Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 31 Handbók frambjóðandans — stílfærð úttekt á íslensku samfélagi nútímans eftir Sigríði Asgeirsdóttur Nýlega kom út Handbók fram- bjóðandans, eftir- Vetus Caper. í bókarkynningu kemur fram að Handbók frambjóðandans sé ekki handbók í venjubundinni merkingu orðsins, en nýtist vel sem slík vegna yfirgrips efnisins og hnit- miðaðrar framsetningar. Um leið er hún stílfærð úttekt á íslensku samfélagi nútímans og þeim leið- um og aðferðum sem djarfur fram- bjóðandi tileinkar sér framans vegna. Bókin skiptist í fjóra hluta og fjailað er vítt og breitt um ástand og horfur frambjóðanda, mann og möguleika. I'Yamboðsfiðringur er skilgreindur, rakin eru nauðsynleg og æskileg skilyrði sem frambjóð- andi þarf að uppfylla og greint frá lykilsetningunni heimulu, sem er leið til hæstu hæða. Vikið er að nauðsyn þess að láta bera á sér, ímynd stjórnmálamannsins er skil- greind og sérstakir kaflar fjalla um innri mann og ytra borð. Rætt er um alvöru stjórnmál eins og þau eru stunduð á Islandi að mati höf- undar, hugtök þeirra og eðli, land- lægan misskilning aga og ábyrgð- ar, hugsjóna og stefnumiða. Fjall- að er almennt um stjórnmála- flokka, hafra þeirra og sauði, gras- rótina, kjördæmin, grillufangara, málefnasamninga og skoðana- kannanir. Loks er vikið að menningu, landi og lýðhylli. Rætt er um nauðsyn þess að hafa tök á bókmenntum fornum og nýjum, nytsemi talmáls og likamssérkenna er skýrð og skilgreind er rökfræði saman- burðar og sökudólga. I bókarbotni er vikið að ræðulist, orðfæð og gnótt og loks eru rök og ræða hins hæfa stjórnmálamanns með og á móti færð í stílinn. Af þessu er ljóst að Vetus Cap- er kemur víða við, en þótt hand- bókin sé einkum ætluð frambjóð- anda í stjórnmálum, þá verður því alls ekki neitað, að sögn höfund- ar, nema við sérstakar ytri aðstæð- ur, að meira og minna sömu regl- ur gilda um frambjóðanda til hverskyns frama í félagsskap, hvaða nafni sem hann kann að nefnast. Vetus Caper var að því spurður hver tilgangurinn væri með bók af þessu tagi? Hver er tilgangur bóka yfirleitt? Já eða listaverks og laxveiða? Hann getur verið margvíslegur. Hann getur til dæmis verið sá einn að fullnægja þörf til sjálfsupphafn- ingar. Slíkt er afar eðlilegt. Höf- undur kann að þjást af þeirri ár- áttu sem nauðsynleg er sérhveij- um frambjóðanda hvar sem er og hvenær sem er. Áráttunni til að láta bera á sér. En í bókinni er einkum fengist við frambjóðanda í stjórnmálum og tekið skýrt fram „að áráttunni verður að fullnægja hvað sem tautar og raular; spenn- an sem af henni hlýst getur að öðrum kosti orðið óbærileg dauð- legum manni. Að spegla sig í augngotum nær og fjærstaddra er nauðsyn." Hins vegar kann tilgangurinn að vera sá að koma til skila efni sem höfundur telur að eigi erindi við aðra lesendur en hann sjálfan. Auðvitað getur þetta tvennt, upp- hafning og erindi, farið saman og er það ekkert nema gott og bless- að. En hvað þessa bók varðar sér- staklega þá er tilgangurinn aug- ljós hveijum manni. Hann helgar meðalið. Hvað áttu við með því? Jú, hver bók talar sínu máli og reyndar út í hött og óviðeigandi að vera að gaspra um tiltekna bók fram og aftur. Sýndarmennska og skram einkenna íslenskt samfélag. Alvarleg umræða er fátíð og eru stjórnmálin þar engin undantekn- ing. Ákvarðanir eru teknar á hlaupum oft í beinni útsendingu sjónvarpsfrétta, rekstrargrund- völlur heimila og fyrirtækja, sem saman mynda samfélagið, er sífelldum breytingum undirorpinn. Stjórnmálalíf á íslandi hefur ekki farið varhluta af þessum óstöðug- „En í bókinni er einkum fengist við frambjóð- anda í stjórnmálum og tekið skýrt fram „að áráttunni verður að fullnægja hvað sem tautar og raular; spenn- an sem af henni hlýst getur að öðrum kosti orðið óbærileg dauðleg- um manni. Að spegla sig í augngotum nær og fjærstaddra er nauð- syn.““ leika undanfama tvo áratugi eða svo og starf stjórnmálamannsins sem og reyndar allt samfélagslífið hefur gerbreyst á skömmum tíma. Stjórnmál eru orðin sérstök at- vinnugrein og því tímabært að gefa út handbók fyrir þá sem hyggja á framboð. Dyggðir og lestir era af öðram toga en áður var. í bókinni er einmitt leitast við að skilgreina þá meðfæddu og til- Iærðu hæfileika sem nauðsynlegir eru til að öðlast frama í stjórn- málum, um leið og vinnubrögð og starfshættir hins hæfa stjórn- málamanns era skýrðir. Eða eins og segir til dæmis í kaflanum um innri mann: „Skilyrðing ímyndar stjórnmálamannsins er hinn innri maður. Þessi skilyrðing er svo mikilvæg að hún krefst því miður nokkurs lesmáls. Fyrst er til að taka einurð 5 orði og verki, sem er hæfileg blanda litillætis, auð- mýktar, mærðar, trausts, smjað- urs og hroka. Þá era það tilfall- andi glópska, gleymska, rang- hermi og mismæli sem ætíð eru réttlætanleg og í reynd einkar mannleg. Og loks er það framúr- skarandi þekking á öllu sem er (og líka hinu sem er ekki).“ Um hro- kann er sérstaklega tekið fram að hann sé „brýn nauðsyn til að slá HANDBÓK FRAMBJÓÐANDANS Vetus Caper á óprúttna viðmælendur, sýna þá í réttu ljósi og um leið er hann aðferð til að hefja stjórnmála- manninn í hæðir sem eru víðsfjarri því láglendi sem viðmælandi skríður eftir. Skreyttur fyndni verður hroki beittara vopn, en þó einungis ef gamanið er á kostnað viðmælenda eða fjarstadds mót- heija sem fær ekki varist.“ Þú segir að dyggðir og lestir hafi breyst? Nei, dyggðir og lestir breytast ekki, en viðhorf okkar hvers til annars breytist og mat okkar á verðmætum, andlegum og verald- legum. Á fræðimáli kallast þetta að áherslur breytist, og reyndar er ekkert sjálfsagðara í nútíma samfélagi. Um það leika vind- hviður hvaðanæva úr veröldinni og nauðsyn krefur að sótt sé í vindinn. Enda þótt mannkyni fjölgi dag frá degi verður heimur- inn sífelLt smærri vegna framvindu i þráðlausum fjarskiptum. Fréttir berast hingað til landsins jafn- harðan og þær verða til í beinni útsendingu. Þessi hnattræna sam- þjöppun veraldarfólksins hefur góða kosti og vonda. Á íslandi keppast menn við að hirða upp allt það sem að þeim er rétt frá útlöndum og fer mannlífið alls ekki varhluta af því, hvar á bæ sem er og með sérhverri starfs- grein. Hér sýna stjórnmálamenn eðlilegt og nauðsynlegt fordæmi, enda sjálfvalinn maður næstum í hveiju rúmi. Þeim er enda ljóst mikilvægi lykilsetningarinnar sem að er vikið í bókinni, en mikilvægi þeirrar setningar, með orðum bók- arinnar „ræðst eingöngu af því að ekkert skiptir máli, nema hæfur hæstvirtur sjálfur. Að tileinka sér hana er því sem betur fer mun auðveldara, en virðast kann við 'fyrstu sýn. Setningin á ekkert skylt við eigingirni eða sjálfbyrg- ing; hún er einber sjalfsbjargarvið- leitni í léttum og leikandi heimi. Þjóðin, flokkurinn og landið sem heild er leikvöllurinn, leikvöllur sem leikið er á, spilað með og færður er í nyt.“ í lok samtalsins var höfundur Handbókarinnar spurður um það hvers vegna hann kysi nafnið Vet- us Caper á kostnað síns eigin? En eins og kunnugt er útleggst Vetus Caper „gamli geithafur". Hann kvað það ráðast af því að skerpa skil manns og málefnis. Þessu tvennu megi aldrei rugla saman. Málefnið, erindi Hand- bókarinnar, verður að fá að njóta sín án þess að mín persóna sé nokkuð að þvælast þar fyrir. Höfundur er myndlistarmaöur í Keykjavík. Umferðarráð: - Sýnið varúð í umferðinni MIKIL umferð er um allt land síðustu daga fyrir jól. Þess vegna er það mikið mál að allir vegfar- endur sýni ítrustu varúð og til- litssemi til að koma i veg fyrir óhöpp og slys, segir í frétt frá Umferðarráði. Umferðarráð hvetur alla landsmenn til að leggja sitt að mörkum til þess að jólahátíð renni ekki upp í skugga alvarlega umferðaslysa. Minnt er á endurskinsmerki.Á und- anförnum árum hafa víða verið haldin svökölluð jólaglöggboð í mörgum fyrirtækjum og félaga- samtökum. Af því tilefni minnir Umferðarráð á, að áfengi og akstur eiga alls ekki samleið. SAGAN GLCYMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson. Ásgeir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn og sjósóknarar fyrr á árum, auksögunnaraf skipherra landhelgisgæslunnar, sem Englendingar létu islenskan forsætisráðherra reka. UNDIR MAMRINUM. Grétar Kristjónsson. Reynsíusögur gjaldþrota einstaklinga. Hér er fjaliad um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa í greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifarikar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin koma berlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur. OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Guðmundsson. 20 ræóur og greinar. tlérfjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, alltfrá nýársdagshugleiðingu í Mafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og fráságnar af ferð til Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira. LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. tlaroid Sherman. Sherman greinir hér frá tilraunum sinum á lækningamætti hugans og setur fram ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. flann er fullviss um það, að Guðs- krafturinn er til staðar i hverjum manni til að endurvekja hug og likama. DULRÆN REYNSLA. Gudný Þ. Magnúsdóttir. Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna. Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. Hér segja sjö islenskar konur frá reynslu sinni í þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum. SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar fínnsson. Þetta er önnur Ijóðabók Árna Grétars. 1982 kom út Leikurad orðum, þar sem voru bæði frumort Ijóð og þýdd. hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg að efni og framsetningu og bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf- undinn. Eiríkur Smith myndskreytti. SKVGGSJA - BOKABVÐ OUVERSSIWSSF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.