Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 16
(!8er fl38M383a . MOR-GUNBLAÐl© -Þ il- JMJJÖaQM Stóðhestabókin Heiðajarlar: Hart að Búnað- arfélaginu vegið _________Bækur____________ Valdimar Kristinsson NÚ GEYSIST fram á ritvöllinn Jónas Kristjánsson DV-ritsljóri með útkomu bókarinnar Heiða- jarlar sem er nokkurskonar ætt- bók stóðhesta sem Búnaðarfélag- ið hefur trassað að gefa út. Jónas er nú reyndar þekktari fyrir að skrifa um rauðvín, matsölustaði og heimsborgir en graðhesta. Ekki fyrir mörgum árum sýktist Jónas heiftarlega af svokallaðri hestabakteríu sem margir hafa orð- ið fyrir barðinu á og telja sig heppna. í kjölfarið fékk hann mik- inn áhuga á ættum hrossa sem leiddi til þess að hann fór að setja þetta áhugamál sitt inn á tölvu og var að lokum kominn með mikinn ættfræðibanka hrossa. Jónasi þótti Búnaðarfélagið ekki hafa staðið sig sem skyldi í útgáfu stóðhestaætt- bóka frekar en svo mörgu öðru. Sá hann sér því leik á borði og tók ómakið af Búnaðarfélaginu með útgáfu Heiðajarla sem hann gefur sjálfur út. Heiðajarlar hefur að geyma upp- lýsingar um 178 stóðhesta en bókin telur um 370 blaðsíður. Er þetta mikið og fróðlegt rit sem hefur ýmsar gagnlegar upplýsingar að geyma auk upplýsinga um þessa stóðhesta. Jónas fer ótroðnar slóðir í mörgu og meðal annars tekur hann sér bessaleyfi eins og ýmsir vilja meina og notar gamla númera- kerfið á hestana sem hann virðist úthluta þeim í samráði við Gunnar Bjarnason fyrrverandi hrossarækt- arráðunaut en Gunnar mun nota þetta kerfi í sinni bók Ættbók og saga. Ósagt skal um það látið hér hvort þeir félagar hafi heimild til að gera þetta á eigin spýtur en fróð- legt væri að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort svo sé. Ekki er ólíklegt að þetta geti valdið ruglingi í náinni framtíð eins og margir hafa haldið fram. Nokkra athygli vekur uppsetning á ættartölum stóðhestanna sem er mun ýtarlegri og aðgengilegri en hingað til hefur tíðkast í ættbókum eða öðrum ritum þar sem getið er ætta hrossa. Eru þær hafðar vinstramegin á hverri opnu en mynd af hestunum hægra- megin ásamt upplýsingar um lit, aldur, hjá hveijum hesturinn er fæddur og í hvers eigu hann er. Þá er reifað í stuttu máli af hvaða ættlínum hesturinn er kominn og einkunnir og mál. Númer hestanna sem Búnaðarfélagið úthlutar er getið neðst í textanum og er þar kallað bít’ala sem mér skilst þýði aukatala. Er það spurning hvort ekki hefði verið eðlilegra að kalla númer þeirra Jónasar og Gunnars bítölu eða aukatölu. Fyrir neðan textann eru útlínur Isiands og punktur sýnir staðsetningu fæðing- arstaðar hestsins. Til hliðar við Eindagjnn er 2Z desember vegna söluskatts í nóvember A I 1 ð gefnu tilefni er athygli vakin á því að eindagi söluskatts vegna nóvembermánaðar 1989 er miðvikudagurinn 27. desember 1989. Forðist örtröð -gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI textann er svo súlurit yfir einkunn- ir hestsins með tölustöfum við enda súlnanna og skýringar á dómsatrið- um. Notar Jónas þar ný heiti á dómsatriðum. T.d. kallar hann bak og lend afturhluca, í stað réttleika notar hann réttstaða og í stað fóta- gerðar notar hann fætur. Hér áður fyrr var alltaf talað um sköpulag þegar gefin var upp einkunn fyrir líkamsbyggingu hestsins og síðar- meir hefur verið talað um byggingu en Jónas kýs að kalla það „Gerð“. í stað geðslags notar hann geð og í stað fegurðar í reið notar hann reið sem má telja eðlilega styttingu vegna plássleysis. Að þessu síðast- talda undanskildu má telja þessar breytingar óþarfa hringl með hlut- ina sem er til þess eins fallið að rugla menn í ríminu. Að öðru leyti er þetta súlurit vel aðgengilegt og þægilegt í notkun. Myndir í bókinni eru allflestar góðar eða vel nothæfar en nokkrar afleitar. Er þar ekki eingöngu við aðstandendur bókarinnar að sakast því mjög erfitt getur reynst að safna saman góðum myndum af svo mörgum hestum og ótrúlega marg- ir stóðhestseigendur eiga ekki til almennilega mynd af „stolti sínu“ svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma. En ekki er alveg hægt að fyrirgefa höfundi slæmar myndii' af 20 hestum því vitað er með vissu að góðar eða í það minnsta betri myndir eru til af þessum hestum. í tveimur tilvikum eru ekki réttar myndir með hestunum og mun í öðru tilvikinu vera um hryssu að ræða. Reikna má með að nokkrir eigendur eða aðstandendur stóð- hesta í bókinni verði ekki par hrifn- ir af myndinni af djásninu sínu en aðrir geta svo sjálfum sér um kennt. Mikilvægt er að vel sé til vandað þegar birtar eru myndir af kyn- bótahestum og ekki hvað síst ef um ættbók er að ræða. Þótt allir viður- kenni að ekki sé sanngjarnt að dæma hest eftir mynd þá er hinu ekki að leyna að skoðanir manna á hestum geta mótast ótrúlega mikið af einni mynd. En áður en skilið er við myndirnar er rétt að ítreka að söfnun mynda í bók sem þessa er erfitt starf 'eins og kemur fram í formála höfundar en þar segir hann að útvegun mynda hafi nán- ast gengið kraftaverki næst. í formálanum fer Jónas mikinn og gagnrýnir hann þar Búnaðarfé- lagið og starfsmenn þess miskunp- arlaust, einnig lætur hann í ljósi efasemdir um réttmæti kynbóta- dóma fortíðarinnar og tölvukyn- bótamat sem Þorvaldur Arnason hefur hannað fyrir Búnaðarfélagið. Vafalaust á gagnrýni Jönasar ein- hvern rétt á sér en óneitanlega er þarna fast að orði kveðið og læðist að manni sá grunur að tilgangurinn með því sé sá að fá mikla umræðu um bókina og þá um leið ódýra og góða auglýsingu. Og víst er um að hafi það verið tilgangurinn hefur þetta heppnast mjög vel. Segja má að erindi það sem Jónas flutti á ársþingi LH og sú umfjöllun sem bókin fékk á þinginu hafi hleypt öllu í loÆ upp og í framhaldi kom- ist inn á ljósvakana og dagblöðin. En hvað sem allri gagnrýni og auglýsingum líður getur Jónas glaðst með áhugamönnum um hrossarækt yfir útkomu Heiðajarla og með því einu að gefa bókina út gefur hann Búnaðarfélaginu langt nef. CMC kerti Wrtr niðurhengd loft, er ur galvaniseruðum maiml og eldþolið. CMC kerti er auftvclt 1 uppsetningu og mjög (terkt. CMC korti er ,e*, meft stiHanlegum upphengfum sem þola allt aó 50 kg þunga. CMC korti 1 mörgum geróum baaói sýnilegt og taliö og verðið er Otruloga lágt. CMC kertier serstakiega hannad Hringiö eftir fyrir lottplötur tri ArmstronQ ,rekan upplysingum 1**.!*% Einkaumboð i Islmufi. Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ Ármúla 29 - Reykavík - sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.