Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBIÍAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR: 19' DB0EM8ER 1)9691
Æ
Nefhdarálit um tekju- og eignarskatt:
Fj ármálaráðuneytinu
varð hált á sannleikanum
- segja sjálfstæðismenn í fjárhags- og viðskiptaneftid
FULLTRÚAR sjálfstæðismanna gagnrýna harkalega þátt fjármála-
ráðuneytisins í fjölmiðlaumfjöllum um forsendur frumvarps ríkis-
stjórnarinnar um tekju- og eignarskatt. Eru upplýsingafulltrúar ráðu-
neytisins sakaðir um að hafa runnið til á sannleikanum. Fjárhags-
og viðskiptanefnd skilaði áliti sínu í gær á frumvarpið og skiptist
nefndin í þijá hluta. Meirihlutinn leggur til að frumvarpið verði
samþykkt með nokkrum minniháttar breytingum.
Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna
í nefndinni standa að meirihlutaálit-
inu. Þeir eru Páll Pétursson (F/Nv),
Jón Sæmundur Sigurjónsson
(A/Nv), Guðmundur G. Þórarinsson
(F/Rv) og Þórður Skúlason
(Ab/Nv).
Breytingatillögur
meirihlutans
Breytingatillögur meirihlutans
eru eftirfarandi:
í fyrsta lagi eru hækkaðar heim-
ildir til frádráttar á skattskyldum
tekjum vegna fjárfestingar ein-
staklinga í atvinnurekstri.
í öðru lagi er sett inn ný'máls-
grein þar sem skattstjóra er veitt
heimild til þess að taka til greina
umsókn framfæranda barns um að
allar tekjur barns, sem misst hefur
báða foreldra sína og hefur ekki
verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá
barninu sjálfu. Sama eigi við ef
barn hefur misst annað foreldri sitt.
Er þetta gert til að koma í veg
fyrir óeðlilega skattlagningu for-
ráðamanns barns, þegar barnið hef-
ur erft eignir eftir látið foreldri eða
aðra vandamenn.
í þriðja lagi eru felld brott ákvæði
frumvarpsins er varða ríkisskatta-
nefnd, þar sem ákveðið hafi verið
að fresta um sinn breytingum á
skipan og starfsháttum nefndarinn-
ar.
Gagnrýni á ráðuneytið
Fyrsti minnihluti nefndarinnar
skilar séráliti. Er hann skipaður
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í
fjárhags- og viðskiptanefnd, þeim
Ft-iðriki Sophussyni (S/RvJ og Matt-
híasi Bjarnasyni (S/-Vf). I nefndar-
álitinu er fjallað nokkuð um for-
sendur og áhrif frumvarpsins.
Skattprósenta hækki úr 37,4% í
39,74% og jafnframt hækki per-
sónuafsláttur og barnabætur um
7,4%, en áður hefðu þessar greiðsl-
ur hækkað með lánskjaravísitölu á
sex mánaða fresti. Lánskjaravísital-
an hafi hækkað um 10% frá júní
til dosember. Það sé því ekki að
furða að margir hafi átt erfitt með
að kyngja þeirri fullyrðingu að
skattbyrði lækkaði hjá stórum hóp-
um.
Nefndarmennirnir gagnrýna þau
vinnubrögð ráðuneytisins að reikna
skattbyrði einungis með saman-
burði á skatti af sama kaupi fyrir
og eftir áramót; eðlilegra sé að
bera saman skattbyrðina eftir að
tekið hafi verið tillit til persónuaf-
sláttar og barnabóta, eins og hag-
deild ASI hafi gert. Síðan er tekin
fyrir sú athugasemd ráðuneytisins
í minnisblaði til fjölmiðla að rangt
sé að persónuafsláttur og barna-
bætur hafi fylgt hækkun láns-
kjaravísitölunnar undanfarin ár.
„Eitthvað hafa upplýsingafulltrúar
fjármálaráðuneytisins runnið til á
sannleikanum því að í þau þijú
skipti, sem persónuafsláttur hefur
hækkað eftir að staðgreiðslukerfið
var tekið upp, hefur hækkunin ver-
ið sú sama og hækkun láns-
kjaravísitölu næstu sex mánuði á
undan. Ekki er mikið um að opin-
berar stofnanir geri athugasemdir
við blaðafréttir, en þegar svo ber
við verður að gera þá kröfu að þær
fari með stareyndir.“
Um þá fullyrðingu fjármálaráðu-
neytisins að óraunhæft sé að miða
hækkun persónuafsláttar við láns-
kjaravísitölu segja þingmennirnir:
„Ástæða er til að benda á að þessi
viðmiðun við lánskjaravísitölu var í
upphafi sett í lögin til þess að skatt-
byrði léttist þegar kaupmáttur færi
minnkandi en yrði svo aftur þyngri
í góðæri. Um það var samkomulag
milli fjármálaráðherra, Alþingis og
launþegahreyfingarinnar þegar
lögin voru sett á sínum tíma.“
Skattbyrðin hækkar
hjá öllum
Nefndarmennirnir hafna niður-
stöðum fjármálaráðuneytisins um
minnkandi skattbyrði, en taka und-
ir útreikninga ASÍ og BSRB um
aukna skattbyrði. Meginatriðið sé
að skattbyj-ði hækki hjá öllum, einn-
ig láglaunafólki. Er síðan vitnað til
umsagnar BSRB: „Hjá meðaltals-
manni í BSRB hækkar skatthlut-
fall úr um 16,5% 1989 í 18,5 -
20%, allt eftir því hvernig talið er
að kaupmáttur breytist. Sú niður-
staða að skattbyrði lækki hjá ein-
hverjum tekjuhópum á næsta ári
er reist á mikilli óskhyggju um verð-
bólgu og launaþróun á næsta ári.
Við sjáum ekkert sem bendir til að
sú ósk rætist, tekjuskatturinn
hækkar hjá öllum tekjuhópum á
næsta ári.“
Rætt er nokkuð um spár Þjóð-
hagsstofnunar um verðbólgu og
hagvöxt. Komi æ oftar í ljós að
spár stofnunarinnar séu of lágar
þannig að bæta verði ofan á 5-10%
til að fá raunhæft mat.
Um eignarskatt segir fyrsti
minnihlutinn í áliti sínu að hvorki
fulltrúar ráðuneytis né skattyfir-
valda hafi á fundum nefndarinnar
geta nefnt dæmi þess frá öðrum
þjóðum að eignarskattur væri
tekjutengdur. Væri því á ferðinni
enn ein nýjungin frá ríkisstjórninni.
Leggja nefndarmenn til að eignarsk
attsmálum verði komið í sama horf
Endurgreiðslur virðis-
aukaskatts hafi áhrif á vísi-
tölu byggingarkostnaðar
Eftir upptöku virðisaukaskatts
skal Hagstofa Islands taka tillit
til endurgreiðslna virðisauka-
skatts af byggingu íbúðarhús-
næðis við útreikning vísitölu
byggingarkostnaðar.
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp þess efnis, að Hagstofa
Islands hafi hliðsjón af endur-
greiðslum virðisaukaskatts af íbúð-
arhúsnæði vegna vinnu á bygging-
arstað við útreikning byggingar-
og þau voru áður; skatturinn verði
lækkaður úr 1,2% í 0,95%.
Breytingatillögur
sjálfstæðismanna
Tillögur fyrsta minnihluta eru
annars þessar:
• Söluhagnaður af hlutabréfum
verði skattfijáls eftir þriggja ára
eignarhaldstíma.
• Tap af sölu hlutabréfa verði frá-
dráttarbært frá söluhagnaði af
hlutabréfum.
• Skattfrelsismörk arðs af hluta-
bréfum vegna tekjuskatts einstakl-
inga verði meira en tvöfölduð.
• Heimilt verði að miða skatt-
ftjálsar arðgreiðslur við allt að 15%
af stofni sem markast af nafnverði
ásamt þeim jöfnunarhlutabréfum
sem heimilt hefði verið að úthluta
samkvæmt almennum verðbreyt-
ingum. Hjá fyrirtækjum verði út-
hlutaður arður frádráttarbær af
sama stofni.
• Tekin verði upp almenn heimild
til sveiflujöfnunar í atvinnulífinu
og fyrirtækjum veitt heimild til
þess að geyma allt að 30% af hrein-
um tekjum á bundnum reikningum.
• Sú lækkun, sem núverandi ríkis-
stjórn gerði á fyrningarhlutföllum
hjá -fyrirtækjum fyrir síðastliðin
áramót, verði tekin aftur og at-
vinnulífinu gefnir á ný eðlilegir
möguleikar til þess að afskrifa eign-
ir.
• Fyrirtækjum verði heimilt að
gjaldfæra strax kostnaðarverð
lausafjár með skemmri ending-
artíma en þijú ár.
• Heimild til varasjóðsmyndunar
í fyrirtækjum með framlagi í fjár-
festingarsjóð verði hækkuð úr 15%
í 30%.
• Tekjuskattshlutfall fyrirtækja
verði lækkað úr 50% í 48%.
• Lagaákvæðum um tekjuskatt
og eignarskatt verði breytt í því
skyni að auðvelda viðskipti með
hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands.
Eignir: 3—4 herb. góð íbúð, 111 mz ineð bílskýli og bifreið.
Einstaklingur
Ekkja/Ekkill Hjón
Eignarskattsstofn 8.660.000 8.660.000
Skattfijálst pr. einstakling 2.875.000 5.750.000
5.785.000
2.910.000
Eignarskattur skv. frumvarpi til laga um breytingu á lögum um
tekjuskatt og eignarskatt 1989:
Eignarskattur 1,2% af 5.175.000 62.100 2.910.000 34.920
Eignarskattur 1,95% af 610.000 11.895
73.995
Eignarskattur skv. lögum sem giltu 1989:
Eignarskattur 1,2% af 5.175.000 62.100
Eignárskattur 2,7% af 610.000 16.470
2.910.000
34.920
78.570
Eignarskattur skv. eldri lögum:
Eignarskattur 0,95% af 5.785.000 54.957
2.910.000 27.645
Frumvarp það, sem nú liggur fyrir um breytingu á eignarskatti,
gerir ráð fyrir að hafi einstaklingur minna en 1.680.000 kr. tekju-
skattstofti lækki hlutur 0,75% skattsins í hærra skattþrepinu hlut-
fallslega þar til hann fellur alveg niður við 840.000 kr. Eignarskattur-
inn verður því flatur skattur eins og áður (1,2% í stað 0,95%) fari
tekjur ekki upp fyrir 840.000 kr.
• Skattfrelsismörk hlutabréfa við
eignarskattsálagningu einstaklinga
verði meira en työfölduð og nemi
allt að 4.000.000 kr. fyrirhjón.
• Eignarskattur fyrirtækja lækki
og verði 0,95%.
Kvennalistinn vill
hátekjuþrep
Annan minnihluta fjárhags- og
viðskiptanefndar skipar Þórhildur
Þorleifsdóttir (SK/Rv) og skilar
hún séráliti.
Svipað og fyrsti minnihluti gagn-
rýnir Þórhildur forsendur frum-
varpsins og vísar til álitsgerða ASÍ
og BSRB um skattbyrði.
Sem rök með breytingartillögum
Kvennalistans nefnir Þórhildur:
í fyrsta- lagi beri að nefna að
Kvennalistinn telji að stjórnvöld
hafi nú þegar seilst alltof langt
ofan í vasa lágtekju- og meðaltekju-
fólks. Skattbyrði hafi þyngst á
sama tíma og kaupmáttur launa
hefur rýrnað að mun.
í öðru lagi megi fullyrða að þær
tekjur sem ríkið myndi glata við
það að tillögur Kvennalistans yrðu
samþykktar, væru ekki með öllu
glataður eyrir. Þær myndu að stór-
um hluta til skila sér eftir öðrum
leiðum; m.a. óbeina skatta.
í þriðja lagi megi benda á að nú
séu lausir samningar ríkisins og
BSRB og aðrir fylgi í kjölfarið.
„Lækkun skatta, hækkun persónu-
afsláttar og barnabóta væri verðugt
innlegg stjórnvalda í þá kjaramála-
umræðu sem framundan er.“
í fjórða lagi hafi Kvennalistakon-
ur lagt mikla áherslu á að annað
og hærra tekjuskattsþrep verði tek-
ið upp. Er í því sambandi minnt á
fyrirheit fjármálaráðherra um sér-
stakt hátekjuþrep í tekjuskatti.
Breytingatillögfur
Kvennalistans
Breytingatillögur Kvennalistans
við frumvarpið eru eftirfarandi:
• Lækkun tekjuskattshlutfalls í
28,5%. Persónuafsláttur verði
hækkaður í 25.000 kr. á mánuði í
stað 20.850.
• Sama hlutfalishækkun verði á
barnabótum og barnabótaauka og
persónuafslætti.
• Hækkun eignarskattsstofns
sem enginn eignarskattur er
greiddur af upp í 3.450.000 hjá
einstaklingum og einstæðum for-
eldrum en verði óbreyttur hjá hjón-
um, þ."e. 2.875.000 hjá hvoru.
• Hætt verði að miða hækkun
persónuafsláttar og barnabóta við
skattvístölu, heldur verði miðað við
framfærsluvísitölu. Verði þessar
hækkanir mánaðarlega.
vísitölu.
í greinargerð segir að Hagstofan
hyggist haga útreikningi sínum á
vísitölu byggingarkostnaðar í fyrsta
sinn eftir upptöku virðisaukaskatts
þannig að frádráttarliðir verði til-
greindir sérstaklega. Þannig á að
koma fram hvernig vísitalan breyt-
ist með fullum virðisaukaskatti ann-
ars vegar og eftir frádrátt endur-
greidds virðisaukaskatts hins veg-
Eignarfærsla skuldar Verðjöfiiunarsjóðs fískiðnaðarins:
Bókhaldsfals fjármálaráð-
herra upp á 1,5 milljarða
KRISTINN Pétursson (S/Al) hefúr lagt fram fyrirspurn til fjár-
málaráðherra, þar sem hann krefur ráðherra svara um eignar-
færslu skuldar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Kristinn telur
fjármálaráðherra falsa niðurstöðutölur í afkomutölum ríkissjóðs
með því að eignarfæra í bókhaldi ríkisins skuldir, vegna verð-
bóta sem fiskiðnaðurinn eigi.ekki að endurgreiða.
Fyrirspurn þingmannsins er í
þremur liðum:
1. Hvers vegna hefur fjármálaráð-
herra ekki látið gjaldfæra skuld
frystideildar Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins í frumvarpi til
fjáraukalaga fyrir árið 1989 eða
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
1990?
2. Hvað er nú (14. des. 1989) um
háa upphæða að ræða_að með-
töldum fjármagnskostnaði?
3. Hvaða heimild telur fjármála-
ráðherra að hann hafi til þess að
telja þessa skuld til eignar í bók-
haldi ríkissjóðs í ljósi yfirlýsinga
ráðherra og ríkisstjórnar að fryst-
ingin verði ekki látin endurgreiða
þessa upphæð?
í samtali við Morgunblaðið
sagði Kristinn að á upphafsdögum
ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar hefði verið settur á
laggirnar sjóður til þess að falsa
gengi íslensku krónunnar með
erlendri lántöku. Sjóðurinn hefði
farið til að greiða verðbætur á
freðf isk. „ Sj ávarútvegsráðherra
og forsætisráðherra lýstu því þá
yfir á þingi og á fundum hags-
munaaðila, að ekki ætti að endur-
greiða þessar verðbætur og hafa
frystihúsin bókfært þær til eignar
sem tekjur. Það kemur því
spánskt fyrir sjónir að fjármála-
ráðherra telji þessa skuld til eign-
ar, þar sem tveir aðilar geta ekki
bókfært sömu upphæðina til eign-
ar,“ sagði Kristinn. „Hér er þvi
um hreint og klárt bókhaldsfals
að ræða og í raun ætti þessi skuld
að auka halla ríkissjóðs um einn
og hálfan milljarð." Kristinn gat
þess einnig að ríkisendurskoðun
hefði gert athugasemd við þessar
bókhaldsfærslur.
Kristinn Pétursson
Að sögn Kristins leggur hann
þessar fyrirspurnir nú fram þar
sem hann hefur ítrekað beint
þessum fyrirspurnum til fjármála-
ráðherra í umræðu um fjárauka-
lög, án þess að ráherra hafi svar-
að. „Nú skal ráðherra knúinn til
’svara!“