Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 67
kerfisins verða fyrst og fremst
frjálsræði í verslun með fisk og
hvers kyns fiskafurðir. Fijálsræði á
sviði vöruviðskipta er því aðeins
raunverulegt fijálsræði fyrir íslend-
inga að það taki til sjávarafurða.
Frelsi til fjármagnsviðskipta:
Einn sameiginlegur markaður
fjármagns er lykilatriði í EB. Það
felur í sér að ríkin fella niður á
milli sín hindranir á rétti annarra
EB-íbúa að geyma fármagn sitt eða
taka fjármagn að iáni milli ríkjanna.
Sömuléiðis að fjárfesta í atvinnu-
rekstri. I reynd þýðir þetta að eign-
arréttur í atvinnurekstri er ekki
bundinn við þjóðerni og þar með
er þjóðernislegum sjónarmiðum al-
farið vikið til hliðar fyrir arðsemi.
BMHR telur fráleitt að útlend-
ingum sé veittur, með einum eða
öðrum hætti, eignar- eða ráðstöfun-
arréttur á aflaheimildum eða að-
gangur að fiskveiðiauðlindunum.
Sjálfsagt er einnig að vara við þeirri
hættu að erlend fyi’irtæki geti keypt
upp lykilfyrirtæki í heilum starfs-
greinum ef Islendingar veittu hér
fullt frelsi í þessum efnum.
Möguleikar til að reka „þjóðlega“
vaxta- og gengisstefnu skerðast
einnig til muna eða hverfa alger-
lega. Með einni sameiginlegri mynt
er mikilvægum hluta af innlendri
hagstjórn fórnað. Um það snýst
deila Breta við aðrar bandalags-
þjóðir þessa dagana. Það er mat
BHMR að íslendingum sé nauðsyn-
legt að búa yfir skilvirkum hag-
stjórnartækjum til að mæta óvænt-
um og oft óhjákvæmilegum sveifl-
um í þjóðarbúskapnum, en þessar
sveiflur eru meiri á Islandi en ger-
ist víðast í Evrópu.
Frelsi í þjónustuviðskiptum:
Hagkvæmni í þjónustuviðskipt-
um, t.d. banka og tryggingastarf-
semi, þykir afar léleg á Islandi.
Talið er að aukin hagkvæmni í þess-
um viðskiptum fáist með því að
opna íslenskan þjónustumarkað fyr-
ir erlendri samkeppni og erlendum
stórfyrirtækjum með sterkan fjár-
hagsgrundvöll. BHMR hlýtur þó að
vara við þeirri augljósu hættu að
mikill hluti íslenskrar þjónustu-
starfsemi falli í hendur erlendra
stórfyrirtækja en önnur íslensk fari
á hausinn ef þjónustuviðskiptin
verða gefin alveg fijáls.
Fijáls búsetu- og atvinnuréttur:
Fijáls búsetu- og atvinnuréttur á
íslandi kemur varla til greina gagn-
vart öllum ríkjum EFTA og EB.
Hins vegar er það mat BHMR að
sameiginlegur norrænn vinnumark-
aður með eðlilegum takmörkunum
hafi haft jákvæð áhrif. Fámenni
íslendinga útilokar hins vegar al-
gera opnun vinnumarkaðar og at-
vinnuréttinda.
Áhrif samræmingar í skattkerf-
um:
Samræming skattkerfa er talin
nauðsynleg við samruna-í eitt efna-
hagssvæði. Það þýðir í reynd áð
fámennari þjóðríki fá rýrari skatt-
tekjur en þau þurfa til að halda
uppi sambærilegum félags-, vel-
ferðar- og þjónustukerfum á við hin
fjölmennari kjarnaríki í miðju
bandalagsins. Þannig geta hug-
myndir um samræmingar á skatt-
heimtu þjóðríkjanna þjónað sam-
keppnisskilyrðum en strítt' gegn
grundvallarhagsmunum einstakra
þjóðríkja.
Stofnanir og lög:
í viðræðum embættismanna hafa
EFTA-ríkin fallist á að frelsin fjög-
ur og „aquis communautaire“ (EB-
réttur) skuli gilda sem forsendur
viðræðna EFTA og EB og ekki verði
vikið frá þessum reglum nema tíma-
bundið samkvæmt sérstökum
samningi eða þegar grundvallar-
hagsmunir eru í húfi. Af þessu er
ljóst að ísland verður að gera
víðtæka sérsamninga við EB-ríkin
um undanþágur frá „frelsunum
fjórum" og EB-rétti til að tryggja
grundvallarhagsmuni landsins. Is-
land getur því varla tekið lengi þátt'
í almennum viðræðum EFTA-ríkja
og EB án 'þess að vekja athygli
allra aðila á sérstöðu landsins og
nauðsyn tvíhliða viðræðna.
Á það vet’ður einnig að benda
að EFTA er allt annars konar stofn-
un en EB. EFTA hefur engin yfir-
þjóðleg völd og kemur til viðræðn-
anna sem hópur sjálfstæðra ríkja.
BHMR telur firru að breyta þessu
MORGUNBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 31989
eðli EFTA. Og á sama hátt er
BHMR algerlega mótfallið hug-
myndum um að koma á yfirþjóðlegu
valdi innan evrópska efnahags-
svæðisins.
BHMR telur mikilvægt að benda
á að stofnanir EB hafa yfirþjóðlegt
vald í mörgum málefnum og ,af-
staða þeirra ræðst ekki af vilja þjóð-
kjörinna fulltrúa aðildarríkja EB á
Evrópuþinginu. Þetta verða fulltrú-
ar íslenskra hagsmuna í viðræðum
EFTA og EB ávallt að hafa í huga
og gæta þeirra lýðræðishugsjóna
sem' íslenska þjóðfélagið byggist á.
BHMR getur aldrei fallist á nauðsyn
þess að íslenskir grundvallarhags-
munir verði teknir úr höndum þjóð-
kjörinna fulltrúa og framseldir yfir-
þjóðlegu valdi.
4. Afstaða BHMR sem
heildarsamtaka
stéttarfélaga
hæfðu vinnuafli. Þetta gæti í fyrsta
lagi haft þau áhrif að til íslands
sækti mikill fjöldi atvinnulausra
sem gætu sætt sig við léleg kjör
og myndu halda launakjörum hér á
landi áfram niðri. I öðru lagi má
reikna með að margir sérmenntaðir
íslendingar taki þann kost að flytja
utan á vit betur launaðra starfa þar
sem sérhæfni þeirra nyti sín. Áhrif
þessa á stéttarfélög og launaþróun
eru augljós. Má fullyrða að Islend-
ingar myndu á þennan hátt flytja
inn í landið launamisrétti af áður
óþekktri stærðargráðu. Þess vegna
er það mat BHMR að ftjáls at-
vinnu- og búseturéttur innan
EFTA-EB-svæðisins stangist á við
grundvallarhagsmuni íslendinga.
BHMR vill benda stjórnvöldum á
að forsenda þess að hér sé unnt
að halda uppi lífskjörum eins og
þau gerast í nagrannalöndum er
fjölskrúðugt atvinnulíf sem nýtir
sér margvíslega sérfræðiþekkingu.
4. Afstaða BHMR sem
hagsmunasamtaka
háskólamanna
Áform um innri markað EB eru
m.a. tengd því að samræma náms-
skrár og staðla námsefni og náms-
kröfur í aðildarríkjunum og laga
skólakerfi þeirra að þörfum atvinn-
ulífsins. Þetta er í takmörkuðum
skilningi jákvætt. BHMR varar hér
við augljósri tilhneigingu til ein-
hæfni og skilningsleysis á mikil-
vægi húmanískra greina.
Hins vegar leggur BHMR áherslu
á að íslensk stjórnvöld tryggi með
aðild sinni að viðræðum EFTA og
EB eða með tvíhliða viðræðum við
EB möguleika íslenskra náms-
manna til að stunda nám við
menntastofnanir í EB-ríkjum. Á
sama h átt er mikilvægt að treysta
og efla aðild íslendinga að evrópsku
vísindasamstarfi.
Þegar lítil þjóðríki með sjálf-
stæða menningararfleifð taka þátt
í nánu efnahagslegu samstarfi við
voldugri og fjölmennari þjóðir er
mikil hætta á því að menningararf-
leifð smáríkisins glatist. Sameigin-
legur vinnumarkaður og full og
gagnkvæm búseturéttindi allra íbúa
EB- og EFTA-ríkja eru án vafa
ógnun við menningarlegt sjálfstæði
íslendinga. Af þessari ástæðu telur
BHMR að íslendingar geti ekki
gengið að skilmálum EB um fijáls-
an búsetu- og atvinnurétt.
(Samþykkt í launamálaráði
BHMR 14. desember 1989.)
Hagsmunir launamanna í EB:
Upphaf Evrópubandalagsins er
að finna í hagsmunasamtökum
kola- og stálfyrirtækja sem komið
var á laggirnar snemma á sjötta
áratugnum. Með Rómarsáttmálan-
um var þetta bandalag þróað í víð-
tækt viðskipta- og hagsmuna-
bandalag sex þjóðríkja sem byggð-
ist á sáttmála um öflugt styrkja-
kerfi til vissra atvinnugreina og
landsvæða. Hagsmunir launafólks
voru ekki hvatinn að stofnun EB
og hafa alla tíð mátt sín lítils í þró-
un þess.
Til eru áætlanir um að breyta
þessu. Fi’á framkvæmdastjórn EB
liggja drög að sameiginlegri Félags-
málayfirlýsingu sem kveður á um
atriði eins og lágmarkslaun, rétt til
að vera í stéttarfélagi og rétt launa-
fólks til endurmenntunar. Þessi
drög hafa enn ekki verið staðfest
af ráðherraráði EB, þrátt fyrir að
aðiidarríkin séu sammála um að
þessi yfirlýsing myndi í engu auka
núverandi rétt launafólks í aðild-
arríkjunum, svo varfærin eru við-
miðin. Það er í samræmi við stefnu
EB að ábyrgðin á (starfs)kjörum
launafólks sé alfarið á herðum
samningsaðila á vinnumarkaði.
Framkvæmdastjórnin hefur einn-
ig lagt fram félagsmálaáætlanir
(1974, 1984 og 1989), þar sem
m.a. hefur verið reynt að draga úr
hinu mikla atvinnuleysi, einkum
meðal ungs fólks.
Starfsemi stéttarfélaga:
Þátttaka launafólks í stéttarfé-
lögum er miklu minni í En (15-45%)
en almennt þekkist á Norðurlöndum
(80-95%). Stéttarfélög- í EB-ríkjum
hafa m.a. átt í erfiðleikum með að
fá samningsrétt viðurkenndan og
að fylgja honum eftir með verk-
fallsrétti. Einnig hafa stéttarfélög
í EB-löndum átt í erfiðleikum með
að veija gerða kjarasamninga, bæði
gagnvart vinnuveitendum og ríkis-
valdi. í þessum efnum ríkir allt
önnur hefð á Norðurlöndum, e.t.v.
að íslandi undanskildu. Víða í EB-
löndum er samningsréttur og verk-
fallsréttur ekki bundinn við stéttar-
félög heldur einstaklingsbundinn.
Þess vegna hefur virkni launa-
manna í EB-löndum verið lítil og
haft þau áhrif að stéttarfélagsleg
sjónarmið mega sín lítils í ákvarð-
anatöku í þjóðríkjunum og innan
bandalagsins.
EB grundvallast á hagsmunum
vinnuveitenda og fjáragnseigenda.
Hins vegar starfa launamannasam-
tökin ýmist svæðisbundið eða
starfsgreinabundið í einstökum að-
ildarríkjum. Það gefur því augaleið
að stéttarfélög innan EB eru þess
vanbúin að tryggja heildarhags-
muni launamanna, þrátt fyrir form-
legan samstarfsvettvang, ETUC
(Evrópska verkalýðssambandið).
Þessi atriði eru rakin hér til að
benda á að BHMR getur ekki fall-
ist á evrópskan samruna sem fæli
í sér að starfsemi íslenskra stéttar-
félaga yrði takmörkuð á sama hátt
og er til siðs í ríkjum EB.
Sameiginlegur vinnumarkaður:
Það er ein af niðurstöðum emb-
ættismannanefndar EFTA og EB
að nauðsynlegt verði að koma á
einum sameiginlegum vinnumark-
aði á evrópska svæðinu. Áhrif þéss
á íslenskan vinnumarkað eru marg-
þætt. í EB-ríkjum er mikið atvinnu-
leysi en einnig viss skortur á sér-
AFSLATTUR
Vorum að taka upp nýja og sjóðandi heita sendingu af
hljómplötum og geisladiskum á stórkostlega góðu verði.
Allt að 70% afsláttur af bestu og næst bestu plötum
rokksögunnar. Komið-skoðið-sannfærist.
Geisli allt öðruvísi plötuverslun.
GEISLI
HLJÓMPLÖTUR
SNORRABRAUT 29(VIÐ LAUGAVEG)
SÍMI 626029