Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 69
_______________M0RGUNBL4ÐIÐ: ÞKIDJUDAGUH lg. p^EMBEB, ,lg8p. Hvað verður um Öskjuhlíðina? eftir Einar Egilsson Undanfarin misseri hefur Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands gengist fyrir mörgum vettvangs- ferðum almennings í Öskjuhlíðina til að stuðla að kynnum fólks við þetta merka útivistarsvæði, nátt- úru þess og sögu, en einnig til að kanna ástand þess. Öskjuhlíðin tengist Bljáfjallaleiðinni svokölluðu sem félagið hefur haft forgöngu um að kynna og er því hluti af órofinni heild opinna svæða úr miðbæ Reykjavíkur um Fossvogs- og Elliðaárdal upp í Bláfjöll. Einnig hafa dagvistarbörn notið leiðsagn- ar við náttúruskoðun í Öskjuhlíð- inni á vegum félagsins. Þær upplýsingar sem fyrir Iiggja um framtíð Öskjuhlíðar valda áhugafólki um náttúruvernd og umhverfi miklum áhyggjum enda benda þær til að í framtíðinni verði svæðið ekki sá gæðareitur sem vonir stóðu til. Neikvæð áhrif Áhuggjur af framtíð Öskjuhh'ðar varða einkum eftirtalin atriði: Gengið hefur verið all verulega á svæðið og nú síðast með vega- gerð um norðurhlíðina; reist hefur verið bensínstöð upp í hlíðinni sem að mati stjórnar NVSV hefði mátt reisa fjær hlíðinni. Lagning Hlíðarfótsbrautar sem stefnt er að innan fárra ára mun skerða Öskjuhlíðina mjög mikið og gæði hennar sem útivistarsvæðis. Hér er um að ræða gamla skipu- Iagshugmynd sem sýnd var á skipulagsuppdrætti árið 1948 og nú er komið að því að framkvæma. Hlíðarfótsbraut mun liggja frá Reykjanesbraut í Fossvog, á bökk- um Fossvogs neðan kirkjugarðs, nærri rótum Öskjuhlíðar og sunnan að Njarðargötu. Reykjavíkurborg hefur í hendi sér alla ákvarðana- töku um lagningu hennar, til fram- kvæmda getur komið, hvenær sem er, úr þessu. Áhrif brautarinnar yrðu gríðarleg skerðing Öskjuhlíð- arsvæðisins, rof á náttúrulegum tengslum þess við Fossvoginn, Nauthólsvík og Skeijafjörð, um- ferðargnýr og umferðarmengun. Finna þarf bæði tæknilega og pólitíska lausn á þessu máli og vinna opinskátt að því; slík lausn kallará endurmat gömlu hugmynd- anna, heildstæða lausn umferðar- mála og nokkra viðhorfsbreytingu sem félagið er trúað á að. muni nást fram og er reiðubúið að taka þátt í að skapa. Fyrirhugað er að færa allt flug- rekstrarstarf á Reykjavíkurflug- velli inni á svæðið sunnan Öskju- hlíðar og mun það hafa mikil áhrif á útivistarsvæðið vegna aukinnar umferðar bíla og flugvéla. Öskjuhlíð hefur ekki verið sýnd- ur mikill sómi síðustu árin ef undan er skilin hreinsun oggrisjun á skóg- arsvæðinu og ekki mótuð sem skyldi jákvæð stefna um svæðið og framtíð þess. Ágætt dæmi um ómarkviss vinnubrögð er hið stóra tún á háhæðinni en markmiðið með ræktun þess virðist gleymt. Stefnumörkun ætti að miðast við að búa í haginn fyrir útivist og verndun umhverfis. Hún þarf að taka til umgengni, umhirðu, um- ferðar fólks, gangstíga og tengsl við nærliggjandi svæði, skógrækt- ar, aðkeyrslu, varðveislu sögulegra minja, leiðsagnar og upplýsinga um svæðið. Allt til þess að auka útivist- argildi svæðisins og sýna því og mannlifinu í borginni virðingu. Jákvæðir þættir Af jákvæðum þáttum er varða Öskjuhlíðina skal bent á eftirfar- andi: Öskjuhlíð og Fossvogsbakkar eru á náttúruminjaskrá Náttúru- verndarráðs sem mikilvægar nátt- úruminjar en það hefur ekki náð að hafa þau áhrif á áætlanir um framtíðarnýtingu svæðisins að maður og umhverfi hafi þar for- gang umfram ökutækin. Miklu skal því fórna. Með ræktun fjölbreytts útivistar- skógar hefur Öskjuhlíðinni verið gefið nýtt yfirbragð og aukin fjöl- breytni í gróðurfari. Þar er nú þeg- ar tækifæri til að upplifa skóga- rumhverfi og skynja og skilja áhrif skógar á umhverfið. Margir ganga um svæðið og sumir daglega. Nýtt veitingahús mun draga fólk að, en það mun þurfa að horfa niður á straumþunga á ökutækja hringinn í kringum Óskjuhlíðina. Ennþá er tækifæri til að skapa allstóran úti- vistarskóg í Öskjuhlíð og ekkert annað svæði svo nærri miðborginni mun gefast til slíkrar ræktunar. Fyrirhuguð lagning Hlíðarfóts- brautar mun skerða mjög gildi hans. Þess vegna er tækifærið sem nú gefst til að endurskoða gamlar úrlausnir í umferðarmálum og finna nýjar af stórhug afar dýr- mætt og góð gjöf til komandi kyn- slóða en náttúruverndarstarf á umfram annað að meta með tilliti til þeirra. Morgunblaðið/Bjami Einar Egilsson Mörg merk náttúrufyrirbæri er hér að finna sem skemmtilegt er að læra að túlka og skilja, s.s. forn fjörumörk, jökulmenjar, landmótun og setlög, þar er víðátta og frá- bært útsýni, einnig sögulegar minj- ar um búskaparhætti, þjóðleiðir, mannfundi, landamerki, gijótnám og járnbraut og hemámsárin. Svæðið er þegar fullplantað tijám að mati umsjónaraðila og hófst það verk 1952. Skógræktar- félag Reykjavikur hefur annast verkið en Hitaveitan kostað það. „Lagning Hlíðarfóts- brautar sem stefiit er að innan fárra ára mun skerða Öskjuhiíðina mjög mikið og gæði hennar sem útivistar- svæðis.“ Uppi er áhugaverð hugmynd um tijátegundasafn í suðurhlíðinni og um gönguleið undir flugbrautina í Skeijafjörð. Fyrirhugaðar eru úrbætur á út- falli skolps í Skeijafjörð sem í dag spillir Fossvogssvæðinu sem úti- vistarsvæði og mótar ímynd fólks um það. Á þessu svæði geta því opnast enn fjölbreyttari útivistar- möguleikar innan tíðar og fráleitt að ímynda sér að umrædd ak- braut, Hh'ðarfótsbrautin, eigi heima í samhengi þess. Nu vantar skynsamlegar ákvarð- anir í því mikilvæga menningar- og náttúruverndarmáli sem upp- bygging og umönnun Öskjuhlíðar og Fossvogsbrautar í þágu mannlífs í borginni er. Höúindur er formnður Náttúruvemdarfélags Suðvesturlands. AMIGA 500 Tölvan sem er efst á óskalistanum I ! ! Fáanlegur hugbúnaður: * Bestu leikir sem sjást á tölvum * Ritvinnsla * Teikniforrit * Heimilisbókhald * Forritunarmál * Ættfræðiforrit * og margt fleira ... TILBOÐ #2: Amiga 500/512 Kb A1084 litaskjár 1 ieikur Kennsludisketta Listaverö: kr. 108. 353.- Tilboðsverð: kr. 94.000.- Tilboðsverð miðast við staðgreiðslu. ÞÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Innifalið: * 4096 litir á skjá * Stereo hljóð * 3,5" diskettudrif (880 Kb) * Gluggavinnslukerfi * 68000 Motorola örgjafi (16/32 bita) * Fjölverkakerfi (Multitasking) TILBOÐ #1: Amiga 500/512 Kb Sjónvarpstengi 1 Leikur Kennsludisketta Listaverð: Tilboðsverð: kr. 62.817,- kr. 54.000.- Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar Hljómtœkja- samstœður Utvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 ARMA W PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.