Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 73

Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 73
MORQUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DBSEMBER 1989 ' 78' Hjónin John Goodman og Anna Elísabet Hartzog. HNAPPHELDA Mikill aldurs- og kílóamunur á Goodmanhj ónunum Einhver íburðarmesta brúð- kaupsveisla sem haldin hefur verið meðal Hollywood-fólksins í seinni tíð var fyrir skömmu, er John Goodman, sem leikur hinn íturvaxna Dan í framhaldsþættin- um Roseanne á móti Roseanne Barr, gekk að eiga Önnu Elísabetu Hartzog, 21 árs gamla fyrirsætu, en sjálfur er hinn digri Goodman 37 ára gamall. Þau Goodman og Hartzog hitt- ust í mars árið 1987 og í mars á þessu ári er þau voru á ferð við Mississippifljótið bar Goodman upp bónorðið á bökkum árinnar og ungfrúin játaðist honum. Að sjálf- sögðu fór athöfnin fram í New Orleans , skammt þar frá er Hartzog sagði hið örlagaríka ,já“. Veislan var haldin um borð í dæmi- gerðu Mississippi-gufuskipi sem hjónin höfðu leigt. Þegar þau stigu um borð að veislu lokinni biðu þeirra 650 vinir og vandamenn. Sigldi fleyið með allan skarann fram og aftur um ána í heilar þijár klukkustundir, en fregnir herma að um kvöldið hafi slíkt kapp ver- ið hlaupið í þau hjón, að þau skelltu sér í kráarhopp í New Orleans. Þræddu þau hveija knæpuna af annarri ásamt nokkrum nánum vinum og drukku sleitulaust, sér- staklega Goodman sem reyndist hin víðfeðmasta bjóráma. Drakk hann svo stíft að svitinn bogaði af honum. Kvöldið eftir voru þau enn við sama heygarðshomið, en hægðu svo ferðina. í vor stendur fyrir dyrum brúðkaupsferð til sól- arstranda Frakklands. HJÁ OKKUR FÆRÐU NÝSTÁRLEGAR JÓLAGJAFIR HÁLSMEN MEÐ stjcrnumerkjum eins og þau eru í himinhvolfinu. ★ MONDIAL ARMBANDIÐ - skartið sem bætir. Fæst aðeins hjá okkur. Varist eftiriíkingar. ★ ORKUSTEINAR OG KRISTALLAR ★ KRISTALSKÚLUR ★ BÆKUR UM DULSPEKI, ANDLEG MÁLEFNI, SJÁLFSLEIT OG HEILUN (HEALING) á íslensku, ensku og dönsku. ★ KASSETTUR MEÐ SLÖKUNARTÓNLIST Frábært úrval. ★ PENDÚLAR ★ SÉRSTÆÐAR STYTTUR OG VEGGMYNDIR STJÖRNUKORT EFTIR GUNNLAUG GUÐMUNDSSON STJÖRNUSPEKING: ★ Persónulýsing ★ Framtíðarkort ★ Samskiptakort Afgreidd á meðan beðið er eða send í póstkröfu. Pantanasimar: (91) 62 33 36 og 62 62 65. STJÖRNUKORT ERU VINSÆLJÓLAGJÖF ★ MEDICINE CARDS OG AÐRARGERÐIRTAROT SPILA. ★ VEGGSPJÖLD, GJAFAKORT o.m.fl. Greiðslukortaþjónusta. beuR^ip Laugavegi 66, Símar: 91-623336 og 626265. ATOLVAN í ÉVRÓP * Tengist við sjónvarp Spennandi aukahlukiri ÚTSÖLUSTAÐIR: FRÍSTUND, FRÍSTUND, KEFLAVÍK - TÖ ÍLVULAND, v/HLEl SKÍFAN, KRINGL A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.