Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 68
DESEMBEIÍ 1989 C MORATEMP . V^MORA/ AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæáur. Fást í byggingavöruverslunum. ^ meiri ánægja^ Mn&ifr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Dr. Kildare og kollegar hans eftir Þorstein J. Vilhjálmsson London. Sunnudagskvöld í júlí. Það er heitt. Neðanjarðar er hitinn óþol- andi. Gamli maðurinn í lestinni þurrkar af sér svitann. Hann Tiorfir með hluttekningu á svartklæddan pilts sem svitnar enn meira. „Að hugsa sér, í svörtu um hásumar,“ má lesa úr svip hans. Svartstakk- arnir í lestinni eru fleiri. Þeir streyma út á brautarstöðinni við Wembley. „Tickets for the concert, tickets?“ spyija óeinkennisklæddir sölumenn. Á Wembley Arena er að hefjast árshátíð svartstakkanna. Þeir svitna saman í anddyrinu; súpa á bjór í plastflöskum og rauður varalitur situr eftir á flöskustútn- um. Þeir eru að bíða miðstjórnarinn- ar. Þeir eru að bíða fyrirmæla. Þeir eru að bíða þess að stjórnin byrli þeim lyf við lífsleiða. Lyfið er tónlistin. Læknirinn The Cure. Leiðtogi svartstakkanna er söngvarinn með svárta hárið; yfir- læknirinn sem klæðist sjálfur svörtu og notar augnskugga og varaiit dags daglega. Honum leiðist Jim Kerr. Hann geiti um/ daginn að Donnu Summer. Maðurinn er Bryan Robson poppsins — Robert Smith, fyrirliði og yf irlæknir í helstu hljóm- sveit gamla heimsveldisins. Hann er allt í öllu í leik sinna manna. Reyndar hét hljómsveitin upphaf- lega Easycure og var stofnsett í Sussex um það leyti sem flóðalda nýbylgjunnar skall yfir heims- byggðina. Síðan var nafninu breytt í Cure. Sagan segir að Robert Smith hafi ætlað að hætta í hljómsveitinni allt frá því Three imaginary boys- platan kom út fyrir tíu árum. Stund- um finnst mér að hann hefði átt að láta verða af því. Stundum ekki. Cure hafa oft hitt á hinn rétta tón; tökum sem dæmi Boys don’t cry, Lullaby, Love cats, In between da- ys, Just like heaven, Charlotte so- metimes og fleiri slíka söngva. Þeir hafa enda sent frá sér einar tólf breiðskífur ef allt er talið. Þetta er um leið Akkillesarhæll hljómsveit- arinnar. Robert Smith og kollegar eru löngu hættir að koma á óvart. Nýjasta breiðskífa Cure er jafn áhugaverð og fundir í sameinuðu Alþingi. Chris Roberts sagði í plötu- dómi í Melody Maker í vor; „Disinte- gration er ákveðin iífsreynsla, eins og til dæmis að missa handlegg eða fót. Hún er einna líkust þögulli Tarkovsky-mynd í slow motion.“ Ég segi kannski ekki að Disinte- gration sé svo slæm. Blaðamennirn- ir á Melody Maker eiga heldur eng- an sinn líka i kjánaskap — næst slá þeir Sykurmolana af, sannið þið til. Hvað sem því líður er versti galli umræddrar plötu alveg voða- legt átakaleysi. Robert Smith og kollegar eru of útreiknanlegir í lag- asmíðum og margir textamir verstu klisjur, eins og þessi hending úr Pictures of you: „Ég hef horft svo lengi á myndirnar af þér að ég var næstum búinn að ímynda mér að þær væru raunverulegar." Hræði- legt. Eða þetta úr Lovesong: „Þeg- ar ég er með þér finnst mér alltaf eins og ég sé kominn heim — Ég mun alltaf elska þig hvert sem ég fer...“ Hryllilegt. Síðasti riddara- kross Cure er áreiðanlega Lullaby af Disintegration. Þetta er ótrúlega sterkt lag og myndbandið hreinn unaður. Annað efni á plötunni er allt í lagi. Ekkert meira en það. Það finnst mér í sjálfu sér næg ástæða til að svipta þessa sjálfskip- uðu lækna leyfinu. Best væri að þeir hefðu kjark til að gera það sjálfir. Ein ástæðan fyrir því að þeir þrjóskast við kann að vera sú að fjöldi aðdáenda er enn á lífi. Cure fyllti Wembley Arena þijú kvöld í röð. Það segir sína sögu. Ég sat umkringdur svartklæddu fólki og beið eftir að læknarnir byijuðu að kukla á sviðinu. Ég veðj- aði við sjálfan mig að tónleikarnir myndu hefjast á Plainsong af Disin- tegration. Ég vann veðmálið. Á eft- ir kom klisjan viðurstyggilega Pic- tures of you. Örsmáir geislar ljós- kastaranna lýsa upp fölt andlit dr. Smiths. Svart hárið kastaðist fram á andlitið þegar hann sveiflaði höndunum. Svarta skyrtan náði honum niður á hné. Hann var með varalit. Beint fyrir framan mig sat steinrunnin eftirmynd hans og lét sér nægja að klappa kurteislega eftir hvert lag. Aðrir aðdáendur voru öllu líflegri, klöppuðu, stöpp- uðu, í draumkenndu ástandi. Hiti og sviti í sjöunda himni. Dáleiðsla hefur enda verið vörumerki Cure alla tíð; dulúðug Iög, dreymnir, dularfullir textar og seiðandi söng- ur Roberts Smiths. Gallinn er bara sá að áhrifin eru hverfandi, líkt og maður fengi sér jurtate úr blóð- bergi við kvefi í stað benelíns. Ég segi samt ekki að Catch, nú eða Just like heaven hafi ekki aðeins hreyft við manni. Jú, og tónleikaút- gáfan af Why can’t I be you? var líka stórgóð þar sem hendingum úr Love Cats var blandað saman við viðlagið. Samt, samt var þetta allt saman einhvern veginn of gott — ljósin, hljómburðurinn, sviðið, hljómsveitin — Smith, Gallup, Will- iams, Thompson og O’Donnell, allt svo óþolandi óaðfinnanlegt, eins og 1948-útgáfan af Hamlet með sir Laurence heitnum. Og aðdáendurn- ir ellefu þúsund voru að springa af gleði yfir að heyra Boys don’t cry, Let’s go to bed, Close to me og allt þetta, einu sinni enn. Cure voru klappaðir þrisvar sinnum upp að minnsta kosti og svarthærð, svart- klædd ungmenni keyptu sér stutt- ermaboli á leiðinni út. Hvað skildi þetta fólk taka til bragðs ef átrún- aðargoðin hættu störfum? hugsaði ég í troðfullri lestinni á leiðinni frá Wembley. „Robert was absolutely wonderful,“ hugsaði næsti maður upphátt og svarthærð stúlka söngl- aði' Just like heaven. Cure virðast enn geta líknað aðdáendum sínum, a.m.k. sumum , þó áhrifamáttur tónlistarinnar sé í reynd hverfandi. Cure eru heimilislæknar á eftirlaun- um. Og Robert hótar enn að hætta í hljómsveitinni af gömlum vana, „Samt, samt var þetta allt saman einhvern veginn of gott — ljósin, hljómburðurinn, sviðið, hljómsveitin — Smith, Gallup, Williams, Thompson og O’Donn- ell, allt svo óþolandi óaðfinnanlegt, eins og 1948-útgáfan af Hamlet með sir Laurence heitn- um.“ úlfur, úlfur aðferðin held ég. Sam- kvæmt yfirlýsingum dr. Smiths á þessu ári langar hann mest af öllu að byija að nýju og hefja tónlistar- feril upp á eigin spýtur. Ekki vegna þess að metnaður hans krefjist þess, heldur, eins og yfirlæknirinn orðaði það svo eftirminnilega sjálf- ur: „Vinur minn tók mjög góða ljós- mynd af mér og ég kem aldrei til með að nota hana nema ég hefji sólóferil.“ Það var og. Höfimdur starfar hjá Ríkisúí vurpiini. Mark segulband 3.950 stgr. Nova samlokugrill 5.375 stgr. Nova djúpsteikingarpottar frá 6.200 stgr. Mark útvarp með 6 stöðva minni 4.300 stgr. Melitta kaffivélar frá 3.580 stgr 0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ Thomson ferðaútvarp með tvöföldu segulbandi og geislaspilara 29.735 stgr 1 1 S 5 1 1 DKlflAL .. i» mM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.