Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 33
MOKGirN’UMÐIÐ ÞRIÐJUDAGURU9. DESBMBER 1989 33 viss um að fleiri konur vildu gista í faðmi þessa manns en komust þar að. Paul Nitsche hafði til að bera fleiri eiginleika góðs söngstjóra en nokkur annar maður sem ég hef kynnst. Til viðbótar miklum per- sónutöfrum og stjórnunarhæfileik- um átti hann svo stórkostlega söng- rödd að annað hvort var að syngja vel í návist hans eða þegja ella. En þá er ótalið það þýðingarmesta, hann var fjölhæfur og frábær tón- listarmaður. Kórmenning Þýskalands blómstraði í kringum Paul Nitsche og tengdist beint Tónlistarháskól- anum í Köln gegnum starf hans og fleiri góðra manna, til dæmis Egons Kraus sem gaf út nýja söngbók handa framhaldsskólum með göml- um og nýjum perlum kórtónlistar. Þýsku útvarpsstöðvarnar í Múnch- en, Köln og Hamborg lögðu mikla áherslu á kórsöng. í Hamborg var útvarpskórinn frægi sem Gottfried Wolters stjórnaði. Eftir að ég stofn- aði Pólýfónkórinn gerði ég mér ferð til Hamborgar að hlýða á æfingar og hljómleika þess ágæta kórs. „Ég vil engar stórraddir í minn kór,“ sagði Wolters. „Af litlu röddunum verður hljómurinn fegurstur, stóru raddirnar hljóma aldrei alveg sam- an.“ Söngurinn í þýskum kórum var öðruvísi en í þeim ensku, tónninn fyllri og sveigjanlegri, en sjaldan jafn tær og ójarðneskur. Hvorki þýski né enski stíllinn byggðu á raddtæknþ ítalska „bel canto“ skólans. Ég lagði við hlustir og reyndi að læra af öllu þessu. Með sjálfum mér hugsaði ég að með því að sameina þetta þrennt, kórmenn- ingu Breta og Þjóðveija hinum létta ítalska söngstíl, næðist hinn full- komni samhljómur. En ég forðaðist að nefna það við nokkurn mann, það þætti sjálfsagt fjarstæða. Eftir flutning Pólýfónkórsins á Messíasi í Edinborg árið 1975 voru fyrir- sagnir blaðanna: „Icelandic singers get top marks“ og þekktasti gagn- rýnandi Skotlands skrifaði í The Scotsman: „Flutningur Pólýfón- kórsins frá Reykjavík á Messíasi var með yfirbragði meginlandsins. Söngur þessa kórs einkennist af skýrum, lifandi hljómi sem minnir á Mið-Evrópu, hljóðfall hans er skýrt mótað, kolúratorsöngur hans vel aðgreindur og glitrandi og flutn- ingurinn, framsetningin, kraftmikil og hnitmiðuð. Veiki söngurinn var líka fallegur og hljómur sópran- raddanna sveif létt og fagurlega sem ber vott um mikið vald og ágæta tækni. Þetta ber að þakka stjórnandanum, Ingólfi Guðbrands- syni, sem hefur smíðað svo frábært hljóðfæri úr kór sínum.“ Kór og kor, það á ekki saman nema nafnið. Auðvitað fara gæði þess hljóms, sem myndast af söng margra saman, eftir röddum ein- staklinganna í hópnum. Hlutverk stjórnandans er ekki aðeins að koma verkinu saman sem æft er heldur að gera það besta mögulega úr hverri einstakri söngrödd í hópn- um svo að hún leggi sitt af mörkum að magna upp þá fegurð hljómsins sem hrærir hjörtun í tjáningu sem er ofar öllum skiiningi. Á leiðinni í litlu Volkswagen bjöll- unni hans Pauls ræddum við fram og aftur verkið sem verið var að æfa, árangurinn sem náðist' eða eftir var að ná. Eftir flutning á Messíasi Hándels í Leverkusen, sem hann stjórnaði, voru dómar gagn- rýnenda afar mótsagnakenndir og tók hann það nærri sér. í einni fyrir- sögn stóð: „Hinn fullkomni Messías undir stjórn Nitsches." í öðru blaði: „Ósamstæður flutningur kórs og hljómsveitar.“ Hveiju á fólk að trúa? Það þorir jafnvel ekki að láta eftir sér að hrifast ef ske kynni að flutningurinn fyndi ekki náð fyrir eyrum gagnrýnenda. Það væri skammarlegt að láta eftir sér að gráta af hrifningu ef...'.? Ég lærði mikið af þessum manni. Hann reyndist mér í alla staði sem besti bróðir. Það er dýrmætt að eignast svo óeigingjarna vináttu. Hann var afar uppörvandi og hvetj- andi fyrirmynd sem hafði mikil áhrif á líf mitt þótt ég mótaði síðar mín eigin vinnubrögð. Þennan vetur opnuðust mér nýir fjársjóðir í tón- Paul Nitsche með stúdentakór- inn frá Bergisch Gladbach í heimsókn hjá Ingólfi. Ingólfúr og Nicholas, fararstjórar í fyrstu Spánarferð Útsýnar 1958. listinni sem ég vissi ekki áður að væru til. Undir sól að sjá Á slóðum Don Quixote Upphaf kaflans „Undir Sól að sjá“, þar sem greinir frá fyrstu Spánarferð Útsýnar. Við komum inn á Iberia-skagann yfir strönd Kantabríu og það glittir í hvítar fannir í hlíðum Pýrenea- fjallanna á milli skýjahnoðra. Um leið og komið er suður yfir fjöllin blasir við landið bakað í sólar- breiskju, sólsviðnar hæðir, upp- þornaðir árfarvegir. Hið villta yfir- borð landsins er veðurbitið og skorpið eins og andlit gamla fólks- ins. Úr lofti að sjá skiptist ræktaða landið í reglulegar skákir með ge- ometrískri nækvæmni eins og í nútímamálverki eftir Mondrian, lit- irnir tilbrigði um brúnt, grænt og gult. Þetta er fallegt myndvérk séð úr lofti og hiti í litunum. Vélin lækk- ar flugið og lendir á Las Barajas- vellinum við Madrid að áliðnum degi. Það er spenna í loftinu, hið áður óþekkta, fjarlæga í nánd. Svit- inn drýpur af brám víkinganna úr norðri og fölum vöngum. Á leið frá flugvelli erum við þegar komin á slóðir Lorca, Bunuels, Dali og Alb- erti sem allir höfðu búið á stúdenta- heimli við Calle de Pinar. berrökkrið að síga yfir þegar fyrsti íslendingahópurinn gengur til her- bergja sinna á Hotel Emperatriz í Madrid. Veggir og gólf eru klædd marmara, framandi viðhafnarblær yfir móttöku. I hópnum eru 54 far- þegar, auk mín og spænska sendi- kennarans Antonios Romeros, sem átti að vera mín stoð og stytta, al- fróður um Spán og spænska menn- ingu og dável mæltur á íslenska tungu. Eins og kvöldverðurinn rann ljúft niður með spænskum eðalvínum, svo rann og ferðaþreytan af fólki. Vildu menn þá ólmir sjá senjórítur og spænska dansa. Romero hinn spænski vissi um Flamenco-stað í hliðargötu frá Alcala og þustum við þangað. Dansfólkið er spengilegt, hnarreist og stolt með þóttafullu fasi líkt og eldur brenni í æðum þess. Dansinn dunar og smellur ekki aðeins á fjölum gólfsins, hljóð- fallið er í blóðinu, púls þess lífs sem lifað er: Dunar blóð ört, ótt, eldsins glóð funar fljótt. Dansins spor, djarft, létt, þótti og þor þreyta sprett. Loga glatt bál björt og brenna hratt. Rauður er dauðinn en sorgin svört. Ástin og dauðinn er inntak þeira söngva sem kveðnir eru og tjáðir í dansi og söng á þessu fyrsta Spán- arkvöldi Útsýnar. Romero farar- stjóri gerist drukkinn og djarfur í orðum með frammíköllum til söngv- ara og dansara. Reynt er árangurs- laust að þagga niður í honum og að lokum er hann fjarlægður í fylgd lögreglu. í kynnisferð um borgina daginn eftir er lágt á honum risið og hann biðst leyfis að leita lækn- is. Síðan sást ekkert til hans meir fyrr en við heimför frá Barcelona tæpum mánuði síðar. Tilkynnt var um hvarf hans á aðalstöðvum lög- landskunnra manna. Sumir þeirra fylgdu mér oft síðar um nýjar ferða- slóðir. Þannig mynduðust vináttu- tengsl sem varað hafa alla ævi. Það traust sem gott fólk batt við starf mitt og fyrirtæki varð hornsteinn vaxandi viðskipta. Spánn var innan sjónhrings, önnur lönd koma síðar við sögu. íslendingar standa orðlausir af hrifningu frammi fyrir snilld spænskra málara í Prado-safninu í Madrid. Þar kennir margra grasa, en hjá spönskum meisturum sést önnur tjáning og djarfieg notkun lita. Listsafnarar á Islandi virða fyrir sér verk Zurbaráns, Velázqu- es, Murillos og Goya. Það var gam- an að vera með Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara og Kristjáni í Kidda- búð á ferð og finna hve næmt skyn þeir báru á myndlist, enda miklir vinir Kjarvals. Én svo var um marga aðra. Jafnvel fólk sem hvorki fór á málverkasýningar né söfn slóst í hópinn og fylgdi hinum. Þannig kviknaði áhuginn og þetta fólk varð að listneytendum. En safnskoðun þarf þarf að taka í áföngum því að hugurinn méttast og einbeiting og hrifning eru þreytandi til lengd- ar auk þess sem fólk stendur venju- iega mest allan tímann á söfnum. Á kvöldin matast fólk og masar saman í matsal Hotel Emperatriz. Romero er týndur og tröllum gefinn og veldur það nokkrum áhyggjum. Spænskir leiðsögumenn, ensku- mælandi, leysa hann af hólmi í Madrid og í dagsferðum til Toledo og E1 Escorial að sjá grafir k'onung- anna og eitt mesta klaustur heims- ins þar sem einnig voru skrifuð handrit sem landanum þóttu falleg og merkileg og fann þá til stolts yfir íslenskum handritum, en þau eru einu fornu gersemar íslendinga. Þarna er líka eitt merkasta bóka- og handritasafn veraldar auk allra iistaverkanna í steini, vefnaði og á striga. Þó er fátt eitt talið af undr- um EL Escorial sem var allt í senn: konungshöll og hvídarreitur geng- inna konunga, kirkja, skóli, klaust- ur, vísindastofnun og safn. Norður- álfubúar, sem geta í hvorugan fót- inn stigið fyrir þjóðarrembingi, þyrftu að koma til E1 Escorial í einn dag að læra lítillæti af stórþjóð sem bæði varðveitir menningu sína ög stolt, en menningin er eina forsenda þjóðarstoltsins. An hennar er ekk- ert sem einkennir þjóð á mannþingi heimsins, aðeins hversu ágæt hún er af verkum sínum, sjálfstæðri hugsun og listrænni tjáningu. Kvöldin í Madrid era mátulega svöl til að rölta um göturnar kring- um Kólumbusar-torg undir skörð- um mána á heiðum næturhimni. Spönsk nótt á sitt eigið hljóðfall sem síast inn með andrúmsloftinu og sest að í hugskotinu. Flamenco- tónlist hljómaði víða út úr húsum hveil og eggjandi. Franco var búinn að láta loka gleðihúsunum en í stór- um viðhafnarsal á „Casablanca" sitja nærri eitt hundrað einmana konur við borð með síma og bíða þess að einhver gestanna taki upp tól og hringi í númerið þeirra. Is- lendingum finnst goð skemmtun að koma á bari þessa „hvíta húss“ og virða fyrir sér kvenlega fegurð með suðrænu yfirbragði: Mikið er skopast og hlegið, en fararstjórinn kippir í spottann áður en of langt gengur. Þetta var árið 1958 og septem—v reglunnar við Puerta del Sol og •wnLlí-mA oA oírro írfn’ ncwrov í 'onrrlvof nffív nrinnm i nfirovm nrr auglýst eftir honum í útvarpi og sjónvarpi en allt kom fyrir ekki. Romero fannst hvergi. Það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Hópurinn var það stór að skipta varð honum í tvo vagna. Ég man þegar við stóðum á torginu Puerta del Sol — Sólarhliðinu — í miðri Madrid, en þaðan stefna tíu stræti eins og geislar í allar áttir. Allar vegalengdir á Spáni eru taldar frá þessum punkti sem merktur er tölunni núll. Það má til sanns vegar færa að Spánarferðir íslendinga hæfust á núlli í þessari ferð. en nú lætur nærri að tíundi hver íslend- ingur heimsæki Spán á hveiju ári og fjölmargir fara árlega eftir að hafa kynnst dásemdum þessa bjarta og fagra lands. Mannval var mikið í þessari fyrstu Spánarferð minni og margt VISA NR. 102 Dags. 18.12.1989 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4548 9000 0028 0984 4507 4500 0006 7063 4548 9000 0019 5166 4507 4200 0002 9009 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0024 6738 4507 4500 0009 3267 4507 4400 0001 7234 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.