Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 36
:3fi ' MÖRGUI^LÁÐIÐ 'ÞRÍDJUÐÁtíUR' Í9.1 DÉSEM-6'ER 19«9 Kosningabarátta hafín í Austur-Þýskalandi Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttantara Morgunblaðsins. KOSNINGABARÁTTAN í Austur-Þýskalandi hófst um helgina. Tveir gamlir flokkar, Kommúnistaílokkurinn (SED) og Kristilegir demó- kratar (CDU), héldu aukalandsfundi í Berlín og einn nýr, Lýðræðis- vakning (Demokratischer Autbruch eða DA), var stofnaður í Leipzig. Kommúnistaflokkurinn, sem ætlar að rísa úr rústum gamla flokksins, bætti „Flokkur hins lýðræðislega sósíalisma" aftan við nafii sitt og er nafii hans skammstafað SED/PDS. Grasrótarhreyfingarnar eiga að koma sér saman um nýtt nafh fyrir landsfúnd sem verður haldinn fyrir þingkosningarnar 6. maí 1990. Lýðræðisvakningin er fyrsta stjórnarandstöðuhreyfingin sem stofnar flokk. Prestar og lögfræð- ingar hafa verið áberandi í henni. Hún hóf baráttu gegn öryggislög- reglunni og fyrir félagshyggju og umhverfisvernd fyrir rúmum tveim- ur mánuðum. 300 fulltrúar sóttu fundinn. Eftir nokkrar deilur komu þeir sér saman um að styðja ríkja- samband þýsku ríkjanna og sam- runa þeirra í saméinaðri Evrópu. Flokkurinn vill að markaðshagkerfi verði komið á og orðið félagshyggja kemur ekki fyrir í stefnuskrá hans. Stjórnmálamenn úr flestum flokk- um Sambandslýðsveidisins sóttu fundinn en lögfræðingurinn Wolf- gang Schnur, sem var kjörinn for- maður, lagði áherslu á sjálfstæði flokksins. Kristilegi demókrataflokkurinn nálgaðist hins vegar nafna sinn í Vestur-Þýskalandi. Eberhard Di- epgen, fyrrverandi borgarstjóri CDU í Vestur-Berlín, ávarpaði fundinn. Samþykkt var að þýsku ríkin ættu að sameinast en eystri landamæri Alþýðulýðveldisins ættu að haldast óbreytt. Hann er fylgj- andi markaðskerfi og fjárfestingu vestur-þýskra aðila í Austui'-Þýska- landi. Martin Kirchner var kjörinn framkvæmdastjóri flokksins. Hann er frá Thuringen og sagt er að hann hafi verið kosinn til að tryggja hægrisinnaða stefnu flokksiris. Gregor Pysi, formaður SEÐ/PDS, hélt tveggja" og hálfs- tíma langa ræðu á fundi Kommún- istaflokksins á sunnudag. Hann og flokkurinn eru andvígir sameiningu þýsku ríkjanna og vilja ekki gefa sósíalismann upp á bátinn. Fundur- inn, sem yfir 2.500 fulltrúar sóttu, gerði upp við Stalínismann á laug- ardag og hyggst nú reyna nýja leið án hans. Gysi hnýtti i Jafnaðar- mannaflokk Vestur-Þýskalands (SPD) fyrir að hafa haft tengsl við SED i stjórnartíð Honneckers en hafa nú snúið sér að hinum nýja austur-þýska Jafnaðarmannaflokki (SDP). Kommúnistaflokkurinn nýt- ur enn stuðnings um 1,7 milljón manna. Richard von Weizsacker, forseti Vestur-Þýskalands, Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, við ar þeirra í Potsdam í Austur-Þýskalandi á sunnudag. Reuter (t.h.) heilsar upphaf fund- F orsetar Austur- o g Vest- ur-Þýskalands hittast RICHARD von Weizsacker, forseti Sanibandslýðveldis Þýskalands, sagði ellir fund sem liaíin átti með leiðtogum Alþýðulýðveldisins 4 sunnudag, að þróúnin innan og Fárviðri gengur yfir V-Evrópu: Talið að 29 hafi látið lífið St. Andrews, íi'á Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins MIKIÐ fárviðri gekk yfir Bretlandseyjar, Frakkland, Portúgal og Spán um helgina. Talið er að 29 manns hafi látið lífið. Mikið fárviðri gekk yfir allt Bret- land um helgina. Verst varð veðrið í suðvesturhluta landsins á Corn- wall-skaga. Vindhraði fór upp í um 180 km á klst. þegar verst lét og mikil rigning fylgdi. Á Norður-Englandi snjóaði víða og í Skotlandi og teppti samgöng- ur. Verstu hviðurnar voru verri en í storminum. fyrir tveimur árum, þegar miklar skemmdir urðu á tijám. Níu menn fórust á Bretlandi í veðrinu. Tveir unglingar soguðust út með öldum, sem gengu á land. Brezkur skipstjóri fórst í Biskay- flóa. Sex menn fórust á rækjubát á Clyde-firði, vestur af Glasgow. Flak bátsins fannst 200 metra und- an landi. Miklar skemmdir urðu á húsum víða á suður og vesturströnd Eng- lands vegna sjógangs og flóða. Í Frakklandi fórust fjórir menn á Bretagne-skaga þegar veðrið gekk yfir. Á Spáni týndu þrír lífi og óttast er að 12 manna áhöfn spánsks tog- ara hafi drukknað er hann sökk í fárviðri í 900 km norðaustur af Azoreyjum í gær. Björgunarmenn fundu togarann marandi í kafi en sáu engin merki þess að nokkur hefði komist af. Loks er vitað um eitt dauðsfall af völdum óveðursins í Portúgal. milli þýsku ríkjanna ætti að vera í samræmi við þróunina innan Evrópu. Hann sagði að bæði þýsku ríkin hefðu uiuiið mikilvægt starf innan rainnia Helsinki-samkomu- lagsins og það myndi. auðvelda erfiðar ákvarðanatökur sem bíða beggja ríkjanna í framtíðinni eí þjóðirnar vinna áfram náið með öðrum Evrópuþjóðum. Hann bætti við að aukiri samskipti ríkjanna ættu ekki að vekja óvissu Pólverja um landainæri Póllands. Von Weizsáckei' hitti Manfred Gerlaeh, forseta Austur-Þýskalands, Hans Modrow, forsætisráðherra, og Lothar de Maiziere, formann Kristi- lega demókrataflokksins, eftir að hann hlýddi á jólatónleika í Nikulás- arkirkjunni í Potsdam. Varaformaður austur-þýska kirkjuráðsins bauð honum þangað. Herdeild Weizsác- kers var í Potsdam I heimsstyijöld- inni síðari. Þúsundir manna fögnuðu forsetanum þegar hann gekk í og úr kirkju en heimsókn hans var köll- uð einkaheimsókn. Modrow sagði á sunnudag að það yrði að korna skýrt fram á fundi hans í dag, þriðjudag, með Helmut Kohl, kanslara Sambandslýðveldis- ins, að-stöðugleiki ríkti í Alþýðulýð- veldinu og það myndi sinna hlutverki sínu iririán Varsjárbandalagsins. Þrír af hvetjum fjórunt Austur-Þjóðvetjar eru hlynntir samruna þýsku ríkjanna samkvæmt könnun /nfas-stofnunar- irinar. Aðeins 27% Austur-Þjóðveija sögðust hins vegar vera hlynntir samruna í könnun sem vikublaðið Spiegel gerði í samvinnu við ZDF- sjónvarpsstöðina. Landsfundur vestur-þýska J afnað- armannaflokksins hófst í vesturhluta Berlínar í gær með umræðu um samruna' ríkjanna. Flokkurinn var lengi vel tvístíga um samruna. Radd- ir innan hans vildu varðveita Aust- ur-Þýskaiand en þær heyrast varla lengur. Afdráttarlausri ræðu Willy Brandts, fyrrverandi kanslara og borgarstjóra Vestur-Berlínar, var mjog vel tekið á 76 ára afmælisdegi hans ! gær en þar lýsti hann yfir stuðningi við samruna ríkjanna. Varnarstefna Bandaríkjanna: Kynna hugmyndir um nið urskurð frá 1991 til 1995 EMBÆTTISMENN í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa kynnt Richard Cheney várnarmálaráðherra ýnisar tillögur um hvernig draga megi úr herafla Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu til að draga úr útgjöldum til þessa málaflokks. Kemur þetta fram í sunnudagsútgáfu dagblaðsins The Washington Post. I tillögunum er gengið út frá því að samdráttur verði I herafla Sovétríkjanna á næstu árum. I blaðinu segir að á meðal þeirra ijölmörgu hugmynda sem kynntar hafi verið sé tillaga um að fækka hermönnum í Vestur- Evrópu um helming en þar eru nú 305.000 baridarískir hermenn. Þá herma heimildir blaðsins að í fyrsta skipti hafi sá kostur verið kynntur að dregið verði úr flotaviðbúnaði Bandaríkjamanna á Norð- ur-Atlantshafi. ■ Talsmaður bandaríska varnarmála- ráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn væri of snemmt að tjá sig um þetta mál. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en vamarmálaráðuneytið hefði skýrt frá því að verið væri að endurskoða hina ýmsu þætti vamarstefnunnar. Niðurskurðar- hugmyndir þær er verið væri að fjalla um féllu innan ramma nýrrar fimm ára áætlunar varnarmála- ráðuneytisins sem því bæri lögum samkyæmt að kynna í marsmán- uði. Áætlunin kvæði á um útgjöld á sviði varnar- og öryggismála frá 1991 til 1995 og væri yfirleitt end- urskoðuð á ári hverju. Enn hefðu éngar ákvarðanir verið teknar hvorki af hálfu varnarmálaráðu- neytisins, ^ ríkisstjórnarinnar né þingsins. Á hinn bóginn þyrfti ráðuneytið I næsta mánuði að leggja fyrir Bandaríkjaþing óskir sínar um framlög á þessu sviði fyrir árið 1991. Fundað á næstu vikum Heimildarmenn The Washington Post eru ónefndir embættismenn í varnarmálaráðuneytinu sem sagðir eru hafa fengið tækifæri til að kynna sér tillögur þessar og hug- myndir er fjalla um útgjöld til varn- armála fram til ársins 1995. Frétt- inni fylgir að að tillögurnar verði kynntar á níu fundum Cheneys og sérfræðinga ráðuneytisins á næstu vikum en fyrsti fundurinn mun hafa farið fram í síðustu viku. Unnið hefur verið að því að endur- meta varnarstefnu Bandaríkjanna m.a. í Ijósi atburða í Austur-Evrópu og segja heimildarmenn að finna megi ýmsar róttækar hugmyndir í þeim ýmsu kostum er lagðir verði fyrir Cheney en ákvörðunarvaldið Richard Chcney er fyrst í höndum ríkisstjórnarinnar og síðan þingsins. Flotavarnir á norðurslóðum Flotavarnir . Bandaríkja- manna _ á Norð- ur-Atlantshafi hafa einkum mið- ast við að tryggja öryggi á sigling- arleiðum milli Bandaríkjanna og Vestur-Evr- ópu þannig að unnt verði að jlytja þangað hersveitir, hergögn og birgðir á óvissu- eða hættutím- unt. Á meðal þeirra hugmynda sem lagðir verða fyrir Cheney er tillaga um að tekið verði til skoðunar hvernig draga megi úr viðbúnaði Bandaríkjaflota á norðurslóðum og er ekki vitað til þess að sá kostur hafi áður verið kynntur af hálfu bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. Hugmyndin er sú að hlutverk flotadeilda flugvélamóðurskipa á Norður-Atlantshafi verði endur- skoðað. Róttækasta tillagan gerir ráð fyrir því að sex af fjórtán nug vélamóðurskipum Bandaríkjanna " verði tekin úr umferð en þtjú þess- ara skipa USS Coral Sea, USS Midway og USS Lexington eru kontin til ára sinna og teljast úr- elt. Þá leggja sérfræðingar til að eitt nýju flugmóðurskipanna verði notað við þjálfun áhafna líkt og USS Lexington hefur gert til þessa. í skýrslunum er lögð áhersla á að varnarstefna Bandaríkjanna á norðurslóðum sé enn í fullu gildi en hins vegar kunni að verða unnt að draga nokkuð úr viðbúnaði flot- ans á Norður-Atlantshafi. Áfram verði mjög mikilvægt að tryggja öryggi á siglingarleiðum milli Bandaríkjanna og Evrópu en til greina korni að breyta þeim að- ferðum sem beitt er í þessu skyni. Hugsanlega megi færa hluta bandarískra herskipa og hluta flug- sveita gagnkafbátaheraflans á norðurslóðum undir varasveitir flotans og til greina komi að slaka á eftirliti með ferðum kafbáta milli G.rænlands, íslands og Noregs. Fækkun hermanna í V-Evrópu í hugmyndum þeirn sem kynntar hafa verið um samdrátt í herafla I Vestur-Evrópu er gengið út frá því að Sovétmenn haldi áfram að draga úr herafla sínum líkt og ráða- ntenn hafa boðað. Bandarísku emb- ættismennirnir telja að í ljósi þeirra breytinga sem oi'ðið hafi í álfunni geti Bandaríkjamenn látið nægja að hafa. um 150.000 herntenn í Vestur-Evrópu. Er þá jafnframt tekið mið af því að draga verulega úr fjárlagahalla ríkissjóðs Banda- ríkjanna en um helmingur þeirra 300 milljarða Bandarikjadala sem varið er til öryggis- og varnarmála rennur til varnarsveita í Vestur- Evrópu. í umræðum þeim sem fram Hafa farið í haust og vetur urn framlög til vígbúnaðarmála hefur Cheney lagt áherslu á að ekki koma til greina að gera grundvallarbreyt- ingar á varnarstefnu Banda- ríkjanna fyrr en Sovétmenn hafi staðið við yfirlýsirigar sínar um að dregið verði stórlega úr heraflanum í Austur-Evrópu. Míkhaíl S. Gorb- atsjov Sovétleiðtogi boðaði einhliða fækkun í heraflanum í ræðu er hann flutti í desember 1988 en að auki standa nú yfir í Vínarborg viðræður um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla frá Atl- antshafi til Úralfjalla. en viðræður þessar eru jafnan nefndat- CFE- viðræðrunar. Af hálfu Atlantshafs- bandalagsins er stefnt að því að • unnt verði að Ijúka samningum þessum á næsta ári. Heimildar- menn The Washington Post segja að sérfræðingar hafi m.a. vakið athygli á sparnaðarmöguleikum á vettvangi CFE-viðræðnanna. Hafi þeir varpað fram þeirri hugmynd að CFE-samningurinn kveði á um að fækkað verði í herliði Banda- ríkjanna í Vestur-Evrópu um 55.000 manns en ekki um 30.000 eins og segir í samningsdrögum þeini sem lögð hafa verið fram af hálfu NATO. Á þennan hátt geti tiltekin ríki Vestur-Evrópu aukið hlut sinn í hinum sameiginlegu vörnum bandalagsríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.