálastofnunar auk skilorðseftirlitsins. Þrátt fyrir það starfar nú aðeins einn félags- ráðgjafi við stofnunina og fer verk- efnum hans stöðugt fjölgandi. Ljóst er að ef uppfylla á markmið lag- anna um að auka félagslega þjón- ustu við fanga þá verður að fjölga starfskröftum á því sviði. Gullin loforð í lagatexta nægja ekki. Auk félags- og sálfræðiþjónustu er það verkefni í höndum félagsmáladeild- ar að raða mönnum í fangelsin og veita leyfi úr refsivistinni, en um það gilda strangar reglur. Fimm fangelsi Eins og fyrr segir þá fer dóms- málaráðherra með yfirstjórn fang- elsismála.' Undir hann heyrir svo Fangelsismálastofnun en undir hana fimm fangelsi, þ.e.a.s. Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg, Kópavogsfangelsið, sem er okkar nýjasta fangelsi, Síðumúlafang- elsið, Litla-Hraun og Kvíabryggja. Þá em í notkun 6 pláss fyrir af- plánunarfanga í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri. Ein álman á lögreglustöðinni hefur verið lögð undir þessa starfsemi og sérstakir starfsmenn ráðnir til fangavörslu. Dagleg stjórn og rekstur einstakra fangelsa er í höndum forstöðu- manna þeirra, en að öðra leyti en að framan gi-einir heyrir fangelsið í bæ. Alls höfum við á að skipa 105 plássum fyrir afplánunarfanga og 13-15 gæsluvarðhaldsfanga í Síðu- múlafangelsinu. Varðandi fjölda afplánunarfanga skal þess getið að ísland á það sam- eiginlegt með öðmm Evrópuríkjum að föngum hefur fjölgað á undan- förnum áram. Hér á landi hefur þeim fjölgað frá því að vera 19 á hvetja 100.000 íbúa árið 1971 og í u.þ.b. 38 fanga árið 1988 eða um helming á 17 árum. Mér sýnist fangafjöldinn á yfirstandandi ári ætla að verða enn meiri en árið 1988. Erlendur Baldursson afbrota- fræðingur og deildarstjóri Fangels- ismálastofnunar, sem rannsakað hefur þessi mál sérstaklega, telur meðal annars helstu skýringarnar á auknum fangafjölda vera skilvirk- ari löggæslu og refsifullnustu, fjölgun dóma végna ölvunarakst- urs, nytjastuldar og fíkniefnabrota, en þó aðallega vegna fjölgunar auðgunar- og skjalafalsdóma. Hins nvegar er ekki um fjölgun að ræða vegna manndrápa og. annarra grófra ofbeldisbrota, svo og kyn- ferðisbrota. Þrátt fyrir þetta er ís- land í þriðja neðsta sæti miðað við 1. febrúar 1988 af aðildarlöndum Evrópuráðsins hvað fangafjölda snertir með um 41,3 fanga miðað við 100.000 íbúa, en Norður-írland er í efsta sæti með 125,2 fanga miðað við 100.000 íbúa og Malta í neðsta sæti með 19,7. Á þessu ári yfirfylltust fangelsin tvisvar sinnum. í fyrra skiptið í vor og í seinna skiptið nú í haust. Öll afplánunarfangelsin vöm fullskipuð og í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg, sem getur vistað 23 fanga, vom á tímabili skráðir 30 fangar. Skýringuna má að hluta til rekja til fjölda gæsluvarðhalds- fanga þar sem einangmn hafði ver- ið aflétt og þeir því færðir úr Síðu- múlafangelsinu og í Hegningar- húsið. í dag er hér um að ræða 4 menn sem segja má að taki pláss frá afplánunarföngum. Það er því enn eitt vandamálið að vistarverar em ekki til í Síðumúiafangelsinu fyrir þessa aðila enn sem komið er og því brýnt að úr verði bætt. Þá eru í dag um 150 einstaklingar boðaðir til afplánunar og nær boð- unartíminn fram á mitt næsta ár. Samt er ekki hægt að tala um að menn neyðist til að bíða eftir að afplána dóma sína. í flestum tilfell- um fara dómþolar sjálfir fram á að fresta afplánun. Segja má að öll afplánunarfang- i>. ÞORGRfMSSON & CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 NOBELSVERÐLAUNIBOKMENNTUM 1989 Kunnasta bók Camilo José Cela Paskval Dvarte oghyskihaiis í íslenskri þýðingu Kristíns R. Ólafssonar Sænska akademían heftir veittspænska rithöfundinum Camilo José Cela Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1989. Vaka-Helgafell hefur gefið út víðlesnustu bók hans, Paskval Dvarte og hyski hans, í meistaralegri þýðingu hins orðhaga fréttamanns útvarpsins á Spáni, Krist- ins R. Ólafssonar. Bókin um Paskval Dvarte er mögnuð skáldsaga um ævi ógæfumanns sem á í stöðugri baráttu við umhverfi sitt og eigið innræti. Hann er illmenni og öðlingur í senn. Þetta bókmenntaverk ber snilii hins nýja Nóbelshöfundarglöggtvitni. Skáldsagan um Paskval Dvarte fæstíbókaverslunum um alltland. Camllo José Cela og Krlstinn R. Ólafsson rœðast við ó heimill skóldslns ð Mallorca haustið 1988. VAKtó ÍBB HELGAFELL Síðumúla 29 Sfml 6-88-300 Haraldur Johannessen „Þrátt fyrir að frurn- varp til fjárlaga ársins 1990 geri ráð fyrir um 260 milljón króna fram- lagi til alls fangelsis- kerfísins má halda því fram að heildarstefiiu í þessum málaflokki skorti. Aætlun um brýnar úrbætur og æskilega skipan fang- elsismála þarf að ljúka.“ elsin séu í raun lokuð fangelsi, að undanskildum hluta Kópavogsfang- elsisins, en aðeins þar stunda út- valdir fangar nám eða vinnu frá fangelsinu. í hinum fangelsunum er vinna annaðhvort stunduð innan fangelsissvæðisins eða að vinnu er ekki að fá. Það er eftirtektarvert að af 105 afplánunarföngum eru einungis 2 langtímafangar sem stunda nú nám eða vinnu utan fang- elsisins. Það sem af er þessu ári hefur fjöldi þessara manna verið ails sex. Kópavogsfangelsið er aðallega fyrir kvenfanga en eins og fyrr sagði þá eru þar jafnframt vistaðir karlfangar með langa dóma sem em í námi eða að ljúka refsivist. Við höfum sett fram þá reglu að viðkomandi þurfi að hafa afplánað að minnsta kosti eitt ár áður en hann er færður úr einhveiju hinna fangelsanna og í Kópavogsfang- elsið. Að mínu viti þyrfti að auka þennan þátt í refsifullnustu og standa flest hinna Norðurlandanna okkur framar í þessum efnum. Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg er um 115 ára gamalt. Vistar- verarnar eru slíkar að varla er sæmandi þjóð sem telur sig til vest- rænna velferðarþjóðfélaga. Engin aðstaða er þar til tómstundaiðkana eða vinnu og fangar verða að mat- ast inni í klefum sínum eða á gang- inum. Annað vandræðabam okkar er Síðumúlafangelsið, en menn greinir nokkuð á um það hvort það var byggt sem bílageymsla eða bíla- þvottastöð fyrir lögregluna í Reykjavík. Ég held að það sé hins vegar nú óumdeilt að ráða verður bót á húsa- kosti Hegningarhússins og Síðu- múlafangelsisins og væntanlega leysast þau mál ekki fyrr en með tiikomu annarra Tiúsakynna. Auk framangreins vanda varð- andi húsnæðismál fangelsanna ber að nefna þann alvarlegasta. Hann snertir þá afbrotamenn sem sökum geðveiki verður eigi refsað og voru alls ófærir á þeim tíma þegar þeir frömdu afbrot til að stjórna gerðum sínum og hljóta dóma sem kveða á um það að vegna þessara ástæðna skuli þeir sýknaðir af refsikröfu en jafnframt dæmdir til að sæta ör- uggri gæslu á viðeigandi hæli eða stofnun. Hins vegar er engin slík stofnun til hér á landi og nú era 3 menn vistaðir í fangelsum landsins, þrátt fyrir að dómar þeirra kveði á um vistun á viðeigandi hæli eða stofnun. Hins vegar skortir laga- heimild til vistunar þeirra í fangelsi samkvæmt 3. gr. hinnar nýju fang- elsisiöggjafar. Þá eru jafnframt vistaðir í fangelsunum afplánunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.