Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989
GÓÐ BÓK
ER BESTA GJÖFIN
SÓLEYJAR SUMAR
Guðmundur Halldórsson
Þetta er sjötta bók
Guðmundar Halldórs-
sonar, bækur hans hafa
ávallt vakið verðskuld-
aða eftirtekt og notið
mikilla vinsælda Iesenda.
SPREK ÚR FJÖRU
Jón Kr. Guðmundsson
í þessari fyrstu bók
höfundar birtast nokkrir
frásöguþættir úr lífesögu
genginna kynslóða:
Bókaútgófan Hildur
Auðbrekku 4 Sími 641890
§DI]§MíiN]l)
Lítil raftæki frá Siemens
Kaffivél sem er áferð-
arfalleg og þægileg í
notkun. Fyrir 10 bolla.
/2990 kr.
Kaffivél með gullsíu.
Gufan er skilin frá við
lögun. F. 8 og 12 bolla.
3885/5990 kr.
Brauðristar ai
ýmsum gerðum,
einfaldar og tvöfaldar.
Verð frá 1910 kr.
Gufustrokjárn sem
sér til þess að allt verði
slétt og fellt. 3850 kr.
Djúpsteikingarpottur
fyrir 1,7 - 2,5 I. Fyrir
alls kyns matvæli, sér-
staklega góður til kleinu-
baksturs. 9585 kr.
Bílryksuga sem er
lítil og handhæg. Tengd
við kveikjaratengi.
1360 kr.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300
Þetta er fyrst og
fremst ástarsaga
— segir Jónína Michaelsdóttir um æ\iminningar Tove Engilberts
„ÉG SÁ Tove og Jón Engilberts
oft í þjóðleikhúsinu þegar ég var
stelpa og fannst eitthvað sérs-
takt við þessi hjón. Þau voru á
vissan hátt framandi og virtust
mikil heild, ef hægt er að orða
það svo. Löngu seinna kynntist
ég Tove og varð fyrir miklum
áhrifum af þessari óvcnjulegu
konu sem lyftir sér yfir hluti sem
aðrir láta smækka sig og beygja.
Bókin um hana er saga um heita
ást og lífsfögnuð, en líka um
breyskleika, umburðarlyndi og
mannvit," segir Jónína Michaels-
dóttir. Hun skrifaði æviminning-
ar Tove Engilberts og valdi þeim
nafnið „Eins manns kona“, en
Forlagið gaf bókina út fyrir
skömmu.
„Af hverju læturðu ekki skrifa
bók um einhvetja konu sem er stór
af sjálfri sér, ekki ættemi sínu eða
atvinnu, spurði ég forleggjara minn
þegar við hittumst á fömum vegi
snemma árs 1987 og spjölluðum
um fólk sem væri áhugavert að
skrifa um. Mér vafðist tunga um
tönn þegar hann bað mig að nefna
dæmi um slíka konu, en mundi svo
eftir Tove Engilberts," segir Jónína
aðspurð um tildrög bókarinnar.
„Þegar hann stakk upp á að ég
skrifaði bókina sjálf tók ég því
fjarri. Ég var nýbúin að skrifa
endurminningar Þuríðar Pálsdótt-
ur, „Líf mitt og gleði“, og ætlaði
að hvíla mig frá skriftum í bili.
Auk þess var ég komin á kaf í
önnur verkefni. En þegar á átti að
herða, fann ég að ég treysti engum
öðrum fyrir þessari konu. Þetta
hljómar kannski eins og oflæti, en
er ekki þannig meint. Mér þykir
afar vænt um hana. Vinátta okkar
er eiginlega sprottin úr því að við
eigum sama afmælisdag. Þegar ég
átti við hana viðtal fyrir Vísi fyrir
rúmum áratug og það kom í ljós
að við vorum báðar fæddar 14.
janúar, ákváðum við að hittast
þann dag. Við höfum gert það jafn-
an síðan og raunar oftar eftir því
sem árin liðu.
Vinnan við bókina hófst snemma
vors 1987. Ég hafði að mestu lokið
samtölum við Tove og lestri dag-
bóka og bréfa þegar mér var boðið
starf aðstoðarmanns forsætisráð-
herra í ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar. Skrifin biðu meðan ég var
í forsætisráðuneytinu, en bókin er
að mestu unnin í sumar og haust.“
Jönína kveðst hafa orðið vör við
að sumir haldi bókina skrifaða
vegna frægðar eiginmanns Tove,
listmálarans Jóns Engilberts.
„Það er skiljanleg ályktun, en
röng. Þessi bók er um mikla og
sérstæða konu. Hún lifir vissulega
lífinu að miklu leyti gegnum mann-
inn sinn og hann er samofin allri
hennar sögu. En þótt hún miði allt
við hans þarfir hvikar hún aldrei
frá eigin persónuleika og er á eng-
an hátt lítilþæg eða undirgefin.
Tove er alin upp á dönsku auð-
manns- og menningarheimili. For-
eldrar hennar umgengust mikið
listamenn og styrktu þá með ýms-
um hætti. Jon og Tove kynntust í
Danmörku og ætluðu að búa þar
til frambúðar, en komu hingað
1940 þegar ólíft var orðið ytra
undir oki Þjóðveija. Tove er af
gyðingaættum og þau fundu að
þeim var ekki óhætt. Fyrstu vet-
urna hér höfðust þau við í sumar-
húsi í Kópavogi. Vatn þurfti að
sækja í brunn skammt frá og því
ekkert salerni innanhúss og mikill
rottugangur í húsinu. Þetta hafa
verið mikil viðbrigði fyrir eftirlætis-
bam frá Kaupmannahöfn, en hún
lagaði sig að aðstæðum og reyndi
að gera gott úr öllu.“
Er þetta þá slétt og felld saga
og stöðugt sólskin?
Jónína spyr næstum hvasst á
móti, „hvað finnst þér slétt og
fellt? Þessi kona missir móður sína
fimmtán ára gömul. Hún giftist
fátækum íslenskum listamanni,
flytur með honum í fásinnið á ís-
landi og býr fyrstu árin með ungar
tvíburadætur þeirra við aðstæður
eins og ég var að lýsa. Þegar hún
kemur út eftir stríð er stór hópur
vina, allt gyðingar, hreinlega horf-
inn, maðurinn hennar tekur rispur
hér heima með koliegum sínum,
sem hún hafði ekki kynnzt hjá
honum og gengst upp í að vera
kvennamaður. Hun býr alla tíð við
óöryggi í afkomu, fer snemma að
tapa heyrn, og þegar maðurinn
hennar missir heilsuna vakir hún
yfir líðan hans hveija stund árum
saman. Þegar hann er orðinn of
máttfarinn til að komast upp í
vinnustofu sína, ber þessi lágvaxna
kona hann daglega á bakinu upp
stigann, tröppu fyrir tröppu. Eftir
að hann deyr finnst -henni lífið
búið en nær að hluta'gleði sinni
og býr ein i húsi þeirra. Hún á
marga vini en aðeins tvo ættingja
á íslandi og það eru tvíburadætum-
ar. Önnur þeirra hefur ekki talað
við hana í átján ár.
Tove hefur lifað innihaldsríku og
auðugu lífi, og það má svo sem
vel segja, að það hafi verið slétt
og fellt, en það eru ekki atvikin
sem máli skipta heldur hvemig hún
bregst við þeim. Hver hún er.
Raunar hafði ég mestar áhyggj-
ur af því við skriftimar að mér
tækl^t ekki að gera þessa konu
trúverðuga. Fólk tryði því ekki, að
æviminningar Tove Engilberts.
hún væri svona. Þess vegna varð
ég afar fegin þegar vinur minn,
Kristján frá Djúpalæk, hringdi til
mín eftir að hafa lesið bókina og
lýsti gleði sinni yfir að svona kona
væri til. Ég fann að hann hafði
upplifað hana eins og ég.
Ég hef fengið kröftug og góð
viðbrögð frá þeim sem lesið hafa
bókina, en sumir hafa getið þess
að þeir hefðu viljað að meira væri
sagt. Bæði um hliðarspor Jóns og
samskipti Tove og dóttur hennar,
Amy Engilberts. Þetta er auðvitað
smekksatriði. Allt sem ekki stendur
í bókinni má auðveldlega lesa á
milli Iínanna. Tove víkur sér ekki
undan að tala um viðkvæm mál,
en veltir sér hvergi upp úr þeim.
Enda eru æviminningar ekki
skriftastóll. Að mínu mati eiga
slíkar bækur að vera skemmtilegar
aflestrar, fróðlegar eða þannig að
einhvem lærdóm megi af þeim
draga.“
Hvað lærir lesandinn af bókinni
um Tove Engilberts?
„Kannski nýjan skilning og trú
á ástinni. Þetta er fyrst og fremst
ástarsaga," svarar Jónína. „Tove
fékk sent bréf frá athafnamanni
hér í bæ sem kveðst hafa orðið
afar snortinn við að lesa bókina
og þakkar henni fyrir að deila
reynslu sinni með öðmm. Hann
segir að þau málverk sem hann
eigi eftir Jón Engilberts hafi nú
fengið dýpri þýðingu. Hér eftir
muni þau minna hann á óðinn til
ástarinnar.“
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Breiðholts
Þriðjudaginn 12. des. fór fram verð-
launaafhending fyrir keppnir haustsins
og spiluð var jólarúberta með monrad
formi. 16 pör mættu til Ieiks og fengu
tvö efstu pörin jólasælgæti að launum.
Efst urðu eftirtalin pör:
Ingimundur Eyjólfsson
— Oskar Eyjólfsson 24
María Ásmundsdóttir
— Árni Már Bjömsson 23
Sigurður —Jón 19
Næst verður spilað þriðjudaginn 9.
janúar, eins kvölds tvímenningur.
Þriðjudaginn 16. janúar hefst aðal-
sveitakeppni félagsins. Skráning er
hafin, hjá Hermanni í síma 41507 og
Baldri í síma 78055.
Spilarar! Gleðileg jól og þökk fyrir
samstarfið á líðandi ári. Hittumst hress
við spilaborðið á nýju ári. Spilað er í
Gerðubergi kl. 19.30.
TIL LEIGU
Til leigu í þessu glæsilega húsi í Hafnarfirði, bak-
hús alls 168 m2. Góð lofthæð og innkeyrsludyr
Einnig í framhúsi neðri hæð, 90 m2 með sérinn-
gangi að framan, en samtengt bakhúsi inni.
Upplýsingar í síma 652221.