Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 46
4é M.0RGUKBtáA!BIBi ÞWIÖffHJIDAtgllHR !t&. QE8BMBERL1989' Álver í Eyjafirði: Sveitarfélögin tilbúin að kosta hafiiarmannvirki Oska efir samanburði á áhrifum á byggða- þróun rísi álver í Eyjafirði eða Straumsvík SVEITARFÉLÖGIN við Eyjafjörð eru tilbúin til að kosta byggingu hafnarmannvirkja og bera ábyrgð á rekstri liafnar verði álver byggt við Eyjafjörð. Samkvæmt lauslegum áætlunum er gert ráð íyrir að kostnaður vegna byggingar hafnarmannvirkja sé um 420 milljónir króna. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri gekk á fund Jóns Sigurðs- sonar iðnaðarráðherra í gær og færði honum þessi skilaboð frá for- svarsmönnum eyfirsku sveitarfélaganna. í bréfi sem iðnaðarráðherra fékk í gær var óskað eftir því að gerður yrði samanburður á kostnaði við byggingu og rekstur álvers í Eyjafirði og í Straumsvík og einnig að Byggðastofnun verði falið að gera samanburð á áhrifúm þess að álver risi annars vegar í Eyjafirði og hins vegar í Straumsvík. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, bæjar- stjórar Akureyrar, Dalvíkur og Olafsfjarðar ásamt fulltrúum frá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar héldu með sér fund á föstudag þar sem þessi mál voru rædd og um helgina var gengið frá bréfi, sem afhent var iðn- aðarráðherra í gær. í bréfinu kemur fram að fulltrúar sveitarfélaganna við Eyjafjörð telja að forsendur um aukinn kostnað svo sem eins og vegna aðfengins vinnuafls í Eyjafirði eigi ekki við rök að styðjast og því beri að endurskoða mat á þessum þætti, en í skýrslu staðarvalsnefndar vnr n ísímim tímn bent n nð við- bótarstofnkostnaður gæti verið alln- okkur í Eyjafirði vegna aðfengins vinnuafls. Þessir útreikningar eru frá árinu 1982 og miðuðust við að í Eyjafirði væri þá ekki til staðar neitt afgangs vinnuafl. Fulltrúar sveitar- félaganna telja að þessir útreikning- ar eigi ekki við rök að styðjast nú og fara fram á að þeir verði endur- skoðaðir. „Þá vilja fulltrúar sveitarfélag- anna við Eyjafjörð lýsa því yfir að verði álver byggt við Eyjafjörð eru sveitarfélögin reiðubúin að kosta byggingu hafnarmannvirkja og bera ábyrgð á rekstri hafnarinnar. Er þá miðað við þá hafnargerð sem gert er ráð fyrir í skýrslu staðarvalsnefnd- ar,“ segir í bréfinu til iðnaðarráð- herra. Lauslega áætlað er gert ráð fyrir að kostnaður vegna byggingar hafnarmannvirkja sé um 420 milljón- ir króna. Þá er einnig í bréfinu ítrekaður áhugi þessara aðila á því að orku- frekur iðnaður verði byggður upp í Eyjafirði og á það bent að bygging og starfræksla álvers í Eyjafirði sé stærsta tækifærið sem ríkisstjórn Islands hafi fengið um langt skeið til að efla atvinnulíf utan höfuð- borgarsvæðisins og þar með að fram- kvæma skynsamlega byggðastefnu. „Við óskum eftir því að endurskoð- aður verði samanburður á kostnaði við byggingu og rekstur álvers í Eyjafirði og Straumsvík að hafnar- gerð frátalinni. Einnig óskum við eftir því að leitað verði til Byggða- stofnunar um samanburð á þeim áhrifum sem bygging álvers annars vegar í Eyjafirði og hins vegar í Straumsvík hefði á byggðaþróun í landinu,“ segir í bréfi fulltrúa sveit- arfélaganna við Eyjafjörð til iðnaðar- ráðherra. NYJAR BÆKUR ALLT STAKAR SOGUR asutgáfan FAANLEGAR 41PAKKA A KR. 1.750,- STORAR JOLABÆKUR AUKAÚTGAFA í GÓÐU BANDI ATH! VERÐA EKKI GEFNAR ÚT VASABROTI! AÐEINS KR. 1.850, - -toooR vvafCÍ . ■ Q* ásútgáfan Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurður Ingólfsson og Rut systir hans fyrir miðri mynd. Til vinstri á myndinni eru afi hans og amma, Sigurður Guðmundsson vígslubisk- up á Hólum í Hjaltadal og Aðalbjörg Halldórsdóttir. Til hægri eru foreldrar hans, Steinunn S. Sigurðardóttir og Ingólfúr S. Ingólfsson. Smásagnasamkeppni MENOR og Dags: Sigurður Ingólfsson hlaut fyrstu verðlaun SIGURÐUR Ingólfsson nemi í bókmenntafræðum við Háskóla íslands bar sigur úr býtum í smásagnasamkeppni Menningarsamtaka Norð; lendinga og dagblaðsins Dags. Smásaga Sigurður nefnist Sanctus. í öðru sæti var sagan Takmark einmana drengs eftir Svavar Þór Magnússon nema í Menntaskólanum á Akureyri. Verðlaun voru aflient við athöfn í Gamla Lundi við Eiðsvöll. Alls bárust um eitt hundrað sögur í sam- keppnina og sagði Haukur Ágústs- son formaður MENOR að þátttakan hefði farið fram úr björtustu vonum manna. í dómnefnd voru Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakenn- ari, Bragi V. Bergmann ritstjóri Dags og Hjalti Pálsson safnvörður á Sauðárkróki. Sverrir Páll sagði það mikið gleðiefni hversu margar sögur hefðu verið vel skrifaðar og einnig það hve margir ungir rithöf- undar hefðu sent inn sögur. Sagði hann ástæðu til að óska ungum íslendingum til hamingju með dag- inn. Sigurður Ingólfsson hefur áður hlotið fyrstu verðlaun fyrir framlag sitt til skáldskaparins, en það var í Ijóðasamkeppni Menningarsam- taka Norðurlands og Ríkisútvarps- ins á Akureyri. Fjorðungssamband Norðlendinga: Lög um verkaskiptingu taki gildi um áramót Á FUNDI á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga sem haldinn var á föstudag var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er ábyrgðar- lausum málflutningi og tillögugerð um að ganga á samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um breytta verkaskiptingu þeirra Fundinn sóttu 29 fulltrúar f'rá 15 sveitarféiögum á Norðurlandi, en á fundinum var rætt um sam- ræmingu álagningar sveitarfélaga og áhrif virðisaukaskatts á fjárhag sveitarfélaga. „Fundur haldinn af fjórðungs- stjórn með forsvarsmönnum þétt- býlissveitarfélaga á Norðurlandi haldinn á Akureyri 15. desember 1989 mótmælir ábyrgðarlausum málflutningi og tillögugerð um að ganga á samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um tekjustofna sveitarfélaga og um breytta verka- skiptingu þeirra á milli,“ segir í ályktuninni. Síðan segir ennfremur að fundur- inn krefjist þess að lög um þetta efni taki gildi um áramót eins og ákvæði þeirra segja til um. „Minnt er á að lög þessi voru sett á grund- velli víðtækrar samstöðu sveitar- stjórna og með samkömulagi við ríkisvaldið. Það er því siðlaust að rifta þessu samkomulagi einhliða af ríkisvaldinu í krafti fjárveitingar- valdsins á Alþingi." Þá skorar fundurinn á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að ganga ekki til nokkurs sam- komulags um að fresta gildistöku laga um tekjustofna og um breytta verkaskiptingu bæði að því er varð- ar lögin í heild sinni eða einstaka um tekjustofna sveitarfélaga og á milli. þætti framkvæmdarinnar. „Fund- urinn skorar á alþingismenn að koma í veg fyrir að þetta gerræði fái náð fyrir augum Alþingis og að ríkisvaldið standi við gefin fyrirheit í þessum efnum,“ segir í lok álykt- unarinnar. Fræðslu- og jafti- réttisfulltrúi: Ein um- sókn komin EIN umsókn hafði borist um starf fræðslu- og jafnréttisfulltrúa Akureyrarbæjar þegar umsókn- arfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Auk þeirrar umsóknar sem þegar var komin, sagði Karl Jörundsson starfsmannastjóri Akureyrarbæjar að von væri á fleiri í pósti. Hann sagði að reynt yrði að ganga sem fyrst frá ráðningu í stöðuna, þar sem það hefði þegar dregist of lengi. Bæjarstjórn samþykkti jafn- réttisáætlun í júní síðastliðnum og var þá auglýst eftir jafnréttisfull- trúa, en enginn sótti um stöðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.