Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 77
77
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989
VEL\AKANDI
SVARiR í SÍMA
89128SKL. 10-12
FRÁ NÁNUDEGI
TIL FCSTUDAGS
FRIÐARSÓKNIR
Til Velvakanda.
I.
Tklað er um friðarsókn mannkyns,
og einstaka mönnum, þeim sem
gengið hafa fram fyrir skjöldu í þeim
efnum, hefur verið veitt friðarverð-
laun. í okkar heimshluta hefur friður
haldist nú um árabil, öllum til ómet-
anlegrar hagsældar, mannbóta og
menningarauka. Því styrjaldir spilla
sálarlífi þjóðanna og leiða mikinn
fjölda einstakra þátttakenda til vítis-
vistar, þá héðan er flutt. Því mann-
dráp eru af illum rótum runnin, og
í drápsæði styrjalda flæða vítisáhrif
yfir þjóðirnar og spilla innræti
manna. Því þarf sókn til friðar að
vera sífellt viðfangsefni allra.
II.
En svo er önnur friðarsókn, sem
síður hefur verið sinnt, illu heilli. Það
er sóknin til verndar lífi og limum
sambýlinga okkar, dýranna. Þar hef-
ur sókninni lítt miðað fram, heldur
e.t.v. aftur á bak. Réttur dýranna
til lífs hefur mjög verið fótum troð-
inn. Harðýðgi hugans hefur lítt látið
undan síga í þeim efnum, þótt vissu-
lega hafi mannúð og mildi einnig
verið boðuð víða um lönd, en hún
hefur oft mátt sín of lítils. Hér á
landi hafa „sportveiðar" og „heilsu-
bótarveiðimennska“ heldur farið
vaxandi, og þeir sem slíkar veiðar
stunda, eru farnir að krefjast æ
meiri virðingar þeirra, sem tilneyddir
eru að horfa upp á þetta framferði
aðgerðalausir.
Hér þarf að hefja friðarsókn, til
vemdar villtum dýrum. Og árangurs
mun helst verða að vænta, ef menn
reyna að setja sig í spor dýranna.
Hver og einn þarf áð hefja friðar-
sókn gegn eigin drápslöngun, eyða
þessari illu hvöt úr eigin bijósti,
reyna að skilja helgi lífsins og hvað
í húfi er. Tækist þessi friðarsókn,
þá mundi glæðast ást í bijósti til
alls sem lifir. Þetta mundi leiða til
bættra lífsambanda upp á við, en á
slíku er hin mesta nauðsyn.
Ingvar Agnarsson
Týnd læða
Hvít læða fór að heiman frá sér
að Ránargötu 29a fyrir nokkru.
Hún heitir Ósp, er með hvíta bringu,
brún og svört, stór og loðin. Hún
hefur ekki ól en far eftir ól sést
aftan á hálsi. Ösp er gæf og gegn-
ir nafni. Vinsamlegast hringið í
síma 28006 ef hún hefur einhvers
staðar komið fram.
Þessir hringdu ...
’est frá Lýsi hf.
Vesturbæingur hringdi:
„Lýsi hf. við Grandaveg <
eitt þeirra fyrirtækja sem er
íbúðalq'ama en sem kunnugt <
hefur sú jákvæða þróun átt st
stað að flest iðnfyrirtæki haf
flutt í iðnaðarhverfi. Til skamm
tíma var lítið um íbúðarhús
grennd við fyrirtækið en að un<
anfömu hefur verið byggt miki
af nýjum húsum þama. Mikl
pest leggur frá fyrirtækinu o
getur hún orðið mjög stæk
logni. Hins vegar við götun
hafa verið byggðar þjónustui
Óþefiir
Kona hringdi:
„Fyrir nokkru birtist gein í
Velvakanda þar sem vakin var
athygli á óþef sem leggur frá
Lýsi hf. við Grandaveg í Vestur-
bænum. Þessi óþefur hefur verið
alveg sérstaklega óþægilegur og
áleitin í húsum í grennd við verk-
smiðjuna í logninu sem verið hef-
ur. Fyrirtækið virðist ekkert hafa
gert í málinu og getur ef til vill
ekki komið í veg fyrir þennan
ófögnuð. Hér er þó um vandamál
að ræða sem taka verður á. Það
hlýtur að vera til einhver aðferð
til að koma í veg fyrir að þessi
óþefur berist frá fyrirtækinu."
Vísa
Eva Benjamínsdóttir hringdi:
Spurt var um vísuna um stjör-
numerkin í Velvakanda fyrir
nokkru. Ég lærði þessa vísu af
BragaÓlafssyni Thoroddssen
verkstjóra á Patreksfirði og
sagði hann að hana væri að finna
í Sjödægru, elstu stjömufræði
okkar íslendinga. Vísan er svona:
Hrútur, boli, burar tveir,
bæklaður krabbi, ljónið, drós,
metin, hængur, hremsufreyr,
hafur, skjólur, fiskar sjós.
Góðbók
Bókaormur hringdi:
„Nú steyma marg',íslegar bæk-
ur yfir landsiýð. Flestar þeirra em
skáldsögur, ellegar bækur um
þjóðlegan fróðleik en þó er ein
bók sem sker sig úr og telst hún
ekki til áðurnefndra flokka. Ber
bókin heitið Skólaskop og inni-
heldur hún 150 sanna skólabrand-
ara sem gerst hafa í skólum lands-
ins. Margir þeirra eru hreint frá-
bærir og ættu ailir að kynna sér
efni þessarar bókar, sem höfðar
jafnt til unglinga sem eldra fólks.
Mér hefur fundist skorta bækur
sem þessa á bókamarkaðinn hing-
að til. En nú er loksins komin
sprenghlægileg bók um fyndna
atburði sem gerst hafa innan
veggja hins háalvarlega skólá. Ég
skora hér með á alla að kynna
sér þessa óvenjulegu bók, í stað
þess að liggja yfir manndráps-
bókum og innihaldslitlum og
ómerkilegum ævisögum.“
Ákeyrsla
Lýst er eftir vitni sem gæti
hafa séð til einhvers bakka á gul-
an Ford comet sem stóð við Haga-
me! 10 (við Melaskóla) 11. eða
12. desember. Viðkomandi er vin-
samlegast beðinn að hafa sam-
band við Slysarannsóknardeild
rannsóknarlögreglu á skrifstof-
utíma.
Munir í óskilum
Gleraugu, úr, hanskar og húfa
hafa komið í leitirnar í Miklagarði
í JL-húsinum. Geta eigendur vitj- ■
að þessara muna í búðinni
Víkverji skrifar
Núna um helgina var upplýst hér
í Morgunblaðinu, að prófessorar
við Háskóla íslands hafa ekki mögu-
leika á að komast í hærri laun en
u.þ.b. 120 þúsund krónur á mánuði,
en það eru þau laun, sem þeir fá
hæst eftir langan starfsaldur.
Háskóli stendur ekki undir nafni
nema hann fái hæfustu menn á
hveiju sviði til þess að taka að sér
kennarastörf. Það er gersamlega úti-
lokað, að Háskóli íslands geti laðað
til sínu hæfustu kennara, þegar
launakjör em með þessum hætti.
Prófessorsstaða þykir enn virðinga-
rembætti á íslandi, en yfirleitt em
menn hér ekki svo efnaðir, að þeir
geti leyft sér að taka við slíkum stöð-
um viiðingarinnar vegna.
Fyrir nokkmm mánuðum birtist
athyglisverð grein í brezku blaði um
mikinn vanda háskólanna í Oxford
og Cambridge. Hann var og er fólg-
inn í því, að þessir sögufrægur há-
skólar borga ekki nægilega há laun
til þess að halda beztu kennurunum,
sem kjósa fi-emur að starfa við
bandaiíska háskóla, þar sem launin
em mun hærri. Ef sú þróun verður
ekki stöðvuð munu þessir gömlu há-
skólar í Bretlandi ekki lengi njóta
þeirrar virðingar, sem þeir gera nú.
Háskóli íslands er bersýnilega í
úlfakreppu. Hann fær ekki beztu
kennarana vegna þess, að hann get-
ur ekki borgað nógu há laun. En ef
hann fær ekki beztu kennarana á
hann ekki glæsta framtíð fyrir sér.
Hver er lausnin? Skólagjöld?
xxx
Nú stendur yfir mesti verzlun-
artími ársins. Kaupmenn aug-
lýsa vöm sína eins og framast þeir
geta. Flest er nú orðið hægt að kaupa
með afborgunum - jafnvel föt! En
eitt vantar. Það er að upplýsa kaup-
andann um það, hvað afborgunarskil-
málamir kosta. Sumir veita slíkar
úpplýsingar að einhveiju leyti í aug-
lýsingum, aðrir ekki. Þetta á að vera
svo sjálfsagt, að ekki sé þörf á að
hafa orð á því.
XXX
Einn af viðniælendum Víkveija
var að kaupa sér kerti á dögun-
um af þeirri gerð, sem fólk kveikir
á fyrir utan hús sín. Hann átti um
tvo kosti að velja: útlent kerti, sem
kostaði um 140 krónur og endist í 5
klukkutíma og íslenzkt jíerti, sem
kostaði rúmlega 200 krónur og end-
ist í 3 klukkutíma. HVað veldur þess-
um mun?
xxx
Iöðru tilviki stóð unnandi íslenzks
iðnaðar frammi fyrir því, að flaska
af innfluttu Perrier vatni, sem er eitt
hið dýrasta í heiminum var mun ódýr-
ari en ísienzkt vatn á íslandi!
,MammOo, er þettcx bamíóstr&n rrv'n?'
... heitustþegartungl-
iðerfullt.
TM Reg. U.S Pal Off.—all righls reserved
« 1989 Los Angeles Times Syndicate
Andaðu eins og þú getur
framaní hann. Hann gseti
misst jafnvægið skil-
urðu ...