Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 73
MORQUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DBSEMBER 1989 ' 78' Hjónin John Goodman og Anna Elísabet Hartzog. HNAPPHELDA Mikill aldurs- og kílóamunur á Goodmanhj ónunum Einhver íburðarmesta brúð- kaupsveisla sem haldin hefur verið meðal Hollywood-fólksins í seinni tíð var fyrir skömmu, er John Goodman, sem leikur hinn íturvaxna Dan í framhaldsþættin- um Roseanne á móti Roseanne Barr, gekk að eiga Önnu Elísabetu Hartzog, 21 árs gamla fyrirsætu, en sjálfur er hinn digri Goodman 37 ára gamall. Þau Goodman og Hartzog hitt- ust í mars árið 1987 og í mars á þessu ári er þau voru á ferð við Mississippifljótið bar Goodman upp bónorðið á bökkum árinnar og ungfrúin játaðist honum. Að sjálf- sögðu fór athöfnin fram í New Orleans , skammt þar frá er Hartzog sagði hið örlagaríka ,já“. Veislan var haldin um borð í dæmi- gerðu Mississippi-gufuskipi sem hjónin höfðu leigt. Þegar þau stigu um borð að veislu lokinni biðu þeirra 650 vinir og vandamenn. Sigldi fleyið með allan skarann fram og aftur um ána í heilar þijár klukkustundir, en fregnir herma að um kvöldið hafi slíkt kapp ver- ið hlaupið í þau hjón, að þau skelltu sér í kráarhopp í New Orleans. Þræddu þau hveija knæpuna af annarri ásamt nokkrum nánum vinum og drukku sleitulaust, sér- staklega Goodman sem reyndist hin víðfeðmasta bjóráma. Drakk hann svo stíft að svitinn bogaði af honum. Kvöldið eftir voru þau enn við sama heygarðshomið, en hægðu svo ferðina. í vor stendur fyrir dyrum brúðkaupsferð til sól- arstranda Frakklands. HJÁ OKKUR FÆRÐU NÝSTÁRLEGAR JÓLAGJAFIR HÁLSMEN MEÐ stjcrnumerkjum eins og þau eru í himinhvolfinu. ★ MONDIAL ARMBANDIÐ - skartið sem bætir. Fæst aðeins hjá okkur. Varist eftiriíkingar. ★ ORKUSTEINAR OG KRISTALLAR ★ KRISTALSKÚLUR ★ BÆKUR UM DULSPEKI, ANDLEG MÁLEFNI, SJÁLFSLEIT OG HEILUN (HEALING) á íslensku, ensku og dönsku. ★ KASSETTUR MEÐ SLÖKUNARTÓNLIST Frábært úrval. ★ PENDÚLAR ★ SÉRSTÆÐAR STYTTUR OG VEGGMYNDIR STJÖRNUKORT EFTIR GUNNLAUG GUÐMUNDSSON STJÖRNUSPEKING: ★ Persónulýsing ★ Framtíðarkort ★ Samskiptakort Afgreidd á meðan beðið er eða send í póstkröfu. Pantanasimar: (91) 62 33 36 og 62 62 65. STJÖRNUKORT ERU VINSÆLJÓLAGJÖF ★ MEDICINE CARDS OG AÐRARGERÐIRTAROT SPILA. ★ VEGGSPJÖLD, GJAFAKORT o.m.fl. Greiðslukortaþjónusta. beuR^ip Laugavegi 66, Símar: 91-623336 og 626265. ATOLVAN í ÉVRÓP * Tengist við sjónvarp Spennandi aukahlukiri ÚTSÖLUSTAÐIR: FRÍSTUND, FRÍSTUND, KEFLAVÍK - TÖ ÍLVULAND, v/HLEl SKÍFAN, KRINGL A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.