Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 43
íSíléSÍÖfctóSÖf jíWÚESMÖÉR-1989 48 Athugasemd frá Lands- sambandi smábátaeigenda Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Landssambandi smábátaeigenda: í Morgunblaðinu þann 5. júlí 1989 er birt frétt ásamt mynd. Fréttin ber nafnið: „Fundu ólögleg laxanet við Laxárósa. Grunur um stórfelldan veiðiþjófnað." í um- ræddri frétt segir Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins m.a.: „Við höfum séð skrítið línukefli um borð í mótorbát á Kópaskeri og það er trú okkar að ekki sé hægt að veiða annan fisk á þau veiðarfæri heldur en lax. Sigurður (Sigurður Árnason hjá Isnó í Keldu- hverfi, sbr. upplýsingar í nefndri frétt. Innskot L.S.) smellt.i myndum af línunni, en þá kom bátseigandinn aðvífandi og brást ókvæða við.“ Með hér ofangreindri frétt er svo birt mynd af því línukefli, sem Orri Vigfússon nefnir í umsögn sinni. Fundur í stjórn Landssambands smábátaeigenda haldinn í Reykjavík 2. des. 1989 ályktar vegna ofangreindrar fréttar. 1. Nefnd línurúlla (sbr. mynd) er algengt veiðitæki, sem nýtist eingöngu við veiðar á þorski og ýsu með svokallaðri heilgirn- islínu, stundum nefnd Lófótlína. Aðilar sem stunda veiðivörslu ættu að þekkja öll venjuleg veið- arfæri, sem notuð eru til fisk- veiða í landhelgi íslands, svo ekki komi til mistúlkunar á nota- gildi þeirra. 2. Að framansögðu má ljóst vera að umrætt línukefli er ekki notað til ólöglegra laxveiða. Þar sem eftirlitsmennirnir, 'þeir Orri og Sigurður, hafa ekk’i gert hér áður greint línukefli upptækt og kært meinta ólöglega notkun þess, þá lítur stjórn L.S. svo á að þeir ættu að biðja eiganda báts og línukeflis opinberlega afsökunar á vafasömum frétta- flutningi. 3. Stjórn L.S. lítur svo á að góð samskipti milli laxveiðiréttar- hafa og annarrra veiðimanna, þar með talið smábátaeigenda, sé grundvöllur þess að viðkom- andi hafi nauðsynlegan skilning á rétti hvor annars og geti verið sæmilega sáttir. Umrædd grein í Morgunblað- inu þann 5. júlí sl. er ekki til þess fallin að stuðla að góðum samskiptum milli aðila. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 18. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 76,00 64,00 70,01 34,285 2.400.240 Þorskur(óst) 75,00 75,00 75,00 2,328 174.563 Ýsa 137,00 104,00 118,24 21,293 2.517.675 Karfi 38,50 20,00 37,76 7,736 292.141 Ufsi 41,00 40,00 40,49 13,718 555.524 Samtals 72,04 94,212 6.787.229 í dag verður meðal annars selt óákveðið magn af karfa og fleiri tegundum úr Víði HF og óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 97,00 52,00 76,48 43,322 3.313.397 Ýsa 97,00 60,00 79,58 5,155 410.249 Karfi 37,00 23,00 31,02 23,592 755.495 Ufsi Samtals 47,00 40,00 41,72 50,26 94,781 170,237 3.954.244 8.555.648 Selt var úr Viðey RE og Ásgeiri RE. I dag verða meðal annars seld 30 tonn af þorski, 30 tonn af ýsu og 45 tonn af ufsa úr Ásbirni RE, Þorláki ÁR og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Björgúlfi EA, Þorskur 105,00 60,00 73,89 45,063 3.329.580 Ýsa 130,00 39,00 99,42 11,972 1.190.254 Karfi 40,00 34,00 36,40 0,939 34.182 Ufsi Samtals 35,00 34,00 34,98 70,63 3,404 73,742 119.065 5.212.187 i dag verða meðal annars seld 15 tonn af þorski og 3 tonn af ýsu úr Þór Péturssyni ÞH og Eimi GK, svo og 15 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu úr línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Bretlandi 11. til 15. desember. Þorskur 124,67 221,960 27.672.067 Ýsa 135,17 15,355 2.075.543 Ufsi 79,59 1,945 154.794 Karfi 57,31 0,368 36.394 Grálúða 101,06 36,410 3.679.437 Samtals 121,68 277,245 33.736.302 Selt var úr Hjörleifi RE í Grimsby 13. desember, Sólbergi ÓF í Grimsby 14. desember og Þórhalli Daníelssyni SF í Hull 15. desember. GÁMASÖLUR í Bretlandi 11. til 15. desember. Þorskur 112,63 413,455 46.567.401 Ýsa 124,93 300,965 37.599.015 Ufsi 67,06 13,514 906.262 Karfi 56,97 18,993 1.082.042 Koli 128,70 59,980 7.719.335 Samtals 115,40 883,413 101.946.686 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 11. til 1! 5. desember. Þorskur 99,11 9,598 951.243 Ýsa 155,47 6,284 976.972 Ufsi 86,48 417,216 37.719.999 Karfi 90,41 417,216 37.719.999 Grálúða 108,72 0,409 44.465 Samtals 89,66 677,337 60.731.989 Selt var úr Breka VE 12. desember, Drangey SK 13. desember og Má SH 15. desember. Selt var úr öllum skipunum í Bremerhaven. Nokkrir af leikurum myndarinnar. Frá vinstri eru Guðmundur Elías Stefánsson, Elsa Nielsen, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Karl 01- geirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir. „Leikur að eldi“: Stuttmynd eftir verðlaunahandriti NEFND um átak í áfengisvörn- um, skipuð af heilbrigðisráð- herra, efndi sl. vor til handrita- og slagorðasamkeppni í grunn- og framhaldsskólum. Hvort- tveggja átti að lýsa ávinningi þess að neyta ekki vímuefna. Nefhdinni bárust um 150 tillög- ur. Slagorð Hólmfríðar Ýrar Gunnlaugsdóttur, nemenda í Lækjarskóla í Hafttarfirði, „Þú vinnur lífsins glímu án vímu“ fékk fyrstu verðlaun í slagorða- ^keppninni óg nú hefúr verið gerð leikin stuttmynd, „Leikur að eldi“, eftir verðlaunahándriti Gerðar Gestsdóttur, nemanda í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Leikur að eldi“ er rúmlega fjög- urra mínútna löng, gerð af Kvik- myndafélaginu Nýja bíói hf. Hilmar Oddsson er leikstjóri myndarinnar og samdi hann einnig tónlist. Leik- arar eru Guðrún Edda Þðrhannes- dóttir, Karl Olgeirsson, Heiðrún Anna Björnsdóttir, Elsa Nielsen, Guðmundur Elías Stefánsson, Halldóra Anna Hagalín, Gunnar Ómarsson, Brynhildur Guðmunds- dóttir og Jökull Sigurðsson. Sjóvá- Almennar, Þjóðkirkjan, Slysavarna- félag íslands, Vímulaus æska, Rauði kross Isiands, Átak gegn áfengi og Lions-hreyfingin styrktu gerð myndarinnar. Að sögn Aldísar Ingvadóttur, námsstjóra í fíknivörnum og full- trúa menntamálaráðuneytis í nefndinni, er myndinni ætlað að höfða almennt til unglinga, að þeir hugsi sig um og velji í eigin þágu og að myndin sé laus við hræðsluá- róður. Ætlunin er að myndin verði sýnd í sjónvarpi á milli dagskrárliða, í athugun er að sýna hana í kvik- myndahúsum fyrir kvikmyndasýn- ingar og jafnvel að semja við dreif- ingaaðila myndbanda um að setja hana á myndbönd. Komst upp um bruggara þegar vatns- rör brast LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á hátt í annað'hundrað lítra af heimabruggi í fjölbýlishúsi í vesturbænum á sunnudag. Upp komst um bruggið þegar heitt vatn tók að leka milli hæða í hús- inu. Hringt var á lögreglu sem knúði dyra á íbúðinni þaðan sem vatnið hafði lekið og vakti þar upp íbúana. Þegar inn kom blöstu við lögreglunni bruggkútar og -tæki. Leiðsla sem notuð hafði verið við bruggunina hafði gefið sig og vatn lekið um öll gólf og smogið niður á næstu hæð. I íbúðinni voru 25 þriggja pela flösk- ur af neysluhæfu bruggi auk þess sem lagt hafði verið í á annað hundr- að lítra til viðbótar. Fjórir menn voru handteknir á staðnum og færðir til yfirheyrslu. Bruninn á Skagaströnd: Kviknaði í út frá djúpsteik- ingarfeiti Talið er víst að upptök eldsins, sem varð manni að bana á Skagaströnd á fimmtudag í síðustu viku, megi rekja til þess að djúpsteikingarfeiti hafi gleymst í venjulegum potti á heitri eldavél. Að sögn rannsóknar- lögreglu fylgir mikil eldhætta því að djúpsteikja með þessum hætti og kviknar í feitinni á skömmum tíma gleymist hún á heitri hellu. Ánægðir krakkar á leikskólanum á Hellu. Hella: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nýr leikskóli tekinn í notkun Selfossi. NÝLEGA var tekinn í notkun nýr leikskóli á Hellu. Hann leysir af hólmi eldra húsnæði og hýsir nú 36 börn í tveimur deildum og annar vel eftirspurn. Leikskólinn er byggður af Rangárvallahreppi með stuðningi ríkissjóðs sem greiðir helming kostnaðar ásamt búnaði. Foreldrafélag leikskólans hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu hans. Það hefur keypt meginhluta þeirra leikfanga sem notuð hafa verið í leikskólanum til þessa. Sig. Jóns. NÝJAR ENSKAR BÆKUR FYRIR FAGURKERA BÓKABÚÐ STEINARS Bergstaðastræti 7, s. 12030 ' • Opið 9 -18 í desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.