Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989/
SKBl
4,
Úr bókinni Snorri á Húsafelli:
Niðurlægðir nýsvein
ar í Skálholtsskóla
c
o° ' \ \N- -
,.vív «í>v oS'
%V' NC' X* ^
. V^'
Raðgreiðslur
Póstsendum samdægurs
-SkAMK rRAMMR
SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045
BÓKIN Snorri á Húsafelli eftir
Þórunni Valdimarsdóttur sagn-
íiræðing er gefin út af Almenna
bókafélaginu. Þar er lýst lífi
Snorra Björnssonar og aldar-
háttum hér fyrir 250 árum, þegar
var timabil harðinda og niður-
lægingar. Snorri var embættis-
maður, rímnaskáld og sagna-
skáld, höfúndur fyrsta leikrits á
islensku, náttúrufræðingur,
áhugamaður um hið yfirnáttúru-
lega og þjóðsagnapersóna.
Hér birtist kafli úr bókinni þar
sem lýst er námsvist Snorra í
Skálholtsskóla:
Skólapiltar sofa í Skólaskála,
sem stendur næst sunnan við dóm-
kirkjuna. Á skálanum er helluþak.
Hann er í fimm stafgólfum, með
sterkri grenigrind yfir og undir,
langböndum og reisifjöl. í þessu
svefnhúsi skólasveina eru tíu lok-
rekkjur sem þeir hvílast í þrír eða
fjórir saman, og þegar frostið herð-
ir njóta þeir hitans hver af öðrum.
í skálanum er enginn ofn. Skóla-
sveinar haida húsinu svo heitu sem
það getur orðið þegar kuldinn bítur
gegnum veggina. Þeir liggja flestir
á undirdýnum úr heyi og yfirdýnum
úr mýkra efni og hafa yfir sér tvö
vaðmálsteppi, nema þeir sem eru
af vel fjáðu foreldri og geta greitt
fyrir meiri munað í bólinu. Konrekt-
or sefur á fjaðradýnu í Skólameist-
arahúsi, skammt frá. Ekki er hægt
að hefja pyntingasiði við nýsveina
nema hann sé örugglega fjarri.
Snorri liggur fyrir annað kvöld
eftir að skóli var settur, og hugsar
ofan í heydýnuna til óværu sem er
nýbúin að kynnast kroppi hans. Þá
koma fjórir antiqui, úr hópi þeirra
elstu og myndugustu að rekkjunni.
Ljósið af kertastubbum sem tveir
þeirra elstu og myndugustu að
rekkjunni. Ljósið af kertastubbum
sem tveir þeirra halda á lofti í Ijósa-
stikum flöktir og glampar í átta
augum og fjórum gleraugum og
boðar myrkan ólukku tilgang og
skelmerí. Snorri liggur fremstur í
rúminu og innan við hann þrír aðr-
ir novi. Næstur er Guðmundur
Eiríksson frá Mjóafirði, líflegur
skáldmæltur sveinn sem á raun-
verulega martröð yfir höfði sér í
Skálholti eftir nokkur ár, er hann
kallar yfir sig geipilega hýðingu
með byssustuldi á leiðinni í skóla.„
Innan við Guðmund liggur Jón
Guðmundsson, sonur spítalaráðs-
mannsins á Klausturhólum. Hann
er mikill vexti, skáldmæltur og
tungulipur og vel hæfur til kenni-
mennsku, en lausmáll, léttúðugur,
grobbinn og hviklyndur. Hann á
eftir að missa hempu vegna þess
hve bágt hann á með að beisla
tungu sína. Innstur liggur Þórólfur
Finnsson frá Barðaströnd.
Öldungarnir skipa þeim úr öllum
klæðum. Novi eiga á hættu háð og
spott ef þeir hlýða ekki óskrifuðum
reglum skólapilta, sem eru af-
skræming á reglum heyrara, kon-
rektors og biskups, reglum skólans
■■IM """ " ■
HJ, 0 -/ . 'Ý
<V. - V' *<s f
'f. <- *Ss. - VJ
og samfélagsins. Slíkir siðir hafa
verið til i skólum á ýmsum tímum.
Niðurlægjandi er að tína af sér
hverja spjör en þeir sem koma
grænir inn í mótað samfélag verða
að beygja sig. Notarius inferíorum
hefur eftirlit með nýsveinum og er
einn af eftirlitssveinum, sem valdir
eru úr hópi sterkra nemenda og
gefur nótur um drýgðar syndir er
goldið er fyrir reglulega á hátíð-
legri samkomu í skólanum, með
líkamlegri tyftun. Þá sem njóta
áhrifa í hörðu samfélagi skólans er
ekki skynsamlegt að styggja.
Snorri, Guðmundur, Jón og Þórólfur
berhátta sig í umkomuleysi sínu,
misjafnlega gelgjulegir, Snorri og
Jón þeirrar náðar skaparans aðnjót-
andi að vera sterklegir, með
spennta vöðva sem varið gætu virð-
ingu þeirra. Um öldungana fjóra
fer hrollur sigurvegarans, í réttu
hlutfalli við niðurlægingu þeirra
berstrípuðu. Þeir athuga hvort karl-
^mennska hvítra líkamanna sé ótví-
ræð og gaumgæfa hvort nýsveinar
beri nokkurn óþverra sjúkdóm,
líkamlegt afskræmi eða óeðli sem
ógnað geti samfélagi skólasveina.
Morguninn eftir, sem alla
morgna, fara þeir nýskoðuðu til
morgunsöngs. Guði er hvergi í stift-
inu betur þjónað en á biskupssetr-
inu, því þar er hringt til bæna og
latínusöngs í dómkirkju kvölds og
morgna. Skólasveinar mæta til
morgun- og kvöldsöngs og messu-
gjörða í kirkjunni, og fá þar numið
verkleg prestskaparfræði af dóm-
kirkjupresti. Sveinarnir þurfa ekki
annað en koma sér í leppana og
ganga rúma tuttugu metra innan-
húss til að komast til kirkju; þegar
þeir koma í gættina á svefnhúsinu
eru þeir við endann á Löngugöngum
og þar opnast Undirgöngin sem
liggja milli staðarhúsa og kirkju,
yfir í suðurstúkuna á dómkirkjunni.
Næmt nef finnur fjarlægan ilm
af gulu píputóbaki í Undirgöngun-
um á leið til morgunsöngs í kirkju.
Tóbaksnautn, sem landsbúar lærðu
af erlendum daggurum fyrir einni
öld, hefur síðan ekki einungis verið
stunduð í flestum kotakrönsum
landsins, heldur líka í Undirgöngun-
um á leið til dómkirkju. Ef til vill
andaði Brynjólfur biskup að sér ljúf-
um nikótínmekki meðan hann stik-
aði undir fjórtán þverbita upp hellu-
lögð undirgöngin, og íhugaði pred-
ikun eða bænir dagsins. Á fyrri
hluta átjándu aldar eru menn farn-
ir að brúka tóbak upp í sig, sem
sumir prestar eru háðir við sjálfa
messugjörðina. Með munntóbakinu
færist nikótínjurtin og nautn tó-
baksþrælsins inn í sjálfa kirkjuna
og alla leið upp í predikunarstólinn.
T)æmi eru um presta sem geta ekki
á sér heilum tekið við embættisgerð
ef skroið brestur, þeim tekst þá
tæpast að tala og tóna fyrir ólund-
argeispum.
Skólapiltar reykja kannski pípur
sínar í góðu tómi í dimmum göngun-
um þegar engin hætta er á því að
Jón biskup sjái til þeirra; stilla sam-
an hugsun sína á meðan þeir fitla
við endingarlitlar, úrgangssamar
leirpípurnar og sjúga að sér
reykinn. Nasvísir nýsveinar laga sig
að skólasiðum og rembast við að
mannast. Snorri lætur ekki pre-
dikanir Jóns biskups gegn tóbaki
aftra sér frá því að kynnast sæld
tóbaksnautnarinnar og angri þess
tóbakslausa. Að minnsta kosti yrkir
hann um vesöld þess sem vantar
tóbak.
Eitt sinn lagði lævísari reyk en
tóbaksreyk um Löngugöng. Það var
þegar staðurinn gjörvallur brann
árið 1630. Allir sem dveljast í Skál-
holti í lengri tíma eftir brunann og
fara um gangana sem tengja saman
bæjarhús og kirkju hljóta að þekkja
þá sögu — hún er svo áleitin. Allt
staðarfólk hlýddi á messu þann
dag, nema hin ólánsama Guðrún
sem frá þeim degi kallaðist Guðrún
. „brenna“. Henni var falið að kynda
kakalofninn í baðstofu biskups, sem
hún og gerði, en drottinsorðið dró
hana til sín, í átt til kirkju, inn
Undirgöngin, upp tröppurnar, upp
í gættina á suðurstúku dómkirkj-
unnar og þar tyllti hún sér að því
er hún hélt í kristilegu sakleysi á
efsta þrepið, til að hlýða á nokkur
orð af predikan. Það var sem vesl-
ings Guðrún hefði verið stungin
svefnþorni, því á hana lagðist höfgi
svo hún vaknaði ekki fyrr en staður-
inn var alelda og lymskufullur reyk-
urinn læddist upp göngin í nasir
vakandi kirkjugesta, hleypti upp
messunni og fyllti guðshúsið svört-
um reyk.
Við sjáum ekki andlitin eða
iíkamsburðinn er sveinar ganga til
kirkju um morguninn, en ætli þeir
séu ekki eins og þverskurður
íslenskra karlmanna á öllum tímum,
yngissveinar frá ýmsum landshlut-
um. Sumir ljósir, aðrir dökkir, rindl-
ar og íturvaxnir, með þraut, næmi,
hörku eða gleði í andlitsdráttum.
iomganna sem íeituon as
Islendinga en var visað ðr landi
Einstök bók um viðkvæmnismál sem legið hefur í þagnargildi hérlendis
í hálfa öld. Snilldarvel skrifuð saga um efni sem snertir alla Islendinga.